Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SigfríðurBjörnsdóttir fæddist í Bólstað- arhlíð í Vest- mannaeyjum 11. september 1926. Hún lést á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 30. júní síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ingibjarg- ar Ólafsdóttur frá Eyvindarholti, f. 12.4. 1895, d. 22.6. 1976, og Björns Bjarnasonar frá Hlaðbæ, f. 3.3. 1893, d. 26.9. 1947. Systkini Sigfríðar eru Halldóra, f. 1922, Sigríður, f. 1923, Jón, f. 1924, Kristín, f. 1925, Perla, f. 1928, Soffía, f. 1933, Bjarni Ólaf- ur, f. 1935, d. 1959, og samfeðra var Ólafur Kristinn, f. 1919, d. 1997. Sigfríður var alltaf kölluð Fríða frá Bólstaðarhlíð. Hún giftist 25.12. 1947 Sigursteini Mar- inóssyni pípara, f. 9.7. 1927. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg Birna, f. 21.9. 1947, gift Leifi Gunnarssyni, f. 16.2. 1947, börn þeirra eru a) Gunnar Guðni, kvæntur Ástu Kristjánsdóttur, dætur þeirra Andrea og Agnes, og b) Sig- ursteinn Bjarni, kvæntur Helgu Björk Ólafsdóttur, börn þeirra eru Björn, Inga Birna og Berta. 2) Sig- urvin Marinó, f. 7.12. 1952, kvænt- ur Marý Ólöfu Kolbeinsdóttur, f. 24.11. 1955, börn þeirra eru a) Heiða Björk, í sambúð með Hann- esi Auðunarsyni, börn þeirra eru Aníta Marý, Gunnar Pálmi, Marinó og sonur fæddur 29.6. 2007, b) Bjarni Ólaf- ur, í sambúð með Tinnu Tómasdóttur, dóttir þeirra er Emelía Ögn, c) Ingi- björg, f. 7.6. 1983, d. 29.5. 1987, d) Ingi- björg Ósk og e) Sig- ursteinn. 3) Guðbjörg Hrönn, f. 17.2. 1956, gift Halldóri Sveins- syni, f. 16.10. 1956, börn þeirra eru a) Fríða Hrönn, dóttir hennar er Guðbjörg Sól, b) Ágúst, unnusta Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir. 4) Ester, gift Páli Hallgrímssyni, börn þeirra eru a) Einar Sævar b) Birkir Þór og c) Thelma Hrönn. Fríða fór í Húsmæðraskólann á Hallormsstað ásamt Stínu systur sinni árin 1944-1945. Hún vann við fyrirtækið Miðstöðina sem þau hjónin ráku, þar sá hún um skrif- stofuhald til margra ára, ásamt því að afgreiða í búðinni. Heimili hennar stóð opið fyrir gestum og gangandi og margir sem komu við á Faxastígnum og fengu kaffisopa hjá Fríðu og Didda. Fríða og Diddi eiga sumarbústaðinn Bólstað- arhlíð í Vaðnesi, Grímsnesi ásamt börnum sínum. Útför Fríðu frá Bólstaðarhlíð verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku hjartans móðir blíða. Mikið var ég búinn að kvíða þeirri stundu er þú kveddir þetta líf. Sorgin er mikil en líka léttir vegna þess að þrautum þínum er lokið og þú ert komin til þeirra sem fóru á undan þér. Kvöldið áður en þú kvaddir eignaðist Heiða lítinn dreng og kom með hann til þín um morguninn, hún lagði hann hjá þér og þú virtist alveg skynja það. Tæpum klukkutíma seinna varstu farin. Það er stutt á milli gleði og sorgar. Við vorum ekki búin að þurrka gleðitárin þegar sorgartárin byrjuðu að renna. Það er erfitt að kveðja þig elsku mamma. Þú varst jákvæðasta og elskulegasta manneskja sem ég hef kynnst. Þú varst alltaf tilbúin ef einhver þurfti á þér að halda, alltaf blíð og góð. Börn- in okkar sjá á eftir yndislegri ömmu. Þú varst fyrirmynd mín á svo marg- an hátt. Elsku pabbi, Inga Birna, Guðbjörg, Ester og fjölskyldur, minningin um frábæra og kærleiks- ríka konu lifir í okkur öllum. Ég kveð þig mamma með sorg í hjarta. þú farin ert á himnafund. Ég reyni að hugsa um framtíð bjarta er ég hugsa um þína björtu lund. Þú alltaf varst sem sterkur klettur á líf þitt fellur hvergi blettur á lífsbraut þinni vaxa blóm. Ég veit að góður Guð þig geymir í faðmi hans þú hvílir rótt farðu í friði og vel þig dreymi þinn sonur býður góða nótt. (Elfa Kolbeinsd.) Þinn sonur Marinó. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Elsku mamma. Þegar ég hugsa um að skrifa kveðjuorð til þín þá eru þetta fyrstu orðin sem koma mér í huga. Þessi orð segja svo mikið um þig vegna þess að þú gafst svo mik- inn kærleika og ást til okkar allra í fjölskyldunni. Og mikið er ég þakk- lát fyrir það. Þú stóðst þig eins og hetja eins og alltaf í þínum veikind- um, aldrei kvartaðir þú. Veikindi þín eru búin að standa í meira en 40 ár eða frá því að þú fórst í hjartaaðgerð til London. En það var ekki til í þín- um huga að gefast upp, þú fannst alltaf góðu hlutina í kringum þig og sást alltaf til sólar sama hvað á gekk. Þú ólst upp í stórum systkinahópi, sem eru systkinin frá Bólstaðarhlíð í Vestmannaeyjum. Það hefur verið einstakt að fylgjast með ykkur, þið hafið verið svo samrýnd og einstök í alla staði. Ennþá hittist þið í öllum afmælum og þá er sko gaman hjá ykkur, það er eins og í fuglabjargi, mikið spjallað og hlegið. Ég tel þetta vera mikinn fjársjóð þegar fólk fer að eldast að eiga svona samfélag saman. Þín verður sannarlega sárt saknað í þeim hópi. Þið pabbi hafið fetað veginn saman í 60 ár og mikið hafið þið reynst okkur systkinum vel, og verið okkur góðar fyrirmynd- ir. Þið rákuð Miðstöðina saman og þú sást um bókhaldið, ég get ekki al- veg skilið hvað þú komst yfir mikið í þá daga, en þú varst oft komin á fæt- ur um 5 á morgnana, þá heyrði ég oft malið í saumavélinni, þá varst þú að sauma á okkur einhverja fallega flík t.d. heilu dragtirnar, kjóla og margt fleira. Fyrir utan að það var alltaf komið í kaffi til þín kl. 10 og 3 og síð- an varst þú með hádegismat og kvöldmat og vannst í búðinni, en þú hafðir alltaf tíma, hvort sem það var til að sinna barnabörnunum eða spjalla við okkur. Ég held að þú hafir hringt minnst þrisvar á dag til mín í mörg ár. Halldóri mínum fannst þetta nú of mikið en mér fannst alltaf jafn gott að heyra í þér. Mín fyrsta minning um þig finnst mér vera á þjóðhátíð þegar ég var sofnuð undir teppi á dívaninum í hvíta þjóðhátíð- artjaldinu og þú vaktir mig til að sjá brennuna . Þið pabbi voruð alltaf á þjóðhátíð með tjald og eruð alveg bú- in að sjá til þess að henni hef ég ekki sleppt ennþá frá því ég fæddist. Þið komuð alltaf heim með okkur krökk- unum eftir brennu og síðan seinni ár- in sáuð þið um að passa barnabörnin enda hafið þið verið alveg reglusöm á vín og tóbak sem ég tel vera mikinn auð. Það var svo gaman að sjá hvað þú fylgdist vel með öllum barnabörn- unum þínum, ég held meira að segja að þú hafir ekki viljað kveðja nema vera búin að sjá börnin hennar Est- erar sem komu frá Svíþjóð að hitta þig. Enda hittir þú þau á föstudaginn og það var auðséð að þú varst svo glöð að sjá þau. Mig langar að nota tækifærið og þakka starfsfólki Heilbrigðisstofn- unar Vestmannaeyja fyrir kærleik og hlýju sem það sýndi þér í veik- indum þínum. Þú varst svo þakklát fyrir þau og þau fyrir þig og veit ég að þín er saknað þar eins og á þeim stöðum þar sem þú komst við í