Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 52

Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 52
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 123. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Skólagjaldalán  Nemar í grunnháskólanámi til BA- og BS-gráða við erlenda háskóla munu frá og með næsta skólaári eiga þess kost að fá allt að 670.000 krónur í skólagjaldalán frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna, LÍN. Fjár- hæðin er háð útreikningsmynt og er ákvörðuð sem einn fimmti af sam- anlögðu hámarksláni, hækkar svo í þriðjungshlut ári síðar. »4 Oftast sótt um eftir 2 ár  Einstaklingar sækja oftast um veitingu ríkisborgararéttar eftir að hafa haft lögheimili hér á landi í tvö ár eða lengur, eru eldri en 18 ára og uppfylla ekki búsetuskilyrði. »2 Franskt jafntefli  Stjórnmálaskýrendur greinir á um hvor forsetaframbjóðandinn hafi haft betur í kappræðum í gær, hægrimað- urinn Nicolas Sarkozy eða sósíalist- inn Ségolène Royal. Mikil stemning var fyrir einvíginu. »17 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Aumingja Joe Staksteinar: Bók um forsetann Forystugreinar: Uppgjafar- yfirlýsing yfirtökunefndar | Yfirgangur Rússa Af listum: Þegar hjartað brann UMRÆÐAN» Veruleiki aldraðra Landnám í Lóni Innflytjendur ekki vandamálið Almannatryggingar á allra vörum Exista komin í lykilstöðu Húsnæðismarkaðurinn og jafnvægi Íbúðalán og samkeppni Sjá tækifærin í austrinu VIÐSKIPTI» 4%*: " .  )  * ;     %   3    3 3 3 3  3  3 3 3   3 3 3  ,6 '8 "  3  3  3 3  3  <=>>2?@ "AB?>@/;"CD/< 62/2<2<=>>2?@ <E/"6 6?F/2 /=?"6 6?F/2 "G/"6 6?F/2 "9@""/ H?2/6@ I2C2/"6A IB/ "<? B9?2 ;B/;@"9)"@A2>2 Heitast 13 °C | Kaldast 5 °C  Vestan 8–11 m/s og skúrir eða slydduél en bjartviðri austanlands. Hiti 5–13 stig, hlýjast austan til. »10 Marta María Jóns- dóttir tekur þátt í samsýningu í Brook- lyn í New York með 34 listamönnum sem vinna við teikni- myndir. »42 MYNDLIST» Sýnir í Too Art for TV KVIKMYNDIR» Stefnt að því að frum- sýna í október. »42 Pottþétt-plöturnar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi og er sú nýjasta eng- in undantekning, Pottþétt 43. »48 TÓNLIST» Pottþéttar seljast best TÓNLEIKASTAÐUR» Hjarta Gauks á Stöng slær á ný. »47 FÓLK» Britney Spears tróð upp í San Diego. »49 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ron Jeremy meðal aðdáenda 2. Næst því að hjóla nakinn … 3. Brak úr þyrlu Chelsea-aðdáanda 4. Árni flytur lögheimili í Þykkvabæ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ATVIK við leikskóla í Reykjavík í síðustu viku þar sem sex ára drengur með þroskafrávik olli skemmdum á bílum með því að kasta í þá möl hefur sett móður hans í þá stöðu að þurfa að velja milli tveggja kosta, þ.e. að greiða tjónið sjálf, eða kæra starfsfólk leikskólans fyrir vanrækslu. Ásta Jóns- dóttir, móðir drengsins, segir son sinn tilheyra svo- kölluðu „gráu svæði“ þar sem fagaðstoð í boði fyrir fjölskylduna fer eftir efnahag viðkomandi. Það sem vekur þó mesta undrun hennar er að dagvistunar- yfirvöld firra sig allri ábyrgð á skemmdum sem drengurinn olli á bílunum þótt atvikið hafi hent á leikskólatíma. „Þessi viðbrögð vekja eðlilega þá spurningu mína, hvers vegna ég sé að greiða fyrir gæslu á leikskólanum úr því að ég sem foreldri þarf að ábyrgjast hugsanleg óhöpp – að ég tali ekki um slys – sem kunna að eiga sér á leikskólatímanum,“ segir Ásta. „Ef svona er að málum staðið, hvers vegna er foreldrum þá ekki gerð rækileg grein fyrir þessu? Ég átta mig ekki á því hvernig foreldrar eiga að geta stundað vinnu sína ef þeir þurfa jafnframt að gæta þess að leikskólinn gæti barna þeirra.