Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
UPPGJAFARYFIRLÝSING
YFIRTÖKUNEFNDAR
Í Morgunblaðinu í gær birtist at-hyglisverð frétt þess efnis, aðsvonefnd yfirtökunefnd hefði
ákveðið að láta niður falla athugun á
því, hvort yfirtökuskylda hefði mynd-
azt í kaupum nýrra hluthafa meðal
helztu eigenda Glitnis.
Ástæðan fyrir þessari ákvörðun
yfirtökunefndar kemur fram í bréfi
nefndarinnar til Fjármálaeftirlitsins
og er sú, að öflun gagna og upplýs-
inga hafi reynzt torveld og tímafrek.
Nefndinni hafi borizt ákveðin gögn
en þau hafi verið frá Kaupþingi
banka, sem hafði milligöngu um við-
skiptin með hlutabréf Glitnis. Hafði
yfirtökunefnd einungis tekizt að afla
munnlegra yfirlýsinga frá einum af
þremur stærstu kaupendum hlut-
anna, þ.e. frá Sundi Holding.
Yfirtökunefndin veltir þessu verk-
efni í raun yfir á Fjármálaeftirlitið
með bréfi sínu og vekur athygli þess á
að hugsanleg yfirtökuskylda hafi
myndazt vegna þessara viðskipta.
Þessi ákvörðun yfirtökunefndar
vekur spurningar um það, hvort það
eitt dugi út af fyrir sig, þegar nefndin
telur ástæðu til að kanna mál af þessu
tagi, að neita að afhenda henni gögn.
Þá gefist hún einfaldlega upp við
verkefni sitt.
Ef svo er verður að gera ráð fyrir,
að aðrir, sem nefndin kann að taka til
skoðunar, hafi sama hátt á og þeir að-
ilar, sem hér er um að ræða, og af-
hendi einfaldlega engin gögn og þar
með geti yfirtökunefnd ekkert gert.
Væntanlega mun eitt yfir alla ganga,
því að ekki fer yfirtökunefnd að beita
mismunandi aðferðum við athuganir
sínar. Á ekki að ríkja jafnræði í þess-
um efnum sem öðrum?
Með ákvörðun sinni og bréfi til
Fjármálaeftirlitsins er yfirtökunefnd
í raun að lýsa því yfir að nefndin sjálf
sé gagnslaus og næsta skref hlýtur að
vera að leggja hana niður. Varla var
hún skipuð til þess að vera upp á punt
– eða var það kannski svo?
Fyrir nokkrum dögum lýsti Bjarni
Ármannsson, fyrrverandi forstjóri
Glitnis, þeirri skoðun sinni, að nauð-
synlegt væri að stórefla Fjármálaeft-
irlitið. Morgunblaðið hefur tekið und-
ir þá skoðun Bjarna Ármannssonar.
Það er augljóst, að það þarf eðlilegt
eftirlit að vera með íslenzku við-
skiptalífi, og eftir því sem það verður
umsvifameira er enn meiri ástæða til
að það búi við ákveðið aðhald frá
þeim, sem hafa verið kjörnir til að
gæta almannahagsmuna. Yfirlýsing
yfirtökunefndar um eigið gagnsleysi
er sterk vísbending um að í þessum
efnum sé pottur brotinn. Yfirlýsing
Bjarna Ármannssonar, sem hann gaf
skömmu áður en upplýst var um
brotthvarf hans frá Glitni, var áreið-
anlega ekki gefin að tilefnislausu. Fá-
ir þekkja viðskiptalíf nútímans betur
en Bjarni Ármannsson.
Ætla stjórnvöld að yppta öxlum yf-
ir þessari þróun?
YFIRGANGUR RÚSSA
Yfirgangur Rússa gagnvart Eist-um þessa dagana er með ólíkind-
um. Í hverju tilfellinu á fætur öðru
sést hvernig Rússar eru tilbúnir að
umgangast þá, sem ekki þóknast
þeim. Úkraína, Georgía og Litháen
hafa fengið að finna fyrir þrýstingi
þegar ráðamönnum í Moskvu hefur
mislíkað og nú er röðin komin að
Eistlandi.
