Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 35
Kristín Guðjónsdóttir er látin langt
fyrir aldur fram. Það er erfitt að horfa
á bak vinkonu eins og Kristínu. Við
kynntumst í menntaskóla, þá hafði
hún þegar áhuga á listum og var mjög
skapandi. Hún hafði lag á því að sjá
hlutina frá öðru sjónarhorni og var
gaman að ræða við hana um allt milli
himins og jarðar. Minningarnar um
stundirnar þar sem við sátum og
spjölluðum eru mér dýrmætar. Vin-
skapurinn breyttist lítið eftir að
Kristín flutti til Bandaríkjanna að
öðru leyti en því að lengra varð á milli
þess sem við hittumst. Hún var alltaf
sama gamla Stína og dugleg að nota
tölvupóstinn. Fjölskyldan var henni
mikils virði auk þess sem hún var iðin
við list sína og leitaðist við að finna
nýjar aðferðir til listsköpunar þar
sem rætur hennar frá Vestfjörðum
komu oft skýrt fram.
Kristín var sterk kona með óbilandi
kjark og þolgæði sem birtist meðal
annars í baráttuvilja til að vinna á
sjúkdómnum sem hún þó að lokum
þurfti að lúta í lægra haldi fyrir.
Hugheilar samúðarkveðjur til Dav-
íðs, Steina, Völu, Atla, foreldra og
tengdafólks,
Margrét Valdimarsdóttir.
Við bekkjarfélagarnir úr Hlíða-
skóla vorum að byrja að undirbúa
gleðistund. Við vorum að skipuleggja
hvenær við ættum að hittast til að
halda upp á 25 ára útskrift úr gaggó.
Við skiptumst á skoðunum á tölvu-
póstinum og Kristín lét ekki sitt eftir
liggja. Henni leist vel á að hittast í
ágúst. Við hin vorum því slegin að
frétta að hún hefði dáið aðeins 3 dög-
um síðar. Það virðist svo fjarrænt að
við, aðeins fertug að aldri, séum farin
að týna tölunni.
Ég minnist margra góðra stunda í
æsku með Kristínu. Í Drápuhlíðinni
var alltaf notalegt að vera. Og ég var
svo heppinn að fá að fara með í Keldu-
dalinn og kynnast veröld hennar þar.
Þó að vinátta okkar hafi ekki haldið
áfram á fullorðinsárum þá varðveiti
ég margar hlýjar minningar í hjarta
mínu.
Fyrir hönd okkar skólafélaga úr ár-
gangi ’66 í Hlíðaskóla sendi ég okkar
innilegustu hinstu kveðju elsku Krist-
ín. Skarð er höggvið í okkar hóp. Fjöl-
skyldunni sendum við okkar samúð-
arkveðjur.
Þórdís Hrönn Pálsdóttir.
Elsku vinkona.
Það er skrýtið að þurfa að kveðja
þig í blóma lífsins. Ég trúi ekki enn að
þú munir ekki banka á hurðina hjá
mér í sumar og segja mér frá ein-
hverju sem þú varst að lesa eða
hugsa. Þú gast líka alltaf hlustað og
við vorum búnar að finna lausnir á öll-
um mögulegum eða kannski ómögu-
legum vandamálum.
Ég kynntist þér fyrst þegar ég var
nýkomin utan af landi í MH. Þar
þekkti ég fáa og enga sem voru með
mér í tímum. Við vorum hins vegar
saman í mörgum fögum og einn dag-
inn settist þú hjá mér og spurðir hvort
það væri ekki í lagi, við værum jú nán-
ast með eins stundaskrá. Ég var bæði
undrandi og glöð enda var ég farin að
halda að þessi skóli hentaði mér alls
ekki. Skemmtilegast þótti okkur í
myndlist þar sem við hírðumst ofan í
gluggalausum kjallara og sköpuðum
náttúrlega ódauðleg listaverk, ég man
t.d. eftir þér stappandi á gólfinu í
klossunum að búa mynd sem var
þrykkt á pappír. Þessi mynd hefur
reyndar alltaf hangið uppi á vegg hjá
mér og núna þykir mér sérstaklega
vænt um hana. Á milli tíma vorum við
með aðsetur ásamt öðrum krökkum á
stað það sem nördarnir söfnuðust
saman. Þarna var ró og friður nema
kannski helst þegar við nenntum ekki
að vera „nördar“.
