Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 25
m við
ur.“
efur verið
ki nógu
hafa
færast
undan sjávarútvegsráðuneytinu.
„Það válega við þetta allt saman
er að við höfum talað fyrir allt of
daufum eyrum á undanförnum árum
og erum í raun komin í mjög krapp-
an dans, að okkar mati, vegna þess
að ekki hefur verið farið að okkar til-
lögum,“ segir Jóhann. Hann bendir
á að farið hafi verið nálægt einni
milljón tonna af þorski framúr ráð-
gjöf Hafrannsóknastofnunar síðan
aflamarkskerfið tók gildi 1984 og að-
eins einu sinni hafi verið veitt minna
en lagt hafi verið til. „Að gera vistun
Hafrannsóknastofnunar og tengsl
hennar við ráðuneyti eða hags-
munaaðila að meginmáli nú þegar
við erum boðberar válegra tíðinda
finnst mér vera til að dreifa málinu
og ég vara við því. Aðalmálið er að
einhenda sér í að taka á þessari al-
varlegu stöðu sem stofninn er í. Nið-
urstaðan getur ekki verið háð út-
tektaraðilanum eða
sérfræðingunum sem að þessu
vinna. Til þess er staðan of skýr.
Stofnúttektin á þorski er afar fag-
lega unnin, byggð á tiltölulega góð-
um gögnum og á í raun ekki að vera
meginágreiningsefni í þessari um-
ræðu. Að henni lokinni geta menn
svo rætt um það hvort rannsókn-
unum sé betur fyrir komið með öðr-
um hætti en nú er eða hvort stofn-
unin sem slík sé vistuð með öðrum
hætti. Hér vinnur fólk af metnaði,
samviskusemi og mikilli faglegri
færni að því að finna út úr því hvað
er rétt og hvað er rangt í þessum
efnum, að komast að sem áreið-
anlegastri niðurstöðu, óháð ann-
arlegum hagsmunaáhrifum eða
þrýstingi. Ég get ekki ímyndað mér
að Hafrannsóknastofnunin kæmi
með aðra tillögu þótt hún væri undir
öðru ráðuneyti eða Háskóla Íslands.
Hins vegar er mikilvægt að gera sér
grein fyrir því að það er varasamt að
þessari rannsóknarstarfsemi sé
dreift um of á milli margra aðila. Við
höfum lagt okkur mikið fram við að
koma á fót verkefnum í samstarfi við
háskólastofnanir, sem þannig stuðl-
ar að nýliðun í greininni. Það hefur
borið frjóan ávöxt og er afar mik-
ilvægt. Hafrannsóknastofnun starf-
ar í mjög alþjóðlegu umhverfi og er
ekki í lokuðu boxi á Skúlagötu 4 með
einhverjar aðferðir sem sérvitringar
hér á bæ einir nota. Hér er hópur
sérfræðinga í fremstu röð. Þeir
ræða um hlutina, fjalla um og meta
með bestu fáanlegu aðferðarfræði
sem við teljum að sé í boði. Við erum
í miklu samstarfi á vettvangi Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins, við er-
lenda háskóla og rannsóknastofn-
anir. Það er því langt því frá að við
séum í einhverjum fílabeinsturni að
ástunda úrelt vinnubrögð heldur
gerum við okkur far um að tileinka
okkur það besta sem til er á þessu
sviði. Þó svo að því sé ekki að neita
að stofnunin hafi búið við vissan fjár-
skort þá horfa erlendir sérfræðingar
mjög til Íslands vegna þess að menn
telja að við stöndum mjög vel að
gagnasöfnun og séum að mörgu
leyti í góðri stöðu til að iðka þessi
fræði betur en víðast hvar gerist.