lífinu. Elsku mamma, takk fyrir allt, ég skal huga vel að pabba. Vertu Guði falin. Þín, Guðbjörg Hrönn. Elsku hjartans mamma mín, þá er komið að kveðjustund. Þessar síð- ustu vikur hafa verið þér erfiðar og erfitt að horfa upp á þig svona veika. Núna veit ég að þér líður betur og ert laus frá öllum þjáningum. Mig langar svo elsku mamma að þakka þér fyrir svo margt. Ekki bara fyrir að vera besta mamma í heimi og að vera best og langt flottust eins og Mari bróðir var alltaf að segja við þig. Heldur líka fyrir alla ástina, væntumþykjuna, góðu faðmlögin og bara að þú varst nákvæmleg eins og þú varst. Þú ert fædd inn í stóra og góða fjölskyldu. Af átta systkinum voru þið sex systurnar búsettar hér í eyj- um og var oft glatt á hjalla þegar þið hittust. Þori ég næstum því að segja að það hafa aldrei verið þögn á þess- um samkundum ykkar og yfirleitt talaði hver í kappi við aðra svo pabba var nóg um stundum. Þið pabbi hafið verið gift í tæp sex- tíu ár og hefðuð átt sextíu ára brúð- kaupsafmæli næstu jól eða á jóladag. Þið voruð svo samrýmd og samstiga í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hend- ur og þá sérstaklega í sambandi við fjölskylduna. Vilduð allt fyrir okkur gera og mamma ef einhver átti um sárt að binda hvort sem það var inn- an fjölskyldunnar eða ekki þá vildir þú geta hjálpað til. Það lýsir þér svo vel eitt atvik sem gerðist upp á spít- ala. Amma Maja eins og hún er köll- uð hér hjá okkur lá með þér á stof- unni upp á spítala. Hún er svo yndisleg og hjartahlý kona og vildi alltaf vera að breiða sængina ofan á þig en þú varst svo heitfeng og varst ekkert fyrir að vera mikið með sængina ofan á þér. Í eitt skipti af mörgum hefur henni fundist þú eitt- hvað vera kuldaleg og vildi breiða of- an á þig og þá segir þú við hana: „Maja mín þú mátt alveg breiða ofan á mig, því þá líður þér svo miklu bet- ur.“ Mig langar líka að þakka öllu starfsfólki heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir hvað þið voruð góðar við hana. Þið eruð alveg ein- stakar og voruð að gera hluti sem var langt fyrir utan ykkar starf. Verð ég ykkur ævinlega þakklát fyr- ir þetta. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku mamma mín, ég geymi allar stundirnar okkar í hjarta mínu . Guð geymi þig. Þín litla stelpa, Ester. Það er glaðasólskin og blíðskap- arveður og Eyjarnar skarta sínu feg- ursta í allri sinni litadýrð. Að koma heim þegar eyjarnar eru í sínum sparibúning eru ákveðin forréttindi eins og það voru forréttindi að fá kynnast konu eins og henni Fríðu í Bólstaðarhlíð. Tengdamóðir mín hún Fríða í Ból- staðarhlíð var einstök kona. Ég kynntist henni þegar ég hitti konu mína fyrir tæpum tuttugu árum, reyndar vissi ég hver þessi kona var því ég þekkti frændurna hennar Est- erar konu minnar, þá Gunnar og Didda, sem oft voru hjá Fríðu ömmu og Didda afa. Þá þegar var eitthvað sérstakt við þessa konu sem erfitt var að útskýra en allir báru virðingu fyrir og drógust að. Kynni mín við tengdamóður mína voru alltaf góð og vorum við alltaf hinir bestu vinir, og var mjög gott að eiga hana að í einu og öllu. Oft er það í gegnum mat- arboð sem fyrstu kynni verða við tengdaforeldra og var engin undan- tekning í mínu tilfelli. Var mér boðið út að borða og var reynt að hafa sig til svo ekki yrði ég mér til skammar við fyrstu