Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFNDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM ERTU KLÁR FYRIR EINA SKEMMTILEGUSTU MYND SUMARSINS? ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára BLADES OF GLORY kl. 6 B.i.12.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl. 6 - 8 - 9 - 10:40 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 8 - 10:40 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i.10.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 4 eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBLeeeeKVIKMYNDIR.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS CODE NAME: THE CLEANER kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 7:20 - 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL TÖLVULEIKIR » MOTORSTORM er einn af fyrstu leikjunum sem komu út á Playsta- tion 3 og sérstaklega hannaður til að sýna hvað tölvan gæti gert. Útlit leiksins er gott, grafíkin full af smáatriðum og módelin vel hönnuð. Leikurinn sjálfur er hins vegar ekki eins flókinn og vel hannaður. Mot- orstorm er torfærurallí-leikur sem gengur út á, eins og svo margir aðrir bílaleikir, að komast fyrstur í mark. Spilari velur sér mismunandi farartæki; stóra trukka, mótorhjól, kappakstursbíla eða sérútbúna bíla. Brautirnar eru svo þannig úr garði gerðar að maður getur fundið sér leiðir fyrir það farartæki sem mað- ur velur. Léttari farartæki nota hærri brautir, fjarri drullusvaðinu, en stærri bílar velta sér upp úr því. Í eins manns spilun er leikurinn frekar takmarkaður, það skiptir engu máli hvaða farartæki í hverj- um flokki maður velur því að öll mótorhjól eru eins kraftmikil og all- ir bílar eru jafnir, þeir líta bara mismunandi út. Það skiptir því engu máli þótt maður fái auka far- artæki fyrir góðan árangur því að þau eru ekkert kraftmeiri. Þannig að ef maður kann nógu vel á braut- irnar og veit hvaða farartæki hent- ar best er leikurinn frekar fljótkl- áraður. Motorstorm er aðallega hugsaður sem fjölspilaleikur í gegnum Netið og ekki hægt að spila með mörgum öðrum án þess að tengjast Netinu, sem er stór galli fyrir leik sem þennan. Netspilun er mun meira spennandi en eins manns spilun því að maður þarf ekki að spila við tölv- una, sem getur orðið ansi erfið þeg- ar maður kemst eitthvað áfram í leiknum. Hraði, drulla og eyðilegging TÖLVULEIKIR PS3 - SCEA Motorstorm  Góður „Grafíkin er full af smáatriðum og módelin vel hönnuð.“ Ómar Örn Hauksson FYRIR þá sem horfa til þeirra daga þegar tölvur eins og Atari, Amiga og Commandor 64 réðu lögum og lofum í leikjatölvuheiminum og vildu að þeir gætu spilað aftur suma af þeim leikjum sem þeir elskuðu er EA Replay tilvalinn leikur. Þar eru sam- ankomnir 14 „klassískir“ tölvuleikir sem komu út á Super Nintendo- vélinni og Sega Genisis forðum daga. En eins og með margt annað er mik- ið af þessum leikjum best geymt í minningunni. Leikir eins og Wing Commander, Road Rash og Budok- an vekja ef til vill margar minningar en þó aðallega spurningar um hvern- ig í ósköpunum maður entist í þess- um leikjum. Er maður of góðu van- ur? Sumir leikjanna eru hreinlega óskiljanlegir í stjórnun, sérstaklega Haunting, Jungle og Desert Strike. Maður lét sig hafa það þegar maður var yngri og vissi ekki betur en nú eru aðrir tímar og réttast hefði verið að EA eyddi dálitlum tíma í að laga suma af þeim göllum sem hrjá leik- ina. Grafíkin er náttúrlega eins og þessir leikir voru á þessum tíma; kubbsleg og einföld með smá- gerviþrívídd í nokkrum leikjum. Hljóðið er einnig tekið beint úr for- tíðinni og hátalararnir í PSP-vélinni ger það enn meira skerandi og