Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 18

Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MEXÍKÓSKI listamaðurinn Mario Garcia Torres fékk bresku Cartier- verðlaunin í ár sem eru afhent ungum og upp- rennandi lista- mönnum. Mario Garcia Torres býr í Los Angeles og vinnur með huglæga list, meðal verka hans eru kvik- myndir, myndbönd og ljósmyndir. Eitt af því sem fylgir Cartier- verðlaununum er að verðlaunahaf- inn fær að vinna verk sem mun verða til sýnis í haust á Frieze- listastefnunni í London en það þykir stórt tækifæri fyrir unga listamenn. Neville Wakefield, nýráðinn list- rænn stjórnandi Frieze-verkefn- isins, sagði um Garcia Torres: „Tillaga Marios að verkinu fyrir Frieze er frábær og ómótstæðileg samsetning af kaldhæðnum húmor og huglægri fegurð og mun örugg- lega þykja torskilið og flókið en um leið halda athygli allra.“ Cartier-verðlaunin voru afhent í fyrsta skipti í fyrra og geta aðeins ungir listamenn utan Bretlands fengið þau. Verðlaunin innihalda m.a þriggja mánaða dvöl í Gaswork vinnustofunni í London, 10.000 punda efniskostnað og lista- mannalaun að upphæð 1.000 pund sem og tækifærið til að koma fram á Frieze. Sigurvegari seinasta árs var New York-búinn Mike Rottenberg sem er myndbandslistamaður og sýndi verkið Chasing Waterfalls á Frieze. Ungur og efnilegur Garcia Torres fékk Cartier-verðlaunin Mario Garcia Torres BANDARÍSKI ljósmyndarinn Anne Leibovitz tók ljósmyndir af Elísabetu II Englandsdrottn- ingu í tilefni af opinberri heim- sókn hennar til Bandaríkjanna sem hefst í dag. Elísabet verður í Bandaríkjunum í sex daga, en þetta er fjórða opinbera heimsókn hennar þangað. Leibovitz er einn helsti stjörnuljósmyndari Bandaríkjanna, en hún var stödd hér á landi í síð- asta mánuði og tók þá ljósmyndir af bandaríska leikaranum Leonardo diCaprio í Jökulsárlóni, fyrir tíma- ritið Vanity Fair. Ísbjarnarhúnninn Knútur var settur inn á kápumynd tímaritsins með Photoshop- myndvinnsluforritinu, en húninn ljósmyndaði Leibovitz í heimkynn- um hans, dýragarðinum í Berlín. Þekktasta ljósmynd Leibovitz er líklega ljósmynd af bítlinum John Lennon og eiginkonu hans Yoko Ono, en á myndinni er Lennon nak- inn en Ono fullklædd. Myndina tók hún fyrir tónlistartímaritið Rolling Stone. Þá hafi fleiri setið fyrir naktir fyrir Leibovitz, m.a. leikkonan Demi Moore þegar hún var kasólétt, en sú mynd birtist á forsíðu Vanity Fair. Ljósmyndin af Elísabetu II verð- ur öllu formlegri, eins og gefur að skilja. Elísabet situr í viðhafn- arstofu Buckinghamhallar og horfir út um svaladyr á hallargarðana. Hún er í kvöldkjól og með demanta- kórónu á höfði. Leibovitz sagði fyrir ljósmyndatökuna í mars sl. að hún vildi ná „mjög einfaldri portrett- mynd“. Myndaði Elísabetu II Elísabet II. Eng- landsdrottning. KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur vortónleika sína í Grensáskirkju í kvöld kl. 20 og á sunnudaginn, 6. maí, kl. 17. Tónleikarnir bera yfirskriftina: Yfir vötn og höf og er þema þeirra vatn í ýmsum myndum. Kórinn mun frumflytja tvö ný lög eftir Tryggva M. Baldvins- son samin við ljóð Davíðs Stef- ánssonar. Einsöngvari er Gunnar Guðbjörnsson, píanó- leikari er Anna Guðný Guðmundsdóttir og stjórn- andi er Sigrún Þorgeirsdóttir. Miðaverð er 2.300 kr. við innganginn en 2.000 kr. í forsölu. Miðasölusími er 896 6468 eftir kl. 16. Tónleikar Syngja um vatn í ýmsum myndum Kvennakór Reykjavíkur. Í HÁDEGINU í dag verða Þorsteinn H. Ásbjörnsson ten- ór og Antonía Hevesi píanó- leikari með tónleika í Hafn- arborg þar sem Þorsteinn mun syngja vel þekktar tenóraríur. Hafnarborg hefur frá 2003 staðið