Allt frá því að Eistar tóku niður
stríðsminnisvarða frá Sovéttímanum
hefur ríkt umsátursástand við eist-
neska sendiráðið í Moskvu. Liðsmenn
samtakanna Nasji, sem merkir „okk-
ar“ og eru hliðholl Vladimír Pútín
forseta, veittust í gær að Marinu
Kaljurand, sendiherra Eistlands í
Rússlandi, á blaðamannafundi, sem
hún hélt í Moskvu, og þurftu lífverðir
hennar að nota piparúða til að hrinda
árásinni. Rússneska lögreglan hefur
verið fljót að kveða niður mótmæli,
sem beinst hafa gegn stjórnvöldum,
en í þessu tilfelli virðast viðbrögðin
láta á sér standa. Árásir á heimasíður
eistneska yfirvalda hafa að sögn
Eista verið raktar til tölva í rúss-
neska stjórnkerfinu. Þá var tilkynnt í
gær að einmitt núna þyrfti að gera
við brautarteina til Eistlands þannig
að ekki yrði hægt að flytja rússneska
olíu til hafna í Eistlandi.
Umræddur minnisvarði stóð í miðri
Tallinn og hafði lengi valdið deilum
og ýfingum. Hann var reistur 1947 og
er til minningar um sovéska her-
menn, sem féllu í heimsstyrjöldinni
síðari, en í hugum margra Eista er
hann merki sovéskrar kúgunar og
undirokunar. Fyrir helgi kom til
óeirða við minnismerkið og lét einn
maður lífið í þeim. Ákváðu eistnesk
stjórnvöld þá að það yrði fjarlægt.
Rússnesk stjórnvöld mótmæltu
samstundis. Þá krafðist efri deild
rússneska þingsins þess að Pútín ryfi
samskipti við Eista og neðri deildin
að gripið yrði til refsiaðgerða. Þing-
nefnd fór frá Moskvu til Tallinn
vegna málsins og hvatti til þess að
eistneska stjórnin segði af sér.
Eistar eiga ekki góðar minningar
um yfirráð Sovétríkjanna. Í Eystra-
saltsríkjunum ríkir enn ótti í garð
Rússa – ekki að ástæðulausu. Í Eist-
landi þakka nú margir sínum sæla að
vera gengnir í Atlantshafsbandalagið
og Evrópusambandið.
„Þetta minnir á atburði ársins 1940
þegar Stalín sendi fulltrúa sína til
Eistlands til að koma hér á fót sov-
éskri leppstjórn,“ er haft eftir Mart
Helme, sagnfræðingi og fyrrverandi
sendiherra Eistlands í Moskvu, í
fréttaskýringu Sveins Sigurðssonar í
Morgunblaðinu í dag. Yfirgangur
Rússa í þessu máli er ógeðfelldur.
Umræddur minnisvarði er tákn þess
valds, sem Rússar hafa sjálfir kastað
af sér, og það er undir Eistum komið
hvort þeir kjósa að taka hann niður
og engum öðrum. Rússar ættu að
hafa það hugfast.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Aldur sjúklinga er meðalþeirra atriða sem eðlilegt erað skoða þegar rætt er umforgangsröðun innan heil-
brigðiskerfisins. Önnur atriði sem huga
þarf að eru t.d. ástand sjúklinga,
tækninýjungar í meðferð og fleira.
Þetta segir Siv Friðleifsdóttir heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra.
Hún sagði í kosningaþætti í Sjónvarp-
inu í fyrrakvöld að talsvert væri um
það erlendis að menn hefðu sest niður
og ákveðið sameiginlega að allir sem
væru yfir ákveðnum aldri fengju ekki
ákveðna þjónustu. Þá væri reiknað út
að það borgaði sig ekki fjárhagslega.
Lífsgæðin skoðuð
Spurð um hvar þetta þekkist nefnir
Siv sem dæmi að umræða um þessi mál
hafi farið fram „í Oregon í Bandaríkj-
unum, á nýlegri alþjóðaráðstefnu í Tor-
onto í Kanada, í Noregi, í Hollandi og á
Íslandi á ársfundi LSH“, segir Siv. Þar
sem menn hafi farið hvað lengst í þess-
ari umræðu sé aldur fólks skoðaður í
hvert sinn sem ákvarðanir eru teknar
um læknismeðferð. Þegar menn hafi
rætt um forgangsröðun í heilbrigðis-
kerfinu og komið sér saman um ein-
hvers konar leiðarljós hafi meðal ann-
ars verið skoðað hvaða lífsgæði fáist út
úr þeim inngripum sem viðhöfð séu.
