Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EFTIRLÆTIS vefmiðlar veiði- manna munu þessa dagana vera þeir sem spá fyrir um veðrið. Á meðan þorri landsmanna fagnar viðvarandi þurrki og blíðu, bíða veiðimenn, og þá sérstaklega þeir sem hyggjast veiða lax, eftir veðrabrigðum og mikilli rigningu. Því margir trúa því að þá komi í ljós hvort einhver lax gangi að ráði, eða hvort spár hinna svartsýnustu rætist og laxveiðisum- arið verði hreinlega lélegt. Ein þeirra laxveiðiáa sem hafa lið- ið fyrir vatnsleysi síðustu vikur er Norðurá í Borgarfirði. Þar hafa nú veiðst um 120 laxar og er heldur að glæðast. Í fyrradag var besti veiði- dagur sumarsins, þá náðust 15 laxar. „Þetta er erfitt,“ sagði Guð- mundur Viðarsson, kokkur í veiði- húsinu, við Norðurá. „Í þessu vatns- leysi eru fáir veiðistaðir inni; á milli Laxfoss og Myrkhyls eru ekki nema þrír, fjórir staðir veiðandi, í stað tíu tólf. En ég held það sé meiri fiskur í ánni en margir gera ráð fyrir. Áðan veiddist einn lax í Þrengsl- um og veiðimaðurinn sagði mér að þar hefðu verið margir fiskar, en um leið og þessi tók hurfu hinir. Hann er gríðarlega styggur.“ Guðmundur sagði þetta veður ekki geta haldist endalaust. Og hann var nokkuð bjartsýnn á að þá færu hlutirnir að ganga. „Ég held hér verði veisla þegar loksins rignir og veiðin dettur í gang,“ sagði Guðmundur. Smálaxar í Breiðdalsá Að sögn Þrastar Elliðasonar er Hrútafjarðará eitt þeirra vatnsfalla sem líða fyrir þurrkinn, en afar lítið vatn er í ánni. Laxar hafa sést í Hrútu, sem var opnuð um mán- aðamótin, en enginn hefur enn náðst á land. Hinsvegar var búið að landa fimm löxum í Breiðdalsá og menn höfðu misst mun fleiri. „Það sem er merkilegt er að allir utan einn níu punda eru smálaxar. Líka þeir sem menn hafa verið að missa. Mér þykir það góðs viti upp á laxagöngurnar í sumar.“ Þröstur er ekki á því að afgreiða laxveiðisumarið strax, þótt það fari víðast hvar illa af stað. „Þótt þetta verði ekki toppsumar, þá gæti þetta alveg orðið meðalveiði,“ sagði hann. Clapton í Ásunum Gítargoðið Eric Clapton var við veiðar í Laxá í Ásum í vikunni. Lítið hefur farið fyrir fréttum af veiði þar nyrðra, nema það heyrðist á skot- spónum að einn morgun í vikunni hefði hann landað þremur löxum. Er það með betri „sólóum“ sumarsins. Vestan við Ásana, í Vatnsdal, er talsvert af myndarlegum laxi geng- inn í Hnausastreng og hafa þrír, fjórir veiðst þar daglega. Hinsvegar hefur einungis einn lax veiðst á efra laxasvæðinu, ofan við Flóðið, sem hefur hitnað gríðarlega í sólskininu og orðið hátt í 30 stiga heitt. Laxar virðast ekki spenntir fyrir að ganga þar í gegn þegar svo háttar til. Fimmtán laxa dagur í Norðurá – sá besti í sumar „Gæti alveg orðið meðalveiði,“ segir Þröstur Elliðason Morgunblaðið/Einar Falur Bleikja í Stóru-Laxá Engir laxar fundust á neðstu svæðum Stóru-Laxár í vikunni en Sölvi Ólafsson landar hér vænni bleikju nærri Gunnbjarnarhyl. Stangveiði | Veiðimenn vonast eftir miklum rigningum NOKKRIR unglingar Grænu heimaþjónustunnar unnu baki brotnu í garði í Grafarvogi þegar ljós- myndari Morgunblaðsins átti leið þar hjá í gær. Vinnuskóla Reykjavíkur berast um þessar mundir mikið hrós og þakkir frá þeim sem nýta þjónustu Grænu heimaþjónustunnar en á vegum hennar hafa krakkar á fimmtánda aldursári unnið garðvinnu hjá eldri borgurum og öryrkjum. Hrafnkell Pálmi Pálmason, yfirleiðbeinandi Grænu heimaþjónust- unnar, segir eldri borgarana taka krökkunum opn- um örmum og gaman sé að sjá hve vel kynslóðunum komi saman. Ekki saki að margir bjóði krökkunum kökur, djús og vöfflur á meðan unnið er. „Ég er með 24 hópa í þessari þjónustu og mark- miðið er að hver hópur taki tvo garða á dag. Okkur hefur gengið mjög vel í ár og nú þegar erum við búin með u.þ.b. 550 garða,“ segir Hrafnkell Pálmi. Í þjón- ustunni felst að gras er slegið, kantar skornir, ill- gresi rifið og rusli hent. Vinnuþjörkum Grænu heimaþjónustunnar hvarvetna vel tekið Garðvinnan gengur vel Morgunblaðið/Ásdís „ÞAÐ náttúrlega gengur ekki að fólk fái ekki greitt í samræmi við vinnuframlag sitt,“ segir Jó- hanna Sigurðar- dóttir félagsmála- ráðherra. Hún hyggst leiðrétta laun ungs fatlaðs fólks sem sinnir ýmsum störfum á vegum Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra í Reykja- vík. „Þetta eru afleit skilaboð inn á vinnumarkaðinn, að vinnuframlag fatlaðs fólks sé minna metið en ann- arra.