Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 40

Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GETTU HVAÐ GRETTIR? ÞAÐ ER GUFUSOÐIÐ GRÆNMETI Í MATINN Í KVÖLD ÞÚ ERT BARA AÐ BULLA NÚNA OG ÞÚ VEIST ÞAÐ ÞÚ ERT EKKI AÐ MALA ANSANS! ÉG GLEYMDI AFTUR SKURNINNI! HÚN VILL FREKAR VERA FRÆÐARI VÁ! ÉG HELD AÐ ÞETTA SÉ EKKI HOLLT KENNARINN MINN VERÐUR REIÐUR! VIÐ ÁTTUM AÐ TAKA EGGJASKURN MEÐ OKKUR TIL AÐ BÚA TIL SNJÓHÚS HÚN TEKUR STARFINU ALVARLEGA... HÚN VILL EKKI VERA KÖLLUÐ KENNARI GÓÐAN DAG, ÉG X-387 KÖNNUNARVÉLMENNI FRÁ PLÚTÓ MM SKYNJARAR MÍNIR SÝNA AÐ MIKIÐ SÚKKULAÐI SÉ Í NÁNASTA NÁGRENNI. VINSAMLEGAST SETJIÐ SÚKKULAÐI Á ÞENNAN ARM TIL RANNSÓKNAR ÞAÐ ER AÐ KOMA MATUR MÉR VERÐUR AÐ TAKAST ÆTLUNARVERK MITT. ÞÉR VERÐUR EYTT JARÐARBÚI! FARÐU AFTUR TIL PLÚTÓ X... EITTHVAÐ STJÓRNVÖLD VERÐA AÐ GERA EITTHVAÐ FYRIR LITLA MANNINN!! HVER SAGÐI ÞETTA? HANN! ATLI, ÉG ER EKKI FRÁ ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ TIL Í ÞESSUM KENNINGUM UM GRÓÐURHÚSAÁHRIF NÚ, AF HVERJU? ÞETTA ER ANNAR ÁLFURINN SEM ÉG SÉ SEM GENGUR UM Á SUNDSKÝLU LALLI, GOTT AÐ ÞÚ GAST KOMIÐ JÁ... ÞAÐ VAR SAMT EKKI AUÐVELT AÐ KOMAST ÚR VINNUNNI ÉG VONA AÐ ÞIÐ GETIÐ FUNDIÐ ANNAN TÍMA TIL ÞESS AÐ ÆFA EN KLUKKAN EITT Á HÁDEGI ÉG ÞOLI EKKI AÐ VAKNA SVONA SNEMMA ÉG LÍKA ÞAÐ ER TIL MEIRA KAFFI EF ÞÚ VILT GETUR ÞÚ EKKI FARIÐ HRAÐAR? ÉG ER AÐ MISSA AF VÉLINNI! SEGÐU UMFERÐAR- TEPPUNNI ÞAÐ SEINNA... HEY! ÞÚ! ALLS EKKI SLÆMUR DAGUR dagbók|velvakandi Kosningar í nánd JÁ, nú má heyra að það er að koma kosningahljóð í flokkana. Þeir eru þegar byrjaðir að lofa okkur kjós- endum bæði gulli og grænum skógum að launum, bara ef við viljum kjósa þá. Reynsla mín í gegn- um árin af þessum kosningaloforðum er ekki alltof góð og raunar sýnist manni að útkoman sé helst sú að sú eða sá sem lofar mestu endar bara með að svíkja mest. Hvað þessi nýju sprengiframboð varðar þá hef ég ekki trú á að þau geri annað af sér en að auka enn á úlfúð og ósam- heldni. Nokkuð er deilt um útlend- inga sem flutt hafa til okkar síðast- liðin ár, svokallaða nýbúa. Auðvitað tökum við vel á móti gestum, hvern lit sem þeir kunna að hafa eða hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast. Aðal- atriðið er að þetta sé gott og heið- arlegt fólk. Svo lengi sem við höldum frelsi okkar og getum sjálf ákveðið hversu stór þessi gestahópur má vera þá er þetta allt gott og blessað. Við skulum vera þess minnug að í fá- tækari löndum Evrópusambandsins eru á milli 20 og 30 milljónir manna atvinnuleysingjar sem eru tilbúnir að prófa eitthvað nýtt þar sem ástandið getur í mörgum tilfellum ekki versnað. En bara ein milljón af þessu fólki væri ótrúlega stórt vandamál fyrir okkar litla land með sína 300.000 íbúa. Við Íslendingar værum hreinlega skák og mát. Og óneitanlega vofir þetta yfir okkur. Nú, þarna er um að ræða eina af stærstu hættum sem biðu okkar við innlimun inn í ESB en óneitanlega eru hætturnar fleiri ef sú óhamingja myndi dynja yfir að við yrðum inn- limuð. Sannleikurinn er bara sá að öll þessi loforð og tilboð sem