Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 187. DAGUR ÁRSINS 2007 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA www.ostur.is Grill og ostur – ljúffengur kostur! KOMINN Í VERSLANIR »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Stúlku dæmdar bætur  Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt níu ára gamalli fjölfatl- aðri íslenskri stúlku tæpar 6,4 millj- ónir króna í skaðabætur og rúmlega 1,5 milljónir króna í málskostnað þar sem brotið var gegn réttindum stúlkunnar þegar Hæstiréttur fjallaði um skaðabótamál hennar gegn Landspítala – háskólasjúkra- húsi. »Forsíða og 8 Engin lækkun strax  Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar Seðlabankans, sagði í gær útlit fyrir að verðbólgumarkmið næðist síðar en áður var talið mögu- legt. Jafnframt sagðist Davíð telja allt benda til að stýrivextir lækkuðu ekki fyrr en á fyrri helmingi næsta árs. »15 Herinn áfram í Írak  Varnarmálaráðherra Ástralíu, Brendan Nelson, segir það geta reynst afdrifaríkt ef herlið bandamanna verður í skyndi kallað heim frá Írak, það geti valdið því að olíulindir á svæðinu falli í óvina- hendur. »16 SKOÐANIR» Forystugreinar: Afríkuferð utanrík- isráðherra | … rök símafyrirtækja? Staksteinar: Allir skúrkar? Ljósvakinn: Hopp og hí UMRÆÐAN» Berum ábyrgð á eigin heilsu Björgvin G. biðlar til hægri arms Framsóknar Enginn styður krókaveiðar Porsche á þeysireið Lítill Fiat, miklar vonir Tilþrif á frönsku fornbílauppboði BÍLAR» 6 " : # - )  ;    !   /  / / / / / /    / / / / / / /   / + <'8 #  / / / / / / / /  / =>11?@A #BC@1A.;#DE.= <?.?=?=>11?@A =F.#< <@G.? .>@#< <@G.? #H.#< <@G.? #9A##.! I@?.<A J?D?.#<B JC. #=@ C9@? ;C.;A#9)#AB?1? Heitast 18 °C | Kaldast 8 °C  Austan 3-8 m/s. Rigning með köflum sunnan til en skýjað N- lands. Fer að rigna NA-lands með kvöldinu. »10 50 ár eru liðin frá því að tveir síðhærðir ungir menn leiddu saman hesta sína, þeir Lennon og McCartney. »43 TÓNLIST» Besta rokk- tvíeykið TÓNLIST» Söngsveitin Luxor lítur dagsins ljós. »41 Söngvarinn Andrea Bocelli heldur tón- leika í Egilshöll í lok október ásamt hundrað manna fylgdarliði. »44 TÓNLIST» Ítalskur stórtenór FÓLK» Söngkonan Christina Aguilera er ófrísk. »44 ÍSLENSKUR AÐALL» Bjarni Ara er aðals- maður vikunnar. »44 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Bjarni þurfti lögreglufylgd 2. Ofbeldi Britney … 3. Foreldrar fagna niðurstöðu … 4. Yfirlýsing frá ÍA Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÞAÐ MÁTTI vart á milli sjá hvort lék stærra hlutverk, tónaflóðið eða aurflóðið á fyrsta degi tónlistar- hátíðarinnar í Hróarskeldu, en að sögn danskra netmiðla sló rigning gærdagsins öll met. Aðsókn var lítil í samanburði við fyrri ár en engu að síður mikil miðað við veð- ur og aðstæður, að sögn kunn- ugra. Spáð er minni rigningu í dag og rofa á til á morgun. Björk gerði mikla lukku Gestir gerðu sitt besta til að njóta tónleika kvöldsins en loka- hnykkur dagskrárinnar var tón- leikar Bjarkar á appelsínugula sviðinu. Hún steig á sviðið klukkan 22 að dönskum tíma. Var það mál Íslendinga á hátíðinni að Björk hefði staðið sig með ágætum, eins og von var til. Freyr Sævarsson, tvítugur nemi, var á svæðinu. Hann sagði tónlist Bjarkar fara ágætlega saman við dyn rigning- arinnar, þar sem hann stóð í vað- stígvélum og regnkápu og hlýddi á. Hápunktur kvöldsins að hans mati voru þó tónleikar The Arcade Fire. „Það eru bestu tónleikar sem ég hef séð!