Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 43 HLJÓMSVEITIN B.Sig hélt tón- leika í Saltfélaginu á Grandagarði á föstudaginn. Það er handboltamaðurinn Bjarki Sigurðsson sem fer fremst- ur í flokki í B.Sig en ásamt honum skipa sveitina bræðurnir Daði og Börkur Hrafn Birgissynir, Ingi Björn Ingason og Kristinn Snær Agnarsson. B.Sig gaf nýverið út plötuna Go- od Morning Mr. Evening og hljóm- aði blúsað rokkið af henni vel inn- an um húsgögnin í Saltfélaginu eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Þægilegt Óhætt er að segja að Saltfélagið sé huggulegur tónleikastaður enda naut fólk sín innan um húsgögnin. Innlifun Bjarki lifði sig inn í flutninginn á lögum sínum. Morgunblaðið/Kristinn Áheyrendur Stemningin var góð á tónleikum Bjarka og félaga í B.Sig. B.Sig í Saltfélaginu Aðdáun Hrifningin skein af fólki. ÞAÐ gleður eflaust marga að heyra að miklar líkur eru á því að stelpna- bandið Spice Girls komi saman að nýju. Mel C tilkynnti í útvarpsviðtali í London að í fyrsta sinn væri sann- leikskorn að finna í orðrómi um sam- einingu hljómsveitarinnar. Hún ítrekaði að stúlkurnar myndu ein- ungis koma saman í stuttan tíma til að senda aðdáendum lokakveðju. Samkvæmt BBC hafa hinar kryddpíurnar, Emma Bunton, Vic- toria Beckham, Mel B og Geri Halli- well samþykkt að endurvekja hljóm- sveitina en að Mel C mun fram að þessu hafa neitað að taka þátt í því. Mel C sem í raun heitir Melanie Chisholm sagði að hún dáðist mikið að Take That sem hefði komið saman á ný í fyrra og gengi vel. Hún sagðist ekki vilja vera sú sem stæði í vegi fyr- ir því að hlutirnir gætu gerst. Samkvæmt BBC gengur sá orð- rómur um endurfæðingu Spice Girls að þær áætli að halda sex stóra tón- leika víða um heim til að auglýsa safn- plötu með bestu lögum sínum sem koma mun út síðar á árinu. Beðið er eftir því að Emma Bunton fæði sitt fyrsta barn síðar í sumar. Saman á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.