Morgunblaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 11
FRÉTTIR
Laugavegi 54
sími 552 5201
Stærðir
34-42
Verð kr.
12.900,-
Ullarjakkarnir komnir
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
SVO virðist sem þéttleiki hrefnu
hafi minnkað á ákveðnum svæðum
hér við land samkvæmt bráðabirgða
niðurstöðu úr hvalatalningum í sum-
ar.
Líklegasta skýringin á því er, að
mati Gísla Víkingssonar, hvalasér-
fræðings á Hafrannsóknastofnun-
inni, breytingar á lífríkinu, svo sem
skortur á sandsíli. Fækkun hrefnu
virðist einkum hafa verið á svæðum
þar sem sandsíli er meginuppistaðan
í fæðu hrefnunnar samkvæmt
hrefnurannsóknum undanfarinna
ára.
Nýlega lauk umfangsmestu hvala-
talningum sögunnar. Um var að
ræða alþjóðlegt samstarf þjóða við
Norður-Atlantshafið. Voru hvalir
taldir á svæðinu frá Barentshafi í
austri og vestur til Kanada og
Bandaríkjanna svo og suður eftir
Atlantshafinu.
Gísli segir að byrjað sé að fara yfir
gögnin í samvinnu við aðrar þátt-
tökuþjóðir og taki það nokkurn tíma.
Það taki að öllum líkindum veturinn
áður en nýtt stofnstærðarmat fyrir
helztu tegundirnar liggi fyrir á ný.
Hvalir voru síðast taldir á þessu
svæði árið 2001.
„Við höfum reyndar fengið ýmsar
vísbendingar um eitt og annað eftir
leiðangurinn, þótt tölulegan rök-
stuðning skorti enn. Það má nefna
að við sáum tvær höfrungategundir
mun norðar en áður. Það eru ráka-
höfrungur og stökkull.“
Minna af hrefnu
„Hrefnan er talin úr flugvél á
landgrunninu og þar fengust vís-
bendingar um að þéttleiki sé minni
en áður á sumum svæðum, að það
hafi orðið einhver hliðrun á út-
breiðslu. Sérstaklega á svæðum þar
sem aðalfæða hrefnunnar hefur ver-
ið sandsíli. Það á við Suður- og Suð-
vesturlandið. Þessir hvalir koma
hingað á sumrin til að éta og safna
forða fyrir árið. Svo fara þeir suður
á bóginn til æxlunar á veturna. Þeir
eru því ekkert að hanga á svæðum
þar sem lítið er um æti. Þessar
breytingar ríma við ýmsar aðrar
fréttir og rannsóknaniðurstöður eins
og af viðkomubresti hjá sjófuglum
og sandsíli og útbreiðslu fiskiteg-
unda sem hafa verið að færa sig
norðar. Þetta hafa menn gjarnan
tengt við hlýjan sjó á síðustu árum.“
Aðspurður um það hvort veiðar
geti haft einhver áhrif á þéttleika
eða hugsanlega fækkun hrefnu, seg-
ir hann svo ekki vera. „Það finnst
mér mjög langsótt skýring og eig-
inlega útilokuð. Samtök hvalaskoð-
unarmanna hafa viljað tengja þetta
tvennt saman. Við höfum vísbend-
ingar um fækkun hrefnu frá hvala-
skoðunarmönnum sjálfum, en jafn-
framt um fjölgun stærri hvala fyrir
norðan land. Við höfum samstarf við
þá um skráningu og þess háttar. Sú
þróun var byrjuð áður en hrefnu-
veiðarnar hófust árið 2003. Síðasta
hvalatalning sem við höfum var
2001. Það er upp úr því sem þessara
breytinga fer að verða vart. Sam-
kvæmt síðustu talningu voru um
44.000 hrefnur á landgrunninu eða á
bilinu 30.000 til 63.000 með örygg-
ismörkum. Við erum að tala um tugi
þúsunda dýra og veiðar á 200 dýrum
sem dreifast yfir fjögur ár. Það er
algjörlega útilokað að þær hafi
höggvið einhver þau skörð í stofn-
inn, sem hafa valdið þessu.“
Fælingarmáttur
veiða lítill sem enginn
„Það er svo spurningin hvort veið-
arnar hafi haft einhvern fælingar-
mátt. Það er líka mjög ólíklegt. Í
fyrsta lagi voru hin eiginlegu hvala-
skoðunarsvæði sniðgengin við vís-
indaveiðarnar. Sé svo litið aftur í
tímann eru engar röksemdir fyrir
slíkum fælingarmætti við veiðar á
hrefnu, hvort sem það er hér við
land eða við Noreg. Hér voru stund-
aðar hrefnuveiðar frá 1914 og nær
alla þá öld. Þær fóru meðal annars
fram á afmörkuðum blettum frá vori
og fram á haust ár eftir ár, án þess
að menn yrðu varir við minnkandi
veiði. Sama er að segja frá Noregi
og annars staðar þar sem hrefna
hefur verið veidd.
