Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
RÉTTINDI lóðarleigjenda í skipulagðri frí-
stundabyggð munu að öllum líkindum skýrast
töluvert nái frumvarp félagsmálaráðherra fram
að ganga en frumvarpsdrögin eru til umsagnar
hjá hagsmunasamtökum auk þess sem almenningi
gefst kostur á að koma á framfæri athugasemd-
um. Stefnt var að því að leggja frumvarpið fyrir
áður en Alþingi lauk störfum í vor en náðist ekki.
Töluvert hefur verið fjallað um málefni leiguliða
undanfarin misseri en eftir að leigusamningum
lýkur standa þeir oft höllum fæti gagnvart lóðar-
eiganda og hafa oft aðeins þá kosti að samþykkja
margfalda hækkun leigu, greiða uppsett verð fyr-
ir lóðina ellegar fara með sitt sumarhús annað.
Hefur erindum til stjórnvalda sem snerta sam-
skipti lóðarleigjenda og lóðareigenda fjölgað mik-
ið á undanförnum árum og í mörgum tilvikum er
um að ræða leigjendur sem hafa haft lóð til um-
ráða áratugum saman. Samstarfshópurinn bendir
á í því sambandi að sérstæk úrræði gætu brotið í
bága við ákvæði stjórnarskrár um samningafrelsi
og friðhelgi eignarréttarins.
Einna helst hafa nokkrir sumarhúsaeigendur í
landi Dagverðarness í Skorradal barist fyrir slík-
um úrræðum en eigendur jarðarinnar hafa boðið
kaup lóðanna á verði sem þeim þykir langt yfir
markaðsvirði. Rösklega 100 bústaðir eru á jörð-
inni og er Sigurður Guðmundsson, sem nú starfar
að heilbrigðismálum í Malawi á vegum Þróunar-
samvinnustofnunar Íslands, einn þeirra. Leigu-
samningur hans rennur út í nóvember nk.
„Við eigum lítið hús á vatnsbakkanum sem við
keyptum fyrir þremur, fjórum árum. Áður en við
keyptum leituðum við hófanna hjá þáverandi eig-
anda jarðarinnar um áætlanir til framtíðar, s.s.
hvort það væru vangaveltur um sölu því við vild-
um fá að leigja áfram eftir að samningurinn rynni
út. Hann sagði okkur að engar áætlanir væru aðr-
ar en að halda áfram leigu,“ segir Sigurður. Ekki
löngu síðar skipti hann um skoðun og seldi jörð-
ina. Nýr eigandi setti þá fram afarkosti. „Hann
bauð okkur skikann sem bústaðurinn stendur á
fyrir 3,6 milljónir króna en þetta eru um 2.800 fer-
metrar.“
Stillt upp við vegg
Sigurður segir að tekist sé á um eignarrétt frá
tveimur sjónarhornum, annars vegar eignarrétt
þeirra sem eigi fasteign á leigulóð og hins vegar
rétt þess sem eigi landið. „Það sem verið er að
gera í þessum sumarhúsamálum er að eigendur
eru að stilla þessum leiguliðum upp við vegg og
ekkert rými er fyrir samningaviðræður um kaup-
verð. Ef við viljum ekki ganga að þessum kröfum
þá verðum við að gjöra svo vel að taka húsið á
bakið, brenna það eða flytja burtu.“
Dagverðarnes ehf. sendi Sigurði bréf ekki alls
fyrir löngu þar sem segir að hann hafi greinilega
ekki áhuga á að kaupa og því er krafist upplýsinga
um hvernig og hvenær hann ætli að fjarlægja
fasteignina af landinu fyrir samningslok. Sigurður
hefur þegar sent bréf til baka þar sem sá mis-
skilningur er leiðréttur að hann vilji ekki kaupa
landið. „Við vildum bara ekki kaupa á þessu verði.
