Morgunblaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍSLAND OG NATÓ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut-anríkisráðherra sagði í ræðu ámálþingi um norðurpólssvæðið í fyrradag að Ísland yrði að axla nýja ábyrgð innan Atlantshafs- bandalagsins og taka aukinn þátt í nýjum verkefnum innan þess. Þetta eru athyglisverðar yfirlýs- ingar hjá hinum nýja utanríkisráð- herra og munu efalaust vekja at- hygli fólks á vinstri kanti stjórnmálanna, bæði innan og utan Samfylkingar. Öðrum mun koma á óvart að formaður Samfylkingar gerist talsmaður aukinnar þátttöku í starfi Atlantshafsbandalagsins. En hvað sem því líður fer ekki á milli mála að Ingibjörg Sólrún vek- ur hér máls á veigamiklum þætti í utanríkispólitík okkar sem er breytt staða okkar innan Atlantshafs- bandalagsins. Á tímum kalda stríðsins var staða okkar þar mjög skýr. Framlag okk- ar til sameiginlegra varna banda- lagsþjóðanna hafði frá árinu 1951 verið aðstaða fyrir bandarískt varn- arlið á Keflavíkurflugvelli sem hafði á þeim tíma gífurlega þýðingu fyrir bandalagið. Nú er kalda stríðinu lokið og Bandaríkjamenn farnir heim. Hvert er þá hlutverk Íslands inn- an Atlantshafsbandalagsins? Utan- ríkisráðherra er greinilega að búa sig undir að svara þeirri spurningu. Fyrsta álitamálið er auðvitað, hvort við þurfum á aðild að Atlantshafs- bandalaginu að halda við breyttar aðstæður og þá ekki sízt í ljósi nýrr- ar kröfugerðar á hendur okkur um framlag til starfsemi bandalagsins. Svarið við þeirri spurningu er augljóslega að eftir sem áður er ákveðið öryggi fólgið í því fyrir okk- ur að vera áfram aðili að bandalag- inu og að það væri lítið vit í því að hverfa frá þeirri aðild. Næsta álitamál er þá hvað við getum yfirleitt lagt af mörkum til bandalagsins og hvernig við getum mætt kröfum annarra bandalags- þjóða um ný framlög af okkar hálfu. Atlantshafsbandalagið er nú beinn aðili að átökunum í Afganist- an. Það má spyrja hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun en hún hefur verið tekin og við Íslendingar erum jafn ábyrgir fyrir þeirri ákvörðun og aðrar bandalagsþjóðir. Fréttir frá Afganistan benda til þess að Talíbanar eflist og að her- sveitir Atlantshafsbandalagsins, sem fyrst og fremst koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Hollandi og að einhverju leyti frá Þýzkalandi eigi í erfiðleikum. Ekki er ólíklegt að kröfur komi fram um fleiri hermenn á sama tíma og sum- ar þeirra þjóða, sem sent hafa her- menn sína til Afganistans hugsa um það eitt að kalla þá heim. Þegar utanríkisráðherra Íslands talar um að við öxlum „nýja ábyrgð“ og tökum aukinn þátt í „nýjum verkefnum“ innan bandalagsins hlýtur hún með einum eða öðrum hætti að vera að tala um Afganistan. Hver er reynsla okkar af því að senda fólk til Afganistans? Hún er hörmuleg. Enn sitjum við uppi með þá ævarandi skömm að sorglegir at- burðir í Kjúkingastræti í Kabúl, þar sem tólf ára gömul stúlka frá Afgan- istan og rúmlega tvítug kona frá Bandaríkjunum misstu lífið í sprengjuárás, urðu vegna vanhugs- aðra teppakaup Íslendinga. Ekki varð það okkur til fram- dráttar þegar nota átti rómaða þekkingu okkar Íslendinga á breyttum jeppum (!) til þess að senda Íslendinga í eftirlitsferðir á slíkum jeppum um norðurhluta Afg- anistans. Í ljós kom að vopnabún- aður þeirra var margfalt meiri en skýrt hafði verið frá hér heima og Geir H. Haarde, þáverandi utanrík- isráðherra, tók þá skynsamlegu ákvörðun að kalla mennina heim enda voru þeir augljóslega í lífs- hættu. Það eru allir í lífshættu í Afgan- istan. Fréttir síðustu vikna um gíslatöku þar í landi sýna hvernig ástandið er. Það er stjórnlaust. Atlantshafsbandalagið ræður ekki við það frekar en aðrir. Og í ljósi fenginnar reynslu af árangri Bandaríkjamanna í þeim heims- hluta eru engar líkur á því að her- sveitir Atlantshafsbandalagsins eigi eftir að ná nokkrum