“ kallaði hann í símann. Ingveldur Geirsdóttir, blaða- maður Morgunblaðsins, er á hátíð- inni. Hún segir veðrið slá öllu öðru við, hið árlega stórviðri á þjóðhá- tíð Eyjamanna megi sín lítils í samanburðinum. „Kvöldið var þó mjög gott hvað tónlistina snerti. The Killers voru alveg frábærir. Þegar góð tónlist hljómar gleymir fólk stund og stað og skemmtir sér vel. Þarna dansaði fólk berfætt í bleytunni og einstaka gleðimaður velti sér jafnvel upp úr svaðinu,“ sagði Ingveldur. Hark að komast af svæðinu Að dagskránni lokinni var mikið hark að komast út af hátíðarsvæð- inu, en margir höfðu pantað sér gistingu í Kaupmannahöfn til að forðast leðjubaðið. „Leigubíl- stjórar rukka margfalt, strætis- vagnar fyllast strax og leigubíl- araðir eru mjög langar,“ sagði Ingveldur og bætti við: „Ég er að upplifa leðju á alveg nýjan hátt hér í dag. Þegar fólk mætti á svæðið voru hér vænir pollar en nú eru þeir orðnir að stöðuvötn- um.“ | 44 Eðja og tónlist í bland  Regnið buldi látlaust á gestum  Drullupollar urðu að stöðuvötnum að kvöldi  Björk lék við góðar undirtektir Reuters Ástand Tjöld voru sögð útötuð í aur í gærkvöldi og töldu þeir sem tal náðist af að flætt hefði inn í flest þeirra. Sól- in skein á þessa gutta áður en úrhellið byrjaði, en áður en yfir lauk hafa þeir vísast orðið blautir upp fyrir eyru. Úrhelli á fyrsta degi Hróarskelduhátíðar Reuters Hápunktur Björk var lokaatriðið á stærsta sviðinu, því appelsínugula. NOKKRIR fangar á Litla-Hrauni gengu í skrokk á einum samfanga sínum á miðvikudag og fótbrutu manninn. Að sögn Valtýs Sigurðs- sonar, forstjóra Fangelsismálastofn- unar, fer nú fram lögreglurannsókn á málinu og vildi hann ekki tjá sig frekar í gær. Egill Rafn Sigurgeirsson, yfir- læknir á heilsugæslusviði Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands, sagði að samráð hefði að venju verið haft við bæklunardeild Landspítalans. „Við sendum röntgenmyndir sem við tökum með rafrænum hætti beint á bæklunardeildina í Fossvogi,“ sagði Egill Rafn. „Maðurinn er brot- inn á öðrum fæti, brotið er í hné. Þetta er náttúrlega slæmt brot og þarf að laga það með aðgerð. Mat manna var að nægilegt væri að setja hann í gifs, fyrst og fremst til að draga úr sársauka. Hann gæti þá beðið á Litla-Hrauni eftir aðgerð í Reykjavík. Aðgerðin átti að vera í dag [fimmtudag] en vegna anna fer hann líklega í aðgerð á morgun.“ Fótbrutu samfanga á Litla-Hrauni Þarf að fara í aðgerð á bæklunardeild LANDHELGISGÆSLAN var að undirbúa leitarflug við Austurströnd Grænlands laust eftir miðnættið í nótt. Grænlenskur 27 feta fiskibátur óskaði eftir hjálp því skipstjórinn vissi ekki hvar hann var. Skipstjór- inn var þó í talstöðvarsambandi við Grænland og gat því að einhverju leyti gert grein fyrir ferðum sínum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar var mjög líklegt að báðar Super Puma-þyrlur Gæslunnar yrðu sendar í flugið. Ekki var hægt að fá upplýsingar um það að svo stöddu hversu langt flugið yrði eða hvers vegna báðar þyrlurnar yrðu sendar. Super Puma-þyrlur hafa flugþol allt að fimm klukkustundum. Útkall hjá Gæslunni ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.