Ég er þakklát fyrir allar samveru-
stundirnar og þá kannski sérstaklega
hin síðustu ár. Afmælið þitt fyrir vest-
an síðasta sumar í „dúkkuhúsinu“ var
ógleymanlegt. Ég hafði ekki komið
þarna síðan ég var smástýri. Allt var
svo breytt en samt alveg nákvæmlega
eins. Það sama átti við um þig. Þótt
allt væri breytt varstu ennþá sama
gamla góða Kristín með þinn smitandi
hlátur og áhugann á öllum hlutum.
Ég votta ættingjum og vinum sam-
úð mína.
Guð geymi þig, kæra vinkona, þar
til við hittumst á ný.
Guðbjörg Svava.
Mín ástkæra vinkona.
Síðan ég fékk fréttirnar af því að
þú værir farin hafa minningar leitað á
hugann. Ég kynntist ykkur Hróðnýju
árið sem við fórum í 7. bekk en ég
held við höfum verið 10 ára þegar ég
tók eftir þér fyrst. Þú minntir mig
alltaf á fiðrildi því þú varst svo létt á
fæti. Mig langaði svo að kynnast þér
þá en var of feimin.
Þú elskaðir að dansa og varst flott-
ur dansari. Fékkst meira að segja
viðurnefnið „discoqueen“. Ég þorði
ekki út á gólfið en þú hættir ekki fyrr
en þú gast komið mér út á gólf til að
dansa og var mikið dansað eftir það.
Við spjölluðum oft um lífið og til-
veruna. Til dæmis spáðum við í
hvernig sköpunarsagan og vísindin
pössuðu. Mér fannst svarið þitt svo
snjallt. Jú, sagan í Biblíunni væri
dæmisaga þar sem einn dagur tákn-
aði milljónir ára.
Sumarbústaðarferð þar sem hin
stórmerka kvikmynd Sporið, með
ónefndum vinkonum í aðalhlutverki,
var tekin er minnisstæð. Það var ekki
lítið hlegið á meðan á tökum stóð og
svo á eftir þegar við horfðum á af-
raksturinn.
Manstu nóttina sem við komum
ekki heim af MH-balli? Við – engl-
arnir. Og skýringin sem foreldrarnir
fengu þótti ekki beinlínis halda vatni.
– Við vorum að vélrita ritgerð fyrir
stráka í skólanum. En það var nú
samt sannleikurinn. Og svo urðuð þið
Davíð ástfangin. Aumingja fólkið sem
reyndi að læra á bókasafninu í Há-
skólanum þá önnina því þið töluðuð út
í eitt. Brúðkaupsdagurinn ykkar
Davíðs er ljúf minning, þegar þú,
Hróðný og ég ákváðum að þegja al-
veg um að þú ætlaðir að vera í hefð-
bundnum brúðarkjól í stað dragtar
sem þú hafðir keypt. Og ekki einu
sinni pabbi þinn og mamma fengu að
sjá þig fyrr en við Hróðný vorum
búnar að greiða þér, mála og klæða í
brúðarfötin. Svo fluttuð þið til Banda-
ríkjanna og eignuðust Steina, Völu og
Atla.
Það eru margar góðar minningar
frá síðasta sumri. Fertugsafmælið
þitt á Þingeyri, að sjá litla húsið þitt
þar, stelpuhelgin í sumarbústaðnum
og að fá ykkur fjölskylduna í mat áð-
ur en þið fóruð aftur til Þingeyrar.
Listrænir hæfileikar þínir komu
snemma í ljós og við vinkonurnar
kölluðum þig Errorínu. Svo ætluðum
við að monta okkur af að þekkja þig
þegar þú værir orðin fræg! Þú varðst
listakona og þróaðir meira að segja
þína eigin aðferð við glervinnslu. Þú
áttir gott með að mynda tengsl við
fólk og eignast vini. Þú varst t.d.
snögg að heilla Magga manninn minn
sem fannst alltaf gaman að fá þig í
heimsókn.
