Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 47
bmvalla.is
BM Vallá – stærri og sterkari
BM Vallá og Límtré Vírnet hafa um langt árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og
gegnt forystuhlutverki í framleiðslu fyrir íslenskan byggingavörumarkað, hvort á sínu sviði.
Sameining þessara fyrirtækja er nú orðin að veruleika undir merkjum BM Vallá. Þar er saman
komin áratuga þekking og reynsla í framleiðslu og lausnum fyrir íslenska byggingaraðila.
Af nógu er að taka þegar litið er á úrvalið.
Nýtt símanúmer 412 5000
Ný heimasíða bmvalla.is
Kynntu þér málið á nýrri og glæsilegri heimasíðu okkar bmvalla.is
ar
gu
s
0
7
-0
4
5
6
SHARPE’S CHALLENGE
(Sjónvarpið kl. 21.50)
Tveimur árum eftir að hertoginn af
Wellington sigrar Napóleon sendir
hann hetjuna Sharpe til þess að
lækka rostann í Indverjum. Spenn-
andi og vel leikin sjónvarpsmynd úr
vandaðri þáttaröð. MOON OVER PARADOR
(Stöð 2 kl. 22.55) Amerískur leikari
er fenginn til þess að leika einræð-
isherra í S-Ameríku, enda nauðalíkur
honum, og lendir auðvitað í bragð-
vondu þegar hann kemur suður eftir.
Bíður upp á kómískar uppákomur en
Mazursky nýtir fátt og klúðrar flest-
um möguleikum sem kringumstæð-
urnar bjóða. Dreyfuss er ágætur í öll-
um sínum taugaæsingi. PEARL HARBOR
(Stöð 2 kl. 00:35) Mikið má Perluhöfn
þola. Fyrst Japani, síðan vandræða-
lega og ómarkvissa kvikmyndagerð
sem gerir lítið fyrir áhorfendur og
enn minna fyrir minninguna um níð-
ingsverkin. ANOTHER PRETTY FACE
(Stöð 2 bíó kl. 18.00) Hnyttin ádeila á
æskudýrkunina og endar á réttum
nótum. Gamlingjar allra landa, kaup-
ið ykkur sportbíl og extreme makeo-
ver. YOU GOT SERVED
(Stöð 2 bíó kl. 20.00) Hipphoppdans-
arar fá vinina til að æfa með sér dans-
atriði til að geta sigrað andstæð-
ingana. Frábærir dansar í
miðlungsmynd. THE MISSING
(Stöð 2 bíó kl. 22.00) Hádramatískt
samband feðgina í villta vestrinu er í
eðli sínu ótrúverðugt, aðeins stór-
leikur Jones og Blanchett bjargar því
frá hruni. Hins vegar er ýmislegt bet-
ur gert í textanum, hvað snertir
þekkingu og virðingu fyrir lífsskoð-
unum og trúarbrögðum frumbyggj-
anna og hatrið og vantraustið sem
ríkir á milli kynþáttanna er sannfær-
andi áleitið. FÖSTUDAGSBÍÓ CRAZY IN ALABAMA(Sjónvarpið kl. 23.35)
Mjög grótesk á
köflum og fær
leikstjórinn
Banderas rós í
hnappagatið
fyrir að skila
mörgu af því
sem gerir hana
áhugaverða á
skjáinn. Þó
fatast honum
flugið á köflum,
sérstaklega í
fyrri hlutanum.
Á heildina litið
er þó á ferðinni
ágæt kvikmynd sem færir alvarlega frá-
sögn í nokkuð skemmtilegan bún-
ing. Sæbjörn Valdimarsson
Föstudagur
<til ferðalaga>
Gaukur á Stöng
Changer, Bootlegs, I Adapt
og Trassar
Players
Greifarnir
Oliver
DJ JBK
Sólon
DJ Brynjar Már
Glaumbar
DJ Tempó
Hverfisbarinn
Uppistand
Kringlukráin
Stuðbandalagið
Prikið
Trúbadorinn Jude og DJ Daði
Vegamót
DJ Simon
Laugardagur
<til leti>
Jómfrúin
Tríó Björns Thoroddsen
Smárinn
Bubbi og Stríð og friður, Björgvin
Halldórs og Brimkló, Hara-systur
og Lay Low.
Tony’s County
DJ Ghozt
Oliver
DJ Daði
Sólon
DJ Rikko G og DJ Brynjar Már
Glaumbar
DJ Tempó
Hverfisbarinn
Danni De Luxxxx og DJ Coc La Roc
Kringlukráin
Stuðbandalagið
Nasa
Gay Pride upphitun
Players
Vítamín
Prikið
Hús DJ og Biggi Maus
Vegamót
Danni Deluxe
Sunnudagur
<til sólbaða>
Oliver
DJ’s Hang out
Greifarnir Hafa engu gleymt og
halda tónleika um helgina.
Morgunblaðið/Ómar
Hress Hara systur halda tónleika
um helgina og Páll Óskar ætlar að
hita upp fyrir Gay Pride.
ÞETTA HELST UM HELGINA»
UPPTÖKUSTJÓRINN Mark Ron-
son vill sitja við takkaborðið þegar
næsta James Bond-lag verður tekið
upp. Ronson, sem tók upp síðustu
plötu Amy Winehouse, Back to
Black, segir að hann sé viss um að
Winehouse verði fengin til að
syngja titillag næstu myndar og að
hann hafi þegar hótað henni vin-
slitum velji hún einhvern annan til
að stjórna upptökum á laginu. „Það
hefur lengi verið draumur minn að
taka upp lag í Bond-mynd og ég
sagði við Amy að það væri henni
fyrir bestu að velja mig sem upp-
tökustjóra.“
Tónskáldið David Arnold hefur
séð um síðustu þrjú titillög Bond-
myndanna og hefur hann lýst því
yfir að hann sé mikill aðdáandi
Winehouse. „Hún gaf út bestu plötu
síðasta árs og ég trúi því að hún sé
tilvalin fyrir næsta Bond-lag sem
kæmi út á næsta ári. Við erum að
verða tilbúin með handritið, en
myndin verður eins konar framhald
af síðustu mynd, Casino Royale.“
Winehouse í
næsta Bond-lagi?
Amy Winehouse