Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 31
MINNINGAR
✝ Lilja Krist-insdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 15.
ágúst 1927. Hún lést
á heimili sínu,
Skólabraut 5 á Sel-
tjarnarnesi, 19. apr-
íl síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Kristinn Þor-
steinsson sjómaður
og fiskmatsmaður í
Hafnarfirði, f. á
Mjóafirði eystra 22.
maí 1902, d. 16. júní
1967 og kona hans
Soffía Sigurjónsdóttir húsmóðir
og verkakona, f. í Gerðum í Gerða-
hreppi 4. nóv. 1902, d. 9. feb. 1978.
Systkini Lilju eru Ásta, f. 25. sept.
1925, d. 6. sept. 1994, maki Krist-
inn Ólafur Karlsson, f. 10. nóv.
1921, d. 5. júlí 2001, Hörður, f. 27.
ágúst 1929, fórst með togaranum
Júlí 9. feb. 1959, maki Dóra Lauf-
ey Sigurðardóttir, f. 16. des. 1928
og Þorsteinn, f. 17. jan. 1939, maki
Dagbjört Torfadóttir, f. 28. ágúst
1938.
1989. Dætur Lilju og Sigurðar eru:
2) Soffía Kristín, f. í Reykjavík 14.
nóv. 1958, maki Kjartan Tryggva-
son, f. 5. jan. 1960. Börn þeirra eru
Helena, f. 2. sept. 1988, María
Kristín, f. 11. ágúst 1990 og Jó-
hann Örn, f. 24. okt. 1994. 3) Krist-
ín Elinborg, f. í Reykjavík 30. apríl
1961, maki Páll Rúnar Guð-
jónsson, f. 6. mars 1960. Þau
skildu. Sambýlismaður Kristínar
er Kristján Gissurarson, f. 6. júní
1953. Synir Kristínar og Páls eru;
a) Sigurður Rúnar, f. 1. júní 1980.
Dóttir hans og Hlínar Júl-
íusdóttur, f. 18. maí 1984, er Hekla
Kristín, f. 28. ágúst 2001. b) Guð-
jón, f. 17. maí 1986, c) Egill, f. 29.
apríl 1988 og d) Páll Kristinn, f.
19. maí 1990.
Lilja ólst upp í Hafnarfirði en
bjó lengst af á fullorðinsárum í
Reykjavík og síðar á efri árum á
Seltjarnarnesi. Hún vann við ýmis
störf um ævina. Sem ung kona
vann hún á Saumastofunni Feld-
inum. Hún vann lengi í mötuneyti
Landsbankans, síðar á Hrafnistu
og síðustu starfsárin vann hún hjá
Sjálfsbjörg í Hátúni 12.
Útför Lilju verður gerð frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Lilja giftist 13.
sept. 1947 Gunnari
Guðjónssyni, verka-
manni, f. 21. feb.
1925. Þau skildu.
Lilja giftist 29. jan-
úar 1956 Sigurði
Kristjáni Stefánssyni
bifvélavirkja, f. á
Hrísum í Fróð-
árhreppi 24. des.
1923, d. 16. apríl
1977.
Dóttir Lilju og
Gunnars er 1) María
Jóna, f. í Hafnarfirði
21. des. 1947. Maki 1 Egill Hjartar,
f. 31. ágúst 1948. Þau skildu. Maki
2 Jóhann Bergmann, f. 16. okt.
1946. Dóttir Maríu og Jóns S.
Magnússonar, f. 20. nóv. 1946, er
Lilja Björk, f. 19. júlí 1966, maki
Árni H. Kristinsson, f. 1. feb. 1961.
Börn þeirra eru Egill, f. 10. des.
1992, Theódór, f. 1. mars 1997 og
Ólafur Ívar, f. 14. júlí 2002. Sonur
Árna er Gunnar Orri, f. 27. sept.
