Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 23

Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 23 : Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 Opið til kl. 21 í kvöld Teg: 76190 stærð 35-42 Litur: Rautt, svart og beige Verð 9.995 Teg: 76111 stærð 35-42 Litur: Brons, sil- fur, svart og leopardo Verð 7.995 Teg: 76313 stærð 35-42 Litur: Svart, hvítt og grænt Verð 9.995 Teg: 76373 stærð 35-42 Litur: Leopardo Verð 9.995 Teg: 76358 stærð 35-42 Litur: Svart, hvítt og grænt Verð 12.995 Teg: 76360 stærð 35-42 Litur: Svart og kremað Verð 12.995 Sumarskórnir frá HISPANITAS Opið til kl. 21.00 www.xf.is JÓN MAGNÚSSON, HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR, LEIÐIR FRAMBOÐSLISTA FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS Í REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI SUÐUR. Við viljum búa í sanngjarnara samfélagi • Skattleysismörk hækki strax í 150.000 kr. hjá þeim tekjulægstu. • Lækkum skuldir heimilanna, burt með verð- trygginguna. • Aldraðir og öryrkjar geti haft 1.000.000 kr. tekjur án bótaskerðingar og að tekjutenging við maka verði afnumin. • Lífeyrisgreiðslur beri 10% skatt líkt og fjármagnstekjur. Skeifan 7 | Reykjavík | sími 553-6061 Óvenjuleg messa var haldin í Minjasafnskirkjunni um síðustu helgi; messa í 19. aldar sið. Söng- hópurinn Hymnodia söng og séra Óskar Hafsteinn Óskarsson fór með texta frá þessum tíma. En það sem var kannski skemmtileg- ast við athöfnina var þegar séra Óskar Hafsteinn Óskarsson fékk sér hressilega í nefið, eins og prestar þessa tíma hafa líklega gert í vinnunni.    Georg Ólafur Tryggvason flug- umferðarstjóri kom með lausnina á gátu sem Atlantsolía lagði fyrir Akureyringa í tilefni þess að fyr- irtækið opnað bensínstöð í bæn- um nýverið. Ljósmynd Eðvarðs Sigurgeirssonar var dreift í hús og fólk beðið um að bera kennsl á annað tveggja skipa á Pollinum. Nú hefur verið staðfest að um er að ræða Arandora Star, en það var skotið niður 2. júlí 1940 af þýskum kafbát. Með því fórust 805 manns, flestir þýskir stríðs- fangar.    Tvær konur á besta aldrei komu einnig að því að leysa gátuna. Þær gáfu sig á tal við starfsmann stöðvar Atlantsolíu, að sögn Huga Hreiðarssonar, markaðs- stjóra fyrirtækisins og sögðu að skipið Arandora hefði komið í júlí 1933 og að þær hefðu farið um borð í þetta tiltekna skip. Ástæð- an var sú að faðir annarrar kon- unnar var umboðsmaður skipa- félagsins á Akureyri. Höfðu þær á orði að þetta hefði verið gríðar- fallegt skip með tilkomumiklum sölum. Þær sögðu að minna skip- ið hefði verið herskip með mörg- um dátum og að það hefði ríkt „ástand“ í bænum þá daga sem að dvaldi á pollinum. Allar líkur eru á að þar sé um að ræða franska eftirlitsskipið Pollux.    Tveir nemendur Háskólans á Akureyri fengu á dögunum 500 þúsund kr. styrk hvor frá fyr- irtækinu, en það hefur samið við HA um að veita slíka styrki til nemenda í raunvísindanámi. Það voru Gunnar Harðarson, nem- andi í umhverfisfræði og Ingólfur Sigfússon, nemandi í tölv- unarfræði, sem fengu fyrstu styrkina. Við úthlutun var litið til árangurs þeirra í raungreinum í framhaldsskóla sem og árangurs á fyrsta misseri við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Ak- ureyri, skv. tilkynningu frá skól- anum.    Í fyrra gerðu Hugvit hf. og Há- skólinn á Akureyri með sér þriggja ára samstarfssamning sem meðal annars felur í sér að Hugvit mun á samningstímanum árlega veita veglega námsstyrki til tveggja námsmanna við skól- ann sem þykja hafa sýnt fram- úrskarandi árangur í námi.    Fulltrúar þeirra stjórnmála- flokka, sem bjóða fram í Norð- austurkjördæmi í Alþingiskosn- ingunum, verða gestir á 13. súpufundi íþróttafélagsins Þórs í Hamri í dag kl. 12–13. Umræðu- efni er nýútkomin skýrsla Þórdís- ar Lilju Gísladóttir, sem lauk MA- gráðu í Menningar- og menntastjórnun við Félags- vísinda- og Hagfræðideild Há- skólans á Bifröst.    Gestir fundarins í Hamri verða Höskuldur Þórhallsson 3. maður á B-lista, Kristján Þór Júlíusson 1. maður á D-lista, Sigurjón Þórð- arson 1. maður á F-lista, Hörður Ingólfsson 1. maður á I-lista, Lára Stefánsdóttir 3. maður á S- lista og Dýrleif Skjóldal sem er í 3. sæti V-lista. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Ljósmynd/Kristján Arandona Star Hugi Hreiðarsson, Elín Gunnarsdóttir og Georg Ólaf- ur Tryggvason sem upplýsti hvað skip var á mynd Atlantsolíu. Davíð Hjálmar Haraldsson gerir brag um„smygltilraun Hollendingsins“ um páskahelgina: Fíkniefnalögreglan er fjarska dugleg sveit og flest um smygl hún veit. Hún gómar stundum harðsvíraðan glæpa- mannaflokk er gleypir dóp í smokk. Á föstudaginn langa illan fann hún smyglarann og frelsi svipti hann. Hún vissi að í maga bófans væri kókaín. Varla telst það grín. Hún skurðlækni til kallaði er skorið gæti upp frá skeifugörn að hupp. „Hér má“, kvað þá doksi, „fara hefðbundnari leið, og hinkrið við um skeið. Kopp á dólginn bindið þétt og kannið allt sem finnst en kremjið þó sem minnst.“ Og þessu gegndi lögreglan og þrjótnum beið svo hjá. Það tók nokkuð á. Af skyldurækni athugaði skarnið blautt og þykkt. Skorti þá ei lykt. Og hér var þörf á gjörhygli er hratið niður gekk. Hanska því ei fékk En pólitíið þraukaði og pressan stöðugt jókst. Á páskadag það tókst og þarna lágu opinberuð þrælsins brot og skömm; 300 rúm grömm. Já, lög og regla sigraði en lúðinn dúsa má lás bakvið og slá. En sagt er að í Fíknó dveljist svona tveir, þrír menn í sápubaði enn. VÍSNAHORNIÐ Af smygli og smokki pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.