Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 39 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16.30 handa- vinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9.30 boccia. Kl. 10.30 helgistund. Kl. 11 leikfimi. Kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, fótaaðgerð, leik- fimi, myndlist, bókband, alm. handavinna. Minnum á opið hús laugard. 5. maí og sunnud. 6. maí kl. 13- 17 báða dagana. Sýning á munum unnum í félags- starfinu. Ingvar Hólmgeirsson mætir með nikk- una, tískusýning, kynslóðir mætast í línudansi, flautuleikur barna og söngur. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað í dag kl. 13. Fróðleg og skemmtileg ferð til Færeyja og Hjaltlands 11.-18. júní. Farið verður um eyjarnar undir leiðsögn heimamanna, skoðaðir merkilegir staðir og reynt að kynnast lífi fólksins og menn- ingu. Nokkur sæti laus, síðustu forvör að skrá sig s. 588-2111. Félag kennara á eftirlaunum | Ekkó-kórinn æfir í KHÍ kl. 16.45. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl. 9.55. Rammavefnaður kl. 9.15. Málm- og silfur- smíði kl. 9.30. Kristín tekur við munum á vorsýn- inguna, sem verður um næstu helgi, kl. 13-16. Stólajóga kl. 17.15, jóga á dýnum kl. 18. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 handa- vinna, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 Bridsdeild FEBK og handavinna, kl. 18 jóga. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 13 í Mýri, karlaleikfimi kl. 13 og Boccia kl. 14 í Ás- garði. Handavinnuhorn í Garðabergi kl. 13, opið til kl. 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund. Frá hádegi vinnustofur opnar m.a. myndlist umsj. Nanna S. Baldursd. Á morgun kl. 10.30 kennsla (karlmenn vantar til þátttöku) í Lancier dansi, undirbúningur fyrir Landsmót UMFÍ í júlí. Kennari Kolfinna Sigurvinsd. Uppl. á staðnum og s. 5757720. Strætisvagnar S4, 12 og 17. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður á eftir. Vorferð eldri borg- ara að Laufási kl. 14. Spjall og umræður í safnaðar- heimili kl. 20: Klausturlíf og heilagur Frans. Áskirkja | Kl. 10, foreldramorgunn, opið hús. Kl. 14, söngstund með Kára organista, kaffi á eftir. Kl. 17, klúbbur 8-9 ára barna og kl. 18, TTT-starfið. Dagskrá beggja fundanna er „Föndurdagur“. Allir velkomnir. Bústaðakirkja | Foreldramorgnar eru samveru- stundir fyrir foreldra og börn þeirra. Markmiðið með foreldramorgnum er að efla félagsleg tengsl for- eldra og barna þeirra í Bústaðarsókn. Við hittumst vikulega í Bústaðarkirkju kl. 10-12. Allir eru velkomn- ir. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Foreldra- morgnar kl. 10 í fræðslusal. Bænastund kl. 12. Barnastarf 6-9 ára kl. 17.15. (www.digraneskirkja.is) Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12. Fræð- andi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir börn 10-12 ára í Víkurskóla kl. 17-18. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í dag að Háaleit- isbraut 58-60. Fundurinn hefst kl. 16 með kaffi. Fundurinn er í umsjá Ingibjargar Ingvarsdóttur. Allar konur velkomnar. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðarstund. Gunnar Gunnarsson leikur ljúfa orgeltóna og sr. Hildur Eir Bolladóttir leiðir bænir við altarið. Máltíð í safn- aðarheimilinu í boði á eftir í umsjá Vigdísar Mar- teinsdóttur. Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 15.15 helgistund í þjónustu- miðstöð aldraðra í bláu húsunum við Dalbraut. Um- sjón Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri og meðhjálpari Laugarneskirkju. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrða- og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Furugerði 1, félagsstarf | Föstudaginn 4. maí verð- ur handverkssýning. Sýningin verður opin kl. 14-18. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9-12.30 postulín. Kl. 10-11 boccia. Kl. 11-12 leikfimi. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 14-16 félagsvist. Kl. 15. Kaffi. Hraunsel | Moggi rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.20. Glerbræðsla kl. 13. Bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl. 9- 16. Félagsvist kl. 13.30, kaffi og meðlæti í hléi. Fóta- aðgerðir 588-2320. Hársnyrting 517-3005/849- 8029. Hæðargarður 31 | Morgunandakt kl. 9.30. Prestar Bústaðakirkju. Harmónikkuleikur og spjall í hádeg- inu. Stofnfundur „Baráttusamtaka um bætt veður- far“ föstud. kl. 14.30. Ást 6. maí kl. 20 í Borgarleik- húsinu. Ókeypis tölvukennsla. Á föstudag koma fulltrúar Framsóknar kl. 11. Allir velkomnir á allar samkomur. S.568-3132, asdis.skuladottir@reykja- vik.is. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun föstudag er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og Listasmiðjan á Korpúlfsstöðum kl. 13. Kvenfélag Kópavogs | Minnum á óvissuferðina 9. maí nk. Lagt verður af stað kl. 18 frá Hamraborg 10. Síðasti dagur til að skrá sig í ferðina er 4. maí, upp- lýsingar hjá Helgu Skúladóttur S:554-4382, Helgu Jóhannsdóttur S:554-1544, Elísabetu Magnús- dóttur S:553-5858 og Ingibjörgu Hafberg S:5643210. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og léttar æfingar kl. 10.30. Banki kl. 10-10.30. Boccia, karla- klúbbur kl. 10.30. Handverks- og bókastofa kl. 9. Boccia, kvennaklúbbur kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Söng og samverustund, barnakór Háteigs- kirkju syngur fyrir okkur kl. 15. Allir velkomnir. S.552-4161. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 Bænastund og samvera. Kl. 13 Opin salurinn. Kl. 13.15-14 Leikfimi. Kl. 14.15 Bingó/félagsvist (annan hvern fimmtudag bingó, annan hvern fimmtudag félagsvist). 80ára afmæli. RannveigÓlafsdóttir er áttræð í dag, fimmtudaginn 3. maí. Hún er stödd á Ítalíu ásamt eiginmanni sínum. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum. Hægt er að hringja í síma 569-1100, einnig senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is. Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er fimmtudagur 3. maí, 123. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Sagnfræðingafélag Íslands,Stofnun um stjórnmál ogstjórnsýslu við Háskóla Ís-lands og Morgunblaðið standa fyrir málþingi á föstudag und- ir yfirskriftinni „Stefnir í stjórnar- kreppu? Fordæmi úr fortíðinni.“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur er einn af skipuleggjendum málþingsins: „Margt bendir til að það geti reynst snúið að mynda ríkis- stjórn eftir kosningar til Alþingis 12. maí næstkomandi. Ríkisstjórn Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks hefur setið samfellt í 12 ár, en oft áður hafði gengið afar illa að mynda starf- hæfar ríkisstjórnir og urðu iðulega stjórnarkreppur af þeim sökum,“ segir Guðni. „Á málþinginu ætlum við að fara yfir sögu stjórnar- myndana á Íslandi og sjá hvort eitt- hvað megi læra af henni, og skoða um leið hvaða líkur eru á stjórnar- kreppu upp á gamla mátann. „Fyrst mun Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur fjalla um tíma- bilið 1944 til 1959 og rekja helstu drætti í stjórnarmyndunum,“ segir Guðni. „Á árunum 1959 til 1971 sat viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks við völd með friði og spekt, en ég mun fjalla um tímabilið frá 1971 til 1995 sem ein- kenndist af töluverðum óróa í stjórnarmyndunum.“ Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur flytur er- indið „Hverju breyttu kosningar?“ „Hann ætlar að sýna dæmi þess að ekki þarf endilega að vera mikið sam- hengi milli kosningaúrslita og stjórnarmyndana. Loks mun Agnes Bragadóttir blaðamaður rýna í hvaða stjórnarmyndunarkostir eru mögulegir að loknum kosningum.“ Guðni segir spennandi að bera sam- an stjórnarmyndunarmöguleika nú og áður, nú séu ekki jafnskarpar línur og hugsjónaágreiningur milli flokkanna. „Stjórnmálaflokkarnir útiloka ekki samstarfsmöguleika eins og sumir þeirra gerðu gjarnan hér áður fyrr. Ekki er að finna togstreitu milli ein- stakra persóna sem hamlað getur stjórnarsamstarfi,“ segir Guðni. Einn- ig sé spennandi að skoða hver staða forseta verði við stjórnarmyndun. Málþing föstudagsins er haldið í stofu 101 í Odda, frá kl. 12 til 13.30. Aðgangur er ókeypis. Fundarstjóri er Gunnar Helgi Kristinsson. Stjórnmál | Málþing í Odda um stjórnarmyndunarmöguleika Stefnir í stjórnarkreppu?  Guðni Th. Jó- hannesson fæddist í Reykjavík 1968. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1987, BA-prófi í sagn- og stjórn- málafræði frá Há- skólanum í War- wick 1991, MA í sagnfræði frá HÍ 1997 og doktors- gráðu frá Lundúnaháskóla 2003. Guðni hefur fengist við rannsóknir, skrif og fræðastörf, hefur frá 2004 verið sagnfræðingur við Hugvísinda- stofnun HÍ. Guðni á eina dóttur og er kvæntur Elizu Reid blaðamanni. Tónlist DOMO Bar | Latínkvartett Tóm- asar R. Einarssonar heldur tón- leika á Múlanum, Þingholtsstræti 5 n.k. fimmtudagskvöld kl. 21. Kvartettinn skipa auk bassaleik- arans Tómasar, bræðurnir Óskar Guðjónsson, saxófónleikari og Ómar Guðjónsson, gítarleikari og Matthías M.D. Hemstock trommu- og slagverksleikari. Miðaverð 1000 kr. Salurinn, Kópavogi | Freydís Dögg Steindórsdóttir heldur burtfararprófstónleika á flautu frá Tónlistarskóla Reykjavíkur kl. 20. Undirleikari er Raul Jiménez. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir. Myndlist Safnahúsið á Sauðárkróki | Í Safnahúsinu á Sauðárkróki stendur nú yfir samsýningin Þrí- hljómur sem er sýning myndlist- armannanna, Guðbrands Ægis, Ella og Aðalsteins Svans. Í and- dyri sýnir Hilmir Jóh. vatnslita- vísur. Opið kl. 14-19. Leiklist Félagsheimilið Herðubreið | Leikfélag Seyðisfjarðar er 50 ára í ár. Haldið verður upp á afmælið með leiklestri og söngvum úr ýmsum leikritum, sem sýnd hafa verið í gegnum tíðina laugardag- inn 5. maí kl. 20.30. Aðeins þetta eina kvöld. Fyrirlestrar og fundir Umhverfis- og náttúrufræði- félag Mosfellsbæjar | Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, segir frá fuglalífinu við Leirvog. Allir sem áhuga hafa fyrir náttúru- skoðun hvattir til að koma og hafa með sér gesti. Þeir sem eiga góða handsjónauka ættu að hafa þá meðferðis. Hittumst á göngu- stígnum neðan við Leirutanga og Arnartanga kl. 10. Ekkert þátt- tökugjald. Fréttir og tilkynningar Neskirkja | Aðalfundur Nýrrar dögunar verður haldinn fimmtu- daginn 10. maí kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf, allir velkomnir. Útivist og íþróttir Skokkklúbbur Icelandair | Skokkklúbbur Icelandair stendur fyrir hlaupi hringinn í kringum