Það sem við erum búin að fara fram á er að fá að
minnsta kosti árs framlengingu á leigusamn-
ingnum vegna stöðu okkar hér í Malawi en það er
svolítið erfitt að standa í flutningum úr tólf þús-
und kílómetra fjarlægð.“
Sigurður segir lagalega stöðu sína og annarra í
sömu sporum óskýra og er ósáttur með að frum-
varpið hafi ekki náð fram að ganga á liðnu starfs-
ári Alþingis. Hann segir að verði svar Dagverðar-
ness neikvætt séu ekki nema tveir kostir í stöð-
unni, annars vegar að láta sækja bústaðinn eða
láta reyna á málið fyrir dómstólum. „Slíkt mál
yrði þá prófmál fyrir mjög marga aðra sem eru í
sömu stöðu eða verða það bráðum.“
Stjórnin með málið til umfjöllunar
Arngrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri
Dagverðarness, segir stjórn félagsins hafa mót-
tekið bréf Sigurðar og er hún með það til umfjöll-
unar. Hann segir að meðaltali tvo bústaðaeigend-
ur á ári hverju lenda í sömu stöðu og Sigurður og
þeir hafi langflestir tekið upp viðræður við stjórn-
ina. Framtíðin er sú að menn eignist sínar lóðir.
„Viðræður eru í gangi við leigjendur og hefur
stjórnin komið til móts við hvern og einn. Sigurð-
ur hefur ekki sýnt neinn áhuga á að kaupa, ekki
stungið upp á neinni tölu sjálfur né hvernig hann
vilji greiða. Stjórnin mun þó fjalla um hans óskir
og koma til móts við þær eins og hann þarf, svo
framarlega sem hann fái sína hluti á markaðs-
virði.“
Tekist á um eignarrétt
frá tveimur sjónarhornum
Náttúrufegurð Afar fagurt er um að litast í Skorradal og því ekki að undra að fjölmargir Íslendingar
vilji eyða frítíma sínum í sumarhúsum þar. Mörgum gremst þó uppsett verð á sumarhúsalóðum.
Í HNOTSKURN
»Starfshópur um málefni er varða frí-stundahús var skipaður 21. júlí 2006.
Hópurinn hélt 23 fundi og var tillögum skil-
að til félagsmálaráðherra 28. febrúar sl.
»Meðal annars er lagt til að samningarum leigu á lóð undir frístundahús kveði
á um endurskoðun á leigu og forkaupsrétti
leigjenda við sölu á leigulóð.
»Frumvarpsdrög eru til umsagnar hjáhagsmunaðilum og má nálgast á
vefsvæði félagsmálaráðuneytisins,
www.felagsmalaraduneyti.is.
SIV Friðleifsdóttir heilbrigðisráð-
herra og Arnþór Jónsson, varafor-
maður SÁÁ, undirrituðu í gær sam-
komulag um framlengingu þjónustu-
samnings milli heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins og fjár-
málaráðuneytisins annars vegar og
Samtaka áhugafólks um áfengis-
vandann (SÁÁ) hins vegar. Eldri
þjónustusamningur um rekstur
sjúkrasviðs SÁÁ var þar með fram-
lengdur til loka þessa árs. Fjármála-
ráðherra mun síðan staðfesta samn-
inginn með undirskrift sinni.
Jafnframt framlengingu þjónustu-
samningsins var gert samkomulag
um 80 milljóna króna eingreiðslu til
að mæta viðbótarkostnaði vegna
göngudeildarþjónustu og aukinnar
þjónustu SÁÁ við ópíumfíkla, sem
þjónustusamningurinn náði ekki til,
aukins húsnæðiskostnaðar vegna
breytinga á fasteignagjöldum
sjúkrahúsa og vegna veikleika í
rekstri áranna 2006 og 2007. Unnið
er að endurskoðun þjónustusamn-
ingsins og stefnt að því að nýr samn-
ingur gangi í gildi í byrjun næsta árs.
Siv kvaðst vera ánægð með að já-
kvæð niðurstaða hefði náðst í samn-
ingaviðræðum stjórnvalda og SÁÁ.
„Ég tel að þessi samningur sé góður
og framsýnn og vísir að næstu skref-
um. Við viljum gjarnan ná langtíma-
samningi við SÁÁ og stefnum að því
að vera með hann í hendi helst um
áramótin,“ sagði Siv. Hún þakkaði
SÁÁ fyrir starf samtakanna og sagði
það mikilvægt. SÁÁ hefði náð góðum
árangri í umönnun sjúklinga og einn-
ig á sviði forvarnarstarfs. Siv þakk-
aði sérstaklega aðstoð tveggja „heið-
ursmanna SÁÁ“, þeirra Einars
Þórðarsonar og Magnúsar Erlends-
sonar, við gerð samningsins.
