Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu hef-
ur úrskurðað að níu ára gömul íslensk stúlka,
Sara Lind Eggertsdóttir, sem veiktist strax
eftir fæðingu árið 1998 og hlaut alvarlegar
heilaskemmdir, skuli fá tæplega 6,4 milljóna
króna skaðabætur og rúmlega 1,5 milljónir
króna í málskostnað þar sem brotið hafi verið
gegn réttindum stúlkunnar þegar Hæstiréttur
fjallaði um skaðabótamál sem forsvarsmenn
stúlkunnar höfðuðu fyrir hennar hönd.
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri
niðurstöðu á sínum tíma, að 100% örorku
stúlkunnar mætti rekja til mistaka lækna og
dæmdi henni rúmlega 28 milljónir í bætur en
Hæstiréttur sneri þeim dómi við og sýknaði
ríkið.
Ekki talið sýnt fram á mistök
Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína einkum
á umsögn læknaráðs og taldi að heilaskemmd-
ir, sem stúlkan varð fyrir, samræmdust því að
hún hefði orðið fyrir súrefnisskorti. Taldi
Hæstiréttur að sterkar líkur hefðu verið leidd-
ar að því að stúlkan hefði orðið fyrir súrefn-
isskorti fyrir fæðingu og var ekki talið að or-
sakasamband væri á milli legu leggs, sem
þræddur hafði verið í slagæð stúlkunnar, og
heilaskemmda hennar. Hefði því ekki verið
sýnt fram á að tjón stúlkunnar mætti rekja til
mistaka starfsfólks Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss.
Mannréttindadómstóllinn segir í niðurstöðu
sinni að stúlkan hafi með réttu getað óttast að
læknaráð væri ekki með öllu hlutlaust í um-
fjöllun sinni um málið fyrir Hæstarétti í ljósi
þess að fjórir þeirra sem sátu í læknaráði störf-
uðu hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Var
dómstóllinn sammála um að brotið hefði verið
gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu
sem kveður á um rétt manna til málsmeðferðar
fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli og
dæmdi stúlkunni bætur og málskostnað.
Dóm Hæstaréttar 11. mars 2004 skipuðu
hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen,
Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn
Bragason og Ingibjörg Benediktsdóttir og var
það samdóma álit dómara að sýkna áfrýjand-
ann, íslenska ríkið.
Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 24. apríl
2002 skipuðu Sigurður Tómas Magnússon hér-
aðsdómari, ásamt sérfróðum meðdómendum,
þeim Alexander Smárasyni, sérfræðingi í fæð-
ingarlækningum, og Birni Gunnarssyni, sér-
fræðingi í barnalækningum. Sagði í dómi hér-
aðsdóms um fötlun Söru Lindar að vart væri
hægt að hugsa sér meiri skerðingu á getu til að
njóta lífsins eins og heilbrigðir menn. Hún
væri ósjálfbjarga og upp á aðra komin um alla
hluti.
Voru allar kröfur hennar teknar til greina og
ríkið dæmt til að greiða 28 milljónir króna.
Brotið á rétti stúlkunnar
EGGERT Ísólfsson, faðir Söru Lindar Eggertsdóttur, fagnar niðurstöðu Mannréttinda-
dómstólsins og segir dóminn staðfesta það sem þau foreldrarnir vissu alltaf, að Hæstiréttur Ís-
lands hafi haft af dóttur þeirra réttmætar bætur. Eggert segir dóminn jafnframt áfellisdóm yf-
ir Hæstarétti og spyr hvort hægt sé að leggjast lægra heldur en að brjóta mannréttindi
fjölfatlaðs barns.
„Málið hefur verið í gangi síðan ég sendi kvörtunarbréf til landlæknis í júlí 1998, fyrir níu
árum,“ segir Eggert. Og sex ár eru nú liðin frá því Mannréttindadómstóllinn fékk málið til af-
greiðslu.
„Þetta hlýtur að vera áfellisdómur fyrir Hæstarétt Íslands og það er spurning hvort hægt sé
að leggjast lægra en að brjóta mannréttindi fjölfatlaðs barns og hafa af því réttmætar bætur.
Þetta hlýtur að rýra álit á réttarkerfi þessa lands.“
Fagnar niðurstöðunni
Eftir Evu Bjarnadóttur
evab@mbl.is
HEIMIR Örn Herbertsson hæsta-
réttarlögmaður fór með mál Söru
Lindar fyrir Mannréttinda-
dómstólnum.
Hann segir nið-
urstöðuna gefa
tilefni til endur-
skoðunar á fyr-
irkomulagi
Hæstaréttar og
læknaráðs. Telur
hann sjálfstæða
gagnaöflun
Hæstaréttar vera
barn síns tíma og
vonar að Alþingi
breyti lögum þess efnis í framhald-
inu. Læknaráð beri einnig að endur-
skoða þar sem það sé að mestu skip-
að starfsmönnum spítalanna.
Skjólstæðingar Heimis Arnar
gagnrýndu tvennt í málsmeðferð
Hæstaréttar. Annars vegar ákvörð-
un réttarins að leita til læknaráðs
þremur dögum áður en aðalmeðferð
fór fram og eftir að málsaðilar höfðu
lokið við gagnaöflun. Hins vegar
gagnrýndu þeir ákvörðun Hæsta-
réttar að leita álits aðila sem tengj-
ast málinu og snúa dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur á grundvelli
álitsins.
