Morgunblaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í
gær að veita heimild til niðurrifs húsanna á
Laugavegi 4 og 6 auk nýbyggingar á lóð-
unum. Áður hafði meirihluti borgarráðs
hafnað tillögu borgarráðsfulltrúa Vinstri
grænna og áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra
um kaup á húsunum til að varðveita þau í
sem upprunalegastri mynd. Fulltrúi Sam-
fylkingar, Oddný Sturludóttir, lagðist gegn
því að heimilt yrði að rífa húsin.
Deiliskipulag fyrir svæðið var samþykkt á
síðasta kjörtímabili þegar R-listinn var með
meirihluta. Þá var Dagur B. Eggertsson for-
maður skipulagsráðs og hefur Samfylkingin í
raun verið fylgjandi framkvæmdum á lóð-
unum; þar til nú. Á fundi borgarráðs í gær
lagði Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylk-
ingarinnar, fram bókun þar sem kemur fram
að hún sæti hjá við afgreiðslu málsins. „Í
flestum þeim hugmyndum sem komið hafa
fram um uppbyggingu Laugavegarins, enda
geri þær flestar ráð fyrir því að götumynd
haldist og nýjar byggingar rísi á baklóðum
eða hliðargötum.
Hvað varðar Laugaveg 4 og 6 styður
Oddný hins vegar í meginatriðum hugmynd-
ir Vinstri grænna og Frjálslyndra sem koma
fram í bókun þeirra þar sem segir m.a.: „Það
er með ólíkindum að [borgaryfirvöld] skuli
ekki forða tveimur af elstu húsum borgarinn-
ar frá tortímingu. Menningarsaga Reykja-
víkur eru vörðuð húsum á borð við Laugaveg
4 og 6 og væru þau færð í upprunalegt horf
myndu þau varðveita götumyndina og efla
ímynd neðri hluta Laugavegarins sem hluta
af gamla miðbænum. Við hörmum þá nið-
urstöðu meirihluta borgarráðs að heimila
niðurrif húsanna.“
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
líta borgaryfirvöld svo á að ógerlegt sé að
stöðva niðurrif húsanna, því að öðrum kosti
þyrfti borgin að greiða eigendum lóðanna
himinháar skaðabætur þar sem deiliskipulag
með umtalsvert meiri byggingarétt hefur
þegar verið samþykkt. Ekki liggur fyrir hve-
nær hafist verður handa við niðurrif
húsanna.
skipulagsráði lögðu fulltrúar Samfylkingar-
innar til að farið yrði að fullu eftir ábend-
ingum rýnihóps við endanlega útfærslu
húsanna við Laugaveg 4-6. Þar sem ekki var
á það fallist sit ég hjá,“ segir m.a. í bókun
hennar. Í kjölfarið kom fram bókun Oddnýj-
ar Sturludóttur þar sem hún segist hrifin af
Heimild veitt til niðurrifs
húsa við Laugaveg 4 og 6
Afstaða Samfylkingar-
innar til niðurrifs við
Laugaveg hefur breyst
Morgunblaðið/Frikki
Laugavegur 6 Veitt hefur verið heimild til
að hefja niðurrif og nýbyggingu á lóðunum.
MANNVIRKI bækistöðvar Atlants-
hafsbandalagsins, NATO, í Hvalfirði
verða auglýst til sölu á næstu dög-
um, að sögn Baldurs Guðlaugssonar,
ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyt-
inu.
Fyrst og fremst er um að ræða ol-
íugeyma en einnig bryggju og land
jarðarinnar Miðsands.
Utanríkisráðuneytið tók við um-
sjón þessara eigna þegar varnarliðið
hvarf af landinu sl. haust en síðan í
nóvember hafa þær verið undir
stjórn fjármálaráðuneytisins. Ekki
er ljóst hvort Hvalfjarðarsveit mun
bjóða í eignirnar en að sögn frétta-
stofu Ríkisútvarpsins áttu sveitar-
stjórnarmenn fund með fulltrúum
ráðuneytisins í gær.
Auglýsa
mannvirki
Geymar NATO í
Hvalfirði til sölu
Eftir Andra Karl og
Jón Pétur Jónsson
ICELANDAIR hefur ákveðið að
segja upp 25 flugmönnum og 39
flugfreyjum og -þjónum frá og
með 1. desember nk. Að sögn upp-
lýsingafulltrúa Icelandair munu
uppsagnirnar ekki hafa áhrif á
áætlunarflug. Formaður Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna (FÍA)
segir vonbrigði að verkefnastaðan
skuli ekki vera betri.
