Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÓN Sigurðsson, hljómlistarmaður frá Söndum í Dýrafirði, gjarnan nefndur Jón bassi, andaðist 30. apríl sl. á heimili sínu, 75 ára að aldri. Jón fæddist 14. mars 1932 á Söndum, sonur hjónanna séra Sigurð- ar Z. Gíslasonar og Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju. Jón ólst upp á Söndum til 12 ára ald- urs. Þá missti hann föð- ur sinn í snjóflóði og flutti eftir það ásamt móður sinni og systkinum til Reykja- víkur. Jón lauk almennri skólagöngu og stundaði nám í Tónlistarskólan- um í kontrabassaleik, hljómfræði og tónsmíðum. Jón fór ungur að leika opinberlega á hljóðfæri og var orðinn djassleikari 16 ára. Hann hóf að leika á kontra- bassa með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands fljótlega eftir stofnun hennar árið 1950 og starfaði með Sinfóníuhljóm- sveitinni óslitið þar til í fyrra. Auk þess var Jón í fjölda danshljóm- sveita um ævina, lengst var hann í KK sextett, var í Sumargleðinni og um tíma með eigin hljómsveit, Sextett Jóns Sigurðssonar. Jón var einnig þekktur fyrir útsetn- ingar sínar og útsetti fjölda laga fyrir ýmsa flytjendur. Hann samdi alla tónlist í kvikmynd- ina „79 af stöðinni“ árið 1962 að und- anskildu titillagi Sigfúsar Halldórs- sonar og varð tónlist Jóns mörgum eftirminnileg. Jón var einn af stofn- endum STEFs. Þá kenndi hann við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH um árabil. Jón kvæntist Jóhönnu G. Erling- son sem lifir mann sinn. Þau eign- uðust átta börn og eru sjö á lífi. Andlát Jón Sigurðsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TÍMAVÉL er meðal þess sem notað verður á margmiðlunarsýningu um Surtsey sem opnuð verður á sunnu- daginn kemur á efstu hæð Þjóð- menningarhússins við Hverfisgötu. Sýningin er sett upp í tilefni af til- nefningu Surtseyjar á heims- minjaskrá UNESCO yfir menning- ar- og náttúruminjar heimsins. Sýningargestir ganga fyrst inn í anddyri þar sem gosið og ólgandi hraunelfur Surtseyjar nýtur sín vel á risaskjáum og speglum undir dynj- andi goshljóðum. Þá er saga eld- gossins og eyjarinnar rakin á vegg- spjöldum og sýnd á fjölda ljósmynda auk skýringarmynda um jarðfræði Surtseyjar og lífríkið í eynni og haf- inu í kring. Steinar og hraunmolar, fuglar og skordýr og margt fleira sem tengist Surtsey verður einnig til sýnis. Einnig er sýnt þrívíddarlíkan af Surtsey sem sýnir eyna eins og hún var stærst árið 1967, þegar Surtseyjargosinu lauk, og eins hafs- botninn í kring. Þar mótar greini- lega fyrir grynningum þar sem Surtla, Syrtlingur og Jólnir gusu. Tvær eyjar mynduðust en þær hurfu aftur undir sjávarborðið. Jarðfræði, dýralíf og gróðurfar Hápunktur sýningarinnar er svo tímavélin sem var smíðuð af þýska fyrirtækinu Art+Com. Uppsetningu hennar lauk í gær. Snorri Bald- ursson, fulltrúi Náttúrufræðistofn- unar Íslands í sýningarstjórn, út- skýrði tækið. „Það sýnir þróun eyjarinnar frá upphafi gossins í Surtsey í nóvember 1963 og fram til ársins 2130, því við spáum fyrir um hvernig eyjan muni þróast,“ sagði Snorri. Tækið varpar myndum á tvo stóra fleti og fremst er stjórntæki sem áhorfendur geta notað til að velja hvort sýndar eru upplýsingar um jarðfræði, gróðurfar eða dýralíf Surtseyjar á sextán stöðum tíma- kvarðans. Hægt er t.d. að skoða hvernig nýjar plöntur eða dýr hafa fundist í eynni ár frá ári. Það var ekki síst forvitnilegt að sjá hvernig Surtsey hefur veðrast af vindum og sjávargangi á rúmlega fjórum ára- tugum og hvernig talið er að hún muni mótast næstu 123 árin. Í lok þess tímabils er því spáð að Surtsey muni líkjast mjög öðrum úteyjum Vestmannaeyja hvað varðar dýralíf og gróðurfar. Í stað berangurslegra hrauna og móbergsfláa verði komn- ar grösugar lundabyggðir á hákoll- inn og þverhnípt móbergsbjörg þar sem svartfuglar una sér sumarlangt á syllum. Heimsminjagildi Surtseyjar þykir einstakt því Surtsey er eina „nýja landið“ sem hefur ekki verið raskað og þróunar- og mótunarferlum verið fylgt eftir og þeir skráðir jafnóðum allt frá upphafi. Þar hefur ítarlegt rannsóknar- og vöktunarstarf verið unnið allt frá upphafi gossins. Náttúrufræðistofnun Íslands er ábyrg fyrir sýningunni og setur hana upp. Snorri Baldursson var verkefnisstjóri fyrir hönd Nátt- úrufræðistofnunar og Lovísa Ás- björnsdóttir á Náttúrufræðistofnun vann skýringarmyndirnar. Hjörleif- ur Stefánsson arkitekt er sýning- arstjóri og Þórunn Þorgrímsdóttir hannaði sýninguna, Gert Monath