1984. Sonur Maríu og Egils Hjart-
ar er Ívar Bergmann, f. 21. apríl
Tengdamóðir mín, Lilja Kristins-
dóttir, andaðist að heimili sínu 19.
apríl síðastliðinn. Það bar upp á
sumardaginn fyrsta, bjartan og
hlýjan. En í minni okkar sem eftir
lifum munu ský sorgar og saknaðar
ætíð grúfa yfir þessum degi. Lilja
fæddist í Hafnarfirði árið 1927 og
var því á áttugasta aldursári þegar
hún lést. Hún var tvígift en seinni
maður hennar, Sigurður, lést langt
um aldur fram árið 1977 eftir lang-
varandi veikindi þegar Lilja var
ekki fimmtug. Hún tók fráfall hans
mjög nærri sér og næstu árin á eftir
voru henni erfið og náði hún aldrei
að sætta sig fyllilega við þennan
missi.
Lilja var glæsileg kona með
næmt fegurðarskyn. Hún bar gott
skynbragð á tískustrauma og var til
þess tekið hvað hún var alltaf vel til
höfð. Nokkrum dögum fyrir andlát-
ið bauð hún okkur hjónunum í mat
til að fá fréttir af syni okkar sem við
höfðum heimsótt til Kanada þar
sem hann er skiptinemi. Það þótti
henni nægjanlegt tilefni til að klæða
sig upp. Hún var fagurkeri og naut
þess að hafa fallega hluti og myndir
í sínu umhverfi eins og heimili henn-
ar bar vott um. Hún var einnig list-
feng og lagin í höndum og margir
fagrir gripir hennar prýða heimili
afkomendanna. Þessa list sína, sem
hún af hæversku kallaði föndur,
stundaði hún fram á síðustu ár uns
meiðsli er hún hlaut í slysi tóku að
hamla því. Lilja fylgdist vel með,
hafði yndi af ferðalögum og fór víða,
las mikið, hlustaði á útvarp og
horfði á sjónvarp og var ófeimin við
að viðra skoðanir sínar á mönnum
og málefnum. Hún bjó yfir kímni-
gáfu sem gat verið nokkuð hvöss og
beindist ekki síður að henni sjálfri
en öðrum.
En fyrst og síðast var Lilja
áhugasöm um velferð fjölskyldu
sinnar og fylgdist grannt með öllum
afkomendum sínum. Hún var ólöt
við að bjóða stórfjölskyldunni í mat
og var þá oft þröngt setinn bekk-
urinn í litlu íbúðinni hennar. Barna-
börnin voru hennar líf og yndi og
hún vakin og sofin að hugsa um vel-
ferð þeirra enda þau öll hænd að
henni.
Kynni mín af Lilju spanna ein-
ungis átta ár sem telst ekki langur
tími af heilli mannsævi. Ég verð
henni ætíð þakklátur fyrir hve fljótt
og vel hún bauð mig velkominn í
fjölskylduna sem tengdason og þá
ræktarsemi er hún sýndi mér þann
tíma sem við áttum samleið. Einnig
þakka ég fyrir þá hlýju sem hún
sýndi móður minni í veikindum
hennar síðustu æviárin.
Fráfall Lilju bar brátt að og eng-
in vísbending um það sem í vændum
var. Hún var sem ætíð með ýmsar
fyrirætlanir fyrir sumarið, var
nýbúin að standa fyrir breytingum á
íbúð sinni en horfði einnig fram til
haustsins, til áttræðisafmælis síns,
en aðeins var farið að orða skipu-
lagningu utanfarar af því tilefni.
Næst á dagskrá var þó að kaupa bíl
til að eiga auðveldara með að heim-
sækja fjölskyldu og vini. Hún lagð-
ist til svefns að kveldi síðasta vetr-
ardags og vaknaði ekki aftur.
Þannig vildi hún helst fá að kveðja
og víst er að hún hefur átt góða
móttöku hinumegin hjá áður gengn-
um ástvinum og vinum. En sorg og
söknuður okkar sem eftir lifum er
þeim mun meiri. Guð blessi minn-
ingu Lilju Kristinsdóttur.
