Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 42
É́g hugsa ekkert um
markaðssetningu eða
stórgróða, enda verður hann
aldrei … 43
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er samsýning fólks sem vinnur í teikni-
myndageiranum. Þetta er sem sagt fólk sem hef-
ur unnið við teiknimyndaseríur, auglýsingar og
allt þetta,“ segir Marta María Jónsdóttir sem er
einn 35 listamanna sem opna samsýningu í Stay
Gold galleríinu í Brooklyn í New York á morgun.
Um er að ræða árlega sýningu sem nefnist Too
Art for TV, sem gæti útlagst „Of listrænt fyrir
sjónvarp“ á íslensku, en allir eiga myndlistar-
mennirnir sameiginlegt að vinna við teiknimynd-
ir í hinum ýmsu formum. „Sýningin gengur út á
að sýna myndlist eftir þetta fólk, það er að segja
teikningar, skissur og myndir - eitthvað annað
en það sem er vænst af fólkinu þegar það er að
vinna fyrir einhvern,“ segir Marta, en á meðal
þeirra sem sýna er fólk sem hefur unnið við stór-
ar teiknimyndir á borð við Ice Age og A Scanner
Darkly. „Sumir hafa myndlistarmenntun en aðr-
ir ekki. Þetta er fólk sem vinnur mikið fyrir
sjónvarp og hefur ekki tíma til að sinna sínum
eigin hugmyndum vegna þess að það er alltaf að
vinna fyrir sjónvarpið og þennan geira,“ segir
Marta.
Var að eignast barn
Aðspurð segist hún ætla að sýna tvö verk á
sýningunni. „Ég mun sýna eina málað mynd og
eina teikningu. Þetta er hvort tveggja undir
áhrifum frá teiknimyndageiranum og súrreal-
isma, þar sem hugmyndaflugið fær að ráða.“
Marta segist hafa stundað nám með Jessicu
Milazzo sem er aðstoðarsýningarstjóri við sýn-
inguna. „Ég, hún og strákur sem heitir Alex
Smith sem er líka að sýna höfum verið í miklu
sambandi síðan við vorum að læra saman. Hún
fékk okkur til að sækja um að taka þátt í þessari
sýningu,“ segir Marta sem lærði í London og bjó
þar í sjö ár. „Ég hef unnið að myndlist og er með
mastersgráðu í myndlist frá Goldsmith’s Col-
lege. Eftir það var ég að gera myndlist, mála og
vinna við video og hitt og þetta, en svo færði ég
mig yfir í hreyfimyndageirann,“ segir Marta, en
hún hefur meðal annars unnið fyrir Cartoon
Network sjónvarpsstöðina og Game Boy leikja-
tölvuna frá Nintendo. Hún hefur verið búsett
hér á landi um tveggja ára skeið og hefur meðal
annars unnið fyrir Þrjá plús, Fíton og fleiri aug-
lýsingastofur. Hún segist hins vegar alltaf unnið
að myndlist með og því sé mikill heiður að vera
boðið að taka þátt í sýningu sem þessari. „Þetta
er líka mjög skemmtilegt, og það er frábær hug-
mynd að setja upp svona sýningu.“
Eins og áður segir verður sýningin opnuð á
morgun, en Marta sér sér þó ekki fært að vera
viðstödd. „Ég var að eignast barn þannig að ég
kemst ekki. Ég treysti mér ekki til að fara með
lítið barn til New York,“ segir hún í léttum dúr.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Fjölhæf Undir áhrifum frá teiknimyndageiranum og súrrealisma. Marta María og tvö verk eftir hana, „Vél“ og „Stelpa“.
Of listrænt fyrir sjónvarp
www.staygoldgallery.com
Næstkomandi mánudag kl. 21
ættu allir djassáhugamenn að hafa
fjölmennt á Domo því þar hyggst
tríóið Tyft troða upp á á tónleikum
sem að öllum líkindum verða þeir
einu sem sveitin leikur á á Íslandi í
ár. Sveitina skipa djasskanónurnar
Hilmar Jensson, Jim Black og
Andrew D’Angelo en þeir hafa leik-
ið saman í meira en áratug við
harla góðan orðstír.
Djasstríóið Tyft
treður upp á Domo
Höfum eitt á hreinu; þetta er
ekki grín. Línudanshátíð í Reykja-
vík hófst í gær og af því tilefni verð-
ur boðið upp á ókeypis línudans-
kennslu í Ráðhúsinu frá 17:30 til 20
í kvöld. Stöðug dagskrá verður svo
í Laugardalshöll og á Broadway
alla helgina, en hápunkturinn er
stórsýning með breska línudans-
aranum Rob Fowler á laugardags-
kvöldið. Fowler þessi kemur frá
Liverpool en ekki er vitað hvort
hann leggur stund á knattspyrnu
líkt og hinn heimsþekkti nafni hans.
Nánari upplýsingar á linudans.is.
Rob Fowler frá Liver-
pool kennir línudans
Í kvöld verða haldnir minning-
artónleikar Benedikts Inga Ár-
mannssonar, sem lést í apríl sl.
Ágóðinn af tónleikunum rennur til
Félags ábyrgra feðra, til að ná fram
jafnrétti í forsjármálum, að því er
fram kemur á vefnum midi.is.
Tónleikarnir verða haldnir á
NASA og hefjast kl. 20.
Fram koma m.a. K.K, Royal For-
tun, Appolonian, Danni Pollock og
Mongo Lidos og Leaves. Aðgangs-
eyrir er 1.000 kr.
Minningartónleikar
ÓLAFUR de Fleur Jóhannesson
kvikmyndagerðarmaður segist ætla
að hætta „kvikmyndaströgglinu“ og
flytja til Chicago í ágúst næstkom-
andi, á bloggi sínu, www.poppoli-
.blog.is.
„Það er lygi,“ segir Ólafur og
skellihlær þegar blaðamaður ber
þetta undir hann. „Fólk er alltaf að
spyrja mig hvað ég sé að fara að
gera næst og ég veit það ekki. Þá er
ég með nýja afsökun í hvert skipti,“
segir Ólafur. „Þetta er hrein lygi og
það verður komin önnur lygi á síð-
una í næstu viku.“
Tökur standa enn yfir á kvik-
myndinni Stóra planið, sem Ólafur
leikstýrir en handrit hennar byggir
að hluta á bókinni Við fótskör meist-
arans eftir Þorvald Þorsteinsson.
Ólafur segir þrjár vikur eftir af tök-
um. Með aðal-
hlutverk fara Pét-
ur Jóhann
Sigfússon, Egg-
ert Þorleifsson og
Ingvar Sigurðs-
son. Þá þreytir
Unnur Birna Vil-
hjálmsdóttir,
ungfrú heimur
2005, frumraun
sína í kvikmynda-
leik og stendur sig vel, að sögn Ólafs.
Tökur á Stóra Planinu hófust 2.
apríl. „Við erum búin með fimm vik-
ur og eigum þrjár vikur eftir,“ segir
Ólafur. Hann klippi myndina jafn-
óðum og fínklippi síðar. Ólafur gerir
sér vonir um að frumsýna kvik-
myndina í október næstkomandi. Því
lýgur hann ekki.
„Hrein lygi“ í hverri viku
Meistarinn Pétur Jóhann Sigfússon (t.v.) og Eggert Þorleifsson horfast í augu í einu atriða Stóra plansins.
Ólafur de Fleur
Jóhannesson
Ljósmynd/Nína Björk