árangri sem máli skiptir þar. Erum við Íslendingar tilbúnir að taka á móti Íslendingum, sem þang- að yrðu sendir, í líkkistum? Utan- ríkisráðherra kallar eftir lýðræðis- legum vinnubrögðum um mótun stefnu okkar í öryggismálum og um- ræðum um þau mál. Í ljósi ummæla hennar í fyrradag hljóta þær um- ræður m.a. að snúast um þetta. Aðild að hernaðarlegum átökum í Afganistan er aðalverkefni Atlants- hafsbandalagsins um þessar mund- ir. Utanríkisráðherra er vissulega ekki að leggja til að við sendum þangað hermenn enda höfum við engum slíkum á að skipa. En hún talar um að senda sérfræðinga til verka, þegar byssurnar þagni. Hve- nær þagna byssurnar í Afganistan? Þær hafa ekki þagnað frá innrás Sovétmanna árið 1979 og frá því eru bráðum liðin þrjátíu ár. Dettur ein- hverjum í hug að byssurnar fari að þagna í Afganistan? Það er vissulega tímabært að taka þessi mál til opinberrar umræðu og því ber að fagna að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir hefur gert það. En þá er líka mikilvægt að við ræðum hreint út um það sem um er að ræða en felum umræðuefnið ekki í ein- hverju almennu orðagjálfri. Eru íslenzkir stjórnmálamenn til- búnir að taka þá ákvörðun að senda íslenzka sérfræðinga til Afganist- ans til þess að veita hersveitum Atlantshafsbandalagsins þar ein- hvers konar liðsinni? Ef ekki hvernig ætlar utan- ríkisráðherra þá að „axla nýja ábyrgð“ innan bandalagsins og verður það á einhvern þann hátt sem aðrar bandalagsþjóðir geta sætt sig við? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Óhætt er að fullyrða aðmargir helstu sérfræð-ingar heimsins á sviðilandgræðslu sæki alþjóð- lega ráðstefnu sem hefst í dag á Sel- fossi um vandamál gróðureyðingar og eyðimerkurmyndunar en það er Landgræðsla ríkisins sem stendur fyrir ráðstefnunni í samvinnu við ýmsar fleiri stofnanir, bæði innlend- ar og erlendar. Ráðstefnugestir koma víða að: frá Ísrael, Argentínu, Ástralíu og Namibíu svo dæmi séu tekin og fulltrúar stofnana eins og Matvælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (FAO), Samnings SÞ um varn- ir gegn myndun eyðimarka (UNCCD), Samnings um vernd líf- fræðilegrar fjölbreytni (CBD), Um- hverfisstofnunar SÞ (UNEP) og Evrópusambandsins verða ennfrem- ur viðstaddir. Tilefni ráðstefnunnar er 100 ára afmæli landgræðslustarfs á Íslandi en í kynningargögnum vegna ráð- stefnunnar segir að svo virðist sem engin þjóð hafi starfað lengur sam- fellt að landgræðslu og stöðvun jarð- vegseyðingar. Andrés Arnalds, aðstoðarforstjóri Landgræðslu ríkisins og formaður undirbúningsnefndar ráðstefnunn- ar, segir ráðstefnuna óvenjulega að því leytinu til að hún fjalli ekki að- eins um landeyðingu og landvernd heldur verði reynt að beina sjónum að því grundvallarhlutverki sem um- sjón lands og landgræðsla gegna í loftslagsbreytingum, líffræðilegum fjölbreytileika, fæðuöryggi og vatns- málum. Hér sé jafnvel samhengi við baráttuna gegn fátækt í heiminum og stríð og frið – sá möguleiki sé jú fyrir hendi að stríð verði í framtíð- inni háð um aðgang að vatni. Markmiðið sé að horfa til raun- verulegra lausna á þeim vanda sem við blasi. Hvernig eigi að rækta land- ið rétt, vissulega þurfi að framleiða matvæli en menn þurfi að hafa skiln- ing á mikilvægi jafnvægisins og ekki megi ganga á landgæði, raunar þurfi að endurheimta land með land- græðslu. Er meiningin að kynna helstu nið- urstöðu ráðstefnunnar með því að tengjast annarri ráðstefnu, fundi að- ildarríkja sáttmálans um varnir gegn eyðimerkurmyndun, sem hefst í Madríd á mánudag. Fjölgun íbúa jarðar kallar á aukna matvælaframleiðslu Nákvæmar upplýsingar um stöðu alþjóðlegra jarðvegsauðlinda liggja ekki fyrir. Menn vita þó, að sögn Andrésar, að jarðvegur eyðist og tapast hratt á mörgum svæðum. Sumar tölur sýni raunar að land á stærð við Ísland missir jarðvegs- þekju sína á hverju ári. Samhliða því sem