“ Ásta segir að sonur hennar hafi augljóslega at- hafnað sig drjúga stund ótruflaður við að skemma bílana og því sé ljóst að hann hafi ekki verið í gæslu þann tíma, jafnvel þótt öllum hafi verið ljóst að hann ætti við sín hegðunarvandamál að etja og mætti ekki vera eftirlitslaus að neinu marki. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leik- skólaráðs, sagðist ekki þekkja til þessa máls en sagði að það yrði kannað í dag. Ósátt við dagvistina „Hvernig eiga foreldrar að geta stundað vinnu sína ef þeir þurfa jafnframt að gæta þess að leikskólinn gæti barna þeirra?“ spyr móðir leikskólabarns Morgunblaðið/Brynjar Gauti Réttlætismál Ásta Jónsdóttir spyr hví foreldrar greiði fyrir gæslu ef ábyrgðin er þeirra. Í HNOTSKURN »Móðir drengsins álítur að dagvistunar-yfirvöld í Reykjavík þurfi að sýna meiri ábyrgð í málum af þessu tagi í stað þess að beina foreldrum þá leið að kæra starfsfólk leikskólanna. »Móðurinni fellur þungt að vera sett í þástöðu að þurfa að kæra starfsfólk og ekki síður finnst henni erfitt að kyngja því þegjandi og hljóðalaust að foreldrar séu skaðabótaskyldir ef börn þeirra valda skemmdum á meðan þau eru í gæslu leik- skóla gegn greiðslu. „ÞAÐ SEM verið er að gera í þess- um sumarhúsa- málum er að eig- endur eru að stilla þessum leiguliðum upp við vegg og ekk- ert rými er fyrir samningaviðræð- ur um kaupverð. Ef við viljum ekki ganga að þessum kröfum þá verðum við að gjöra svo vel að taka húsið á bakið, brenna það eða flytja burtu,“ segir Sigurður Guðmundsson land- læknir, sem starfar í leyfi við heil- brigðismál í Malaví, en leigusamn- ingur hans á frístundahúsalóð í landi Dagverðarness í Skorradal rennur út í nóvember nk. Hann segir erfitt að standa í flutningum úr tólf þúsund kílómetra fjarlægð og hefur óskað eftir í það minnsta árs framlengingu á leigusamningnum. Hann segir jafnframt fleiri leigjendur standa í sömu sporum. Arngrímur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Dagverðarness ehf. sem á landið, segir erindi Sigurðar hafa borist og er það til umfjöllunar hjá stjórn félagsins. | 6 Mönnum stillt upp við vegg Ekkert rými fyrir samningaviðræður Sigurður Guðmundsson TINNA Gunnlaugsdóttir þjóðleik- hússtjóri afhenti Dansleikhúsi með ekka lyklavöldin að Þjóðleikhúsinu í tvo sólarhringa í gærdag. María Pétursdóttir myndlistarkona framdi gjörning sem tákna átti komu dansins í húsið. Listamenn báru fagurrauða hjálma af þessu tilefni, eins og sjá má á myndinni. Fyrstu danssporin í listdansi voru stigin í Þjóðleikhúsinu. Dans- leikhús með ekka hóf starfsemi sína í Þjóðleikhúskjallaranum og færir sig af því tilefni upp á stóra sviðið með verkið Mysteries of Love. Kl. 17 í dag munu yfir 40 listamenn sýna frumsamin dans-, tónlistar- eða leikverk í öllum krók- um og kimum aðalbyggingar leik- hússins. Kl. 21 hefst svo sýning á Mysteries of Love. Um kvöldið munu tónlistarmenn stíga á svið ásamt óvæntum gestum í Þjóðleik- húskjallaranum. Morgunblaðið/ÞÖK Dansað í öllum krókum og kimum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.