kynnin. Við hittumst síðan öll á Laugarási og borðuðum góðan mat og spjölluðum, og þar sem ég og tengdapabbi höfðum mikinn áhuga á fótbolta gátum við spjallað saman og þá gekk þetta slysalaust fyrir sig. Á jóladag var síðan haldin árleg mat- arveisla þeirra Fríðu og Didda fyrir öll börnin og barnabörn og barna- barnabörn, en það var brúðkaups- dagur þeirra hjóna og hefðu þau haldið upp á 60 ára brúðkaupsafmæli næstu jól ef Fríða hefði lifað. Ekki þurfti ég kvíða fyrir þessari veislu, því vel var tekið á móti kauða og alla götur síðan. Einnig fékk ég fljótt mikla matarást á tengdamóður minni sem alltaf var með góðan mat og bakað brauð, og ekki síst pönnu- kökur sem ábyggilega voru þær bestu í heimi. Síðan þá hefur oft ver- ið setið í eldhúsinu hjá Fríðu og í góðu yfirlæti. Það er ekki auðvelt í stuttri kveðju sem þessari að lýsa öllum hennar eiginleikum en það sem var einna mest áberandi var hennar óbilandi bjartsýni, jákvæðni og trú á það góða. Hún gerði aldrei mun á fólki, og hjálpaði þeim sem minna máttu sín, slíkt er öllum auði betra, því í skugganum af gleðinni standa margir. Fríða hefur þurft að glíma við ýmsa sjúkdóma á sinni lífs- tíð en aldrei kvartaði hún eða lét illa af sér heldur gerði hún alltaf lítið úr sínum veikindum og reyndi þess í stað að létta undir með öðrum sem áttu sárt um að binda. Ekki verður sagt frá henni Fríðu nema hafa hann Didda með og hafa þau alltaf verið sem eitt í mínum augum. Hann hefur verið góður eiginmaður og vinur, og staðið við hlið hennar eins og klettur í hennar veikindum alla tíð. Þessir síðustu mánuðir hafa verið Fríðu erfiðir og þrek gefið sig. Hún and- aðist á sjúkrahúsi í Vestmannaeyj- um umvafin sínum börnum og fjöl- skyldu. Ég vil þakka henni samfylgdina og allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína og um leið votta tengdapabba og systkinum samúð mína. Far vel til fegri heima. Þinn tengdasonur Páll Hallgrímsson. Ég vil í fáum orðum minnast tengdamóður minnar, hennar Fríðu í Bólstaðarhlíð. Það voru forréttindi að fá að kynnast henni, alltaf svo já- kvæð og dugleg sama á hverju gekk í lífi hennar. Þetta hefur hún eflaust fengið í sængurgjöf og síðan verið byggt ofan á það með hlýju, nær- gætni og glettni í uppeldinu, sem skilaði sér í þessari sterku konu sem ég var svo heppinn að fá að kynnast. Ég hef örugglega ekki verið eins mannalegur og ég hélt sjálfur, peyi á 16 ári, sem var að eltast við Guð- björgu Hrönn, dóttur hennar og Didda, en þau hentu manni nú ekki út úr lífi hennar þrátt fyrir það og er ég þakklátur fyrir. Ég umgekkst þau töluvert og meira eftir að ég fór að vinna hjá þeim í Miðstöðinni og sá strax hver stjórnaði fyrirtækinu og heimilinu með sínu kvenlega innsæi. Það var ósjaldan að Fríða var að vinna við bókhaldið eða að sauma föt á börnin, barnabörnin eða bara ein- hverja aðra, langt fram á nótt enda þurfti hún ekki mikinn svefn því hug- urinn var mikill. Þrátt fyrir mikið samneyti okkar Fríðu, þá man ég ekki eftir að ósætti hafi myndast á milli okkar, tel ég það nú vera vegna þess að hún fylgdist með og kom með góð innlegg á rétt- um tíma en var ekki að skipta sér af þó eitthvað gengi á eins og gerist og gengur. Eitt er víst að ekki væru til þessar tengdamömmusögur ef þær væru allar eins og Fríða. Hún átti það nefnilega oft til að