Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 17
Stjórnmálaskýrendur voruósammála um hvort þeirraSégolène Royal eða NicolasSarkozy hefði haft yf- irhöndina í sjónvarpskappræðum þeirra í gærkvöldi og hvort þær myndu breyta einhverju um fylgi við þau. Margir þeirra voru á því að hvorugt gæti lýst yfir sigri, fremur hefði verið um jafntefli að ræða. Samkvæmt nýrri könnun Ipsos- stofnunarinnar, sem birt var rétt fyrir útsendinguna, hefur bilið milli þeirra aukist á ný í sjö prósentustig. Nýtur Sarkozy fylgis 53,5% kjós- enda en Royal 46,5% og 87% að- spurðra sögðust hafa gert upp hug sinn, en kosið verður milli þeirra á sunnudaginn kemur. Kappræðnanna, sem stóðu í tvær klukkustundir og 40 mínútur, hafði verið beðið meðtalsverðri eftirvænt- ingu og þóttu afar mikilvægar fyrir frambjóðendurna, sem mættust augliti til auglits í fyrsta sinn í kosn- ingabaráttunni. Áætlað var að 20–25 milljónir manna myndu horfa á út- sendinguna, eða um og yfir helm- ingur kjósenda. Stemningunni í landinu var líkt við að Frakkar væru að leika til úrslita í heimsmeist- aramóti í fótbolta; sjónvarpsskjáir voru settir upp í veitingahúsum og krám um land allt og á torgum úti. Umræðurnar þóttu einkar mik- ilvægar fyrir Royal þar sem þær hafa verið taldar síðasta tækifæri hennar til að höggva í fylgi Sarkozy og telja kjósendum trú um að sá kostur væri þjóðinni betri að fela konu eitt valdamesta forsetaemb- ætti heims. Samkvæmt könnunum hafði hún ekki sótt á Sarkozy eftir fyrri um- ferð kosninganna. Að sama skapi þótti mikilvægt fyrir Sarkozy að sýna yfirvegun og láta ekki reita sig til reiði en Royal hafði eftir fyrri um- ferðina tekið upp þráðinn þar sem Jean-Marie Le Pen hvarf frá og hert mjög persónulega gagnrýni á Sarkozy. Styrkir vinstrafylgið Laurent Joffrin, ritstjóri vinstri- blaðsins Liberation, sem hvatt hefur til þess að Royal verði kjörin, sagðist þeirrar skoðunar að hún hefði haft betur gegn Sarkozy en sagðist þó ekki treysta sér til að segja hvort það dygði henni til að sópa til sín nægu fylgi til að ná kjöri. Alltént sagði hann Royal fyrst og síðast hafa styrkt stöðu sína gegn vinstrimönnum sem margir voru ósáttir við hversu langt hún þótti teygja sig til að vinna Francois Bayrou, leiðtoga miðflokksins UDF, á sitt band eftir fyrri umferðina. Stjórnmálafræðingurinn Steph- ane Fouks, sem var aðstoðarráðu- neytisstjóri Michel Rocard í land- búnaðarráðuneytinu 1984–85, en stýrir nú almannatengslafyrirtæki, sagði að ef um kappleik hefði verið að ræða hefði Royal unnið á stigum. Hún hefði strax í byrjun hafið harða sókn gegn Sarkozy en þó ekki tekist að slá hann út af laginu. Fouks sagði ómögulegt að segja hvort Royal hefði náð einhverjum kjós- endum á sitt band svo um munaði. Júdómeistarinn David Douillet, sem vann gullverðlaun í þyngsta flokki í Atlanta 1996, var spurður hvaða verðlaun frambjóðendurnir verðskulduðu. Hann er stuðnings- maður Sarkozy og hefur tekið mik- inn þátt í kosningabaráttu hans. Royal „virtist óviss“ Douillet var þeirrar hyggju að Sarkozy hefði haft betur, Royal hefði í mörgum málum virst óviss um hvað hún vildi en sagst ætla að eiga samræður við einhverja um við- komandi mál. Sarkozy hefði haft á hreinu til hvaða ráðstafana hann myndi grípa