fyrir tónleikum í hádegi einu sinni í mánuði sem eru sérstaklega hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk sem starfar í miðbæ Hafnarfjarðar til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálftíma, enginn aðgangseyrir og öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Tónleikar Tenórsúpa í hádeginu Þorsteinn Helgi Ásbjörnsson MATTHÍAS V. Baldursson heldur burtfararprófstónleika sína frá Tónlistarskóla FÍH laugardaginn 5. maí kl. 17 í hátíðarsal skólans í Rauða- gerði 27. Matthías útskrifast með burtfararpróf á saxófón, en efnisskrá tónleikanna sam- anstendur af verkum hans fyrir ólíkar samsetningar hljóðfæra, allt frá kvartett upp í stórsveit. Matthías hefur starfað sem saxófón-, klarinett- og bassakennari hjá Skólahljómsveit Kópavogs frá 1999. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Tónleikar Burtfararprófs- tónleikar á saxófón Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SEX listamenn eða hópar lista- manna sem starfa að jafnaði saman, hljóta tilnefningu til Sjónlistaverð- launanna 2007 á tveimur sviðum, myndlist og hönnun, fyrir framlag sitt til greinarinnar á tólf mánaða tímabili frá mars 2006. Tilkynnt var um tilnefningarnar í gær í Ketilshús- inu á Akureyri, en verðlaunin verða afhent nyrðra í september. Fyrir myndlist eru tilnefnd Birgir Andrésson fyrir yfirlitssýninguna Black–out og Build í Listasafni Ís- lands, Hrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýningunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Athafnasvæði sem sýnd voru í Gallerí Suðsuð- vestur, og Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í skamm- degissýningunni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire. Fyrir hönnun eru þrjú fyrirtæki tilnefnd; Nikita (Heiða Birgisdóttir) fyrir snjóbrettafatnað, Studio Granda (Margrét Harðardóttir og Steve Christer) fyrir viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og íbúðarhús á Hofi á Höfðaströnd og Össur fyrir gervifótinn Proprio Foot. Sjónlist 2007 er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Forms Ísland – samtaka hönnuða og Sambands ís- lenskra myndlistarmanna. Þekking, áhugi, aðgengi „Markmið verkefnisins er að veita verðlaun á sviði sjónlista og beina þannig sjónum að framúrskarandi framlagi myndlistarmanna og hönn- uða starfandi á Íslandi og íslenskra sjónlistamanna erlendis, stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlista- manna á Íslandi,“ segir í tilkynningu. Allir hönnuðir og myndlistarmenn sem sýnt hafa verk sín á tímabilinu, eða kynnt þau með öðrum hætti, koma til greina við tilnefninguna. Sýning á verkum þeirra sem hlutu tilnefningu í ár verður opnuð í Lista- safninu á Akureyri á Akureyrarvöku 25. ágúst næstkomandi. Einnig verður heiðursorða Sjón- listar veitt árlega og verður greint frá því hver hlýtur orðuna árið 2007 við afhendingu verðlaunanna. Í tengslum við hátíðina verður jafn- framt efnt til málþings og í ár verður siðfræði í listum umræðuefni. Í umsögn dómnefndar um mynd- listarmennina segir m.a. að Birgir Andrésson sé tilnefndur „fyrir ein- stakt framlag til könnunar á ís- lenskri menningu og sambandi sjón- rænnar skynjunar og merkingu texta.“ Um Hrafnkel Sigurðsson segir nefndin að ljósmyndaröðin Áhöfn og olíuverkin Athafnasvæði varpi nýju ljósi á íslenska sjómenn og karl- mennsku. Og Hekla Dögg Jónsdóttir er til- nefnd, segir dómnefnd „fyrir fersk, fínleg og blæbrigðarík verk unnin úr „litlum efnum“ sem er ætlað að lýsa upp umhverfið og skerpa skilning- arvitin.