Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 24
Nánari upplýsingar um „Il sentiero del viand- ante“ fjallgönguleið Rómverja www.geocities.com/bftrav/viandantei.htm. Hotel Villa Cipressi í Varenna www.hotelvillacipressi.it Til fræðast enn frekar og kynna sér gisti- möguleika við Comovatn: www.islandtours.it (smella á “fyrir Íslendinga efst til hægri á inngangssíðu). www.lagodicomo.com/english/index.php www.larioonline.it/lakecomo/accommoda- tion/index.asp www.holidayonlake.com/lakecomo/ Islandtours-ferðaskrifstofur eru reknar íflestum Evrópulöndum og þar til ífyrravor voru þær í eigu Flugleiða, enþá var framkvæmdastjórum þeirra gef- inn kostur á að kaupa fyrirtækin. „Ég sló til og eftir að skrifstofan varð mín fór ég að hugsa um að nýta reksturinn einnig á hinn veginn, þ.e. að selja Íslendingum og öðrum þjóðum ferðir til Como og annarra áhugaverðra áfangastaða á Ítalíu. Hugmyndin er að skipuleggja styttri eða lengri ferðir fyrir litla hópa, þar sem fólk upplifir fegurð svæð- isins og menningu á virkan hátt. Það er líka mjög mikilvægt að velja staði og ferða- tilhögun með tilliti til þess að vera á „réttum“ tíma, en mér finnst mesti lúxus sem maður getur veitt sér þegar maður ferðast að vera ekki á „high season“.“ Guðrún segir að það sé sérstök áhersla í ferðunum á Comosvæðið en þar fyrir utan verður boðið uppá ýmis önnur áhugaverð svæði, oft þau sem eru minna þekkt. Svæðið í kringum Comovatn er af landfræðilegum ástæðum ekki gert fyrir fjöldatúrisma, því hér steypast snarbrött fjöllin beint ofan í vatnið og undirlendi ekki mikið. Af þeim sök- um henta ferðirnar frekar minni hópum en fjöllin við vatnið, t.d. fyrir ofan Lecco eru fræg og svæðið sannkölluð paradís fjall- göngufólks. Það þarf því engan að undra að margir af frægustu fjallgöngugörpum og fjallaklúbbum Ítalíu eru einmitt frá Lecco. „Svæðið hefur verið að verða þekktara og þekktara síðustu árin og e.t.v. spilar þar inn í sú staðreynd að margir þekktir einstaklingar úr leikara- og tískuheiminum hafa fjárfest í eignum við vatnið, t.d. hjartaknúsarinn George Cooney og tískukóngurinn Versace.“ Úr alfaraleið – En hvers konar ferðir eru í boði? „Ég hef, þegar hér er komið sögu „hannað“ tvær ferðir um Comosvæðið. Önnur er klass- ískari þar sem skoðaðir eru markverðir staðir við vatnið og nánasta umhverfi þess, farið í siglingar og frægar villur og garðar heimsótt- ir. Hin ferðin er gönguferð þar sem farið er í bland upp á hæstu tinda og meðfram vatninu, gist í fjallaskálum og gömlum villum við vatn- ið. Skipst er á að ganga stærri stíga við vatnið og fáfarnari gönguleiðir eins og t.d. „Il sen- tiero del viandante“, sem er fjallgönguleið sem Rómverjar lögðu. Allar gönguferðir og hótel eru sérvalin fyrir hópana en einnig aðstoðum við einstaklinga og höfum m.a. íbúð til leigu. Af öðrum ferðum um Ítalíu má svo nefna ferð um Napolí, Caprí og Amalfíströndina, ferð um Sikiley og sæl- kera- og tónlistarferð til Parma og fleira spennandi. Töfrar landslagsins við Comovatn hafa snortið djúpt margan ferðlanginn og stað- urinn laðaði á sínum tíma til sín listamenn rómantíska stefnunnar sem fengu innblástur af hinu ofurrómantíska landslagi svæðisins. Þegar breska skáldið Shelley kom til Ítalíu 1818 sagði hann „Comovatn nær út fyrir allt það sem ég taldi fegurð fela í sér.“ Byron lá- varður, sem er ekki síður þekktur fyrir sinn sérstæða lífstíl og stormasöm ástarsambönd en skrif sín, fann heldur betur hentuga um- gjörð utan um ljóð sín og ástarævintýri í hinu stórkostlega landslagi Comovatns. Um svipað leyti og Shelley dvaldi við Como flúði Karólína frá Brunswick (síðar Englands- drottning) úr ástlausu hjónabandi, en hún var gift Georg, sem seinna varð Georg IV. Var hún fordæmd af bresku hirðinni fyrir þetta athæfi, en við Como gaf prinsessan sig á vald ástríðnanna. Þar kynntist hún ítalska auð- manninum Poggami og festi kaup á villu í Cernobbio, þar sem hún hélt til næstu fimm árin. Árið 1873 var henni breytt í lúxushótel og gefið nafnið Villa d’Este. Mörgum gömlum villum hefur verið breytt í hótel við Como- vatn, sem dæmi má nefna Hotel Villa Cipressi í Varenna, þar sem hóparnir gista einmitt. Fálki Veziokastali fyrir ofan Varenna er opinn allt árið en þar er að finna tamda fálka. Fjallafegurð Útsýni yfir Comovatn frá Fiumelatte (Varenna). Silkiborgin Como hefur oft verið nefnd „silkiborgin“, því hún býr yfir langri silkigerðarhefð. Árið 1990 var opnað í þessari litríkuborg sérstakt Silkisafn, www.museosetacomo.com, til heiðurs þessari handiðn sem hefur borið hróður Como víða. Ljósmynd/ Hanna Friðriksdóttir Ferðafrömuðurinn Guðrún Sigurðardóttir í húsakynnum Islandtours. Gönguleiðin „Il sentiero del viandante“ kann að virðast gróin en hún nær engu að síður allt frá Lecco til bæjarins Colico, sem er skammt frá svissnesku landamærunum. Gönguferðir, menning og lífsins lysti- semdir á slóðum Byrons og Clooney ferðalög 24 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ  Mandello – á mánudögum  Dervio – á þriðjudögum  Varenna – á miðvikudögum  Bellano – á fimmtudögum  Lierna – á föstudögum  Lecco – á miðvikudögum og laugardögum Markaðir við Comovatn Guðrún Sigurðardóttir hefur bú- ið í 25 ár í bænum Lecco við Comovatn og rekið þar ferða- skrifstofuna Islandtours s.l. tíu ár. Skrifstofan sérhæfir sig í ferðum fyrir Ítali til Íslands og tók í vor upp á að bjóða Íslend- ingum ferðir til Comovatns og fleiri áfangastaða á Ítalíu. Hanna Friðriksdóttir hitti Guð- rúnu og forvitnaðist um hinar spennandi Comoferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.