sem forseti og lýst þeim skýrt og skorinort. „Ef þetta var kappleikur, þá var Royal alltaf hlaupandi á eftir bolt- anum án þess að ná honum en Sarkozy hélt markaforskoti sínu örugglega,“ sagði Douillet. Hagfræðingurinn Thierry Sauss- iez lýsti kappræðunni sem svo að Royal hefði lýst hvers vegna hún vildi aðhafast og breyta þjóðfélaginu en Sarkozy lýst því hvernig hann ætlaði að fara að því. Sagði hann nið- urstöðuna jafntefli. Rithöfundurinn Jean D’Ormesson sagði Sarkozy hafa verið yfirvegaðan og afslapp- aðan og „ljúfan sem lamb“ þrátt fyr- ir harðar atlögur Royal. Christophe Barbier, ritstjóri viku- ritsins l’Express, sagði hvorugan frambjóðandann hafa fallið í gildru hins. Margur skýrandinn sagði meg- inmun á frambjóðendum þann að Sarkozy hefði verið afdráttarlaus og hnitmiðaður í svörum en Royal oft farið út um víðan völl, verið óskýr og, ólíkt Sarkozy, ekki haft svör við hvað aðgerðir hennar myndu kosta. Margoft þurftu stjórnendur að biðja hana að halda sig við umræðuefnið eða stytta mál sitt. Hljóp frambjóð- endunum nokkrum sinnum kapp í kinn og í umræðu um menntamál fatlaðra barna og unglinga reiddist Royal og virtist vera að missa stjórn á sér. Sarkozy boðaði þær breyt- ingar, að fötluð börn yrðu ekki að- greind í sérskólum heldur nytu náms í sömu skólum og ófatlaðir. „Þetta er hneyksli, hámark sið- leysisins,“ sagði Royal sem kom sem menntamálaráðherra núverandi fyr- irkomulagi á. Hélt hún reiðilestur um stund og er Sarkozy komst að sagði hann: „Ég efast ekki um einlægni yðar en ekki draga siðferði mitt í efa. Ég tek eftir því að þér missið auðveld- lega stjórn á skapsmunum yðar. Forseti Frakklands verður alltaf að vera yfirvegaður.“ Umræður frambjóðendanna tveggja, sem urðu hlutskarpastir í fyrri umferð kosninganna 22. apríl, einkenndust af átökum um málefni og stefnuskrár beggja. Frambjóð- endurnir deildu hart um atvinnu- og efnahagsmál og samfélagsmál. Þar hét Sarkozy því að uppræta atvinnu- leysi, sem er 8,3%, á fimm árum með því að „leysa atvinnukraftinn úr læð- ingi“ og rjúfa ýmiss konar höft og skatta á fyrirtæki. Sagðist hann myndu afnema lögin um 35 stunda vinnuviku sem væru að drepa allt at- hafnalíf í dróma. Jafntefli sem breytir fylginu lítið Frönsku forsetafram- bjóðendurnir Ségolène Royal og Nicolas Sarkozy tókust á í sjónvarpssal í París í gærkvöldi. Ágúst Ásgeirsson fylgdist með kappræðum sem beðið hafði verið eftir. Reuters Einvígi Nicolas Sarkozy, forsetaframbjóðandi hægrimanna, og sósíalistinn Ségolène Royal sitja augliti til auglitis áður en sjónvarpskappræðurnar í París hófust í gærkvöldi. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudag. Í HNOTSKURN »Jacques Chirac kvaddi ígær starfsfólk Elysee- forsetahallarinnar og hóp ráð- gjafa, en hann lætur af emb- ætti forseta innan skamms. »Royal yrði fyrst kvennaFrakklandsforseti. agas@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 17 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is MIKIL spenna er í samskiptum Eista og Rússa um þessar mundir vegna deilunnar um sovéska stríðs- minnismerkið í Tallinn en eist- neska stjórnin hefur látið fjarlægja það úr miðborginni. Líta Rússar, ekki síst rússneski minnihlutinn í Eistlandi, á það sem ögrun og óvirðingu