Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 20
Á veitingahúsinu Icelandic fish
and chips er breskum óhollum
skyndibita breytt í íslenskan og
hollan mat. » 23
matur
Domo er staður þar sem mikið
hefur verið lagt í útlit og inn-
réttingu segir Steingrímur Sig-
urgeirsson. » 22
veitingahús
Ég er mjög jarðtengdmanneskja á þann hátt aðég sæki mikið út í náttúr-una. Þegar við Rúna eig-
um frí þá förum við út í skóg með
körfur og tínum jurtir til að hafa
með í blómvendi og skreytingar. Ís-
lensk náttúra býður upp á svo mikið
af fallegum efnivið til að nota og við
sperrumst upp þegar við komum út í
skóg. Ef við sjáum blóðberg þá tín-
um við það líka til að nota sem krydd
eða í te. Við eigum okkar leynistaði
hingað og þangað til skógarferða,
höfum jafnvel samið við fólk um að
fá að fara inn í garða hjá því til að
tína eitthvað sérstakt. Ég endur-
nærist rosalega við það að fara út í
náttúruna að tína jurtir og þó að
maður komi skítugur heim þá er það
góður og náttúrulegur skítur. Svo
smyrjum við gamaldags samlokur
og tökum með okkur sem nesti í
svona skógarferðum,“ segir Agnes
Lind Heiðarsdóttir sem á og rekur
blómabúðina Ráðhúsblóm í Banka-
stræti ásamt Rúnu Björgu Magn-
úsdóttur.
Kardimommubær í Skólastræti
Þær Agnes og Rúna standa fyrir
Hamingjumarkaði allar helgar í
sumar sem er útimarkaður stað-
settur í Skólastræti.
„Við Rúna köllum okkur stundum
grasrótarhreyfinguna Svali köttur
sem vinnur að því að skapa jákvætt
líf í miðborginni. Við erum búnar að
safna til okkar orkumiklu fólki sem
er tilbúið að sanna það að það er al-
veg hægt að vera með útimarkað á
Íslandi. Við þurfum ekki að fljúga
yfir hafið til að sækja þessa stemn-
ingu. Við ætlum að breyta Skóla-
strætinu í lítinn Kardimommubæ og
hafa bæinn blómstrandi. Ramminn
utan um markaðinn er hollusta og
hamingja enda verða allir eitt bros
sem koma á markaðinn.“
Spákonur í gúrútjaldinu
„Á markaðinum er hægt að kaupa
ávexti, grænmeti og kryddjurtir frá
bændum sem rækta lífrænt. Við
bjóðum að sjálfsögðu líka upp á æð-
isleg blóm sem eru svo góð fyrir sál-
ina og hún Fríða sem rekur Týndu
búðina í Bröttugötu hún selur í sínu
tjaldi indversk klæði úr vænum efn-
um, skartgripi, orkusteina og annað
skemmtilegt. Svo erum við með
gúrútjald þar sem er opið flæði og
núna um helgina verða þar tvær spá-
konur, önnur spáir í tarot-spil en hin
les úr kortum. Við höfum líka fengið
marga listamenn til liðs við okkur og
þarna verða málarar sem sitja og
mála, tónlistarfólki er einnig vel-
komið að koma og taka eitt, tvö lög
upp við staur. Okkur finnst alveg
nauðsynlegt að það sé eitthvað um
að vera í miðborginni og fyrst eng-
inn annar nennir að gera það þá ger-
um við það bara sjálfar og tökum
litlu gulu hænuna til fyrirmyndar.“
Þær vinkonurnar eru að sjálf-
sögðu mjög ánægðar með sólríku
dagana sem verið hafa undanfarið
en þær ætla ekki að láta veðrið
stoppa sig þó það dragi fyrir sólu.
„Við erum búnar að undirbúa okkur
fyrir rigningu. Við förum bara í
regnstakka ef vætan lætur á sér
kræla og skýlum málurunum með
einhverju vatnsheldu.“
Agnes segist hafa gaman af
göngutúrum þó hún hafi ekki langa
afrekaskrá í því að sigra fjöll. „Ég
get þó stært mig af því að hafa farið
þrisvar upp Esjuna og einu sinni hef
ég gengið Laugaveginn. Í frítíma
mínum finnst mér líka rosalega
gaman að elda góðan mat og stunda
tilraunastarfsemi í eldhúsinu og
bjóða fólki heim en því miður gefst
ekki mikill tími til þess af því við
Rúna gefum okkar allar í Ham-
ingjumarkaðinn og við tökum ekkert
sumarfrí þetta árið. Blómabúðin tek-
ur líka sinn tíma enda finnst okkur
gaman að selja blóm.“
khk@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Túlípanagleði Þær Agnes og Rúna leggja sitt af mörkum til að gera miðborgina líflegri og skemmtilegri.