taka upp hansk- ann fyrir mann (þó maður hafi ekki átt það skilið), þegar eiginkonan var að kvarta yfir hegðun manns. Hver gæti ekki hugsað sér að eiga tengda- móður sem segði við dóttur sína sem væri að kvarta yfir því að eiginmað- urinn hafi verið allt of lengi að skemmta sér: „Maður verður nú að lifa lífinu,“ og þar með var málið út- rætt. Hana átti ég. Ég vona að okkur sem eftir lifum takist að hafa sama lífsmottó og þér tókst. Sást alltaf lausnirnar en horfð- ir ekki á vandamálin og vera ánægð með það sem við höfum og hlúa að því. Elsku Fríða. Hjartans þakkir fyr- ir alla hlýju og velvild í minn garð og minna. Halldór Sveinsson. Hún amma Fríða var ekki bara einstök heldur einnig sérstök. Alltaf hafði hún tíma fyrir okkur barna- börnin og ég man að einu sinni hélt ég að hún hreinlega svæfi aldrei. Hún vann í reikningunum, saumaði föt á alla í fjölskyldunni, vini og kunningja, fann til morgunkaffi, há- degismat, þrjú-kaffi og kvöldmat og alltaf var allt gert með ákaflega miklum kærleik, ást og gleði. Allir sem lögðu leið sína á Faxastíginn fengu oftast nýbakaðar kleinur, snúða eða suðrænu kökuna hennar ömmu. Á Þjóðhátíð gistu allir sem ekki voru fermdir á Faxastígnum. Amma og afi hafa aldei verið með vín sam- ferða sér í lífinu og tel ég það hafa verið þeirra helsta gæfu. Þau eru einstök og bæði þannig að þau vilja fjölskyldu sinni allt það besta. Þau eiga einstök börn. Allt eru þetta ein- staklingar sem hægt er að vera stolt- ur af og ég veit að ef ég er þess megnug að skila eins sterkum ein- staklingum út í lífið og þau hafa gert veit ég að ég hef staðið mig vel. Enda hefur amma alltaf verið mjög stolt af sínum börnum. Ég á góðar minningar af Faxastíg 9. Amma lét okkur barnabörnunum líða þannig að við værum sérstök og hún hafði alltaf trú á því sem við vor- um að gera. Hún hafði alltaf tíma þrátt fyrir fullskipaða dagskrá og hún var í 99% tilfella heimavið. Ef maður veiktist var best að fá að vera hjá ömmu og ef maður var heima við þurfti að láta ömmu vita, því þá lét hún afa skutla sér í búð og kom þá með sætindi í poka fyrir sjúklinginn. Við Daddi eyddum miklum tíma hjá ömmu. Alltaf mættum við til hennar eftir skóla. Þetta var ómet- anlegt skjól. Á tímabili vorum við Daddi orðin eins og systkini. Ömmu munaði ekkert um að hafa okkur með til Reykjavíkur eða upp í bú- stað. Öll þessi ár man ég varla eftir því að hún skipti skapi. Alla tíð sá hún það fallega í lífinu, var jákvæð og bjartsýn. Og augun hennar voru þannig – alltaf full af bjartsýni, ást og kærleika. Það sem lýsir henni ömmu minni hvað best er það að þegar fólk fór að Sigfríður Björnsdóttir Elsku amma mín, núna getur þú hvílt í friði. Það er bæði gleði og grátur þessa dagana vegna litla bróður sem fæddist daginn áður en þú fórst frá okkur. Mig langaði bara að segja þér hvað ég er stolt af þér, vegna þess að þú barðist svo á móti veikindunum. Þú stóðst alltaf upp aftur. Ég sakna þín mjög mikið. Ég elska þig. Ástarkveðja Anita Marý. Kveðja frá litlu Sólinni þinni Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Takk fyrir allar stundirnar – ég elska þig. Þín Guðbjörg Sól. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku amma, við söknum þín svo mikið. Einar Sævar, Birkir Þór og Thelma Hrönn. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.