Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 16
MAHMOUD Ahmadinejad, forseti Írans, hef-
ur verið sakaður um grófa ósiðsemi en hon-
um varð það á að faðma að sér gamla konu,
fyrrverandi kennara sinn, og kyssa á hönd
hennar. Í einu harðlínublaðanna sagði, að
framferði forsetans bryti gegn íslömskum
lögum og væri einsdæmi. Þess má þó geta, að
konan var með hanska á höndum.
Skelfileg ósiðsemi
Grófur Ahmadinejad forseti.
Reuters
BANDARÍSK F15-orrustuþota
heldur sína leið eftir að hafa fengið
áfyllingu hjá KC-135 Stratotanker-
olíuflutningavél á sameiginlegri
heræfingu Rúmena og Bandaríkja-
manna nærri Mihail Kogalniceanu-
herflugvellinum í gær, 250 km aust-
ur af Búkarest. Rúmenska þingið
samþykkti í gær með miklum meiri-
hluta að heimila Bandaríkjaher af-
not af fjórum herflugvöllum í land-
inu í samningi til tíu ára.
Þotugnýr yfir rúmenskum ökrum
16 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
ÞINGKOSNINGAR verða haldnar í
Tyrklandi 22. júlí eftir að Recep
Tayyip Erdogan forsætisráðherra
lagði til að þeim yrði flýtt. Tillaga
hans kemur í kjölfar þess að stjórn-
lagadómstóll landsins ógilti forseta-
kjör sem fram fór á þingi sl. föstu-
dag. Erdogan fór hörðum orðum um
úrskurð stjórnlagadómstólsins í
gær, sagði að með honum hefði verið
gerð aðför að lýðræðinu í Tyrklandi.
Stjórnarflokkur Erdogans, AKP-
flokkurinn, hafði gert tillögu um ut-
anríkisráðherrann Abdullah Gul sem
næsta forseta Tyrklands, en Ahmed
Necdet Sezer hefur gegnt embætt-
inu sl. sjö ár. Tíu atkvæði vantaði
hins vegar upp á að Gul fengi tilskil-
inn atkvæðafjölda, en stjórnarand-
staðan sniðgekk atkvæðagreiðsluna.
Stjórnlagadómstóll landsins ógilti
síðan kjörið á grundvelli þess að til-
skilinn fjöldi þingmanna hefði ekki
verið viðstaddur atkvæðagreiðsluna.
Erdogan sagði hins vegar í gær að
sá úrskurður þýddi að nánast útilok-
að væri að þingið gæti kosið nýjan
forseta og því teldist hann „byssu-
skot beint gegn lýðræðinu“. Lagði
hann til að forseti Tyrklands verði
framvegis þjóðkjörinn.
ESB varar við afskiptum hers
AKP-flokkurinn er hófsamt af-
sprengi íslamskrar hreyfingar sem á
sínum tíma var bannað að starfa í
Tyrklandi en allt frá stofnun lýðveld-
is í landinu 1923 hefur kenningum
landföðurins Mustafa Kemal Atat-
urk um að ríkisvaldið skuli vera öld-
ungis veraldlegt en ekki grundvallað
á íslömskum lögum eða viðmiðum
verið framfylgt af mikilli festu. Her
landsins hefur jafnan verið reiðubú-
inn til að verja þetta þjóðskipulag, en
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins varaði hins vegar við því í
gær að inngrip tyrkneska hersins í
stjórnmál landsins gætu haft nei-
kvæð áhrif á möguleika Tyrklands
að fá inngöngu í sambandið.
Segir úrskurðinn
aðför gegn lýðræði
Reuters
Brást hart við Recep Tayyip Erdogan vill að þingkosningum verði flýtt.
STJÓRN Súdans
hafnaði í gær
beiðni Alþjóða-
sakamáladóm-
stólsins í Haag
um að handtaka
og framselja súd-
anskan ráðherra
og leiðtoga arab-
ískra vígasveita
til að hægt verði
að sækja þá til saka fyrir stríðs-
glæpi í Darfur-héraði.
Ráðherrann Ahmed Haroun, sem
fór með málefni Darfur sem aðstoð-
arinnanríkisráðherra á árunum
2003–4, er sakaður um að hafa
skipulagt og fjármagnað arabískar
vígasveitir sem nefnast Janjaweed.
