Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 45
Nýr þáttur er kominn á mbl.is þar sem
landsliðskokkarnir Ragnar og Bjarni galdra fram
girnilegar bakaðar kartöflur með rósmaríni
og ekta kartöflumauk með hvítlauk
Þú sérð uppskriftirnar á Vefvarpi mbl.is
FUNDUR UM
MÁLEFNI ELDRI BORGARA
Laugardaginn 5. maí kl. 14.00
Á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins
Langholtsvegi 43 (gamla Landsbankaútibúið)
Sérstakir gestir fundarins verða
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður
sem skipar fyrsta sæti í Reykjavík norður,
Guðfinna Bjarnadóttir fyrrverandi rektor
HR sem skipar annað sætið í Reykjavík
norður og Jórunn Frímannsdóttir borgar-
fulltrúi og formaður Velferðarráðs
Reykjavíkurborgar.
Fjölmennið á fundinn, allir velkomnir
Stjórnir sjálfstæðisfélaganna í
Langholts, Laugarnes og Túnahverfum
Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
Langholtsvegi 43
(gamla Landsbankaútibúið)
sími 569 8141 langholtsvegur@xd.is
Hlíðasmári 15 • 201 Kópavogur • Sími: 585 0100
Guðmundur St. Ragnarsson - Löggildur fasteignasali
! "#
$% OPIÐ HÚS Í DAG
ARNARSMÁRI 26 - 3. HÆÐ
FIMMTUDAG KL. 19.00-19.30
Húseign kynnir glæsilega 5 herbergja íbúð á besta stað í Kópavogi. Þrjú
góð barnaherbergi m. góðum skápum og rúmgott hjónaherbergi. Fallegt
eldhús. Sameign er mjög snyrtileg með teppum á gólfi. Allar nánari
upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898 1177 eða á skrifstofu
Húseignar í síma 585 0100.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÞAÐ koma hingað franskir forn-
leifafræðingar sem fara að grafa í
jörðu í Grófinni og við það rask
vaknar risi sem hefur búið undir
borginni í árhundruð. Hann reiðist
raskinu og vinnur ýmis skemmd-
arverk en þá kalla borgaryfirvöld
eftir Risessunni til að bjarga borg-
arbúum frá þessum ógurlega risa.“
Svona lýsti Hrefna Haraldsdóttir,
framkvæmdastjóri Listahátíðar í
Reykjavík, sögunni sem franska
götuleikhúsið Royal de Luxe ætlar
að leika fyrir Íslendinga dagana 11.
og 12. maí næstkomandi í miðborg
Reykjavíkur.
Boðað var til blaðamannafundar í
Hafnarhúsinu gær þar sem götuleik-
húsið var kynnt en koma þess mark-
ar upphaf Listahátíðar og lok Pour-
quoi Pas? – fransks vors á Íslandi
2007.
Átta metra há strengjabrúða
Franska götuleikhúsið nýtur hylli
um allan heim fyrir stórsýningar
sem það semur frá grunni og flytur
með risafígúrum sem arka um götur
líkt og Risessan sem er átta metra
há strengjabrúða og 680 kg að
þyngd.
Hrefna sagðist lofa mikilli
skemmtun en einnig að sýningin
myndi hafa mikil áhrif á daglegt líf
borgarbúa þessa tvo daga og fólk
þyrfti að sýna þolinmæði.
„Það þarf að loka götum í mið-
bænum tímabundið og lögreglan
mun stýra umferð á meðan götuleik-
húsið er á ferðinni. Öll miðborgin
verður leiksvið og fólk verður að
taka tillit til þess,“ sagði Hrefna og
bætti við að það væru margir sem
kæmu að þessu verkefni. „Það eru
margir sem leggja hönd á plóginn til
að mæta kröfum listamannanna en
það þarf að aðstoða þá við ýmsa
hluti. T.d. þarf að búa til stóran
„geysi“ sem gýs á nokkurra mínútna
fresti í þessa daga, skera í sundur
strætisvagn og fólksbíla og koma
fyrir útisturtu á hafnarbakkanum.
Nú þegar er kominn hingað fjöru-
tíu manna hópur Frakka sem vinnur
að undirbúningi sýningarinnar en
allt í allt koma í kringum tvö hundr-
uð manns að þessu verkefni.“
Fyrsta sinni á Norðurlöndunum
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri hjá
framkvæmdasviði Reykjavík-
urborgar, sagði að þá hefði ekki órað
fyrir umfanginu í kringum götuleik-
húsið. „Við vorum mjög vel und-
irbúin, búin að hitta hópinn og fara
yfir alla hluti en þegar á hólminn er
komið eru hlutirnir kannski svolítið
flóknari en til stóð,“ sagði Hrólfur,
bjartsýnn þrátt fyrir smáörðugleika.
Með Royal de Luxe-hópnum
starfar fjöldi dansara, leikara, tón-
listarfólks og tæknimanna en t.d.
þarf um fimmtán manns til að stýra
hreyfingum einnar brúðu. Leikhóp-
urinn var stofnaður árið 1979 af
Jean Luc Courcoult sem er jafn-
framt leikstjóri og aðalhugmynda-
smiður hans. Hópurinn ferðast um
allan heim með sýningar sínar en
sýningin hér á Íslandi er sú fyrsta á
Norðurlöndunum og hafa þau aldrei
sýnt í jafnlítilli borg og Reykjavík.
Vilhjálmur Vilhjálmsson borg-
arstjóri var viðstaddur blaðamanna-
fundinn og sagðist fagna því mikla
menningarstarfi sem hefur átt sér
stað milli Íslendinga og Frakka.
„Það er mikil spenna í borginni yfir
því að eitt stærsta götuleikhús í
heimi skuli fara á stjá hér og ég vona
að það hafi ekki áhrif á alþingiskosn-
ingarnar og trufli ekki kjósendur,“
sagði Vilhjálmur, sem hafði greini-
lega smááhyggjur af því að tréris-
arnir myndu hindra fólk í að komast
á kjörstað hinn 12. maí.
Risagötuleikhúsið Royal de Luxe opnar listahátíð
Morgunblaðið/ÞÖK
Stofnandi Jean Luc Courcoult, leikstjóri og stofnandi Royal De Lux, tjáir sig á blaðamannafundinum í gær.
Risafígúrur og sundur-
skorinn strætisvagn
Risar Frá sýningu Royal de Luxe á
sögu Jules Verne um ferð soldáns-
ins í Indlandi á fíl sínum.