Morgunblaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 19
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ég vinn með tungumál. Égbyrja á því að vinna meðtexta sem stundum erhægt að kalla ljóð en er
sjálfsagt nýtt ljóðaform. Síðan bý ég
til texta út frá ákveðnum aðstæðum. Í
þessu tilfelli er það út frá veru minni í
Reykjavík í fyrra.“ Þetta segir Eng-
lendingurinn Tony Trehy um verk
sitt Reykjavík sem sjá má á sýningu í
Safni sem hefst á morgun með opnun
kl. 16.
Trehy er menntaður myndlist-
armaður og starfar sem ljóðskáld og
sýningarstjóri. Hann setti meðal ann-
ars saman sýningu á verkum úr Safni
í sumar fyrir samtímalistasafnið
Bury Art Gallery Museum, í Bury á
Englandi. Þar er Trehy for-
stöðumaður og sýningarstjóri. Sýn-
ingin ber heitið Iceland og stendur
enn yfir, lýkur 3. nóvember. Verkið
Reykjavík er þrískipt í Safni, það er
bókverk, rýmisverk og unnið á striga.
Bókverkið hefur að geyma eina langa
setningu á stakri, langri örk, sem
brotin er saman og felld inn í bókina.
Draga verður út alla örkina til að lesa
ljóðið sem er á báðum hliðum ark-
arinnar. Ljóðið má finna í rýmisverk-
inu í bútum sem valdir hafa verið
þannig að þeir passi saman, í hornum
og kverkum ferningslaga sýning-
arrýmis á miðhæð Safns sem og á
hliðum strigaklæddra blindramma. Í
rýmisverkinu er hægt að lesa sig frá
gólfi upp í loft, eða frá horni í horn, án
þess að setningarnar rekist á. En
blaðamanni leikur forvitni á því af
hverju bókverkið er með fyrrnefndu
sniði.
Snertiskjár í Þjóðminjasafninu
„Ljóðskáld eru iðulega áhugasöm
um enda setninga. Hvað rími, hvernig
endirinn verði. Ég vildi kanna hvað
gerðist hjá ljóðskáldi ef enginn endir
væri á setningum, ef ljóðið væri ein,
löng setning. Þess vegna er verkið
svona,“ svarar Trehy. En hvaðan
koma orðin?
„Þetta er að hluta sjálfvirk skrift,
að hluta tilvitnanir. Til dæmis gaf
Pétur (Arason í Safni) mér eintak af
Sjálfstæðu fólki eftir Laxness. Það
eru vísanir í bókina í verkinu en einn-
ig jarðfræði og sögu Íslands. Þá vísa
ég einnig í eigin reynsluheim,“ svarar
Trehy. Hann nefnir sem dæmi upp-
lifun sína af snertiskjá nokkrum í
Þjóðminjasafninu, þar sem orðið
„chief“ eða „höfðingi“ sé mikið notað í
sagnfræðilegum útskýringum. „Það
gerist í ljóðinu á ákveðnum stað, orðið
„höfðingi“ kemur fyrir aftur og aft-
ur,“ segir Trehy. Það tengist upplifun
hans af ákveðnum stað í borginni, í
þessu tilfelli Þjóðminjasafninu. Við
rannsóknarstörf sín tók Trehy einnig
eftir dálæti Íslendinga á fjór-
hjóladrifnum jeppum. Í einni kverk
sýningarrýmisins í Safni má sjá orðin
„4 by 4“ og er þar bæði vísað í tímann,
fjórðu víddina, og fjórhjóladrifna
jeppa. Trehy segist þó ekki hafa verið
neitt sérstaklega spenntur fyrir slík-
um jeppum eða jeppaferðum upp á ís-
lenska jökla.
Tungumálinu lyft frá veggnum
Trehy segir eina fyrrnefndra fimm
aðferða þá að kanna tengsl tungu-
Vídd tungumálsins
Englendingurinn Tony Trehy er einn þriggja listamanna
sem sýna verk sín í listasafninu Safni á Laugavegi
Morgunblaðið/Golli
Tony Trehy „Ljóðskáld eru iðulega áhugasöm um enda setninga. Hvað
rími, hvernig endirinn verði. Ég vildi kanna hvað gerðist hjá ljóðskáldi ef
enginn endir væri á setningum, ef ljóðið væri ein, löng setning.“
máls við rými. „Ég velti því fyrir mér
hver „þykkt“ reynslu væri. Hvernig
gerir maður upplifun áþreifanlega?“
Trehy snýr sér að verkum á striga
þar sem skrifað hefur verið á kantana
orð úr ljóðinu um Reykjavík og segir
þau í raun snúast um „þykkt“ tungu-
máls í rými. „Ég vissi að það myndi
hanga á hvítum vegg og spurningin
því sú hvernig hægt væri að lyfta
tungumálinu frá veggnum. Þó ljóðið
sé skrifað á kanta rammanna í réttri
röð nálgist fólk það frá ólíkum hliðum
og ekki frá upphafi til enda.
Einnig snýst verkið um það hvern-
ig undirmeðvitundin virkar. Þegar
maður sér texta, t.d. í auglýsingum
þegar maður er á gangi, leiðir maður
hann stundum hjá sér en stundum
tekur undirmeðvitundin eftir honum.
Þannig virka auglýsingar,“ segir
Trehy. Sé maður staddur í ákveðnu
rými upplifir maður breidd, hæð og
tíma. En aðrar víddir séu einnig til
staðar, þær sem menn skynji ekki en
færi inn í rýmið með veru sinni. Þar
komi tungumálið til sögunnar og um
það snúist verk hans. Þar megi nefna
tungumál og það segir Trehy inntak
verka sinna, vídd tungumálsins.
