Morgunblaðið - 03.05.2007, Page 13

Morgunblaðið - 03.05.2007, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 13 SAMTÖK um betri byggð telja nægja að rannsaka veðurfar á Hólmsheiði til næstu áramóta, til að fá upplýsingar um það hvort þar sé hægt að byggja nýjan flugvöll. Með því móti yrði unnt að flýta því að flytja Reykjavíkurflugvöll og spara samfélaginu þriggja ára fórnar- kostnað sem fylgi núverandi stað- setningu hans. Samtök um betri byggði efndu til blaðamannafundar í gær til að kynna aðferðir við veðurfarsathug- anir og segja frá kynningu sem for- svarsmenn samtakanna höfðu kom- ist yfir á niðurstöðum samráðs- nefndar um úttektir á Reykja- víkurflugvelli. Fórnarkostnaður 13 milljarðar Örn Sigurðsson úr stjórn sam- takanna segir að „leyniskýrsla“ samgönguráðherra taki af öll tví- mæli um að ekki sé stætt á því að reka flugvöll í Vatnsmýri. Raunar sýna útreikningar samtakanna mun meiri fórnarkostnað við rekstur flugvallar á þessum stað en fram komi í skýrslu samráðsnefndarinn- ar, eða 13,2 milljarðar á ári í stað 3,5 milljarða. Jafnframt sé staðfest að hagkvæmast sé að miðstöð inn- anlandsflugs verði á nýjum flugvelli á Hólmsheiði, sem kosta muni allt að 15 milljarða kr. Í skýrslunni kemur fram að það taki fimm ár að rannsaka til hlítar nýtt flugvallarstæði. Samtök um betri byggð hafa leitað til veður- fræðinga og fengið þær upplýsing- ar að unnt sé að rannsaka veðurfar á nýju flugvallarsvæði á mun skemmri tíma. Veðurfarsathuganir hafa farið fram á Hólmsheiði frá 1. janúar 2006. Fram kemur í fréttatilkynningu samtakanna að Haraldur Ólafsson veðurfræðingur telji að með notkun tölvutækninnar nægi að rannsaka veður þar til næstu áramóta. Þann- ig yrði vindafar rannsakað í tölvu- hermi þar sem byggt er á veður- farsupplýsingum margra undanfar- inna ára frá nálægum veður- stöðvum. Flugvöllur fyrir árslok 2010 Gunnar Gunnarsson, úr stjórn Samtaka um betri byggð, segir að með þessu móti megi spara sam- félaginu þriggja ára fórnarkostnað sem nemi samtals 10,5 milljörðum samkvæmt skýrslu samgönguráð- herra en tæpum 40 milljörðum samkvæmt útreikningum samtak- anna. Samtök um betri byggð meta það svo að ljúka megi byggingu nýs flugvallar á Hólmsheiði fyrir árslok 2010. Morgunblaðið/Ásdís Betri byggð Fulltrúar Samtaka um betri byggð kynna athuganir sínar vegna mögulegs flugvallar á Hólmsheiði. F.v. Gunnar H. Gunnarsson, Guðrún Jónsdóttir, Örn Sigurðsson og Steinunn Jóhannesdóttir. Samtök um betri byggð telja unnt að flýta veðurfars- athugunum vegna nýs flugvallar á Hólmsheiði Geta sparað þriggja ára fórnarkostnað BORGAR SIG AÐ TAKA HÚSNÆÐISLÁN Í ERLENDRI MYNT? Lán í erlendri mynt eru með lægri vöxtum en lán í íslenskum krónum að jafnaði. Lægri vextir eru mikil hagsbót. Erlend lán eru ekki verðtryggð og þeim fylgir því engin verðbólguáhætta. Auk þess getur þú greitt inn á höfuðstól lánsins þegar þér hentar. Þess vegna geta þessi lán verið mun hagstæðari en önnur lán. Þeim fylgir hins vegar ákveðin gengisáhætta. Nú getur þú fengið helmingaskipt húsnæðislán hjá Glitni. Helmingur lánsins er þá í erlendum lágvaxtamyntum og hinn helmingurinn í íslenskum krónum. Þannig bjóðum við lága vexti með minni gengisáhættu en ef lánið væri að fullu í erlendri mynt. Kynntu þér helmingaskipt húsnæðislán og fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf í næsta útibúi, þjónustuveri í síma 440 4000 eða á www.glitnir.is Vinnuréttardagur Háskólans á Bifröst Föstudaginn 4. maí Dagskrá Kl. 13.00 Setning vinnuréttardagsins, Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst Kl. 13.05 Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ Alþjóðlegur vinnuréttur - nýir Evrópusamningar og nýjar samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Kl. 13.25 Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins Lögfræðileg álitaefni varðandi frumvarp endurskoðunarnefndar jafnréttislaga Kl. 13.45 Elín Blöndal, dósent við Háskólann á Bifröst Vottun á jafnlaunastefnu Kl. 14.05 Umræður og fyrirspurnir Kl. 14.20 Kaffihlé Kl. 14.40 Ástráður Haraldsson, dósent við Háskólann á Bifröst Nýjar takmarkanir á rétti atvinnurekenda til að ráða og reka? Kl. 15.00 Bergþóra Ingólfsdóttir, hdl., Mandat lögmannsstofu Ábyrgð notendafyrirtækja á launum leigðra og útsendra starfsmanna Kl. 15.20 Lára V. Júlíusdóttir, lektor við Háskóla Íslands Réttur atvinnurekanda til skaðabóta við brotthlaup starfsmanns úr starfi—heimild til hýrudráttar og fleiri leiðir Kl. 15.40 Umræður og fyrirspurnir Kl. 16.00 Vinnuréttardegi lokið Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála stendur að vinnuréttardeginum í samstarfi við Vinnuréttarfélag Íslands og lagadeild Háskólans á Bifröst Fundarstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst Upplýsingar og skráning: bifrost@bifrost.is Þátttökugjald er 4.000 kr. Vinnuréttardagurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.