Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 27
Sjálfstæðisflokkurinn laðaði til sínkjósendur í borgarstjórnarkosn-ingunum með því að lofa ódýrumlóðum fyrir alla. Fyrir tveimur ár-
um var haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni
núverandi borgarstjóra að
stefna Sjálfstæðisflokksins
væri sú að úthluta lóðum á
gatnagerðagjöldum. Nú hef-
ur hins vegar verið kynnt
fast verð á lóðum sem jafn-
gilda fjórföldum gatnagerð-
argjöldum: 4,5 milljónir fyrir
hverja íbúð í fjölbýli, 7,5
milljónir fyrir íbúð í parhúsi
eða raðhúsi og 11 milljónir
fyrir einbýlishúsalóð. Það er
ekki nema von að vonsviknir
kjósendur Sjálfstæðisflokks-
ins séu undrandi og reiðir.
Treystir borgarstjóri
á minnisleysi?
Borgarstjóri bítur hins
vegar höfuðið af skömminni í
grein í Morgunblaðinu, 1.
maí, þar sem hann kallar
þetta fasta verð kostn-
aðarverð og segir það vera
„það sem ég hef alltaf boð-
að“. Förum aðeins yfir mál-
flutning sama Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar frá síðasta
kjörtímabili:
Fjölbýli: 1,7 milljónir fyrir
lóð sagt „óhóflegt“ 2003.
Þegar lóðauppboð í Norð-
lingaholti leiddi til þeirrar
niðurstöðu að meðalverð á hverja íbúð í
fjölbýli var 1,7 milljónir haustið 2003 var
haft eftir Vilhjálmi Þ. að það verð væri
„óhóflegt“ í kvöldfréttum útvarps.
Fjölbýli: 2–2,5 milljóna lóðum lofað 2005:
Þegar sjálfstæðismenn kynntu (hinar
horfnu) hugmyndir sínar um Eyjabyggð
sagði Vilhjálmur Þ. í Spegli ríkisútvarpsins
að gatnagerðargjöldin á hinum nýju svæð-
um fyrir íbúðir í fjölbýli gætu orðið 2–2,5
milljónir króna „jafnvel minna“. Hann var
þar að svara áhyggjum af því að dýrar brýr
og göng myndu hleypa upp verði við að út-
búa lóðirnar. Í sömu umfjöllun voru lóða-
verð nálægt þeim 4,5 milljónum sem borg-
arstjóri boðar nú kölluð „óheyrileg“ og því
„verði að linna“.
Einbýli: 6,3 milljónir fyrir lóð sagt „ótrú-
legt“ 2005: Lóðaverð fyrir einbýlishús tók
risastökk upp á við í kjölfar breytinga á
lánamarkaði til fasteignakaupa
árið 2004. Vilhjálmur Þ. neitaði
að horfast í augu við hinar raun-
verulegu orsakir og kenndi þá-
verandi meirihluta í Reykjavík
um. Þá var meðalverð fyrir lóð
undir einbýlishús 6,3 milljónir í
útboði í Norðlingaholti. Vil-
hjálmur kallaði það „ótrúlega
þróun“.
Einbýli: 3,5–4,5 mkr. fyrir lóð
í Lambaseli 2005: Sjálfstæð-
ismenn gagnrýndu harðlega út-
hlutun 30 lóða undir einbýlishús
í Lambaseli. Þær kostuðu 3,5–
4,5 milljónir króna (eftir stærð).
