Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 29

Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 29 Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar VIÐ megum ekki rugla saman hugtökunum nátt- úruvernd og umhverfismál. Náttúruvernd er mik- ilvægur hluti af umhverfisumræðunni, en hún er samt aðeins einn hlekkur í stóru, mikilvægu máli. Í Evrópu hafa fulltrúar hægri flokka tekið ákveðna forystu í umhverf- isumræðu þar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, beitir sér nú sérstaklega fyrir því að draga úr útblæstri koltví- sýrings (CO2) sem leiðtogi Evrópusam- bandsins nú um stundir og David Came- ron, leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi, hefur sett fram áhugaverða sýn á umhverfismál sem vert er að skoða nánar. Hvað skiptir máli og hvert er okkar hlutverk? Við Íslendingar verðum að gera greinarmun á alþjóð- legum skuldbindingum og aðstæðum í umhverf- ismálum og þá sérstaklega á sviði CO2-útblásturs ann- ars vegar og því sem við getum gert hérna heima hins vegar. Við Íslendingar þurfum að beita okkur fyrir: Einföldun á skattkerfi á sviði sorpmála. Hvetjum fólk til endurvinnslu með því að draga úr beinum skattgreiðslum í formi sorpgjalda. Göngum betur um okkar nánasta umhverfi – það hefst nefnilega allt heima hjá okkur! Gætum að skipulagsmálum. Reynum að haga skipulagi þannig að auðvelt sé fyrir fólk að komast ferða sinna gangandi og hjólandi ef það kýs. Tökum stórt skref í almenningssamgöngum. Undir forystu sjálfstæðismanna á Akureyri er nú frítt í strætó þar og aðsóknin hefur stóraukist. Nýtum okkur slík úrræði víðar. Um leið og við fögnum uppbyggingu ferðaþjónustu verðum við að gæta að því að viðkvæm svæði þola ekki mikinn átroðning. Hugum að mikilvægi orkuauðlinda okkar í al- þjóðlegu samhengi. Verndum þau svæði sem við viljum ekki snerta en nýtum orkuna af skynsemi og yfirvegun til hagsbóta fyrir íslenska þjóð. Það má alltaf gera betur Við skulum vera stolt af því sem vel er gert í umhverf- ismálum en við vitum að það má alltaf gera betur. Það er hlutverk okkar allra að líta í eigin barm og vanda okkur í umgengni við náttúruna og okkar nánasta um- hverfi. Það er hlutverk löggjafans að setja umgjörð sem hvetur til þess að umhverfisvænstu lausnirnar verði valdar og gera um leið strangar kröfur til fyr- irtækja um að lágmarka mengun. Umræðan um umhverfismál Eftir Ólöfu Nordal Höfundur er lögfræðingur og skipar 3. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi. NÝLEGA las ég frekar skrýtna grein eftir Óskar Þór Karlsson, þar sem stóð meðal annars að „fjölmenn- ingarsamfélög hafa hvergi gengið upp, heldur þvert á móti leitt til alvarlegra samfélagslegra vandamála og for- dóma“. Þetta eru athygl- isverð rök. Með sömu rökum má segja að það að hafa konur og karlmenn í sama samfélagi gangi heldur ekki upp – við þurfum að glíma við alvarleg samfélagsleg vandamál eins og kynbundið ofbeldi, launamisrétti milli kynjanna, og alls konar fordóma á báða bóga. Eigum við þá að draga þá ályktun að sam- félag með báðum kynjum gangi ekki upp? Auðvitað ekki! Við vitum vel að það er ekki út af því að konur og karlmenn eru „öðruvísi“ að vanda- mál koma upp, heldur út af misskiln- ingi, vanþekkingu og fordómum. Að þessu leyti er margt sambærilegt með innflytjendamálum og jafnrétt- ismálum. Fyrir hundrað árum voru konur annars flokks í samfélaginu. Þær höfðu ekki sömu réttindi og karl- menn, áttu mjög erfitt með að fá menntun og störf við sitt hæfi, og lit- ið var á þær sem annaðhvort gælu- dýr eða vinnuafl á heimilinu, en ekki manneskjur með sömu drauma og þarfir og karlmenn. Margt hefur breyst síðan þá, þótt enn sé mikil vinna framundan. En hvernig tókst okkur að breyta því? Þrennt skiptir mestu máli: fræðsla, umræða og lagasetning. Konur og framsýnir karlmenn byrjuðu fyrst að fræða karlmenn um að þær væru alveg jafn hæfar og karlmenn á flestum sviðum og oft mun hæfari. Þá hófst umræða og samræða milli kvenna og karla um þeirra málefni. Smátt og smátt urðu bæði karlmenn og konur meðvituð um staðreyndir málsins, og þá voru sett lög sem end- urspegluðu vilja þjóðarinnar. Þannig var hægt að minnka alvarleg sam- félagsleg vandamál og fordóma á milli kvenna og karla. Við ættum að beita sömu aðferðum til að koma á jafnrétti milli innflytjenda og inn- fæddra. Innflytjendur og innfæddir eiga að hafa mörg tækifæri til að ræða saman – í skólanum, í vinnunni og annars staðar í okkar daglega lífi. Þannig geta innflytjendur lært meira um íslenskt samfélag, og þá geta Íslendingar líka lært meira um þá sem hingað koma. Það þarf að gerast í leikskólum, grunnskólum, menntaskólum, háskólum og í vinnunni. Þá tekst okkur að eyða fordómum og skapa mikilvæga um- ræðu. Við þurfum líka lagasetningu sem endurspeglar það sem við höfum lært: að það þarf fræðslu en ekki hræðslu til að koma í veg fyrir að samfélagsleg vandamál verði til og að allir