Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 9
FRÉTTIR
„ÞÓTT með þess-
ari tillögu sé fallið
frá hugmyndum
um setlón norðan
Þjórsárvera skín í
gegn að menn eru
alveg tilbúnir til
að stækka frið-
landið svo fram-
arlega sem það
skerði ekki virkj-
anahugmyndir,“ segir Ómar Ragn-
arsson, formaður Íslandshreyfingar-
innar, þegar leitað er álits hans á
tillögum starfshóps umhverfisráð-
herra um stækkun friðlands Þjórs-
árvera. Hann segir að aldrei verði
sátt um að halda opnum hugmynd-
um um Norðlingaölduveitu.
Ekki var samstaða í starfshópnum
um stækkun friðlandsins til suðurs
en hugmyndir hafa verið settar fram
um að það nái niður með Þjórsá allt
að Sultartangalóni. Ómar segir að
það ætti að vera sjálfsagt mál. Með
því væri hægt að koma í veg fyrir að
einstæð fossaröð yrði þurrkuð upp,
meðal annars Dynkur sem hann tel-
ur að sé merkilegasti stórfoss lands-
ins þegar fullt vatn sé á honum.
Spurður hvort hægt væri að friða
þetta svæði í andstöðu við heima-
menn vitnar Ómar til athugana sinna
í Noregi, meðal annars friðlands og
þjóðgarðs við Jostedalsjökul. Hann
segir að það mál hafi verið unnið í
samvinnu við bændur sem hafi
breytt búskaparháttum og nýtt þau
tækifæri sem skapast hafi við að-
gerðina.
Aldrei verður sátt um
Norðlingaölduveitu
Ómar Ragnarsson
15% afsláttur
af öllum vörum
út þessa viku
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
vPóstsendum
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
www.feminin.is
Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222
Nýkominn
gallafatnaður
frá
N E V E R
M I N D
St. 38-52
Síðar gallaskyrtur,
vesti, pils, kvartbuxur
og stuttbuxur
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16
Fallegar yfirhafnir
20% afsláttur
fimmtudag, föstudag og laugardag
Glæsilegt úrval af
kvartbuxum
iðunn
tískuverslun
Laugavegi, s. 561 1680
Kringlunni, s. 588 1680
KRINGLUNNI - Sími: 568 9955
Brúðhjónagjafir
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin
að skrá óskalistann ykkar
ATH: Opið til 9
öll fimmtudagskvöld
OPIÐ
TIL 9B RÚÐHJÓN
Full búð af glænýjum vörum á verði fyrir alla
Líttu á allt fyrir brúðhjónin á www.tk.is
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Jónínu Bjartmarz
umhverfisráðherra:
„Ég hef undanfarna daga setið
undir ásökunum Kastljóssins. Allir
þeir sem heyrt hafa svör Bjarna
Benediktssonar, Guðrúnar Ög-
mundsdóttur og Guðjóns Ólafs Jóns-
sonar hljóta að spyrja sig þess hvað
Kastljósinu gangi til með umfjöllun
um veitingu ríkisborgararéttar til
eins tiltekins umsækjanda, ungrar
stúlku frá Mið-Ameríku, sem tengist
mér. Er Kastljósið að láta misnota
sig til að koma höggi á mig og Fram-
sóknarflokkinn í aðdraganda kosn-
inga?
Stórfrétt Kastljóssins í upphafi
var að umræddur umsækjandi hefði
einungis dvalist í fimmtán mánuði á
Íslandi áður en Alþingi veitti réttinn
og mátti skilja sem svo að væri nán-
ast einsdæmi og hin mesta spilling.
Staðreyndir málsins eru þær að á
þessu kjörtímabili hafa 144 einstak-
lingar fengið ríkisborgararétt með
lögum frá Alþingi. Þar af höfðu 30
einstaklingar dvalist hér eitt ár eða
skemur.
Næst birti Kastljós umsókn þessa
einstaklings og gerði lítið úr þeirri
ástæðu að umsóknin byggði á skertu
ferðafrelsi. Ég hef ekki getað út-
skýrt fyrir stúlkunni af hverju Kast-
ljós í réttarríkinu Íslandi braut á
henni mannréttindi með broti á frið-
helgi einkalífs hennar. Ég hef ekki
heldur getað útskýrt af hverju Kast-
ljós birtir gögn, sem augljóslega er
komið á framfæri með ólögmætum
hætti. Í ljós hefur komið að 21 aðrir
einstaklingar hafa fengið ríkisborg-
ararétt m.a. á grundvelli skerts
ferðafrelsis. Í Kastljósinu var m.a.
látið að því liggja að aðallega væri
um börn að ræða sem fengju ríkis-
borgararétt með lögum. Staðreyndin
er sú að af þessum 144 voru einungis
14 börn.
Formaður allsherjarnefndar hefur
hrakið allar fullyrðingar sem ætlað
var að sýna að afgreiðsla umsóknar
þessarar stúlku hafi á nokkurn hátt
verið óeðlileg eða umsóknin fengið
„sérmeðferð“. Ríkisborgarréttur er
veittur með lögum tvisvar á ári, í síð-
ara skiptið rétt fyrir þinglok og sum-
ar umsóknir eru þá nýkomnar inn í
dómsmálaráðuneytið en aðrar hafa
beðið lengur. Fleira mætti tína til um
ónákvæmni umfjöllunar Kastljóssins
og skrumskælingu staðreynda. Ég
áskil mér það síðar, en spyr nú. Hvar
liggur trúverðugleikinn? “
Um ríkis-
borgararétt
og Kastljósið