Eftir Vilhjálmi Þ. var þá haft í
kvöldfréttum Sjónvarps að hann
vildi selja lóðir fyrir gatnagerð-
argjöld. Hann bætti um betur í
kosningabaráttunni 2006, boðaði
lægra lóðaverð og sagði: „Ég tel
það séu bara réttindi þeirra sem
vilja byggja og búa í Reykjavík
að þeir geti fengið lóðir.“
Óheiðarlegur málflutningur
og brotin loforð
Það skiptir litlu máli hvar
drepið er niður í málflutningi
Sjálfstæðisflokksins í lóðamálum
undanfarin ár. Hann var óheið-
arlegur og gekk út á það að
selja borgarbúum þann draum að engin
takmörk yrði á lóðum undir þeirra stjórn,
ódýrar lóðir fyrir alla. Þessum draumi hafa
þeir nú rænt og þurfa að svara fyrir það
gagnvart eigin kjósendum. Ég man varla
eftir jafn margítrekuðu kosningaloforði sem
hefur verið jafnrækilega svikið. Borg-
arstjóri þarf að gera hreint fyrir sínum dyr-
um.
Borgarstjóri flýr svikin
loforð í lóðamálum
Dagur B. Eggertsson svarar grein
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar
ȃg manvarla eftir
jafn margítrek-
uðu kosninga-
loforði sem hef-
ur verið
jafnrækilega
svikið. Borg-
arstjóri þarf að
gera hreint fyrir
sínum dyrum.
Höfundur er oddviti
Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson
Á velheppnuðum landsfundi Sam-fylkingarinnar var Mona Sahlin,nýr formaður sænskra sósíal-demókrata, spurð um ástæðu
þess að hún væri sósíaldemókrati. Svar
hennar var einfalt og gott. Hún sagðist vera
sósíaldemókrati m.a. vegna
þess að sú hugmyndafræði
byggðist á því að öflugt og
traust velferðarkerfi sem
gæfi öllum jöfn tækifæri í
lífinu væri forsenda þess að
atvinnu- og efnahagslífið
blómstraði.
Með því að veita öllum
börnum jöfn tækifæri og
gott veganesti í lífinu hvað
varðar menntun, heilbrigð-
isþjónustu og félagslegan
stuðning þá væri lagður
grunnurinn að því að at-
vinnulífið blómstraði.
Brauðmylsnuhagfræðin
Þetta skilja hægrimenn því miður illa. Og
þetta skilningsleysi birtist með áþreif-
anlegum hætti í auglýsingum Sjálfstæð-
isflokksins nú þar sem sagt er að þegar öllu
sé á botninn hvolft sé traust efnahagslíf
helsta velferðarmálið. Þetta er brauð-
mylsnuhagfræðin sem byggist á því að
bjóða þegnunum upp á velferð þegar vel ár-
ar – og væntanlega minni velferð þegar illa
árar.
Menntun, heilbrigði og félagsleg velferð
eru aldrei annað en kostnaður í hugum
hægri manna. Kostnaður sem menn reyna
að ná niður með öllum tiltækum ráðum,
jafnvel með þeim afleiðingum að eldri borg-
arar og börn búa við fátækt.
Blár, bleikur, grænn
Velferðarkerfið er hins vegar fjárfesting í
fólkinu í landinu rétt eins og menntakerfið
okkar samkvæmt hugmynda-
fræði okkar í Samfylkingunni.
Þess vegna er velferðin
grundvöllur þess að atvinnulífið
hér geti blómstrað. Á þessu
byggist norræna módelið sem
Sjálfstæðisflokkurinn þykist
kannast við í kosningum þegar
að félagshyggjan verður allsráð-
andi. Og flokkurinn skiptir um
ham og er ýmist bleikur eða
grænn eftir því við hvern er tal-
að. Gleymum því hins vegar ekki
að þetta er marklaust kosn-
ingahjal og það sýna verkin und-
anfarin 12 ár.
Biðlistar og fátækt
Verkin sýna að velferðarmálin eru sann-
arlega ekki hátt skrifuð, það sýna biðlistar
eftir brýnni aðstoð heilbrigðiskerfisins, það
birtist í kjörum eldri borgara og það birtist
auðvitað í þeirri nöturlegu staðreynd að hér
á Íslandi búa mun fleiri fátæk börn hlut-
fallslega en annars staðar á Norðurlöndum.