dósa- legt. PSP býður samt upp á vist- unarmöguleika sem voru ekki fyrir hendi fyrr á tímum, sem gerir manni kleift að vista leikinn þegar maður vill. Ég hefði viljað sjá fleiri „Plat- form“-leiki því að þeir henta vélinni best og hægt að grípa í þá þegar maður vill. Þetta er falleg hugmynd og allt, en þegar á hólminn er komið sér maður að maður var bara ungur og vitlaus og að flestir leikir á þess- um tíma voru óttalegt drasl. Fortíðin er ofmetin TÖLVULEIKIR PSP – EA Games EA Replay  Lélegur „Grafíkin er náttúrulega eins og þessir leikir voru á þessum tíma, kubbsleg og einföld með smá gervi-þrívídd í nokkrum leikjum.“ Ómar Örn Hauksson LEIKIR eins og Guitar Hero eru gífurlega vinsælir í dag, leikir þar sem þú þarft að sýna fram á hæfni þína í því að halda takti við tónlist. Þegar Playstation 1 kom út var Pa- rappa the Rapper einn af fyrstu leikjunum á því sviði þar sem mað- ur sýndi hæfileika sýna með því að rappa sig í gegnum ýmis verkefni eins og að læra karate og selja vörur á flóamarkaði. Leikurinn er kominn í PSP-tölvuna og er nánast nákvæmlega eins og sá sem kom út í PS1 forðum daga. Maður spilar sem Parappa, krúttlegur hundur sem vill fanga hjarta stúlkunnar Sunny Funny, sem hann er ástfang- inn af, en til þess þarf hann að sýna fram á það að hann geti varið hana fyrir bullum, keyrt bíl og selt síðan vörur til þess að borga upp bílinn þegar hann keyrir hann í klessu. Fyrir óreynda getur þetta verið flókið því að maður þarf að fylgja ýmsum rappmeisturum eftir með því að ýta á takka á ákveðnum tím- um. Sony hefur þó ekki látið það nægja að flytja leikinn alveg eins og hann var af PS1-tölvunni því að nokkrar viðbætur standa til boða ef maður sækist eftir því. Hlaða má endurhljóðblönduðum lögum niður af Netinu og spila en maður þarf samt að komast í gegnum upp- runalegu lögin áður en maður fær að reyna við þau nýju. Grafíkin er nákvæmlega eins og forðum daga; krúttaraleg og litrík, alveg ofboðslega japanskt eitthvað. En þetta er þrælskemmtilegur leik- ur og góð nostalgía fyrir þá sem spiluðu hann fyrir 10 árum. Rapphundur TÖLVULEIKIR PSP – Sony Parappa the rapper  Bestur „Grafíkin er nákvæmlega eins og forðum daga, krúttaraleg og litrík, alveg ofboðslega Japanskt eitthvað.“ Ómar Örn Hauksson ARCTIC Tale er ný mynd sem væntanleg er frá framleiðendum Ferðalags keisaramörgæsanna (La Marche de l’empereur) og nú eru ís- birnir og rostungar í aðalhlutverki. Fylgst verður með ísbjarnarhún- inum Nan og rostungskálfinum Selmu frá fæðingu þar til þær verða mæður sjálfar. Selma og Nan eru þó leiknar af fjölmörgum ís- björnum og rostungum enda sam- ansafn af náttúrulífsmyndum tekn- um á norðurskautinu yfir tíu ára tímabil. Gróðurhúsaáhrifin ollu því að umhverfið breyttist og aðstæður dýranna urðu allar erfiðari og er það fléttað inn í myndina. Athygli vekur að Kristin Gore, dóttir vara- forsetans fyrrverandi, er einn af handritshöfundum myndarinnar. Reuters Ísbjörn Ungur húnn að spegla sig. Ísbirnir, rostungar og gróðurhúsaáhrif Samtök bandarískra kvengagnrýn- enda munu á næstunni tilkynna eig- in lista yfir 100 bestu myndir allra tíma. Hugmyndin kviknaði í kjölfar þess að á svipuðum lista Banda- rísku kvikmyndastofnunarinnar eru aðeins 4,5 prósent myndanna eftir kvenleikstjóra. Myndir eftir karlleikstjóra verða ekki útilok- aðar en líkur eru á að hlutur kven- leikstjóra verði töluvert meiri en á lista kvikmyndastofnunarinnar. Listinn verður kynntur hinn 25. júní. Titus Julie Taymor er eini kven- leikstjórinn sem hefur leikstýrt Anthony Hopkins. Uppáhaldsmyndir kvengagnrýnenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.