eiga að fá sömu tækifæri í samfélaginu, óháð því hvað við fædd- umst. Við vitum vel að fjölmenning er ekki rót vandamálsins frekar en að tvö kyn í sama landi séu rót allra vandamála í jafnréttismálunum. Innflytjendastefna Vinstri-grænna grundvallast á trúnni á jafnrétti, réttlæti og lýðræði. Það mun auka umræðuna og fræðsluna á milli inn- flytjenda og Íslendinga í skólum og í vinnunni, tryggja góð kjör allra landsmanna, eyða fordómum og auka samþættingu. En við þurfum ekki að bíða í hundrað ár eftir breyt- ingum – innflytjendastefnan okkar gerir okkur kleift að ná því mark- miði strax í dag. Innflytjendur eru ekki vandamálið Eftir Paul F. Nikolov Höfundur skipar þriðja sætið á lista Vinstri grænna í Reykja- vík norður. EKKI fer á milli mála að þau eru bæði sármóðguð Herdís Á. Sæmund- ardóttir, núverandi formaður stjórnar Byggðastofnunar og Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi formaður sömu stjórnar, ef marka má greinar þeirra sem birtust í Morgunblaðinu 24. apríl sl. („Einar Oddur hræddur“ eftir Kristin) og 25. apríl sl. („Nú er Einar Oddur ósanngjarn“ eftir Herdísi). Það eru skrif mín í Morg- unblaðið þann 21. apríl („Byggðastofnun og byggðamál“) sem pirra þau bæði. Hvorugt gerir þó athugasemdir við þau efnisatriði sem ég tiltek í grein minni, enda er hún ein- göngu hlutlæg frásögn af stofnuninni síðastliðin átta ár. Greinin er makleg og greinin er rétt. Bæði virðast þau hins vegar telja mig óttalegt hrekkjusvín og ljótt af mér að rifja þessa sögu upp, en það var hvorki gert til að hrekkja né stríða. Hið rétta er að allt of margt hefur gengið óhönduglega undanfarin ár við stjórn þessarar stofnunar. Það er mjög alvarlegt mál og við verðum að gera betur á komandi árum. Að sjálfsögðu ber Sjálfstæðisflokkurinn hér fulla ábyrð til jafns við Framsóknarflokkinn. Það er eins með þetta mál og önnur mál stjórnsýslunnar að báðir stjórnarflokkarnir bera ábyrð á því sem vel hefur gengið, jafnt því sem miður hefur farið. Það hendir alla að gera mistök, en þegar svo háttar er rétt að viðurkenna það af hreinskilni. Það er kjánalegt að þræta fyrir augljósa hluti. Sármóðguð Eftir Einar Odd Kristjánsson Höfundur er alþingismaður. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • Bréfsími 552 9814 • www.rannis.is http://europa.eu.int/eracareers Evrópska rannsóknastarfatorgið aðstoðar • háskóla, stofnanir og fyrirtæki við að ráða til sín rannsóknafólk • rannsóknafólk og fjölskyldur þess við vistaskipti • íslenskt rannsóknafólk í leit að áhugaverðum störfum erlendis EUROPEAN COMMISSION Community research Ísland sem alþjóðlegur vinnumarkaður vísindanna Staða Íslands í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl í rannsóknum, tækni og nýsköpun Málþing um stöðu og réttindi vísindamanna við flutning milli landa og möguleika atvinnulífsins til að nýta sér alþjóðlegt vinnuafl við rannsóknir, þróun og nýsköpun Föstudaginn 4. maí, kl. 8:00 – 12:00, Grand Hótel H N O T S K Ó G U R g r a fí s k h ö n n u n RANNÍS býður til málþings í tengslum við verkefnið Evrópska rannsóknastarfatorgið, samevrópskt verkefni sem hefur verið rekið undanfarin 3 ár. Nánar á: http://ec.europa.eu/eracareers/index_en.cfm Dagskrá 8:00 Morgunverður 8:30 Ávarp Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra 8:45 Evrópska rannsóknastarfatorgið og Ísland sem alþjóðlegur vinnumarkaður vísindanna Hans Kristján Guðmundsson, forstöðumaður RANNÍS 9:00 Fjölmenningarsamfélag í Háskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands 9:20 How Do You Like Iceland? A View from a Foreign Academic Luca Aceto, prófessor, Háskólanum í Reykjavík 10:00 Kaffihlé 10:10 Þarfir atvinnulífsins fyrir alþjóðlegt vinnuafl til rannsókna og nýsköpunar Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP 10:30 Ísland sem alþjóðlegur vinnumarkaður, tækifæri og hindranir í löggjöf og reglugerðum Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar 10:50 Samevrópskar aðgerðir, tilmæli og tækifæri til að örva flæði vísindamanna um og til Evrópu Þorsteinn Brynjar Björnsson, RANNÍS 11:00 Aðild íslenskra háskóla að samevrópskum siðareglum við ráðningu vísindamanna til starfa Undirritun yfirlýsinga fulltrúa Háskólans á Bifröst, Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Kennaraháskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Hólum 11:10 Hvernig mun Ísland standa að vígi í samkeppni framtíðar um vinnuafl til vísinda, tækni og nýsköpunar? Pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa stjórnmálaflokkanna: Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum, Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Sjálfstæðisflokki og Ásta Þorleifsdóttir, Íslandshreyfingunni 12:00 Málþingi slitið Ráðstefnustjóri: Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á: rannis@rannis.is RANNÍS starfrækir Evrópska rannsóknastarfatorgið á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.