Það kemur meðal annars til vegna
þess að við höfum átt ágætt sam-
starf við sjómenn og hagsmunaaðila
í greininni og þótt stundum blási
hvassir vindar um Hafrann-
sóknastofnun frá atvinnugreininni
og menn greini á um einstaka þætti
og túlkun á rannsóknum eru menn
almennt sammála um að vísindaleg
nálgun sé í raun og veru eina leiðin
sem menn geta viðhaft. Það dregur
ekki úr mikilvægi þess að þekking í
atvinnugreininni sé nýtt með skipu-
lögðum hætti. Sjómenn og útgerð-
armenn búa yfir gríðarlega mikilli
þekkingu og þótt oft vanti heild-
arsýn um viðkomandi fiskistofn er
mjög mikilvægt að við séum í stöð-
ugu og virku sambandi við sjómenn
og aðra sem vinna í atvinnugreininni
til að tryggja að sú þekking, sem
þeir búa yfir, sé alltaf á borðinu hjá
okkur. Við höfum ákveðna að-
ferðafræði til að nálgast þessa þekk-
ingu og í því sambandi má nefna að
fiskifræðingur, sem er á vakt í veiði-
eftirlitinu, fylgist mjög vel með afla-
brögðum á hverjum tíma, hvar
veiðist smáfiskur og svo framvegis.
Þannig höfum við tengsl við skip-
stjórnarmenn víða um land 24 tíma
á sólarhring nánast allt árið um
kring. Síðan höfum við sett á lagg-
irnar samstarfshópa um ákveðna
þætti okkar rannsókna þar sem við
köllum til skipstjórnarmenn og sér-
fræðinga úr atvinnugreininni. Einn
virkasti hópurinn er samráðshópur
um þorskrannsóknir. Ég hef sagt að
það sé enginn fullskapaður fiski-
fræðingur til nema hann hafi lært að
tileinka sér þá þekkingu sem býr í
því fólki sem vinnur við fiskveið-
arnar. Hafrannsóknastofnuninni er
ætlað að vera hlutlaus rannsóknar-
og ráðgjafaraðili, eins konar vörslu-
aðili auðlindarinnar fyrir hönd þjóð-
arinnar. Okkur er falið að meta
ástandið með hlutlausum aðferðum
þannig að sjálfbærni fiskistofna sé
tryggð. Okkur hefur að mörgu leyti
tekist betur til en víða annars stað-
ar, ekki síst vegna öflugra tengsla
við þá sem stunda sjóinn.“
Hagsmunatengd sýn
Jóhann segir að nýleg yfirferð
Morgunblaðsins kringum landið
endurspegli hlut sem Hafrann-
sóknastofnun þekki vel, þ.e. töluvert
hagsmunatengda sýn aðila á ástand-
ið. Vestfirðingar segi gjarnan að
loka eigi fyrir allar netaveiðar og
banna veiðar á hrygningarfiski en
þeir á suðvesturhorni landsins segi
að banna eigi allt smáfiskadráp.
„Við teljum að huga þurfi að hvoru-
tveggja,“ segir Jóhann og leggur
áherslu á mikilvægi þess nú að huga
sérstaklega að stóra fiskinum og
vernda hann. Stofnunin hafi verið
með tillögur 2003 sem hafi gengið
mun lengra en stjórnvöld og at-
vinnugreinin hafi treyst sér til að
fylgja og lagt hafi verið til við sjáv-
arútvegsráðherra að aftur verði far-
ið yfir þessar og aðrar framkomnar
tillögur um verndun þorsks á
hrygningartíma til að styrkja stöðu
hans. Eins sé mikilvægt að vernda
smáfiskinn því mjög miklu skipti að
ungur fiskur fái að bæta við sig
þyngd. Þorskur frá þriggja til fjög-
urra ára aldri bæti við sig 80 til
100% af þyngd á milli ára að teknu
tilliti til náttúrulegra affalla og
þorskur frá fjögurra til fimm ára
aldurs þyngist jafnvel um 40 til 50%.
