Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 25

Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 25 Annað sem fer í taugar Víkverja í kosn- ingabaráttunni eru lof- orð um að ef þessi kemst til valda þá muni hann lækka þetta og hitt og annað verður ókeypis og svo á að framkvæma svona og svona mikið, það hljómar allt voða- lega vel og slær kannski ryki í augu sumra kjós- enda, en síðan kemur ekkert um það hvaðan peningarnir eiga að koma til að geta haft allt ókeypis og borgað fyrir framkvæmdirnar. Víkverji er líka orðinn leiður á frambjóðendum út um allan bæ, dreifandi bæklingum og bolum eða gefandi pylsur með frosið bros á vör, svoleiðis framkoma fær engin at- kvæði hjá Víkverja. Víkverja finnst að það eigi að banna slíka kosningabaráttu og hvert framboð megi aðeins dreifa einum stórum bæklingi með sínum baráttu- málum í hús í sínu kjördæmi svo fólk geti sest niður í rólegheitunum og borið saman framboðin og myndað sér skoðun. Í staðinn fyrir að þetta bylji á manni daginn út og inn; aug- lýsingar, pylsur, barmmerki, tuð í sjónvarpi og útvarpi og annað slíkt, þá á bara að hafa þetta einfalt svo fólk geti myndað sér skoðun í alvörunni, án alls áreitis. Það er hálfur mán-uður í kosningar og Víkverji er þegar orðinn hundleiður á kosningabaráttunni. Það var voðalega gam- an þegar baráttan hófst fyrst og kosn- ingafundir byrjuðu í sjónvarpi og útvarpi. Víkverji fylgdist spenntur með þeim en eftir að hafa horft á tvo var hann búinn að horfa á þá alla. Eftir að hafa lesið einn bækling var hann búinn að lesa þá alla. Málið er nefnilega þannig að öll framboðin eru sífellt að tuða um það sama þó þau haldi að þau séu ekki að því. Og þetta tuð og þessi orðræða er orðin svo þreytt að hún fer inn um eitt og út um hitt. T.d. fær Víkverji græn útbrot af orðinu forgangsröðun, „það verður að forgangsraða“ vellur upp úr frambjóðendum í sambandi við hvert málefni; forgangsraða í samgöngumálum, forgangsraða í heilbrigðisgeiranum. Forgangsröðun er tískuorð kosninganna í ár og notað óspart en Víkverji er búinn að sjá að það stendur oft lítið á bak við það hjá frambjóðendum. Stundum þegar þeir eru búnir að tuða um forgangsröðun í einhverjum þættinum og eru síðan spurðir hvernig þeir vilji þá forgangs- raða verður oft fátt um svör.    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Fréttir á SMS Gönguferðir í Alicante-héraði Express ferðir efna til göngu- ferðar í fjallahéruðum Alicante 27. september til 1. október og 11.-15. október. Á göngu- svæðinu eru merk- ar minjar frá tím- um Mára og Rómverja. Þar er einstök náttúru- fegurð og á þess- um árstíma er milt loftslag í spænsk- um fjöllum. Far- arstjóri verður Ingibjörg Þórhallsdóttir, sem gjör- þekkir svæðið, söguna og nútímann. Ferðum þessum er einkum ætlað að vera heilsusamlegar og fróðlegar og verður gist á hlýlegu hóteli í þorpinu Tarbena. Sveitasælan er komin út Sveitasæla, kynningarbæklingur Ferðaþjónustu bænda 2007-2008, er kominn út. Í dag eru 145 félagar í Ferðaþjónustu bænda sem bjóða gistingu inni á heimilum gest- gjafa, í sérgisti- húsum bænda, sveitahótelum og í sumarhúsum. Máltíðir að hætti heimamanna eru í boði á mörgum stöðum. Einnig er fjölbreytt af- þreying í boði, s.s. hestaferðir, gönguferðir, veiði, golf og fugla- skoðun. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hafi menn hug á því að dvelja í íslenskri sveitasælu. Hægt er að nálgast bæklinginn á upplýsingamiðstöðum, skrifstofu Ferðaþjónustu bænda og í N1 versl- unum og N1 þjónustustöðvum um land allt. Helgarsumarferðir til Berlínar Ferðaklúbbur MasterCard í sam- starfi við GB-ferðir hefur ákveðið að efna til átta helgarferða til Berlínar í júlí og ágústmánuðum. Boðið verður upp á gistingu á tveimur glæsihótel- um Berlínarborgar, Ritz Carlton Berlín og Marriott Berlín. Bæði hót- elin eru fimm stjörnu og eru staðsett við Potzdamer Platz og er verðið fyrir MasterCard-hafa 10.000 kr. ódýrara en almennt verð. Innifalið er flug, skattar, gisting í tvíbýli í þrjár nætur með morgunverði og að- gangi að heilsulindum hótelanna. Kyrrð og kraftur öræfanna Ásta Arnardóttir, leiðsögukona og jógakennari, efnir til fjögurra til sex daga öræfaferða í sumar. Gengið verður um náttúruparadísir við ræt- ur Vatnajökuls og Hofsjökuls og jóga stundað kvölds og morgna. Matráðskona í ferðunum verður Brynhildur Þorgeirsdóttir, mynd- listarmaður, og einnig mæta til leiks þau Ingibjörg Guðmundsdóttir, leið- sögukona og jógakennari, og Harpa Arnardóttir, leikkona. Allur ágóði af ferðunum rennur í náttúruvernd- arsjóð Augnabliks, en Augnablik er listfélag, sem stofnað var árið 1991. Markmið félagsins er einkum að vera vettvangur fyrir listsköpun, rannsóknir og fræðslu. vítt og breitt www.expressferdir.is www.sveit.is www.gbferdir.is www.this.is/augnablik             Nýtt frá Dior Smáralind • Sími 554 3960 Kringlan • Sími 533 4533 HYDRACTIN VISIBLE DEFENSE SPF 20 Veittu húðinni hámarks vörn og raka. Lotusblómið viðheldur fegurð sinni þrátt fyrir áreiti frá umhverfinu og erfið vaxtarskilyrði. Kremið inniheldur efni Lotusblómsins sem hefur þann einstaka hæfileika að vernda húðina frá óæskilegum áhrifum umhverfis og veitir húðinni um leið góðan raka. dior.com Dior kynning 3.-6. maí í Hygeu Kringlu og Smáralind. Sérfræðingur frá Dior verður á staðnum og býður upp á húðgreiningu og góð förðunarráð. Glæsileg tilboð. Gjöf fylgir ef þú verslar tvo hluti í Dior* *Gildir meðan birgðir endast, fylgir ekki tilboðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.