Jóhann Bergmann.
Elsku amma, það er erfitt að
sætta sig við það að þú sért farin frá
okkur, en við vitum að það hefur
verið vel tekið á móti þér og að þú
ert hjá afa núna. Þú varst alltaf svo
góð við okkur og vildir okkur allt
það besta. Þú ert yndislegasta
manneskja sem við höfum hitt og
engin getur komið í staðinn fyrir
þig. Þú hefur alltaf verið til staðar
fyrir okkur.
Þegar við bjuggum í Svíþjóð
heimsóttir þú okkur nokkrum sinn-
um. Það var notalegt að hafa þig hjá
okkur. Þegar við komum heim úr
skólanum þá gafst þú okkur að
borða, við fórum í göngutúra og í
bæinn saman.
Það verður tómlegt án þín, þú
varst svo stór hluti af lífi okkar. Líf-
ið verður aldrei það sama núna þeg-
ar þú ert farin. Við munum alltaf
sakna þín og elskum þig öll.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þú mun alltaf eiga stað í hjarta
okkar.
Kveðja frá ömmubörnum.
Helena, María og Jóhann.
Amma mín Lilja er látin, hún
lagðist til svefns í fallegu íbúðinni
sinni og vaknaði ekki aftur. Sökn-
uðurinn er sár og skrýtið að hugsa
sér lífið án hennar.
Allt frá því ég man eftir mér hef-
ur amma verið með mér, og í æsku
átti ég alltaf öruggt skjól hjá ömmu
og afa Sigga og varði þar ófáum
stundum. Það var fjölskyldunni
mikið áfall þegar afi lést langt fyrir
aldur fram. Söknuður ömmu var
mikill og ósanngjarnt að þau skyldu
ekki fá að njóta efri áranna saman
og afi ekki fá að fylgjast með barna-
börnum sínum vaxa úr grasi. En líf-
ið heldur áfram þó það sé ekki alltaf
eins og maður ætlaði sér.
Fjölskyldan var ömmu allt og var
hún óendanlega stolt af dætrum sín-
um, tengdasonum og ömmubörnum.
Amma stóð með sínum og hefði vað-
ið eld og brennistein fyrir okkur.
Amma var einstaklega listræn,
hvort sem það voru glerlistaverk,
myndir eða að prjóna á dætur sínar
og ömmubörn, allt lék í höndunum á
henni. Hún vissi alltaf hvað var í
tísku, var alltaf smart og lét mann
alveg vita hvað klæddi mann ekki.
Þegar ég hugsa um ömmu sé ég fyr-
ir mér góða, sjálfstæða, stolta, fal-
lega, gjafmilda og fordómalausa
konu sem stóð með okkur í blíðu og
stríðu.
Minning hennar lifir í hjörtum
okkar.
Lilja Björk Jónsdóttir.
Mér var brugðið er ég heyrði af
andláti „ömmu Lilju“. Dauðinn kom
fyrirvaralítið, en það er huggun
harmi gegn að hann var þrautalaus.
Lilja var jafnan með mörg járn í
eldinum, hún var nýbúin að gera
upp íbúð sína og ætlaði að kaupa sér
nýjan bíl er dauðann bar að garði.
Lilja var því ekkert að leggja árar í
bát og hefði að ósekju mátt vera
mikið lengur meðal okkar. Þetta
minnir mann á hverfulleika lífsins,
við erum gestir og enginn ræður
sínum næturstað.
Kynni okkar ömmu Lilju hófust
fyrir tuttugu árum er ég hóf sam-
búð með barnabarni hennar og
nöfnu. Lilja tók mér strax opnum
örmum og upp frá því hefur hún
ætíð reynst mér ljúf og góð. Lilja
var dul á tilfinningar sínar en ekki
duldist það mér að þar fór góð kona.
Líf hennar var ekki nein rósabraut,
áföll dundu yfir en eftir stóð þakk-
læti fyrir góðan eiginmann og dæt-
ur, barnabörn og barnabarnabörn.