mannfjöldi jarð- ar hefur aukist úr 4,4 milljörðum í 6,1 milljarð á tímabilinu 1980 til 2000 hefur matvælaframleiðslan að sama skapi aukist um 50%. Spár Samein- uðu þjóðanna gera ráð fyrir að jarð- arbúum fjölgi um 3 milljarða fyrir árið 2050 og því er ljóst að framleiða þarf meira af matvælum á næstu 50 árum en undanfarin tíu þúsund ár samanlagt ef jafnræði á að ríkja með jarðarbúum. Þessar stóru breytur eru til grundvallar á ráðstefnunni á Selfossi og Andrés segir því engan vafa á að um merkilega ráðstefnu verði að ræða. Heildarárangur af henni muni þó ráðast af vinnu nokkurra vinnu- hópa sem starfa munu á meðan ráð- stefnunni stendur. Jarðvegsvísindi víða ekki kennd lengur Andrew Campbell, þekktur um- hverfisverndarsinni í Ástralíu, tekur í sama streng og Andrés og segir ráðstefnuna á Selfossi mjög mikil- væga. „Fólk virðist hafa gleymt því grundvallarhlutverki sem jarðvegur gegnir. Takist okkur ekki að tryggja að nýtingu jarðvegar sé rétt stýrt þá verður afar erfitt að framleiða öll þau matvæli sem við þurfum í fram- tíðinni og takast á við loftlagshlýnun, jafnframt því að vernda fjölbreytni í vistkerfinu og tryggja vatnsbirgðir,“ segir Campbell. Mikilvægt sé að reyna að stuðla að vitundarvakningu, öðruvísi náist ekki árangur. Það sé þó hægara sagt en gert, samkeppnin um athyglina sé mikil og ekki alltaf erfitt að vekja áhuga fólks með tali um jarðveg. „Það eru of fáir áhugasamir um mold,“ skýtur Andrés hér inn. „Við öfundum ykkur Íslendinga mjög mikið fyrir að eiga enn sér- staka Landgræðslustofnun Campbell en hann fer fyrir um sem kallast Landcare landi sínu. „Í flestum ríkju alíu, raunar öllum ríkjunum ekki til að dreifa lengur. ingin hefur verið sú að tak sjónarhorn á nýtingu nát og flestir háskólar hafa t hætt að kenna jarðvegsvís stöndum því frammi fyrir að við höfum ekki aðgang með þá þekkingu á jarðvegs sem þarf, ef frá eru taldir a Íslendingar öfu af Landgræðslu Vatn og þurrkar Ung stúlka í öngum sínum vegna skorts á drykkj Myndina tók Kushal Gangopadhyay. Uppblástur og vatnsstaða ve Gróðureyðing og eyði- merkurmyndun eru hægfara umhverfisógn, stuðla að loftslagsbreyt- ingum og valda um 30% af losun gróðurhúsaloft- tegunda.  Jarðvegsmál verða í forgrunni á alþjóðlegri ráðstefn er m.a. að beina sjónum að því grundvallarhlutverki se Í KYNNINGARGÖGNUM vegna ráðstefnunnar á Selfossi segir a ureyðing og eyðimerkurmyndun séu hægfara umhverfisógn sem hafi á líf um þriðjungs jarðarbúa í dag og fari versnandi vegna áh hækkandi hitastigs. Landhnignun, gróðureyðing og eyðimerkur valdi raunar í sjálfu sér loftslagsbreytingum og beri ábyrgð á um losun gróðurhúsalofttegunda á jörðinni, jafnframt því að valda b ingum á vatnsstöðu, hitastigi og orkubúskap jarðar. Til að mæta hratt vaxandi mannfjölda þurfi jörðin að gefa af sér meiri fæðu á 50 árum en hún hefur gert undanfarin 10.000 ár samanlagt. Varð og endurheimt jarðvegs sé nauðsynleg til þess að brauðfæða heim koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Þá kemur fram í kynningargögnunum að Íslendingar standi fr arlega á heimsvísu í vernd og endurheimt landgæða, enda hafi þe þola mikla landeyðingu á liðnum öldum. Íslendingar búi yfir þek sem verði sífellt mikilvægari í ljósi þess að stóraukin vatns- og m stórborga þriðja heimsins verði eitt af meginviðfangsefnum stjór anna á 21. öldinni. Hægfara umhverfisógn Í HNOTSKURN »Ráðstefnan um vandgróðureyðingar og merkurmyndunar hefst fossi í dag og stendur ti þriðjudags. »Tilefnið er 100 ára amæli landgræðslust Íslandi. »Ráðstefnuna sækja heimsþekktir sérfræ ingar á þessu sviði, fullt alþjóðastofnana og land enda. »Gert er ráð fyrir að stefnugestir verði u og munu þeir flestir dve Selfossi meðan á ráðste unni stendur. Farið ver með ráðstefnugesti í ve vangsferðir sem tengja fangsefni ráðstefnunna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.