En hver er Tony Trehy og af
hverju er hann að sýna í Safni? „Ég
lærði myndlist en með árunum fór ég
að stjórna sýningum æ meir og nú er
ég stjórnandi stórs listasafns í Man-
chester. Ég hef alltaf stundað skrif,
líka á meðan ég var í listnámi. Ég fór
að vinna sem listrænn stjórnandi og
sýningarstjóri yfir sýningum lista-
manna á borð við Lawrence Weiner
o.fl. sem nota mikið tungumál í verk-
um sínum. Þegar ég var ekki að sinna
sýningarstjórn var ég að semja texta
og halda sýningar á eigin verkum,“
svarar Trehy. Hann hafi áttað sig á
því á seinustu fimm árum eða svo að
áherslur hans í sýningarstjórn og eig-
in listsköpun hafi verið svipaðar.
Merkilegt Safn
Hvað tengslin við Safn varðar segir
Trehy að hann hafi frétt af því í gegn-
um listamanninn Alan Johnston, sem
hann hafi unnið með í Manchester og
svo Lawrence Weiner, en verk eftir
báða má finna í Safni. Þannig hafi
hann kynnst Pétri Arasyni og sótt
Reykjavík heim. Trehy segir Safn
vissulega merkilegt, þar megi finna
verk eftir listamenn sem menn finni
alla jafna ekki nema í stórum og
virðulegum listasöfnum úti í heimi.
Trehy er stjórnandi Alþjóðlegu
textahátíðarinnar (International Text
Festival) sem er vettvangur fyrir þá
sem gera tilraunir með tungumál og
kveðskap. Hann vonast til að fá ís-
lensk ljóðskáld til þeirrar hátíðar, og
stefnir að því að hátíðin verði ekki
föst við neinn einn stað þannig að sem
flestir geti tekið þátt. Því er hér með
komið á framfæri við áhugasöm ís-
lensk og tilraunaglöð ljóðskáld.
Einkasýning Trehy í Safni stendur til
7. október en auk hans opna einka-
sýningar þeir Sigurður Guðjónsson
og Huginn Þór Arason.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 19
MENNING
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
GREINT var frá því í gær að verk
eftir Finn Arnar Arnarson mynd-
listarmann muni prýða Háskólatorg
Háskóla Íslands í framtíðinni. Í
byrjun sumars voru fimm listamenn
fengnir til þess að vinna tillögur að
verki inn í mið-
rými torgsins og
varð verk Finns
fyrir valinu. Til-
kynnt var um
valið við sérstaka
athöfn í gær en
Finnur átti þó
ekki heim-
angengt þar sem
hann var staddur
í laxveiði. „Þetta
er mikill heiður,“
sagði Finnur sem var staddur við
Laxá í Aðaldal þegar blaðamaður
náði tali af honum í gær. „Þetta
kom ekki í ljós fyrr en á þriðjudag-
inn þannig að ég komst ekki, en
konan mín mætti fyrir mína hönd.“
Oddaflug og vindáttir
Bygging Háskólatorgs er að hluta
til fjármögnuð með framlagi frá Há-
skólasjóði Eimskipafélags Íslands
sem stofnaður var með gjöf Vestur-
Íslendinga, og er listaverkið í Há-
skólatorgi til minningar um þá gjöf.
Finnur segir að listamennirnir hafi
verið beðnir að taka tillits til þeirrar
staðreyndar. „Forskriftin var sú að
þetta átti að tengjast Vestur-
Íslendingum því sjóðurinn var
stofnaður í tengslum við flutningana
vestur um haf. Svo átti verkið líka
að vera inni í keilu sem verður hluti
af nýju háskólabyggingunni,“ segir
Finnur, en verk hans tengist vest-
urferðum á skemmtilegan hátt.
„Inni í keilunni eru gæsir að hefja
sig til lofts og efst í henni má sjá
oddaflug gæsa. Gæsirnar tengjast
náttúrlega Kanada og ferðalögum.
Þær fara í langferðir vestur um haf
en koma alltaf til baka heim,“ segir
Finnur sem vinnur gæsirnar úr ker-
amiki. „Svo er oddaflugið tölvustýrt
því það er tengt vindmæli sem er
uppi á húsinu þannig að oddaflugið
snýst eftir ríkjandi vindátt. Þegar
maður stendur undir keilunni sér
maður höfuðáttirnar og í hvaða átt
gæsirnar fljúga, þannig að maður
getur séð hvaðan vindarnir blása,“
segir Finnur og því ljóst að verk
hans er um leið hálfgerð veð-
urathugunarstöð.
Loks er tilvitnun í Hávamál á
keilunni, setningin „Vits er þörf
þeim er víða ratar“ sem ætti að falla
vel að hugsjónum Háskólans en um
leið minna á ferðir Vestur-
Íslendinga.
Aðspurður segir Finnur vissulega
nokkurt mál að setja verkið upp, en
hann stefnir þó að því að klára það
áður en byggingin verður vígð hinn
1. desember næstkomandi.
„Ég þarf að fara að drífa mig úr
veiðinni og fara að bretta upp erm-
ar,“ segir hann að lokum.
Morgunblaðið/Kristinn
Frá afhendingu Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor, Björgólfur Guðmunds-
son, stjórnarformaður Háskólasjóðs Eimskips, Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra, Áslaug Thorlacius, eiginkona Finns, og loks
þær Hallgerður Thorlacius Finnsdóttir og Helga Thorlacius Finnsdóttir.
Vits er þörf þeim er víða ratar
Tillögur að verkum fyrir Há-
skólatorgið verða til sýnis í and-
dyri Aðalbyggingar Háskólans
næstu daga.
Verk Finns Arnars Arnarsonar mun prýða Háskólatorg
Finnur Arnar
Arnarson