“ Í Morgunblaðinu í gær kom fram að 40 fötluð ungmenni væru að störf- um hjá ýmsum fyrirtækjum á höf- uðborgarsvæðinu og fengju aðeins greitt fyrir 14 tíma á viku en vinnu- framlag þeirra væri 17,5 tímar. For- svarsmenn verkefnisins gáfu þá skýringu að ekki hefði fengist nægi- legt fjármagn og að þeir hefðu ekki viljað vísa fólki frá. Hálfa til eina milljón vantaði til að hægt væri að greiða laun eftir kjarasamningum. Þetta fyrirkomulag er brot á lög- um um málefni fatlaðra að mati Jó- hönnu. „Þar er tekið alveg afdrátt- arlaust á þessu. Þeir eiga að njóta jafnréttis á við aðra í samfélaginu eins og kostur er.“ Fyrirtækin taki þátt í kostnaði Þátttaka í verkefninu er þeim fyr- irtækjum sem njóta starfskrafta fatlaða fólksins að kostnaðarlausu. „Það væri eðlilegast að þetta yrði þróað þannig að fyrirtækin sem þessir einstaklingar starfa hjá greiði laun viðkomandi starfsmanna og við- urkenni þeirra vinnuframlag með þeim hætti. Það er afar brýnt að fatl- aðir hafi möguleika á vinnumarkaðn- um eins og aðrir,“ segir Jóhanna. Hún vonar jafnframt að umræðan sem skapaðist vegna málsins verði til þess að fleiri fyrirtæki bjóði fötluð ungmenni velkomin til starfa. Fötluð ungmenni fá leið- réttingu á kjörum sínum Jóhanna Sigurðardóttir Í HNOTSKURN »Verkefnið hefur veriðstarfrækt frá árinu 2001 í samvinnu Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. »Hingað til hefur aðeinsverið boðið upp á störf við garðvinnu, en í ár eru störfin fjölbreyttari hjá ýmsum einka- fyrirtækjum, t.d. við flokkun og útburð á pósti. MINNINGARGREINAR hafa ver- ið fastur liður í Morgunblaðinu í áratugi og gefið því sérstöðu um- fram önnur dagblöð. Svo margar minningargreinar berast blaðinu daglega að nauðsyn- legt hefur verið að setja þeim ákveðin lengdarmörk, eða 3.000 tölvuslög með orðabilum. Til að koma til móts við þarfir þeirra, sem óska eftir því að fá lengri greinar birtar, hefur Morg- unblaðið opnað nýjan lið á mbl.is, þar sem höfundum gefst kostur á að skrifa minningargreinar án lengdartakmarkana. Þær greinar má lesa á vefnum, á slóðinni mbl.is/ minningar. Lengri greinar á Netið Á innsendisíðu fyrir greinar á mbl.is, sem er undir liðnum „Senda inn efni“, er kominn nýr liður sem heitir „Minningargreinar á Netið“. Þar er hægt að senda lengri útgáfu af greinunum. Höfundum býðst sem áður að senda greinar að hámarki 3.000 tölvuslög til birtingar í blaðinu, en lengri útgáfu minningargreinar til birtingar á vefnum. Í gagnasafni blaðsins eru báðar útgáfurnar sýni- legar. Aukin þjón- usta vegna minningar- greina HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær karlmann á fer- tugsaldri í gæsluvarðhald til 13. júlí að kröfu lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu vegna gruns um kynferðislega áreitni hans gegn fjórum stúlkubörnum á aldrinum 6-11 ára. Maðurinn var handtekinn í Breiðholti á miðvikudagskvöld þar sem hann hafði lokkað til sín börn með því að nota hamstra til að sýna þeim, að sögn lögregl- unnar. Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, en talið er að hann sé andlega vanheill. Gæslu- varðhaldskrafan var sett fram vegna rannsóknarhagsmuna. Eng- ar játningar liggja fyrir. Í gæslu vegna áreitni gegn börnum ♦♦♦ LÁTINN er á 86. ald- ursári Þorvaldur Þor- valdsson bílstjóri sem lengi var áberandi í mannlífi Reykjavíkur í starfi sínu. Hann ók meðal annars Jóhann- esi S. Kjarval oftar og lengur en aðrir og var honum gjarnan innan handar við vinnuferðir. Þorvaldur fæddist hinn 27. september 1921 á Þóroddsstöðum í Hrútafirði og ólst þar upp. Hann kvæntist Huldu Soffíu Arn- bergsdóttur árið 1949 og eignuðust þau fjögur börn. Þorvaldur starfaði við akstur alla tíð, ók lengi vörubílum en árið 1946 hóf hann leigubílaakstur hjá BSR og vann þar fram á eftir- launaaldur. Hann ók mörgum fyrir- mennum landsins í starfi sínu, en varð einkum þekktur fyrir akstur sinn með Kjarval. Í mörg ár ók hann Kjarval m.a. út á land, þar sem hann að- stoðaði hann gjarnan við að bera vinnuáhöld hans á löngum göngum í leit að hentugum vinnustað. Þorvaldur var sjálfur mikill list- unnandi og átti gjarnan vinnuskipti við þá lista- menn sem hann keyrði, auk þess sem hann keypti mikið af verk- um. Hann tók lengi þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og mætti meðal annars á alla lands- fundi flokksins frá árinu 1947. Þor- valdur hafði einnig mikinn áhuga á bæði skógrækt og ættfræði og sinnti þeim hugðarefnum af krafti eftir að hann lét af störfum sem bílstjóri. Andlát Þorvaldur Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.