Reykjavíkurflugvöll, fimmtudag- inn 3. maí næstkomandi kl. 19. Vegalengdin 7 km. Skráning á www.hlaup.is eða á keppnisdaginn að Hótel Loftleið- um. Þátttökugjald 1000 kr. fyrir full- orðna og 500 kr. fyrir 14 ára og yngri. LEIKMAÐUR brasilíska liðsins Santos Futbol Club, Dionisio, stingst hér í gras- ið í leik liðsins gegn Cara- cas Club í suður-amerísku deildinni, Copa Libertado- res. Leikmaður Caracas Club, Lionel Vielma, braut á Dionisio. Leikurinn fór fram í Caracas í Venesúela. Ekki fylgir sögunni hvernig Dionisio leið eftir stung- una. Hann hlýtur í það minnsta að hafa fengið h́álsríg. Á hausnum Reuters Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó FRÉTTIR SKOKKKLÚBBUR Icelandair stendur í 13. sinn fyrir hlaupi hringinn í kringum Reykjavíkur- flugvöll í dag, fimmtudaginn 3. maí klukkan 19. Vegalengdin er 7,0 km. Veglegir farandbikarar eru veittir fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í mark. Allir sem ljúka hlaup- inu fá verðlaunapening. Dregnir verða út vinningar og eru ferða- verðlaun í boði. Skráning á Hlaupasíðunni (www.hlaup.is) og á keppnisdaginn frá klukkan 17 á Hótel Loftleiðum. Þátttökugjald kr. 1.000 fyrir full- orðna og kr. 500 fyrir 14 ára og yngri. Hlaupið kringum flugvöllinn SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykja- vík efna til vorferðar á varnar- svæðið á Keflavíkurflugvelli á laug- ardaginn. Árni Sigfússon bæjar- stjóri tekur á móti hópnum og Kjartan Eiríksson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélags Keflavíkur- flugvallar, sýnir hópnum fyrrver- andi varnarsvæðið. Fararstjórar eru Guðlaugur Þór Þórðarson al- þingismaður og Guðfinna S. Bjarna- dóttir, frambjóðandi í Reykjavík, ásamt fleiri frambjóðendum. Boðið verður upp á súpu og brauð á öllum kosningaskrifstofum fyrir ferðina frá kl. 11. Í ferðinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Lagt verður af stað með rútum kl. 13 frá eftirtöldum kosningaskrif- stofum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, JL-húsinu, Hring- braut 119, Hverafold 5, Langholts- vegi 43, Álfabakka 14a og Hraunbæ 102B, sími: 567-4011. Vorferð á Kefla- víkurflugvöll ÞAÐ er fastur siður hjá mörgum átthagafélögum að bjóða til vor- fagnaðar hvert vor. Félag Snæfell- inga og Hnappdæla í Reykjavík, sem hefur nú starfað í 68 ár, hefur þennan sið í hávegum og boðar til fagnaðar fyrsta sunnudag í maí ár hvert. Vorfagnaður FSH 2007 verður í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 6. maí kl. 14. Vorboðinn, kór aldr- aðra í Mosfellsbæ, mun syngja und- ir stjórn Páls Helgasonar. Þórólfur Árnason fyrrverandi borgarstjóri verður sérstakur gestur hátíðar- innar. Að lokinni dagskrá verða bornar fram veitingar í safnaðar- heimili. Vorhátíð Snæfell- inga í Reykjavík MENNT - samstarfsvettvangur at- vinnulífs og skóla, heldur félags- fund um nýjan framhaldsskóla í dag fimmtudag kl. 15–17 í hátíðar- sal Háskóla Íslands. Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og áherslum í skýrslu starfsnáms- nefndar um nýjan framhaldsskóla og stöðu málsins. Þá munu fulltrúar aðila vinnumarkaðarins og mennta- stofnana sem eiga aðild að Mennt gera grein fyrir sínum viðhorfum og áherslum. Fulltrúar stjórnmála- flokkanna gera í lok fundarins grein fyrir viðhorfum flokkanna til þeirra meginsjónarmiða sem fram koma í tillögunum um „Nýjan fram- haldsskóla“, segir í frétt frá Mennt. Mennt ræðir nýjan framhaldsskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.