„Það er mjög óskynsamlegt að veiða
fisk þegar hann er ungur og við vilj-
um hafa ákveðið hlutfall af stórum,
gömlum fiski í stofninum til að auka
líkurnar á góðri nýliðun. Við það að
minnka veiðiálagið fæst hærra hlut-
fall af eldri fiski og uppvaxandi ár-
gangar af ungfiski verða betur nýtt-
ir.“
Stofn og breidd
Jóhann leggur áherslu á að tillaga
Hafrannsóknastofnunar um 130
þúsund tonna þorskkvóta snúi að
því að byggja upp hrygningarstofn-
inn og fá meiri aldursbreidd. 2001-
árgangurinn ætti að vera að koma á
fullum þunga inn í veiðina en hann
sé mjög lítill og því muni veiðistofn-
inn minnka strax á næsta ári. Þess
vegna sé mikilvægt að draga úr
sókninni svo efniviðurinn í stofn-
inum á komandi árum fái að gefa af
sér það sem hann geti.
Að sögn Jóhanns skipta 40 til 50
þúsund tonn til eða frá mjög miklu
máli við ákvörðun aflamarksins.
Eins og aflareglan hafi verið út-
hugsuð hafi verið stefnt að því að
það gæti orðið hófleg eða skyn-
samleg nýting til langs tíma litið að
veiða 25% af viðmiðunarstofni á
hverjum tíma, ef stofninn væri í
góðu ásigkomulagi. Af ýmsum
ástæðum hafi framúrkeyrslan orðið
um 20%. Með því að taka 160 þús-
und tonn væri verið að veiða um
27% af veiðistofninum. „Að veiða
150 til 170 þúsund tonn núna er ávís-
un á versnandi stöðu á komandi ár-
um.“
steinthor@mbl.is
ninn í kröppum dansi
Morgunblaðið/Sverrir
sson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir tillögur stofnunarinnar snúast um framtíðina, að byggja upp stærri stofn og meiri breidd.
&
!
#
'66789::;
MQ+6%9!!HF4
0!
'"!
H7!00"!'
."!&
J6%+,!(06" %!.
!'@!
%%!
'!0J6".7!0(0".EEGRH
EEE H H; H HG
"!%+ (''!" !!++(6!K,+7!'
>&
1 #
'66'/
'66</
9:::
9::=
'66' '66<
9::: 9::=
'6<<89::=
EG EF EF EE EE H H
M!00!EEGRH
!"7+Q0
.
6+Q!6&M4
.$%0J6%+5
,!(06" %!.
!,900&
#7!,90087.8(0+/+
0".I
6
%!
'!+/+
0".7!0(0".%!7
HRH<
++(0"!.666.
6.'"6"
67+0
Q!!$+"%++%'6
!
+ !
46
+6"'+C'"!7
!'!@+6"
&
!
#
+
<<89::=
EG EF EF EE EE H H
Í FRÉTTASKÝRINGU í Morgunblaðinu í fyrradag kom fram að líklegt
væri að brottkast skipti þúsundum, jafnvel tugþúsundum tonna, á ári og
veiði á þorski væri um 40 þúsund tonnum meiri en heimildir væru fyrir.
Jóhann segir að Hafrannsóknastofnun ásamt Fiskistofu hafi reynt að
áætla brottkast og 2005 hafi brottkast þorsks verið 1,27% af lönduðum
afla eða talsvert meira en 2002 til 2004 en minna en 2001. Niðurstöð-
urnar bendi til þess að brottkastið sé nokkur þúsund tonn en ekki tugir
þúsunda tonna. „Ef þetta er rétt niðurstaða hjá okkur hefur brottkastið
ekki áhrif á meginniðurstöðu okkar en öðru gegnir sé það verulega
meira, og sama á við um ólöglegan afla,“ segir Jóhann. Hann bætir við
að brottkast á smáfiski gæti verið hluti af vægu ofmati undanfarin ár en
brottkast og ólöglegur afli þurfi að vera stórfelld til að það hafi áhrif á
stofnmatið, einkum að það hafi breyst með kerfisbundnum hætti und-
anfarin ár. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að sjómenn og út-
vegsmenn séu eins og aðrir Íslendingar, löghlýðið fólk upp til hópa.“
Sjómenn og útgerðar-
menn löghlýðið fólk