frá Art+Com bjó tímavélina til og setti hana upp. Tímavél sem sýnir þróun Surtseyjar til ársins 2130 Morgunblaðið/G. Rúnar Tímavél Rakin er mótunarsaga Surtseyjar frá upphafi í myndum og sýnt með hjálp tímavélarinnar hvernig Surtsey mun líklega mótast og þróast næstu 123 árin hvað varðar ásýnd, dýralíf og gróðurfar. Morgunblaðið/G. Rúnar Sýning Hjörleifur Stefánsson, Snorri Baldursson, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Gert Monath og Þórunn S. Þorgrímsdóttir unnu við uppsetninguna. Í HNOTSKURN »Surtseyjargosið hófst 14.nóvember 1963 suðvestur af Vestmannaeyjum. Þar hafði áður mælst um 130 metra sjávardýpi. »Nafn eyjarinnar var sótt ívísu Völuspár sem hefst á orðunum: Surtur fer sunnan. »Fimm eldgígar opnuðustmeðan á gosinu stóð. Tvær eyjar mynduðust auk Surtseyjar, Syrtlingur og Jólnir, en þær hurfu í hafið. »Surtseyjargosinu var taliðendanlega lokið í júní 1967. Þá var nýja eyjan 2,65 km2 að stærð. SÝNING Í TILEFNI TILNEFNINGAR SURTSEYJAR Á HEIMSMINJASKRÁ UNESCO NEMAR í grunnháskólanámi til BA- og BS-gráða við erlenda há- skóla munu frá og með næsta skóla- ári eiga þess kost að fá allt að 670.000 krónur í skólagjaldalán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna, LÍN. Fjárhæðin er háð útreiknings- mynt og er í reglunum ákvörðuð sem einn fimmti af samanlögðu hámarks- láni, hækkar svo í þriðjungshlut skólaárið 2008 til 2009 og verður svo framvegis óbreytt. Alls voru sjö breytingar á úthlut- unarreglunum samþykktar á stjórn- arfundi LÍN í gærkvöldi og segir Gunnar I. Birgisson, formaður stjórnar sjóðsins, að breytingarnar eigi sér langan undirbúning. „Þetta er gert til að við séum ekki að mismuna fólki sem er að læra hér heima og erlendis,“ segir Gunnar. „Þarna voru nokkrar veigamiklar breytingar gerðar og nefni ég þar hækkun grunnframfærslunnar, sem var veruleg,“ segir hann og leggur áherslu á að sjóðurinn muni lána um 11.000 manns fast að ellefu milljarða frá og með næsta ári. Grunnframfærslan hækkar Fram og með næsta skólaári mun framfærslan hækka um 7,6% í 94.000 krónur á mánuði, auk þess sem skerðingarhlutfall vegna tekna lækkar úr 12% í 10% – en var til sbr. 75% 1991. Þá hækkar samanlagt há- markslán vegna skólagjalda að með- altali um 5%. Á Íslandi hækkar há- markið t.d. úr 3,2 í 3,35 milljónir. Einnig verða öll ferðalán greidd út í lok misseris og gilda því eft- irleiðis sömu reglur um útborgun ferðalána vegna náms á Íslandi og erlendis. Síðan verða reglur um ákvörðun námsloka gerðar skýrari og ákvæði um ógjaldfallna upp- greiðslu námslána útfærð nánar.  Breytingar á úthlutunarreglum LÍN  Áætlað að um 11.000 manns fái 10,9 milljarða í námslán á næsta ári Nýtt skólagjaldalán Morgunblaðið/Eyþór „ÞETTA skiptir miklu máli og við erum mjög ánægð,“ segir Hafdís Gísladótt- ir, framkvæmda- stjóri Öryrkja- bandalags Íslands, ÖBÍ, um undirritun sam- starfs nokkurra aðila í gær um bætt aðgengi allra að áningar- og útivistarstöðum um land allt. Aðilar samningsins eru Ferða- málastofa, ÖBÍ, Samtök ferðaþjón- ustunnar, Ferðaþjónusta bænda og Ferðamálasamtök Íslands. „Það skiptir náttúrulega miklu máli að allir eigi aðgang hér að ferða- mannastöðum, svo ekki sé talað um útlendinga sem hingað koma. Von- andi verður þetta fyrsta skrefið.“ Hafdís kveðst bjartsýn á að í fram- tíðinni verði tekið tillit til allra, fatl- aðra og barnafólks, við hönnun mannvirkja í ferðaþjónustu. „Lyfta þurfi grettistaki í þessum málum.“ Veturinn 2006 hafði samgöngu- ráðuneytið forgöngu um ofangreint verkefni og segir Hafdís ferlinefnd ÖBÍ hafa átt gott samstarf við aðila innan ferðaþjónustunnar. Samstarf um bætt aðgengi Hafdís Gísladóttir Framkvæmdastjóri ÖBÍ fagnar skrefinu ♦♦♦ VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð nýtur 22% fylgis í Reykja- víkurkjördæmi norður, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísinda- stofnun vann fyrir fréttastofu Stöðv- ar 2 og birt var í gærkvöldi. Samkvæmt þessu hefur flokkur- inn rúmlega tvöfaldað fylgi sitt í kjördæminu og bætir við sig manni. Sjálfstæðismenn bæta einnig við sig manni og mælist fylgið 34,5 pró- sent. Fylgi Samfylkingarinnar er tæp 30 prósent og tapar flokkurinn manni. Frjálslyndir og Íslandshreyf- ingin kæmu ekki inn manni. Samkvæmt könnuninni kæmist Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, ekki á þing yrðu úr- slit kosninganna þessi. D- og V-listi bæta við sig í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.