Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 36
Ég stefni ekki á að gefa hárið upp á bát- inn og starfa eingöngu við tónlist hér á landi… 38 » reykjavíkreykjavík Listhneigða flugan ykkar stóðst ekkimátið og flaug til Feneyja til aðupplifa fjörið í kringum Tvíæring-inn, einn mesta listviðburð ver- aldar, hvar myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð heldur sýningu fyrir hönd Íslands. Við hefðbundin ilmvatns- og snyrtivörukaup í Fríhöfninni á Leifsstöð voru þar í svipuðum hugleiðingum hjónin Guðlaugur Þór Þórð- arson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og frú hans Ágústa Johnson líkamsrækt- arfrömuður með börnin sín á leið til útlanda. Ágústa var stelpuleg og sæt í hvítri, sport- legri buxnadragt. Flugvélin hafði ekki náð að staðnæmast við flugstöðvarbygginguna í Róm þegar við blasti fyrsta auglýsingaskiltið sem gaf forsmekk að tískuóðum Ítölum; nefnilega Emporio Armani. Við vorum sko lent í heimsveldinu hans Armani. Nokkrum metr- um síðar minntu Dolce&Gabbana líka á sig með sama hætti. Þegar komið var til borg- arinnar við síkin, sem státar af því að engir bílar eru til að menga andrúmsloftið, var siglt með „vatnaleigubíl“ yfir á besta staðinn í bænum; eða Canale Grande þar sem íslenska sýningin fer fram í gamalli, glæsilegri höll. Flugan kom þangað sveitt af raka og hita og kættist við að sjá lóuna hans Steingríms en sýningin ber nafnið: Lóan er komin. Sér- stæður söngur Ólafar Arnalds hljómaði um hallarsalinn og fangaði huga áhugasamra gesta af öllu þjóðerni. Íslenski skálinn á tvíæringnum hefur slegið í gegn. Það er svo enn til að auka á ánægjuna að íslenski mynd- listarmaðurinn sem hefur umsjón með sýn- ingunni í sumar, Þórunn Hjartardóttir, tekur af hlýju og alúð á móti fólkinu og svarar spurningum forvitinna um listina sem ber fyrir augu auk margvíslegra fyrirspurna um eyjuna okkar. … Vaðið á háum hælum yfir Mark- úsartorg … Eftir ánægjulega listskoðun var ljúft að hoppa á milli aldagamalla kaffihúsa í níð- þröngum götunum og dreypa á ýmist Bellini, prosecco eða spritz Campari, sem eru ein- kennisdrykkir Feneyinga. Og ösla í vatni upp fyrir ökkla á Markúsartorgi á nýju háhæluðu gullsandölunum eins og innfæddar skvísur gera án þess að blikna eða missa göngutakt- inn. Og smakka á ótrúlegasta sjávarfangi sem fiskveiðiþjóðinni miklu, Íslendingum, kæmi ekki til hugar að leggja sér til munns: Klikkuðum kolkrabba, stórskrítnum skelfiski og rækjum sem maður horfist í augu við. Meðan á dýrðlegum máltíðum stóð var svo horft með jafnmikilli lyst á geggjuðu gondóla- gaurana sem eru vaxnir eins og rómverskar styttur og það stirnir á þokkafullan svitann á brúnum upphandleggsvöðvunum þegar þeir stjaka yfir seiðandi síkin. Namminamm … Morgunblaðið/Eggert Hörður Bragason og Pétur Eggertz. Flóki Sigurjónsson og Sjón. Imur Kristjánsdóttir og Ari Sigvaldason. Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Steve Lorenz. Björn Thors og Bryndís Ásmundsdóttir.Morgunblaðið/Golli Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, Hildur Haf- stein, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Margrét Rún Guðmundsdóttir. Þórdís Elva Þórðardóttir Bachman, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Rún- ar Freyr Gíslason. Þuríður Jónsdóttir, Atli Ingólfsson, Guðni Fransson og Lára Stefánsdóttir. Rakel Garðarsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir. Sveinn Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir. Flugan … Geggjaðir gondóla- gaurar í Feneyjum … … Við vorum sko lent í heims- veldinu hans Armani … Brynhildur Björnsdóttir og Þórarinn Eldjárn. Unnur Sara Eldjárn og Eyrún María Rúnarsdóttir. Védís Kjartansdóttir, Sunneva Kjartansdóttir og Kjartan Ólafsson. Monika Abendroth, Páll Óskar Hjálmtýsson, Stefán Jónsson og Rebekka Sigurðardóttir. » Gríman, Íslenskuleiklistarverð- launin, var afhent í Íslensku óperunni á föstudagskvöldið. » Afhent var úrminning- arsjóði Kristjáns Eldjárns gít- arleikara í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar á föstudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.