Þessi börn upplifa ekki jöfn tækifæri og það
mun ekki aðeins bitna á þeim heldur ís-
lensku samfélagi í heild sinni þegar fram
líða stundar. Það borgar sig nefnilega að
fjárfesta í fólkinu í landinu og það hefur af-
leiðingar að gera það ekki.
Að þessu leyti er grundvallarmunur á
stefnu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í
velferðarmálum.
Velferðin í forgrunni
Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson » Þetta er brauðmylsnu-hagfræðin sem byggist á
því að bjóða þegnunum upp á
velferð þegar vel árar og
væntanlega minni velferð
þegar illa árar.
Höfundur er varaformaður
Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson– græns framboðs, um
eigi ákvarðanir um
t frá einstaklingnum
arsjónarmiða. „Sjötug
átt góð 20 ár fram-
er í lagi. Það að veita
ðferð af því að það taki
sé svo gömul út frá
agkvæmni ríkissjóðs
ir þjónustuna, en ekki
gnum, finnst mér ekki
meðferð og kostnaður
en þeir meti málin út
ni og einstaklingunum
ks mismunandi
þingmaður Sjálfstæð-
á að umræða um for-
brigðskerfinu hafi far-
di undanfarin ár.
árum hafi verið gefin
organgsröðunina sem
fengið hafi mjög ítarlega umfjöllun,
meðal annars hjá fagfélögum.
Ásta segist telja það varasamt að
horfa á aldur fólks í sjálfu sér þegar
kemur að læknismeðferð. Fremur eigi
að huga að ástandi þess sem í hlut eigi
hverju sinni. „Eldra fólk er mjög mis-
munandi til heilsunnar komið. Sextug-
ur maður getur verið eins og áttræður
maður heilsufarslega,“ nefnir Ásta sem
dæmi.
Hún segir aðspurð að það sé alltaf
erfitt að meta hvenær veita eigi með-
ferð og hvenær ekki og ekki sé hægt að
styðjast við algildar reglur. Horfa þurfi
til þess hvort lífsgæði fólks aukist eða
ekki.
Vilja að allir hafi jafnan aðgang
Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður
Samfylkingar, segir að ráða megi af
umræðu um heilbrigðisþjónustu að Ís-
lendingar séu sammála um að allir eigi
að hafa jafnan aðgang að heilbrigðis-
þjónustunni.
„Við eigum að geta veitt okkar fólki
þá þjónustu sem það þarf,“ segir Ásta.
Því miður sé farið að forgangsraða í
heilbrigðiskerfinu eftir því hvort fólk
hafi efni á að kaupa þjónustuna.
Ásta segist vita til þess að sums stað-
ar erlendis fái fólk sem komið sé yfir
ákveðinn aldur ekki vissa þjónustu.
Nefna megi sem dæmi að fólk sem orð-
ið er mjög gamalt fái ekki að fara í
mjaðmaaðgerð. „Þá er það oft vegna
þess að talið er að það sé of hættulegt,
fólk muni ekki þola slíkt inngrip vegna
annarra ástæðna,“ segir Ásta.
Hún viti hins vegar dæmi um ís-
lenskan mann sem fékk nýja mjöðm
eftir að hann var kominn yfir áttrætt.
„Hann lifði góðu lífi í um 12 ár með
nýja mjöðm og þetta bætti gæðum við
líf hans. Ella hefði hann legið og ekki
getað hreyft sig,“ bendir hún á.
Danir breyttu reglum varðandi
krabbameinsmeðferð aldraðra
Friðbjörn Sigurðsson, formaður
læknaráðs Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, segir að sér sé ekki kunn-
ugt um að hugmyndir um aldursviðmið
varðandi læknismeðferð hafi verið
ræddar innan spítalans.
Hann bendir á að í Danmörku hafi
um skeið verið í gildi reglur sem kveðið
hafi á um að fólk yfir sjötugu fengi ekki
krabbameinsmeðferð. Síðan hafi Danir
fallið frá þessu og slíkar reglur gildi
ekki í dag.
