Morgunblaðið - 03.05.2007, Page 12

Morgunblaðið - 03.05.2007, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BJARNI Bene- diktsson, for- maður allsherj- arnefndar Al- þingis, sendi Morgunblaðinu eftirfarandi at- hugasemd í gær: „Á heimasíðu sinni fer Sigur- jón Þórðarson þingmannsefni Frjálslynda flokksins í Norðaust- urkjördæmi mikinn. Nú beinir Sig- urjón orðum sínum að mér og seg- ir mig segja ósatt um vitneskju mína varðandi tengsl Jónínu Bjartmarz við ákveðinn umsækj- anda um ríkisborgararétt. Þetta eru ekkert annað en rakalausar dylgjur. Netverjinn Sigurjón heldur því jafnframt fram að ég hafi neitað honum um afhendingu gagna vegna umsókna um ríkisborgara- rétt. Þetta er hreinn uppspuni. Ég hef ekki heyrt frá Sigurjóni í margar vikur og þaðan af síður fengið frá honum slíka beiðni. Um- mæli hans um að aðrir greini rangt frá hitta hann því sjálfan fyrir. Þingmaðurinn veður áfram í þeirri villu að ég hafi heimildir til að mæla fyrir um aðgang að skjöl- um og gögnum. Mér er kunnugt um að hann hafi leitað til þingsins með beiðni um upplýsingar. Það erindi fær afgreiðslu hjá skrifstofu þingsins eins og önnur erindi þing- manna á grundvelli gildandi laga og reglna. Það er loks vafalaust einsdæmi að þingmaður leggist svo lágt að nafngreina einstaka starfsmenn þingsins og bendla þá við óviðeig- andi afgreiðslu erinda. Þingmað- urinn og hans þingflokkur setur niður við slíka framgöngu. Að mínu frumkvæði er nú verið að vinna að greiningu og flokkun þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á líðandi kjörtíma- bili. Þessar upplýsingar ættu að vera aðgengilegar síðar í dag.“ Athugasemd formanns allsherjarnefndar Bjarni Benediktsson Á MILLI níu og tíu þúsund Ís- lendingar lifa í dag með krabba- meini en lífslíkur þeirra og lífs- gæði eru oft mun betri en almenningur gerir sér grein fyrir. Þetta er meðal þess sem fjallað verður um á fræðslufundi Lions- hreyfingarinnar um krabbamein sem haldinn verður í sal 5 á Hótel Loftleiðum klukkan 17 í dag. Ásdís Einarsdóttir kennari mun á fund- inum halda fyrirlestur um hvernig það er að lifa með krabbameini. „Ég fer nú yfir afar víðan völl í þessum fyrirlestri,“ sagði Ásdís. „Meðal annars segi ég frá mínum eigin veikindum, hvernig það er að greinast með krabbamein og ganga með ólæknandi sjúkdóm. Einnig ræði ég um viðbrögð sam- félagsins, heilbrigðiskerfið, lyfja- gjöfina og aukaverkanir hennar og hvernig hægt sé að lifa eðlilegu lífi með krabbamein.“ Ásdís greindist með krabbamein fyrir ellefu árum. „Fyrst greindist ég með brjóstakrabbamein en síð- an fannst þetta í beinunum líka. Þegar maður er með krabbamein í beinunum er þetta langvarandi sjúkdómur sem eiginlega ekkert er hægt að gera við, nema að reyna að halda honum niðri með lyfjagjöf. Auðvitað eru margar og slæmar aukaverkanir af lyfjunum en almennt séð hefur gengið vel að halda sjúkdómnum niðri þennan rúma áratug sem ég hef glímt við hann. Eitt það mikilvægasta fyrir fólk með krabbamein er að geta haldið áfram að lifa eðlilegu lífi. Þá meina ég að taka þátt í atvinnulífinu, stunda áhugamál sín og njóta lífs- ins. Það er lykilatriði fyrir andlega líðan að detta ekki alveg út úr líf- inu en krabbameinsmeðferð er ekki bara kostnaðarsöm og erfið, heldur er hún líka gríðarlega tíma- frek. Fólk þarf því að skipuleggja tíma sinn aðeins öðruvísi.“ Nærgöngular spurningar Ásdís segir almennt ríkja mik- inn skilning á málefnum krabba- meinssjúkra á Íslandi. Alvarlegir sjúkdómar veki þó oft mikla for- vitni og nærgöngular spurningar. „Maður tilheyrir auðvitað minni- hlutahópi og þessir lífshættulegu sjúkdómar eru áhugaverðir fyrir fólk sem ekki er með þá. Það ríkir yfir þeim ákveðin dulúð og þó svo að enginn vilji fá þá finnst mörg- um þeir spennandi. Þetta er ein- hver tenging við dauðann sem allir eru eðlilega forvitnir um. Mér líður stundum eins og frambjóðanda í kosningum þegar ég þarf að sitja fyrir svörum um veikindi mín við ólíklegustu að- stæður. Það er nánast eins og fólki hafi verið gefið leyfi til að tala við mann um þetta hvenær og hvar sem er. Auðvitað eru spurning- arnar langoftast vel meintar en ég fæ stundum leið á því að vera sí- fellt að tala um þetta og það kem- ur fyrir að mér finnst þessar spurningar jaðra við hnýsni. Það vill líka enginn í þessari stöðu láta vorkenna sér.“ Ný og betri lyf Ásdís nefnir að framfarir á sviði krabbameinslækninga séu ekki miklar eða hraðar þessa dagana en þeir, sem gangi með sjúkdóminn, þurfi fyrst og fremst á nýjum og betri lyfjum að halda. „Mér finnst merkilegt hvað það gengur vel að þróa ný drápstól til að útrýma fleira og fleira fólki við hinar ýmsu aðstæður um allan heim en á sama tíma hefur lítil sem engin framför orðið í lækningum á þessum al- genga og stórhættulega sjúkdómi. Að sama skapi er ákaflega leið- inlegt fyrir okkur sem erum veik að heyra þá umræðu sem fer í gang í hvert sinn sem nýtt lyf kemur þó á markaðinn. Ég sá á sínum tíma fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins þar sem stóð „Holskefla nýrra og dýrra krabba- meinslyfja“. Þar var vitnað í orð Jóhannesar M. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra lækninga við LSH, og skilaboðin voru þau að við værum byrði á samfélaginu. Manni finnst hreinlega eins og verið sé að ræða hvort það borgi sig að splæsa lyfjum á okkur.“ Auk Ásdísar verða þrír aðrir fyrirlesarar á fræðslufundi Lionshreyfingarinnar. Halla Skúladóttir krabbameinslæknir mun fjalla almennt um krabba- mein, dr. Helgi Sigurðsson, pró- fessor í krabbameinslækningum, spyr í fyrirlestri sínum hvort krabbamein hafi of neikvæða ímynd og að lokum mun Nanna Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og verkefnastjóri á Krabbameinsmið- stöð LSH, tala um samfélagið, fjölskylduna og krabbamein. Að fyrirlestrunum loknum verða síðan almennar umræður. „Mikilvægt að lifa eðlilegu lífi“ Lionshreyfingin gengst fyrir fræðslufundi um krabbamein á Hótel Loftleiðum í dag Morgunblaðið/G. Rúnar Ásdís „Mér líður stundum eins og frambjóðanda í kosningum þegar ég þarf að sitja fyrir svörum um veikindi mín.“ Eftir Gunnar Hrafn Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.