við sig en margir Eistar minnast þess nú með hvaða aðferð- um sovéskir kommúnistar sölsuðu Eistland undir sig á stríðsárunum. Eftir hörð mótmæli sovéskra stjórnvalda og þingsins vegna brottflutnings bronsstyttunnar af sovéska hermanninum ákvað þing- ið að senda nefnd manna til Tall- inn. Svo er að sjá sem viðræður hennar við eistneska ráðamenn hafi gengið nokkuð vel en nefndin hefur engu að síður verið gagnrýnd fyrir afskipti af innanríkismálum Eist- lands, sem er aðili að Evrópusam- bandinu. „Þetta minnir á atburði ársins 1940 þegar Stalín sendi fulltrúa sína til Eistlands til að koma hér á fót sovéskri leppstjórn,“ sagði sagnfræðingurinn Mart Helme og fyrrverandi sendiherra Eistlands í Moskvu. „Kröfur rússnesku sendi- nefndarinnar nú um að eistneska ríkisstjórnin segi af sér vegna málsins eru í svipuðum dúr. Svo er þó fyrir að þakka, að nú erum við aðilar að Atlantshafs- bandalaginu, NATO, og Evr- ópusambandinu. Við lifum líka á upplýsingaöld og því er ekki unnt að bola burt ríkisstjórn án þess að umheimurinn taki eftir.“ „Eistneskt innanríkismál“ Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, skoraði fyrr í vikunni á ESB að bregðast hart við yfirgangi Rússa og sagði, að ákvörðun stjórnarinnar um stríðsminnis- merkið og átökin, sem um það hefðu staðið, væru eistneskt innan- ríkismál. Aðför Rússa að landinu væri hins vegar mál, sem varðaði ESB-ríkin öll. „Þetta er mesta ógnun við full- veldi Eistlands frá 1991,“ sagði Andres Kasekamp, yfirmaður eist- nesku utanríkismálastofnunarinn- ar. „Hættan hefði hins vegar verið miklu meiri og alvarlegri, væri Eistland ekki í NATO og ESB.“ Rússar tóku því illa þegar Eist- land, Lettland og Litháen gengu í NATO 2004 og Helme segir, að síð- an hafi þeir aukið afskipti sín af innanríkismálum landanna. Blóðug átök um sovéska minn- ismerkið í Tallinn, sem hafa kostað einn mann lífið, hafa kynt undir gömlum ótta meðal Eista. Lokaði sendiráðinu í Moskvu „Þegar Rússar taka að ögra okk- ur, spyr ég mig hvenær því muni linna,“ sagði Milvi Tammist, tæp- lega áttræður eftirlaunaþegi. „Endar það með sama hætti og 1940 þegar Sovétmenn sviptu okk- ur frelsinu? Mér er órótt en við stöndum ekki ein. NATO gæti ekki setið aðgerðalaust hjá, reyndu Rússar að undiroka okkur á ný.“ Eistlandsstjórn lokaði í gær sendiráði sínu í Moskvu eftir að ungt fólk, sem styður rússnesk stjórnvöld, gerði aðsúg að sendi- herranum. Þá hefur komið fram, að vefsíður eistneskra stjórnvalda liggja niðri vegna tölvuárása frá Rússlandi. Hefur þeim að sögn ver- ið stýrt frá tölvum í opinberri eigu, þ. á m. frá tölvu á skrifstofu Vlad- ímírs Pútíns, forseta Rússlands. Eistum er órótt vegna deilunnar við Rússa Deiluefnið Sovéski hermaðurinn. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735 og 898 1720, fax: 515 1717 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis kosninganna 12. maí nk. er hafin. Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum ræðismönn- um. Einnig er kosið á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum skv. sérstökum auglýsingum þar um. Munið að hafa skilríki meðferðis. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar alla daga kl. 10.00 - 22.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.