Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 51
• Þau eru 20 sinnum líklegri til að eiga við hegðunarvandamál að stríða. • Þau eru 20 sinnum líklegri til að lenda í fangelsi. • Þau eru 9 sinnum líklegri til að hætta í skóla. • Þeim skilnaðarbörnum sem halda góðu sambandi við báða foreldra vegnar betur. Hlúa þarf að sambandi barna við feður sína eftir skilnað og tryggja börnunum þennan sjálfsagða rétt með breytingum á núverandi lögum. Vilt þú, frambjóðandi góður, beita þér í eftirfarandi málum ? 1. Að dómarar fái heimild til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá, enda stríði það ekki gegn hagsmunum barnsins. Þá fer enginn sigurviss í dómssal og vilji til samvinnu og samábyrgðar eykst. Slík dómaraheimild var lögfest í Frakklandi fyrir 13 árum. 2. Að ástæðulausar tálmanir á umgengni við barnið verði gerðar refsiverðar sem um ofbeldi væri að ræða. Lög landsins kveða á um rétt barnsins til umgengni við báða foreldra en yfirvöld eru úrræðalaus þegar kemur að tálmunum í þeim efnum. Í Frakklandi er refsiramminn allt að 12 mánaða fangelsi. 3. Að breyta m.a. 30 gr. barnalaganna sem segir á mannamáli að ef forsjárforeldri fellur frá eftir eitt ár í sambúð með nýjum maka – þá fer nýi makinn sjálfkrafa með forsjá barnsins – en ekki blóðforeldri þess. Frambjóðendur ! Er jafnrétti fyrir alla – konur, menn og börn? Vissuð þið að skilnaðarbörn á Íslandi eru nærri 20 þúsund? Rannsóknir á skilnaðarbörnum sýna að: Fréttamenn. Spyrjið frambjóðendur- 12 þúsund feður bíða svara Feður, mæður, afar og ömmur! Gerist meðlimir í Félagi ábyrgra feðra og hjálpið okkur að stuðla að foreldrajafnrétti og réttindum barna okkar Félagið þakkar stuðning aðstandenda Benedikts Inga Ármannssonar og hvetur alla til að mæta á minningartónleikana á NASA þann 3. maí kl 20:00 Allur ágóði þeirra rennur til Félags ábyrgra feðra. S k r á n i n g á www. a b y r g i r f e d u r . i s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.