Þetta voru fjársjóðirnir hennar, í
þessu var fólgin hamingja hennar
og hún verður aldrei metin til fjár
og aldrei á neina veraldarvog vegin.
Gestrisni var Lilju í blóð borin,
ætíð var heitt á könnunni og bakk-
elsi með. Hún var með eindæmum
gjafmild og eftir því tekið hve
rausnarleg hún var þegar tækifær-
isgjafir voru annars vegar. Ég fór
ekki varhluta af þessu og er ég hóf
síðbúinn námsferil færði hún mér
marga vísdómsbókina að gjöf. Á
hinn bóginn ætlaðist hún ekki til
mikils af öðrum, var nægjusöm, lít-
illát og hógvær.
Lilja gaf Elli kerlingu langt nef
og bar aldurinn óvenjuvel. Hún var
ung í anda og fylgdist vel með tísku-
straumum, var ætíð vel til höfð og
passaði sérstaklega vel upp á hár-
greiðsluna. Við eftirlifendur getum
huggað okkur við það að amma
Lilja lifði lífinu, hún var sjálfstæð,
hélt andlegri reisn og var virk til
hinstu stundar. Fyrir þetta er ég
þakklátur því ég veit að pæjan
amma Lilja hefði ekki viljað fölna
og fjara út.
Að leiðarlokum minnist ég ömmu
Lilju með hlýju og virðingu.
Árni H. Kristjánsson.
Lilja Kristinsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR
frá Gröf,
Gránufélagsgötu 7,
Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 24. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Regína Ragnarsdóttir,
Tryggvi Ragnarsson,
Erling Ragnarsson, Dagbjört Sigrún Torfadóttir,
Örn Ragnarsson, Svanhvít Ingjaldsdóttir,
Úlfar Ragnarsson,
Stefán Ragnarsson,
Fríður Jónsdóttir, Svanberg Gunnlaugsson,
Jóhannes Stefánsson,
Anna Ragnarsdóttir,
Þröstur Ragnarsson,
Anna Tryggvadóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, vinur og bróðir,
EINAR PÉTURSSON,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
andaðist á görgæsludeild Landspítala við Hring-
braut miðvikudaginn 18. apríl
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir færum við starfsfólki deildar 11G
og gjörgæsludeildar Landspítala við Hringbraut.
Jón Birgir Einarsson,
Sigríður Einarsdóttir,
Helga Skúladóttir,
Margrét Geirsdóttir,
Valgerður Pétursdóttir,
Guðmar Pétursson,
Guðríður Pétursdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
KARL GARÐAR ÞÓRLEIFSSON
tæknifræðingur,
Lerkilundi 32,
Akureyri,
lést á heimili sínu mánudaginn 30. apríl.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
8. maí kl. 13:30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þem sem vilja minnast
hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri.
Anna Freyja Eðvarðsdóttir,
Ólöf Inga Andrésdóttir, Birkir Björnsson,
Magnús Halldór Karlsson, Þórleifur Karl Karlsson,
Arnar Freyr, Magnús Ingi og Erna Kristín Birkisbörn
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GYLFI FELIXSON
tannlæknir,
Vesturási 4,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 2. maí.
Útför auglýst síðar.
Jóhanna Oddgeirsdóttir,
Oddgeir Gylfason, Stefanía Arnardóttir,
Kjartan Gylfason, Anna Guðbjartsdóttir,
Unnur Gylfadóttir, Tryggvi Þorvaldsson,
Felix Gylfason, Klara Ósk Hallgrímsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN ÁRNASON
skógarbóndi og fyrrverandi
bæjarverkfræðingur
í Hafnarfirði,
er látinn.
Kristín Björnsdóttir, Friðrik Már Baldursson,
Árni B. Björnsson, Halldóra Bragadóttir,
Sigríður Björnsdóttir, Valur Ragnarsson,
Björn Ágúst Björnsson, Kristín Lúðvíksdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.