Hann er nú ráðherra mannúðar-
mála og fer m.a. með málefni
tveggja milljóna flóttamanna í
Darfur.
Ali Kushayb, leiðtogi vígasveit-
anna, er sakaður um að hafa fyrir-
skipað morð, pyntingar og nauðg-
anir í árásum á þorp í Darfur.
Stjórn Súdans undirritaði ekki
samning um stofnun dómstólsins og
viðurkennir ekki lögsögu hans í
málinu. Hún segir að súdanskir
dómstólar geti fjallað um mál
meintra stríðsglæpamanna.
Framsali
hafnað
Ahmed Haroun
ÞEGAR þrjú ár eru liðin frá inn-
göngu Póllands í Evrópusambandið
telja 86% landsmanna, að hún hafi
verið heillaspor. 69% studdu hana á
sínum tíma. 7% eru enn andvíg
henni en 73% bænda segja hag sinn
hafa batnað.
Ánægja með ESB
HRAÐI borgarlífsins hefur aukist
samkvæmt breskri rannsókn og er
stressið mest í Singapore, Kaup-
mannahöfn og Madrid. Niðurstaðan
fékkst með því að mæla gönguhrað-
ann en hann hefur aukist um 10% til
jafnaðar á áratug.
Vaxandi stress
VÍSINDAMENN hafa komist að
því, að ein mesta uppsretta gróður-
húsalofttegundarinnar metans séu
gífurlega miklir hrísgrjónaakrar í
Asíu. Á þá er veitt vatni og hús-
dýraáburði og rotnunin veldur síð-
an metangasmynduninni.
Mengandi grjón
VÍSINDAMENN vita nú hvernig á
því stendur að hassneysla getur
valdið geðsjúkdómum. Ástæðan er
sú að eitt virkasta efnið í hassi,
THC, dregur úr starfsemi heila-
stöðva sem bægja burt óæskilegum
hugsunum. THC-magn í hassi hefur
tvöfaldast að undanförnu.
Geðbilun og hass
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
TZIPI Livni, utanríkisráðherra Ísr-
aels, vill að Ehud Olmert forsætis-
ráðherra segi af sér embætti og axli
þannig ábyrgðina á mistökunum í
Líbanon í fyrra en setur honum þó
ekki úrslitakosti og hyggst sitja
áfram í stjórn hans. Niðurstöður
opinberrar skýrslu sem gerð var um
stríðið gegn Hizbollah-samtökunum
í Líbanon voru að nokkrir æðstu
ráðamenn Ísraela hefðu gert slæm
mistök og undirbúningur aðgerð-
anna hefði verið í skötulíki.
„Ég held að ef ég segði sjálf af
mér væri ég ekki að bregðast rétt
við skýrslunni,“ sagði Livni. Hún
myndi hins vegar sækjast eftir leið-
togaembætti í Kadima-flokknum ef
Olmert segði af sér. Samkvæmt
könnunum er Livni vinsælasti ráð-
herra landsins en hún slapp að
mestu við gagnrýni í Líbanon-
skýrslunni.
Athygli vakti í gær að leiðtogi
Hizbollah, Hassan Nasrallah, sagð-
ist virða Ísraela fyrir að láta gera
skýrsluna. Hann sagðist ekki vilja
nota tækifærið og hlakka yfir óför-
um Olmerts, Amirs Peretz varnar-
málaráðherra og Dan Halutz, for-
seta herráðsins. „Þeir fara nú yfir
ósigurinn til að læra af honum,“
sagði Nasrallah. Almennt er viður-
kennt að Ísraelsher hafi mistekist
gersamlega að brjóta vígasveitir
Hizbollah á bak aftur í herförinni.
Auk þess sem stöðugt hitnar undir
Olmert er líklegt að Peretz missi
leiðtogasæti sitt í Verkamanna-
flokknum, er getum leitt að því að
Ehud Barak, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, verði arftaki hans.