„Það er auðvitað mikilvægt að þau inn-
grip sem kosið er að fara í auki lífsgæði
fólks. Þá er tekið tillit til ástands sjúk-
lings, aldurs hans og hve flókið og
áhættusamt það inngrip er sem um
ræðir.“ Eðlilegt sé að stjórnmálamenn
ræði þessa þætti, líkt og fagaðilarnir og
almenningur.
Stjórnmálamenn
varpa frá sér ábyrgð
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, kveðst þeirrar
skoðunar að stjórnmálamenn hafi varp-
að ábyrgð um of á hendur læknum í
þessum efnum. Um sé að ræða við-
fangsefni sem heilbrigðisstarfsfólk hafi
staðið fyrir og leyst úr eftir bestu getu
„en fengið óljós skilaboð frá stjórn-
málamönnum“. Stjórnmálamenn þurfi
að axla ábyrgð og þeir eigi ekki að
varpa ábyrgð á heilbrigðisstarfsfólk.
Um þá hugmynd að setja ákveðin
aldursviðmið varðandi ýmsa meðferð-
arþjónustu segir Kristinn eðlilegt að
skoða það hverju sinni. Setja þurfi al-
mennar relgur um tilteknar aðgerðir
og hvort ráðast eigi í þær. Aldur og lík-
amlegt ástand séu meðal þeirra þátta
sem skoða þurfi í þessu sambandi.
Kristinn segir að eflaust verði flókið og
umdeilt að setja slíkar viðmiðunarregl-
ur en það sé óhjákvæmilegt. Þetta séu
erfið mál að ræða en ekki sé hægt að
sleppa því að ræða þau.
Siðferðilega rangt
Margrét Sverrisdóttir, frambjóðandi
Íslandshreyfingarinnar, segir að vara
beri sérstaklega við því þegar rætt sé
um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu
að eldra fólk fái hugsanlega lakari
þjónustu. „Mér finnst það siðferðilega
rangt og hættuleg afstaða,“ segir Mar-
grét. Hún segist telja að skoða þurfi
þessi mál út frá fleiri forsendum. Liggi
það fyrir að einstaklingur sem þarf á
kostnaðarsamri læknismeðferð að
halda eigi skamman tíma ólifaðan megi
skoða málin, en að hafa almennt ald-
ursviðmið sé rangt.
Margrét segir að hver vísi á annan í
umræðunni. „Læknar tala jafnvel um
að Alþingi eigi að móta stefnu í þessu,“
segir Margrét. Hún vilji hins vegar að
réttur sjúklingsins til þjónustu sé skil-
greindur og að ákvarðanir séu einnig
teknar í samráði við sjúklinga. Í vissum
tilvikum kunni mjög veikt fólk að kjósa
að ekki verði farið í kostnaðarsamar
aðgerðir og þá eigi það að geta hafnað
þeim af fúsum og frjálsum vilja. Ekki
megi gleyma að hafa siðræn gildi að
leiðarljósi þegar þessi mál eru skoðuð.
Læknar nýti þekkingu sína
„Ég er algjörlega á móti því að það
sé sett einhver ákveðin lína, hvort sem
hún er 67 ára, 70 ára eða 80 ára,“ segir
Þuríður Backman, þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar –
þessi mál. Taka
læknismeðferð út
og líta til mannúða
manneskja getur
undan ef heilsan e
ekki ákveðna með
því ekki því hún
þjóðhagslegri ha
eða þess sem veiti
út frá einstakling
siðferðilega rétt.“
Læknar veiti m
sé hafður í huga,
frá þekkingu sinn
sem í hlut eiga.
Heilsa eldra fól
Ásta Möller, þ
isflokks, bendir á
gangsröðun í heilb
ið fram hér á land
Fyrir nokkrum
út skýrsla um fo
Danir féllu frá
um um krabba
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir aldur og á
Álitamál? Á að gera kostnaðarsamar aðgerðir á öldruðu fól
Er það verk stjórnmála-
manna að setja reglur um
hugsanleg takmörk á lækn-
ismeðferð eldra fólks eða
eiga læknar að meta hvert
tilfelli fyrir sig? Elva Björk
Sverrisdóttir ræddi þessi
mál við fulltrúa stjórn-
málaflokkanna og lækna-
stéttarinnnar.
Margrét K.
Sverrisdóttir
Friðbjörn
Sigurðsson
Matthías
Halldórsson
Kristinn
H. Gunnarsson
Ásta
Möller
Þuríður
Backman