Hún er ekki ólík litlu
gulu hænunni sem
gengur sjálf í verkin ef
engin annar nennir því.
Kristín Heiða Krist-
insdóttir spjallaði
við konu sem stendur
fyrir Hamingjumarkaði
ásamt vinkonu sinni.
Morgunblaðið/Sverrir
Útimarkaður Það kennir ýmissa grasa á Hamingjumarkaðnum.
Svali köttur
býður upp á
hamingju
Maður nokkur vildi finna út hvertværi leyndarmálið á bakvið far-sælt hjónaband og því ferðaðisthann ásamt vini sínum um
Bandaríkin og tók viðtöl við fjöldann allan af
hjónum sem höfðu verið í hjónabandi í fjöru-
tíu ár eða lengur og voru enn hamingjusöm.
Frá þessu er sagt á vefmiðli MSNBC en fé-
lagarnir gáfu í framhaldinu út bókina „Proj-
ect Everlasting“ og niðurstöður þeirra af
ferðalaginu voru að eftirfarandi sjö atriði séu
nauðsynleg til að vel gangi í hjónabandinu:
1: Ekki líta á skilnað sem valmöguleika.
Það virðist vera grundvallaratriði að ganga
í hjónaband með því hugarfari að skilnaður
muni aldrei koma til greina. Fyrir vikið eru
báðir aðilar opnir fyrir því að finna lausnir á
þeim vandamálum sem upp kunna að koma í
sambúðinni. En ef fíkn, ofbeldi eða annað
sýkir hjónabandið illa, þá verður fólk að láta
heilsu sína og velferð ganga fyrir.
2: Fullkomin hjónabönd eru ekki til, aðeins
fullkomnar stundir.
Þessari staðreynd verður fólk að gera sér
grein fyrir: Það er mikil vinna að viðhalda góðu
hjónabandi og fólk verður að vera tilbúið að
vinna hana. Hjónaband er ekki aðeins dans á
rósum, því fylgja nefnilega líka þyrnar og ann-
að óþægilegt. Lærið að láta ykkur þykja vænt
um gallana eða það sem fer í taugarnar á ykk-
ur í fari makans. Þolinmæði er lykilatriði.
3: Ekki byrgja inni gremjuna.
Hjón verða að vera opin og segja hug sinn
hvort við annað, líka erfiðu hlutina. Alls ekki
láta gremjuna hlaðast upp, því þá getur soðið
svo skelfilega upp úr. Tala saman. Tjá sig. Um
allt. Rífast frekar en að þegja. Hreinsa loftið.
4: Aldrei láta rómantíkina lönd og leið.
Galdurinn er að eiga sem flestar og bestar
stundir saman. Nauðsynlegt er að fara reglu-
lega saman tvö ein í helgarfrí og endurvekja
blossann. Jafnvel eiga daglega fimmtán mín-
útur út af fyrir sig þar sem athyglin er einvörð-
ungu á hvort annað, án ALLRAR truflunar.
5: Ást gengur út á að gefa.
Báðir aðilar ættu að ganga í hjónaband með
því hugarfari að þeir ætli að gefa 60% en
þiggja 40%. Setja maka sinn og hjónabandið
ævinlega í fyrsta sæti. Sjálfhverfa og sjálfs-
elska er ekki gott veganesti inn í hjónaband.
6: Njótið hversdagsstundanna.
Ekki taka makann sem sjálfsagðan hlut og
minnið ykkur á að lífið er stutt. Njótið nær-
veru hvort annars á meðan þið hafið hvort ann-
að.
7: Agi og virðing.
Ást getur aldrei þrifist án virðingar. Veljið
orð ykkar gaumgæfilega. Látið ekki ljót orð
falla í hita leiksins.
Sjö ráð að farsælu og löngu hjónabandi
Reuters
Hjónabandssæla Það er mikilvægt að gefa
sér tíma til að hlúa að sambandinu.
Að fólk heimsæki Snæfells-
nesið í frítíma sínum, beggja
megin. Skreppi í Hólminn, sigli
um Breiðafjarðareyjarnar,
kyssi jökulinn og komi við á
Búðum.
Að hlusta á lagið Perfect
Day með Lou Read á björtum
sólardögum af því að það bætir
geðið.
Að fara í Bernhöftsbakarí á
sunnudagsmorgnum og kaupa
eitthvað gott með kaffinu.
Að fylla húsið sitt með glöð-
um og litríkum blómum hverrar
tegundar sem þau eru.
Agnes Lind mælir með
Hamingjumarkaðurinn er í Skóla-
stræti alla laugardaga og sunnu-
daga í sumar kl. 12-18. Skólastræti
er lítil gata sem liggur út frá
Bankastræti að Amtmannsstíg.
daglegtlíf
|föstudagur|6. 7. 2007| mbl.is