Livni styður enn aðgerðirnar
gegn Hizbollah, segir þær hafa verið
nauðsynlegar til að „hafa hemil á
fjandmönnunum.“ Hún átti fund
með Olmert síðdegis í gær þar sem
hún lýsti þeirri skoðun sinni að hann
ætti að segja af sér. Livni tók fram
að hún hefði ekki sett Olmert neina
úrslitakosti en beðið hann um að fá
að vera ávallt með í ráðum þegar
ákvarðanir væru teknar, að sögn
vefsíðu The Jerusalem Post.
Livni reiðubúin að
taka við forystunni
Setur þó Olmert forsætisráðherra enga úrslitakosti
Í HNOTSKURN
»Ísraelar hófu stríð gegnHizbollah-liðum í sunnan-
verðu Líbanon í júlí í fyrra eft-
ir að vígamennirnir tóku tvo
ísraelska hermenn í gíslingu.
»Rösklega 1.200 Líbanar,aðallega óbreyttir borg-
arar, féllu í átökunum og um
160 Ísraelar, einkum her-
menn, ef marka má opinberar
tölur.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
DEMÓKRATAR á Bandaríkjaþingi
og George W. Bush forseti reyna nú
að finna málamiðlunarlausn á deil-
unni um hvenær kalla eigi banda-
ríska herliðið í Írak heim eftir að
forsetinn beitti neitunarvaldi sínu
gegn frumvarpi um fjárveitingar til
hersins vegna hernaðarins í Írak.
Í frumvarpinu var ákvæði um að
þorri bandarískra hermanna í Írak
yrði fluttur þaðan ekki síðar en í
mars á næsta ári og að brottflutn-
ingurinn hæfist í október. Hernað-
urinn í Írak kostar sem svarar tæp-
um 130 milljörðum króna á viku og
hægt verður að halda honum áfram
út júlímánuð án nýrrar fjárveiting-
ar.
Þetta er í annað skipti sem Bush
beitir neitunarvaldi sínu sem forseti,
en í fyrra kom hann í veg fyrir lög
um fjárveitingar til rannsókna á
stofnfrumum. „Þetta er uppskrift að
glundroða og óreiðu og við megum
ekki þröngva þessu upp á hermenn
okkar,“ sagði Bush þegar hann
skýrði frá þeirri ákvörðun sinni að
hafna fjárveitingarfrumvarpinu.
„Það er ekkert vit í því að segja óvin-
inum frá því hvenær við ætlum að
hefja brottflutninginn.“
Eining á meðal demókrata
Mikil eining ríkti meðal demó-
krata um frumvarpið þegar það var
samþykkt í vikunni sem leið. Hörð-
ustu andstæðingar Íraksstríðsins úr
röðum demókrata segjast ætla að
greiða atkvæði gegn fjárveitingu ef
ekki fylgja bindandi ákvæði um
heimkvaðningu herliðsins. Leiðtog-
ar demókrata viðurkenna þó að þeir
þurfa að ljá máls á erfiðum tilslökun-
um þar sem þeir geti ekki hætt á það
að verða sakaðir um að grafa undan
bandaríska hernum.
Demókratar þurfa á stuðningi
þingmanna úr röðum repúblikana að
halda til að hnekkja neitunarvaldi
forsetans því til þess þarf tvo þriðju
atkvæðanna. Repúblikanar á þing-
inu hafa verið á einu máli um að ekki
komi til greina að setja skilyrði fyrir
fjárveitingunni en demókratar telja
að samstaða repúblikana rofni þegar
á reyni því skoðanakannanir benda
til þess að mikill stuðningur sé með-
al almennings við frumvarpið.
Þingmenn í báðum flokkum segja
að mjög erfitt verði að finna mála-
miðlunarlausn sem hægt verði að
koma í framkvæmd. Margir demó-
kratar segja að í fjárveitingarfrum-
varpinu verði að vera einhvers konar
skilmálar um árangur í Írak og
ákvæði um að verði þeim ekki full-
nægt verði herliðið annaðhvort kall-
að heim eða flutt á strjálbýl land-
svæði þar sem minna er um árásir
súnníta eða sjíta.
Einnig er mögulegt að frumvarp-
inu verði aðeins breytt þannig að
bætt verði við ákvæði um að forset-
inn geti frestað heimkvaðningunni
við ákveðnar aðstæður.
Neyðast til að ljá máls
á erfiðum tilslökunum
Demókratar reyna að semja við Bush í deilu um Íraksstríðið