Arnþór Jónsson sagði framleng-
ingu þjónustusamningsins tryggja
rekstur SÁÁ til næstu áramóta.
„Vonandi verður hægt að nýta tím-
ann til að teikna upp samkomulag
sem verður til lengri tíma.“ Hann
taldi eingreiðsluna nú vera ákveðna
viðurkenningu á því að starfsemi
SÁÁ hefði aukist, án þess að full-
nægjandi greiðslur hefðu komið til.
„Eins og flestir vita er SÁÁ sér-
stakt, sem veitandi sjúkraþjónustu,
að því leyti að við greiðum niður all-
an hallarekstur af sjálfsaflafé,“ sagði
Arnþór.
Þjónustusamningur SÁÁ framlengdur
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir framlengdan þjónustusamning vera vísi að næstu skref-
um og að stefnt sé að gerð langtímaþjónustusamnings við SÁÁ sem taki helst gildi um næstu áramót
Morgunblaðið/G. Rúnar
Undirritun Siv Friðleifsdóttir og Arnþór Jónsson staðfestu framlengingu þjónustusamningsins milli SÁÁ og ríkis-
ins. Einnig var gert samkomulag um eingreiðslu upp á 80 milljónir til að mæta þörfum samtakanna.
Í DRÖGUM að frumvarpi til laga
um réttindi og skyldur eigenda og
leigjenda lóða í skipulagðri frí-
stundabyggð er m.a. vikið að starfi
starfshópsins. Segir þar að mikið
hafi verið rætt um samskipti eig-
enda frístundahúsa á leigulóðum og
landeigenda. Hópurinn ræddi t.a.m.
hvernig væri hægt að jafna samn-
ingsstöðu aðila þannig að sann-
gjörn niðurstaða fengist sem sam-
ræmist ákvæðum stjórnar-
skrárinnar um friðhelgi eignar-
réttarins og frelsi til að gera
samninga af frjálsum vilja.
„Starfshópurinn telur öll tor-
merki á því að leysa þennan ágrein-
ing með setningu afturvirkra laga.
Sú leið sem virðist helst koma til
álita í þessu sambandi er að hlut-
aðeigandi aðilar skjóti ágreinings-
efninu til úrlausnar dómstóla á
grundvelli 36. gr. samningalaga
sem fjallar um heimild til að víkja
til hliðar efni samninga ef það yrði
talið ósanngjarnt eða andstætt
góðri viðskiptavenju og bera það
fyrir sig.“
Einnig vísaði samstarfshópurinn
í svar talsmanns neytenda þar sem
bent er á úrræði sem felst í 2. máls-
lið 1. gr. 107. gr. laga um meðferð
einkamála. „Samkvæmt því getur
lóðarleigjandi í þessu tilviki leitað
samþykkis gagnaðila, þ.e. lóðareig-
anda, fyrir því að málið verði með
óskuldbindandi hætti lagt fyrir
hlutaðeigandi sýslumann sem leiti
sátta með aðilum.“
Tiltekin lágmarksákvæði
Í frumvarpsdrögum starfshópsins
er gert ráð fyrir að í samningum
um kaup eða leigu á lóð undir frí-
stundahús þurfi aðilar að taka af-
stöðu til tiltekinna lágmarks-
ákvæða. Til að mynda er lagt til að í
samningum um leigu á lóð þurfi að-
ilar að taka afstöðu til endurskoð-
unar á leigu og forkaupsrétti leigj-
enda við sölu á leigulóð.
Einnig er lagt til að við úrlausn
tiltekinna ágreiningsefna milli að-
ila innan frístundabyggðar verði
farin hliðstæð leið og í fjöleignar-
húsalögum, og hægt verði að skjóta
ágreiningsefnum með nokkrum
takmörkunum til kærunefndar fjöl-
eignarhúsamála. Þá verði félög eig-
enda og leigjanda lóða vettvangur
fyrir samskipti um sameiginleg
hagsmunamál.
Eina leiðin að
skjóta málum
til dómstóla