flokk- arnir eru að veifa framan í okkur, nú í aðdraganda kosninga, eru upp til hópa algjör aukaatriði. Sumir flokk- ar neyta allra bragða til að plata okk- ur inn í ESB, – með öðrum orðum að selja frelsi föðurlandsins í klærnar á hinu volduga Evrópusambandi. Allavega: Kosningarnar í vor eru hreinlega barátta á milli íslenskra frelsissinna og svokallaðra Evrópu- sinna. Öll önnur baráttumál og hug- sjónir dæmast hér aukaatriði. Karl Jónatansson, harmónikkuleikari. Framkoma í Kastljósi ÉG vil gera athugasemdir við fram- komu fréttamanna í Kastljósi. Sumir þeirra eru svo aðgangsharðir við við- mælendur sína að jaðrar við dóna- skap. Framkoma Helga Seljan við Jónínu Bjartmars á dögunum var fyrir neðan allar hellur. Þá finnst mér Jóhanna Vilhjálmsdóttir hafa stundum gengið of langt. Það á að vera sjálfsögð krafa að fréttamenn í Kastljósi sýni viðmælendum sínum virðingu. Það verður líka að gera sömu kröf- ur til gesta í Kastljósi. Kristrún Heimisdóttir í Samfylkingunni fór algerlega yfir strikið fyrir skömmu þegar hún ræddi við Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Kristrún gjammaði sí- fellt fram í og eyðilagði þáttinn. Bryndís Bjarnadóttir. Eyrnalokkur tapaðist Á peysufatadag Verslunarskólans sl. fimmtudag tapaðist íslenskur víra- virkiseyrnalokkur í miðbæ Reyjavík- ur eða við Háskóla Íslands. Finnandi vinsamlegast hafið samband við Katrínu í s. 690-2989. Fundarlaun. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAÐ svíkur engan að ganga niður að höfn, skoða skipin og mannlífið. Mál- arar voru að störfum í slippnum þegar ljósmyndara bar að garði. Morgunblaðið/G. Rúnar Á höfninni FRÉTTIR VINNURÉTTARDAGUR Háskól- ans á Bifröst verður haldinn föstu- daginn 4. maí nk. á Bifröst. Frummælendur verða Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lög- fræðideildar ASÍ, sem talar um al- þjóðlegan vinnurétt – nýja Evrópu- samninga og nýjar samþykktir alþjóðavinnumálastofnunarinnar; Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlög- fræðingur Samtaka atvinnulífsins, fjallar um lögfræðileg álitaefni varðandi frumvarp endurskoðunar- nefndar jafnréttislaga; Elín Blön- dal, dósent við Háskólann á Bifröst, fjallar um vottun jafnlaunastefnu; Ástráður Haraldsson, dósent við Háskólann á Bifröst, fjallar um nýj- ar takmarkanir á rétti atvinnurek- enda til að ráða og reka, Bergþóra Ingólfsdóttir, hdl. Mandat lög- mannsstofu, um ábyrgð notenda- fyrirtækja á launum leigðra og út- sendra starfsmanna og Lára V. Júlíusdóttir, lektor við Háskóla Ís- lands, um rétt atvinnurekenda til skaðabóta við brotthlaup starfs- manns úr starfi – heimild til hýru- dráttar og fleiri leiðir. Fundarstjóri verður Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Áhugasömum er bent á að frek- ari upplýsingar er að finna á heima- síðu Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála www.rvj.bifrost.is og á vef Háskólans á Bifröst www.bifröst.is og þar geta þeir skráð sig til þátttöku. Vinnuréttardagur Háskólans á Bifröst Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.