Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 21
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Það er alltaf svaka stemninghér á flóamarkaðinum okk-ar og allir geta fundið eitt-hvað við sitt hæfi. Hér
kennir ýmissa grasa fyrir fólk á öll-
um aldri, bæði í fatnaði, húsgögnum,
hlutum og nánast hverju sem er. Og
þar sem tískan fer alltaf í hringi þá
getur verið gaman að gramsa í göml-
um flíkum og finna eitthvað sem er
komið aftur í tísku,“ segir Halldóra
Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri í
Félagsmiðstöðinni á Vesturgötu, en
hún er ein aðal flóin í undirbúningi
fyrir flóamarkað þann sem und-
anfarið hefur verið haldinn annað
hvert ár í miðstöðinni.
„Markaðurinn verður opinn frá
klukkan eitt til fjögur á morgun,
föstudag og svo líka á mánudaginn,
sjöunda maí. Það er allt á fullu og við
erum eins og maurar hérna núna,
dragandi poka til og frá, fulla af föt-
um og öðru dóti. Stemningin sem
myndast í kringum þetta, bæði und-
irbúninginn og flóamarkaðsdagana
sjálfa, er alveg sérstök. Þetta verður
svona gagn og gaman.
Fólki finnst það eiga meira í fé-
lagsmiðstöðinni þegar það hefur lagt
sitt af mörkum með því að gefa eitt-
hvað á markaðinn eða starfa að hon-
um, vegna þess að fyrir ágóðann
kaupum við ýmislegt til að gera hlý-
legt hérna hjá okkur. Til dæmis höf-
um við keypt stóra og fallega stand-
klukku, myndir á veggina og
ýmislegt fleira til að prýða og gera
heimilislegt hér í félagsmiðstöðinni.
Fyrir vikið þykir fólki notalegt að
koma hingað og við viljum auðvitað
fá sem flesta til að njóta alls þess
sem hér er boðið upp á. Það eru ekki
margir sem vita að félagsmiðstöðin
er opin fyrir alla, hún er ekki ein-
göngu hugsuð fyrir þá sem búa hér í
húsinu heldur ekki síður fyrir fólkið í
hverfinu eða í raun allt fólkið í borg-
inni. Hér er ótrúlega margt í boði
fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst ungt
fólk. Við erum með spænsku- og
enskunámskeið, bæði fyrir byrj-
endur og lengra komna, gler-
bræðslu, myndlist, útsaum, leshóp
og margt fleira skemmtilegt.“
Halldóra segir að öllum sé frjálst
að leggja til hluti eða fatnað á flóa-
markaðinn.
„Hver sem er getur komið til okk-
ar með dót úr geymslunni sinni eða
fataskápnum, við tökum við öllu.
Framkvæmd markaðarins byggist á
samvinnu. Og það er einmitt eitt af
því sem gerir þetta svo skemmtilegt,
að allir hjálpast að. Við sem erum
starfsmenn hér sjáum um þetta
ásamt gestum sem hingað koma. Og
það er svo mikil gleði sem fylgir
þessu. Fólki finnst gaman að koma
hingað með dótið sitt og gefa á flóa-
markaðinn, sumir koma fótgangandi
með fullar töskur, aðrir koma með
fulla bíla. Og þeir sem þekkja vita að
það er alltaf ákveðinn léttir að taka
til og losa sig við uppsafnað dót. Svo
þökkum við auðvitað öllum fyrir með
kossi á kinn.“
Halldóra segir að þau sem vinni á
flóamarkaðinum klæði sig upp og
geri sem mesta skemmtun úr þessu.
„Svo lækkum við verðið og hrópum
tilboð þegar líður að lokum og þetta
verður mikið fjör. Við verðum líka
með veislukaffi hérna. Og allt það
sem við ekki seljum, gefum við til
Rauða krossins.“
Halldóra hlakkar til sumarsins og
segir að þau í Félagsmiðstöðinni á
Vesturgötu ætli til dæmis að vera
með opið hús á Menningarnótt og
bjóða upp á eitthvað skemmtilegt.
„Við tókum í fyrsta sinn þátt í
Menningarnótt í fyrra og þá vorum
við með lifandi djass og það var mik-
ið fjör og við ætlum að gera það að
hefð að vera með í þessum skemmti-
lega menningarviðburði.“
Fjölbreytt Allt milli himins og jarðar fæst á markaðinum góða.
Morgunblaðið/ÞÖK
Stuð Halldóra og Guðrún skelltu sér í bleika kjóla og mátuðu hárþurrkur á flóamarkaðinum í Félagsmiðstöðinni á Vesturgötu en þar hefur markaðurinn verið haldinn annað hvert ár.
Koss á kinn og fjör á flóamarkaði
Félagsmiðstöðin Vesturgötu
stendur á horni Garðastrætis og
Vesturgötu, beint á móti Naustinu.
Flóamarkaðurinn verður opinn á
morgun föstudag 4. maí og mánu-
dag 7. maí, kl. 13–16.
|fimmtudagur|3. 5. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Það er sannkallaða náttúru-
paradís að finna við Comovatn á
Ítalíu, bæði fyrir fjallagarpa og
þá sem vilja taka því rólega. »24
ferðalög
Sumarlegir ávextir, fiskur og
önnur hollusta setja svip sinn á
helgartilboð matvöruverslana
ásamt grillmatnum. » 22
helgartilboðin
MSG er bragðaukandi efni og
hafa fjölmargar rannsóknir ver-
ið gerðar á meintri skaðsemi
þess. » 22
neytendur