Heimir Örn segir það í sjálfu sér
ekki ólöglegt þar sem samkvæmt
lögum frá árinu 1943 geti Hæstirétt-
ur leitað sjálfstætt til ráðsins. „En
þessi lög eru barn síns tíma. Þá ríkti
annað viðhorf og þótti ekki tiltöku-
mál að dómstólar tækju virkan þátt í
gagnaöflun. Það þykir þó ekki gott í
dag því það vekur upp efasemdir um
hlutleysi dómstólsins. Í dag eiga
málsaðilar að ráða því hverju þeir
tefla fram og Hæstiréttur tekur af-
stöðu út frá því. Læknaráð er þá
skipað mönnum sem yfirleitt eru
starfsmenn spítalanna og oft má
draga í efa að þeir séu bærir til þess
að fjalla um þau mál sem koma upp,“
segir Heimir. Hann telur eðlilegra
að málsaðilar kalli sjálfir til dóm-
kvadda matsmenn sem eru hlut-
lausir álitsgjafar.
Kannar hvort ekki sé hægt að
fá upphaflegu bótaupphæðina
Nú þegar dómur Mannréttinda-
dómstólsins er fallinn segir Heimir
framhaldið vera tvíþætt. Annars
vegar vonast hann til þess að fyr-
irkomulaginu verði breytt, þ.e. að
Alþingi breyti lögunum frá 1943 um
læknaráð eða Hæstiréttur láti sjálf-
ur af slíkri gagnaöflun.
Hins vegar ætlar Heimir Örn að
kanna hvort ekki sé hægt að rétta
hlut skjólstæðinga hans og fá upp-
haflegu bótaupphæðina sem Hér-
aðsdómur dæmdi. Sú leið, sem helst
er fær í þeim efnum er endur-
upptaka Hæstaréttarmálsins, en
Heimir Örn segir ríkið einnig geta
gripið inn í til að rétta hlut fjölskyld-
unnar.
„Ég held að það muni særa rétt-
lætiskennd almennings ef hlutur
þeirra verður ekki réttur,“ segir
Heimir og ítrekar að lokum mik-
ilvægi þess að engin álitamál séu um
hlutleysi Hæstaréttar.
Morgunblaðið/Kristinn
Efasemdir um hlutleysi Hæstaréttar
Heimir Örn
Herbertsson
„Læknaráð
algerlega
úrelt fyrir-
bæri“
MATTHÍAS Halldórsson,
landlæknir og formaður
læknaráðs, segir læknaráð
algerlega úrelt fyrirbæri.
Það starfi samkvæmt
lögum frá upphafi 5. ára-
tugarins þegar önnur við-
horf ríktu í heilbrigð-
ismálum hérlendis.
Sem dæmi um hversu
lögin eru úr sér gengin
nefnir Matthías að þar sé
gert ráð fyrir að í ráðinu sitji m.a. yfirlæknir
Geðveikrahælis ríkisins, sem ekki sé lengur til
og svo framvegis.
„Einnig segir í lögunum að í ráðinu eigi að
sitja yfirlæknir Tryggingastofnunar ríkisins.
Það er staða sem búið er að leggja niður,
þannig að við erum sífellt að reyna að elta
þessi lög sem eru frá þeim tíma sem allt önnur
viðhorf voru ríkjandi.“
Matthías bendir á að eðli málsins sam-
kvæmt gerist mörg mál, sem læknaráð fjallar
um, innan Landspítalans „og þar eru allir sér-
fræðingarnir,“ segir Matthías. „Yfirlæknarnir
á deildunum eru auðvitað illa í stakk búnir til
að segja hvort spítalinn hafi staðið sig eða
ekki, því þeir eru starfsmenn spítalans. En
það er hvorki þeim að kenna, né læknaráði,
heldur lögunum sem við erum bundin af.“
Matthías bendir á að þegar málum sé vísað
til læknaráðs sé stundum þegar búið að fjalla
um þau hjá landlækni. En landlæknir er jafn-
framt formaður læknaráð og því ber skipulag-
ið keim af hringavitleysu að mati Matthíasar.
„Það eru ágætismenn í læknaráði og þeir eru
mjög vel að sér. Það er hinsvegar skipulagið
sem er vitlaust. Það er mjög mikil ástæða til
að breyta lögunum um læknaráð. Nú er nýbú-
ið að setja ný lög um landlæknisembættið og
heilbrigðisþjónustu. Að mínu mati er nauð-
synlegt að næst verði lögunum um læknaráð
breytt því þau bera það með sér að vera forn-
eskjuleg.“
Að mati Matthíasar væri æskilegt að for-
maður læknaráðs væri lögfræðingur í stað
læknis nú. „Hann myndi síðan taka með sér
ýmsa þá sem hann teldi að hefðu ástæðu til að
fjalla um ákveðin mál.“
Matthías
Halldórsson
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar að Hæstiréttur hafi brugðist í máli níu ára stúlku
Reuters
Úrskurður Dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu á fundi í Strassborg í Frakklandi. Dómstóllinn hefur verið starfræktur frá árinu 1959.