Í umræðu um þessi mál þurfi jafn-
framt að huga að tryggingavernd ein-
staklinga og spyrja hvað felist í al-
mannatrygginum.
„Mín skoðun er að við séum ekki
tilbúin að ræða forgangsröðunina á
þennan hátt eins og kemur fram á for-
síðu Morgunblaðsins í dag [í gær],“
segir Friðbjörn. Umræðan í vestræn-
um þjóðfélögum sé víðast sú að ekki
megi mismuna fólki eftir kynferði, bú-
setu, þjóðerni eða aldri. „Það er vax-
andi krafa að fólki sé ekki mismunað
eftir aldri og það kemur spánskt fyrir
sjónir ef það ætti að mismuna á þennan
hátt. Dýr og góð meðferð getur
gagnast mjög eldri einstaklingum,“
segir Friðbjörn.
Hann bendir jafnframt á að fjár-
magn sé takmarkað og það geti verið
erfitt fyrir lækna eina að meta hvaða
meðferð sé þess virði að veita hana.
Stjórnmálamenn og almenningur þurfi
að ræða þessi mál.
Heilsuhagfræði og siðfræði
Matthías Halldórsson, landlæknir,
segir að einstökum læknum beri ávallt
að gera það sem þeir geti fyrir sína
sjúklinga. Erlendis hafi menn rætt um
hvort þeir sem skipuleggja heilbrigð-
isþjónustuna eigi að gera það þannig að
tryggt verði að peningarnir renni þang-
að sem þeir skapa mesta heilsu. „Þetta
er heilsuhagfræðilegt atriði sem jafn-
framt þarf að hafa í huga þegar verið
er að skipuleggja heilbrigðisþjón-
ustuna,“ segir Matthías. Spyrja þurfi
hvernig megi hámarka fjölda góðra
æviára fyrir þann pening sem lagður er
í heilbrigðisþjónustuna. Þó þurfi að
huga að fleiru en hagfræði, þar á meðal
að siðferðilegum álitamálum. „Siðferði-
lega er það engin spurning að læknir
sem stendur fyrir framan sjúkling á að
gera allt sem hann getur fyrir þann
sjúkling,,“segir hann. Þetta sé bæði í
samræmi við siðareglur lækna og al-
mennt siðferði. Hins vegar kunni sjúk-
lingur að hafa ákveðnar óskir, til dæm-
is varðandi lok lífs, og þær verði að
virða. „Það er alltaf forgangsraðað í
heilbrigðisþjónustunni. Munurinn er
hugsanlega sá hvort þetta er gert með-
vitað eða tilviljanakennt. Fjármagn er
takmarkað og frá almennu sjónarmiði
sé heppilegast að nota þá peninga, sem
til eru, þannig að þeir skapi sem mesta
heilsu. Aðalatriðið er að fólki sé ekki
mismunað eftir efnahag eða þjóðfélags-
stöðu“.
aldursviðmið-
ameinsmeðferð
ástand sjúklinga meðal þess sem ætti að skoða
lki sem kunna að lengja líf þess um stutta hríð?
Ásta R.
Jóhannesdóttir
Í HNOTSKURN
»Siv Friðleifsdóttir heilbrigð-isráðherra sagði í Morgun-
blaðinu í fyrradag að hún væri
ekki að boða þá stefnu að taka
upp aldursviðmið þegar kæmi að
tiltekinni læknismeðferð.
»Hins vegar væri eðlilegt að Ís-lendingar ræddu forgangs-
röðun í heilbrigðiskerfinu, líkt og
gert hefði verið.
»Umræða um forgangsröðunhefði farið fram á Alþingi.
» Í heilbrigðisáætlun sem gildirtil ársins 2010 er sett fram 21
forgangsmarkmið, sem er til-
greint, tímasett og tölusett.
Siv
Friðleifsdóttir
elva@mbl.is