Það eru engin þekkt dæmi um
slíkan áhrifamátt veiðanna að það
myndi leiða til fækkunar á hvala-
skoðunarsvæðunum. Ég trúi því al-
veg að hrefnu hafi fækkað á þeim
svæðum, og þessar vísbendingar, úr
talningunum sem ég vil þó hafa mik-
inn fyrirvara á, eru nokkuð sam-
hljóma því. En það er langnærtæk-
ast að leita ástæðnanna í
fæðuskilyrðum. Það eru svo margar
vísbendingar um slíkt í hafinu um-
hverfis landið á þessum sama tíma,
breytingar á umhverfisskilyrðum,
nú síðast má nefna sæskjaldbökuna,
sem er hér á ferð,“ segir Gísli Vík-
ingsson.
Vísbendingar um fækk-
un hrefnu við landið
Skýringanna að leita í skorti á sandsíli en ekki veiðum að mati Gísla Víkingssonar
Í HNOTSKURN
»Hrefnan er talin úr flugvélá landgrunninu og þar
fengust vísbendingar um að
þéttleiki sé minni en áður á
sumum svæðum.
»Samkvæmt síðustu taln-ingu voru um 44.000
hrefnur á landgrunninu eða á
bilinu 30.000 til 63.000 með ör-
yggismörkum.
»Það eru engin þekkt dæmium slíkan áhrifmátt veið-
anna að það myndi leiða til
fækkunar á hvalaskoð-
unarsvæðunum.
Hvalir Sandreyður er ein þeirra hvalategunda sem er í töluverðum mæli
við landið á sumrin og haustin en hvalatalningu er nýlega lokið.
Rannsóknir Ingólfur Guðnason hvalatalningarmaður að störfum í sumar.
Talningin hefur aldrei verið jafnumfangsmikil.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu var kölluð út að heimili síðdeg-
is á miðvikudag vegna ungs pilts
sem neitaði að láta af tölvunotkun.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu var pilturinn beðinn um að
sinna heimilisstörfum en brást
ókvæða við og neitaði að slökkva á
tölvunni. Ekki náðist samkomulag
og missti pilturinn að endingu
stjórn á skapi sínu, eyðilagði hús-
gögn og yfirgaf heimilið í fússi.
Þegar lögreglu bar að var pilt-
urinn því ekki á staðnum. Móðirin
bað þá lögreglumenn að doka við
þar til sonurinn kæmi heim þar
sem hún vildi hræða hann, ef það
væri til þess fallið að hann bætti
ráð sitt. Að sögn lögreglu var ekki
fallist á það með móðurinni þar
sem slíkt væri utan verksviðs lög-
reglunnar.
Vildi láta
hræða son sinn
KNATTSPYRNUDÓMARINN sem
varð fyrir líkamsárás eftir leik í ut-
andeildinni á þriðjudagskvöld hef-
ur ákveðið að kæra árásarmanninn.
„Það er búið að gera lögreglu-
skýrslu. [...] Hún er ekki komin inn
en er á leiðinni,“ sagði dómarinn,
Valur Steingrímsson, um miðjan
dag í gær.
Stjórn utandeildarinnar hefur
einnig kveðið upp úrskurð vegna
málsins; niðurstaðan er sú að við-
komandi leikmaður, og árás-
armaður, fær eins árs leikbann auk
þess sem hann fær ekki að spila
með liði sínu í þeim leikjum sem eft-
ir eru af yfirstandandi tímabili. Í
tilkynningu frá stjórninni segir
m.a. „Við höfnum öllu ofbeldi, sama
hver birtingarmynd þess er.“ Einn-
ig er áréttað að viðlíka hegðun
verði ekki liðin.
Ekki er vitað til þess að atvik sem
þetta hafi áður komið upp í ut-
andeildinni.
Kærir árásar-
manninn
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum í gær að úthluta Bakara-
meistaranum ehf., Límtré Vírneti
ehf. og Léttkaupum ehf. bygging-
arrétti á lóðum við Hádegismóa 1, 3
og 9, með nánar ótilgreindum skil-
málum. Er það í samræmi við til-
lögu sviðsstjóra framkvæmdasviðs
borgarinnar.
Lóðum
úthlutað við
Hádegismóa