“ Í umsögn dómnefndar um Nikita segir að Heiða Birgisdóttir hafi verið aðalhönnuður hins unga fyrirtækis og hugmyndasmiður frá upphafi, en það var stofnað árið 2000. „Fyrirtækið er rekið af ungu fólki og hefur á þessum sjö árum náð miklum og góðum árangri i hönnun á fatnaði fyrir mjög ákveðinn mark- hóp.“ Um Studio Granda segir dóm- nefnd m.a. að hinir framsæknu arki- tektar, Margrét Harðardóttir og Steve Christer, séu tilnefndir fyrir tvær framúrskarandi byggingar, sem áður eru nefndar. Össur, segir dómnefndin, „fyr- irtækið, sem framleiðir og þróar gervifætur, hefur alla tíð unnið eftir mjög meðvitaðri hönnunarstefnu. Þetta endurspeglast í öllu sem snert- ir fyrirtækið.“ Það er skoðun að með Proprio foot, sem nýlega kom á markað, hafi tæknihönnun á Íslandi náð nýjum hæðum. Sex listamenn eða hópar listamanna tilnefndir til Sjónlistaverðlaunanna 2007 Framúrskarandi framlag ÞEIR sem hljóta Sjónlistaverðlaunin fá einnig peningaverðlaun, tvær millj- ónir króna hvor. Verðlaunaafhendingin fer fram á Akureyri 21. september í beinni útsendingu Sjónvarpsins og verða tilnefndir listamenn kynntir til leiks með stuttum sjónvarpsþáttum þegar nær dregur hátíðinni. Tvær milljónir í verðlaun Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is GUÐMUNDUR Páll Ólafsson líffræðingur, ljósmyndari og rithöfundur hefur verið ötull talsmaður íslenskrar náttúru. Viðamiklar bækur hans um landið og lífríkið eru margverð- launaðar og fullyrða má að þær hafi átt sinn þátt í að opna augu fólks fyrir verðmætum náttúr- unnar, og kveikja umræðuna um hvernig beri að umgangast hana. Nú er komin út enn ný bók frá Guðmundi Páli. Hún er um Þjórsárver og heitir fullu nafni: Hernaðurinn gegn landinu: Þjórsárver, hjarta landsins. Stríðið sem vitnað er til hér að ofan hefur staðið í hálfa öld að mestu fjarri kastljósi fjölmiðla, að því er segir á bókarkápu. „Baráttan hefur geisað um náttúruperluna Þjórsárver og þar hafa tekist á heimamenn og ráðamenn þjóðarinnar, nátt- úruunnendur og virkjanasinnar: andstæðar hug- myndir um náttúru Íslands og hlutverk mannsins í henni.“ Bókinni er skipt í fjóra aðalkafla: Nálgun, sem fjallar um Miðlandsöræfi; Í hjarta landsins, sem er um verin og ána; Virkjana- og baráttusaga, þar sem fjallað er um virkjanaáform valdhafa; en loka- kaflinn ber yfirskriftina: Þyki okkur vænt um land. Eins og í fyrri bókum Guðmundar, prýðir fjöldi ljósmynda Þjórsárverabókina, auk teikninga, korta og grafa, ljóða og textabrota, og tilvitnana í umsagnir annarra um málefni veranna, en enn- fremur er þar vitnað í fundargerðir og ályktanir bæði virkjanasinna og náttúruverndarfólks. Bókin er tæpar 300 síður, í venjulegu bókar- broti, og er gefin út af Máli og menningu. Stríð um varðveislu þjóðargersema Morgunblaðið/RAX Baráttumaður Guðmundur Páll Ólafsson ♦♦♦ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Spenntur? Ingunn Wernersdóttir, eigandi Inn-fjárfestingar ehf. sem gefur verðlaunafé fyrir myndlist, Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafns- ins á Akureyri og upphafsmaður Sjónlistar, og Birta Guðjónsdóttir frá SÍM. Í HNOTSKURN »Sjónlist er samstarfsverk-efni Akureyrarbæjar, Forms Ísland – samtaka hönnuða og Sambands ís- lenskra myndlistarmanna. »Aðal fyrirtækjabakhjarlSjónlistar er Glitnir hf. og aðrir þeir helstu eru Inn fjár- festing ehf., danska fyrir- tækið Montana og Flugfélag Íslands. » Í dómnefnd á sviði hönn-unar sitja Ásrún Krist- jánsdóttir, sem er formaður, Sigríður Sigurjónsdóttir og Massimo Santanicchia. » Í dómnefnd á sviði mynd-listar sitja Margrét Elísa- bet Ólafsdóttir, og er hún for- maður nefndarinnar, Ingólfur Arnarsson og Jón Proppé.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.