Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í HNOTSKURN »Tólf líkamsárásir voru tilkynntar áAkureyri um helgina. »Þeir sem haga sér hvað verst á hátíðumsem þessum eru yfirleitt ekki áhuga- menn um viðburðinn heldur þeir sem mæta einungis til að sletta úr klaufunum. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is MIKILL erill var hjá lögreglunni á Akureyri um helgina en þar fóru fram bíladagar á vegum Bíla- klúbbs Akureyrar. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segist þó sátt við helgina. Hátíðin sem slík hafi ekki farið úr böndunum held- ur tekist mjög vel. Því miður sé það þó oft þannig að tiltölulega lítill hópur skemmi fyrir hinum. Það sé fyrirséð að næst muni skipuleggjendur hátíð- arinnar, bærinn og lögreglan stilla saman strengi sína og bæta úr undirbúningi og efla umsjón. Á föstudagskvöldið var mikið um ölvun og ólæti á tjaldsvæðinu á Hömrum og átti lögreglan fullt í fangi með að stöðva slagsmál á svæðinu. Einnig var tilkynnt um sjö líkamsárásir og voru fanga- geymslur lögreglunnar margsetnar. Á laugardag- inn var viðbúnaður aukinn og fleiri lögregluþjónar kallaðir til, sumir hverjir á frívöktum og aðrir í sumarleyfi. Þá naut lögreglan líka aðstoðar starfs- bræðra sinna úr nágrannasveitarfélögunum. Um kvöldið var tilkynnt um fimm minniháttar líkams- árásir og tíu manns gistu fangageymslur. Þrír voru stöðvaðir fyrir ölvunarakstur um nóttina og einn á sunnudagsmorgninum. Að sögn lögregl- unnar var ástandið á Akureyri orðið nokkuð gott í hádeginu í gær og ánægjulegt að margir komu við á lögreglustöðinni og blésu í mæla fyrir heimför. Ekki alfarið bíladögum að kenna Lögreglan vildi ekki gefa upp hvort þeir sem komust í kast við lögin væru aðkomumenn eða heimamenn en sagði þó að mörg ný andlit hefðu sést á lögreglustöðinni. Lögreglan sagði jafnframt að ekki mætti skella skuldinni alfarið á bíladag- ana. Á hátíðum sem þessari væru það oft ekki áhugamennirnir um viðfangsefnið sem höguðu sér hvað verst heldur þeir sem kæmu í þeim eina til- gangi að skemmta sér á útihátíð. Að öllum lík- indum hefðu fæstir ólátaseggjanna horft á nokkra viðburði bíladaganna. Mikil ölvun, líkamsárásir og ólæti á bíladögum á Akureyri Morgunblaðið/Ómar Frá Akureyri Ólæti voru þar um helgina. Lögregluþjónar í sumarleyfi og nágrannabyggðum kallaðir út til aðstoðar EKKI voru þeir árennilegir félagarnir fimm sem biðu bræðranna Gunnars og Ragn- ars Steingrímssona frá Stóra- Holti, þegar þeir vitjuðu um hákarlalóðina sína á dögunum við Haganesvík í Fljótum. Þar hefur hákarlaveiði verið stunduð um áratugaskeið en óvanalegt þykir að landa svo vænum afla af einni lóð. Bræðurnir fengsælu náðu að binda tryggilega um þessar voldugu skepnur og sigldu svo í land með hákarlana í eft- irdragi. Töluverður fólksfjöldi safnaðist saman á bryggjunni í Haganesvík til að fylgjast með þegar hákarlarnir voru dregnir í land og skornir, enda ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að skoða þessi tilkomumiklu dýr í ná- vígi. Með þessum róðri tvö- földuðu þeir bræður veiðina í vor og eiga von um að bæta við, því enn eru tvær línur í sjónum. Varla þarf því að ótt- ast skort á kæstum hákarli á næsta þorra. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Fengsælir bræður landa fimm hákörlum LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði fyrsta opinbera pókermót sem hald- ið hefur verið hérlendis sl. laugar- dag. Hún lagði jafnframt hald á alla þá muni sem tengdust mótinu, s.s. spilapeninga, spilaborð og spil. Alls mættu rúmlega 150 þátttak- endur til leiks og greiddi hver og einn 4.000 kr. mótsgjald sem óskipt rann saman í verðlaunafé sem sam- tals nam því um 600.000 kr. Mótið hófst kl. 14 á laugardag og kom lögreglan á staðinn í vettvangs- ferð um kl. 15. Það var síðan kl. 19.30 sem lögreglan mætti aftur á vettvang ásamt lögfræðingi sínum og stöðvaði mótið og rýmdi húsið. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst voru þá innan við þrjátíu leik- menn eftir, enda langt liðið á mótið. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sindri Lúðvíksson, umsjónarmaður mótsins, hissa á því að mótið hefði verið stöðvað enda gæti hann ekki séð að mótið hefði verið ólöglegt. Vísar hann þar til þess að ekkert þóknunargjald hafi verið tekið af þeirri upphæð sem spilað var fyrir eða svokallað „rake“ eins og þekkist í spilavítum erlendis. Segist hann ósáttur við að gert sé upp á milli spila á Íslandi, þ.e. að bannað sé að spila upp á peninga í póker en slíkt megi bæði í bingói og bridsi. Hjá lögreglunni fengust þær upp- lýsingar að málið væri nú til skoð- unar hjá rannsóknardeild lögregl- unnar sem fjármálabrot.  Umsjónarmaður mótsins segir gert upp á milli spila hér- lendis  Málið til skoðunar hjá rannsóknardeild lögreglu Pókermót stöðvað Í HNOTSKURN »Í 183. grein almennrahegningarlaga nr. 19/1940 segir: „Sá, sem gerir sér fjárhættu- spil eða veðmál að atvinnu [...] skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.“ » Í 184. gr. sömu laga ereinnig að finna eftirfar- andi: „Hver, sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veð- mál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.“ BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Bíll- inn við Gagnheiði á Selfossi stór- skemmdist í eldsvoða sem kom upp laust fyrir klukkan 21 á laugardags- kvöldið. Nokkur hætta var á ferðum þar sem gaskútar og eldfim efni voru innandyra. Samlokugerð í hinum enda hússins skemmdist lítillega en þakka má eldvarnarvegg milli fyr- irtækjanna tveggja að ekki fór verr. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvistarfi að mestu lokið um klukkan 22. Enginn var staddur í húsinu þegar eldurinn kom upp en tjónið er nokkurt, á húsnæði, innan- stokksmunum og tveimur fornbílum sem voru á verkstæðinu. Ekki er vit- að um tildrög brunans en málið er í rannsókn. Þetta er annar eldsvoðinn á Selfossi á jafnmörgum dögum Verkstæði brann á Selfossi Ljósmynd/Guðmundur Karl MAÐUR á þrítugsaldri réðst á lög- reglumann á Blönduósi í fyrrinótt. Að sögn lögreglu átti atvikið sér stað þegar maðurinn var sóttur út á Skagaströnd þar sem hann var til vandræða. Hann var ekki handtek- inn en lögreglan bauðst til að flytja hann heim til sín á Blönduós. Á leið- inni þangað réðst maðurinn á annan tveggja löreglumanna í bílnum og lét höggin dynja á honum. Maðurinn var yfirbugaður. Hann mun hafa verið undir áhrifum eiturlyfja. Kveikt var á upptökubúnaði inni í bílnum og atvikið því vel skrásett með mynd og hljóði. Málið er í rannsókn og þykir lík- legt að maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan lítur mál- ið mjög alvarlegum augum. Réðst á lögregluþjón ♦♦♦ ÓMAR Önfjörð Kjart- ansson andaðist á lýtalækninga- og brunadeild Landspít- alans aðfaranótt 16. júní sl., sextugur að aldri. Ómar lést af sárum sínum, en hann brenndist lífshættu- lega þegar hann fékk yfir sig allt að 80°C heitt vatn á heimili sínu í Hátúni 10B 15. maí sl. Ómar fæddist 27. júlí 1946 í Hafnarfirði. Hann var sonur hjón- anna Hugborgar Guðjónsdóttur matráðskonu og Kjartans Guð- mundssonar vélsmiðs. Ómar lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg árið 1963, trésmíðanámi frá Iðnskólan- um í Hafnarfirði 1967 og einu ári síðar sveinsprófi og meist- araprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Eftir að hann lauk námi og til ársins 1984 starfaði hann sem húsasmíða- meistari. Síðast hjá byggingarfélaginu Streng. Um mitt ár 1984 lenti Ómar í alvar- legu bílslysi sem olli því að hann var ör- yrki upp frá því. Ómar kvæntist Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur, fæddri 19. ágúst 1944, árið 1968. Þau skildu árið 1989. Ómar lætur eftir sig tvær upp- komnar dætur og sex barnabörn. Andlát Ómar Ö. Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.