Starfsmönnum var formlega til-
kynnt ákvörðun félagsins á fundi
sem haldinn var á miðvikudag. Þar
kom einnig fram að um varúðar-
ráðstafanir væri að ræða, staðan á
alþjóðaleigufluginu væri óljós á
þessum árstíma og unnið væri að
því að afla arðbærra verkefna á
þessu sviði. „Við vonumst til þess
að það komi jákvæð niðurstaða út
úr því á næstu vikum,“ segir Guð-
jón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair.
Jóhannes Bjarni Guðmundsson,
formaður FÍA, segir fyrirhugaðar
uppsagnir flugmanna Icelandair á
haustin hefðbundnar. „Þetta er nú
orðið vanalegt á haustin, þegar
áætlunarflugferðum fer fækkandi
og vetrarskjálftinn kemur yfir. En
það eru fyrst og fremst vonbrigði
að verkefnastaðan skuli ekki vera
betri.“
Ástríður Ingólfsdóttir, varafor-
maður Flugfreyjufélags Íslands,
segir uppsagnirnar hafa komið á
óvart og mjög dapurlegar fyrir
alla aðila. Hún segir að mönnum
hafi komið saman um að minnka
skaðann eins og hægt sé.
Félögin munu bæði taka málið
fyrir á fundum sínum í næstu
viku.
Icelandair segir upp á
sjöunda tug starfsmanna
Í HNOTSKURN
»Fyrirhugað er að segjaupp 64 starfsmönnum Ice-
landair, 25 flugmönnum og 39
flugfreyjum og -þjónum, alls
29 stöðugildum.
»Uppsagnirnar taka gildi 1.desember nk. komi ekki til
fleiri verkefni í leiguflugi.
RÚMLEGA 2.000 ríkisborgarar frá hinum átta
nýju Evrópusambandsríkjum eru ekki skráðir hjá
Vinnumálastofnun, þótt þeir hafi sótt um íslenska
kennitölu. Gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir því
að langmestur hluti fólksins sé hér við vinnu. Hátt
í 10.000 ríkisborgarar frá hinum nýju Evrópusam-
bandsríkjum eru við störf hér á landi og því má
leiða getum að því að um fimmtungur þeirra hafi
ekki verið skráður hjá Vinnumálastofnun.
Á síðasta ári er talið að 1.800 ríkisborgarar frá
nýju Evrópusambandsríkjunum hafi verið við
störf hér á landi án þess að skráning hafi farið
fram og því hefur hlutfall óskráðra aukist á milli
ára. „Já, óskráðum virðist hafa fjölgað. Við
vinnum stöðugt að þessum málum og reynum að
vinna töluna niður, en það virðist bætast hraðar
við hana en sem lækkuninni nemur,“ segir Karl
Sigurðsson, forstöðumaður vinnumálasviðs Vinnu-
málastofnunar.
Einn af hverjum
fimm óskráður
Mýrdalur | Tunglfisk rak á Reyn-
isfjöru fyrir um þremur vikum.
Ragnar Indriðason, bóndi í Görð-
um í Mýrdal, sem fann fiskinn
taldi að hann hefði verið í kring-
um hundrað kíló á þyngd og góð-
an metra á lengd. Nú eru varg-
fuglar búnir að éta stærstan
hluta fisksins en uggarnir eru þó
nokkuð heillegir ennþá. Lyktin
af hræinu er ekki kræsileg eins
og Ragnhildur Jónsdóttir fékk
að reyna.
Fréttaritari Morgunblaðsins
fékk staðfest hjá Jóni Birni Páls-
syni hjá Hafrannsóknastofnun að
um hræ af tunglfiski væri að
ræða. Hann sagði jafnframt að
tunglfiskar væru ekki algengir
við Íslandsstrendur. Sá síðasti
sem vitað er um var fangaður í
Þorlákshöfn 2004. Sá var stopp-
aður upp og er þar til sýnis. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Reynis-
fjörureki
HANNES Hlífar Stefánsson bar sigurorð af Braga
Þorfinnssyni í 3. umferð Íslandsmótsins í skák í
gær. Þá lauk skák Stefáns Kristjánssonar og
Þrastar Þórhallssonar með jafntefli eftir æsi-
spennandi viðureign. Að umferðinni lokinni er
Hannes Hlífar því í efsta sæti með tvo og hálfan
vinning en honum koma næstir Þröstur, Stefán og
Bragi með tvo vinninga. Þröstur var efstur eftir 2.
umferð. Hannes er áttfaldur Íslandsmeistari.
Hannes Hlífar fremst-
ur eftir þriðju umferð