Í gegnum árin barst dauðinn
stundum í tal og viðhorfi þínu til hans
má best lýsa með ljóði sem var okkur
báðum kært:
Mér var sagt að dauðinn væri eins og góður
vinur því betur sem þú þekkir hann því
minna óttaðistu hann. Ég gekk niður að
vatninu og kastaði steini og vatnið gáraðist.
Það var kvöld.
(Vilmundur Gylfason)
Stína. Það er ekki auðvelt að þurfa
að kveðja þig núna. Ég veit samt að
við sjáumst aftur síðar. Takk fyrir
samfylgdina og þar til við hittumst á
ný … bless.
Davíð, Steini, Vala, Atli, Bergþóra,
Guðjón og aðrir aðstandendur. Við
vottum ykkur okkar innilegustu sam-
úð.
Jórunn.
Fleiri minningargreinar um Krist-
ínu Guðjónsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dög-
um.
✝
Elsku faðir minn og afi okkar,
PÉTUR PÉTURSSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 4. maí kl. 13.00.
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir,
Pétur Gunnarsson,
Eyþór Gunnarsson,
Birna Gunnarsdóttir,
Sólveig Anna Jónsdóttir
og fjölskylda.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
HJÖRTUR LEÓ JÓNSSON
fv. hreppstjóri,
Káragerði, Eyrarbakka,
Gauksrima 30,
Selfossi,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 24. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 4. maí kl. 13:30.
Sesselja Ásta Erlendsdóttir,
Vigdís Hjartardóttir, Þórður Grétar Árnason,
Hreinn Hjartarson,
Hólmfríður Rannveig Hjartardóttir, Ólafur Sigfússon,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og
mágkona,
INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR
frá Hafnarfirði,
lést á Kanaríeyjum mánudaginn 26. mars.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun,
föstudaginn 4. maí kl. 15.00.
Marjón Pétur Sigmundsson,
Sigfús Þór Sigmundsson, Erna Hjaltested,
Benedikt Sigmundsson,
Haraldur Sigmundsson, Estefan Leó Haraldsson,
Haraldur Benediktsson, Elín Jakobsdóttir,
Benedikt Benediktsson, Elín K. Björnsdóttir,
Viðar Benediktsson,
Birna Benediktsdóttir.
✝
MARÍA TRYGGVADÓTTIR
tannsmiður,
Reynimel 80,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
4. maí kl. 11.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið.
Helgi Gunnarsson,
Gunnar K. Gunnarsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar,
BJARNI Þ. VIGFÚSSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 4. maí kl. 15:00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Bjarnadóttir, Einar Baxter,
Vilborg Bjarnadóttir, Þorgils Jónasson,
Gunnhildur Bjarnadóttir.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Þúfuseli 2,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 28. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn
4. maí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar LSH
í Kópavogi, sími 543 1159.
Ástþór Runólfsson
Hildur Ástþórsdóttir, Jóhann Ólafur Jónsson,
Guðmundur Már Ástþórsson,
Hlín Ástþórsdóttir, Hrafnkell Marinósson,
Hulda Ástþórsdóttir, Aðalsteinn Guðmannsson,
Runólfur Þór Ástþórsson, Heiðrún Ólöf Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn,
ELÍAS B. HALLDÓRSSON
listmálari,
Þinghólsbraut 36,
Kópavogi,
andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti,
miðvikudaginn 2. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ásthildur Í. Sigurðardóttir.
✝
Elskulegur sonur okkar, barnabarn og bróðir,
BENEDIKT STEINÞÓRSSON,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 4. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna.
Guðrún Björk Benediktsdóttir, Hreggviður Þorsteinsson,
Steinþór Benediktsson, Hildur Guðbjörnsdóttir,
Jóna B. Guðlaugsdóttir, Benedikt J. Ágústsson,
Matthildur Guðbrandsdóttir, Benedikt Þorvaldsson,
systkini og aðrir aðstandendur.
✝
Elsku litli drengurinn minn,
TRISTAN ALEXANDER JÓNÍNUSON,
Nesvegi 49,
lést mánudaginn 30. apríl.
F.h. annarra aðstandenda,
Jónína Eyvindsdóttir.