Morgunblaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Fljótt, fljótt, látum okkur hverfa, pólitíkusarnir eru að koma.
VEÐUR
Það má finna í ýmsum hornumSjálfstæðisflokksins, að nú þeg-
ar nýjabrumið er farið af samstarf-
inu við Samfylkinguna þykir sjálf-
stæðismönnum það samstarf ekki
sérlega skemmtilegt.
Sumir þeirra telja að talsmátibæði formanns Samfylkingar
og ýmissa
annarra
forystu-
manna
flokksins
sé ögrandi
gagnvart
Sjálfstæðisflokknum.
Sjálfstæðismenn eru byrjaðir að
finna að Samfylkingin getur orðið
erfiður samstarfsaðili.
Framsóknarmenn finna þennanpirring innan Sjálfstæðisflokks-
ins og þykjast sjá hann langar leið-
ir. Þess vegna er nú að vakna aukin
bjartsýni innan Framsóknarflokks-
ins um að þeir komist í ríkisstjórn á
þessu kjörtímabili. Þeir telja að
Samfylkingin leiti að heppilegu
máli til að kljúfa stjórnarsamstarfið
á og stöðva við umræður um gjald-
miðilinn. Eigum við að halda krón-
unni eða taka upp annan gjald-
miðil?
Í ljósi þess hvernig framsókn-armenn tala er ekki hægt að úti-
loka að þeir heyri svona raddir inn-
an Samfylkingar.
Vandi bæði Samfylkingar og
framsóknarmanna er sá að þriðji
samstarfsflokkurinn sem þeir sjá
fyrir sér í slíkri ríkisstjórn, Vinstri
grænir, eru ekki ginnkeyptir fyrir
gjaldmiðilsskiptum.
Hins vegar mundi aðild Vinstrigrænna að ríkisstjórn leysa
þann flokk úr þeirri tilvistarkreppu
sem hann er í og jafnvel framlengja
pólitískt líf Steingríms J. Sigfússon-
ar.
Geir H. Haarde verður að gæta aðsér.
STAKSTEINAR
Ólund hér og þar
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!"#$
!% &
:
*$;<
!
"#
$
%&
'
*!
$$; *!
'( )#
(
# $ "#* "
=2
=! =2
=! =2
'$#)
+ &,-! ".
>;
?
;
(#
) %
*
$
+
,
*
- "(
(#
)
*
!
# $
.
/
/
0
#
,
1
)
" 2 /0 "11
"# 2" !"+ &
3'45 @4
@*=5A BC
*D./C=5A BC
,5E0D ).C
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Elín Arnar | 30. ágúst
Kveðja frá Köben
Nú er ég komin til
Kaupmannahafnar og
búin ad hreiðra um mig
á heimili bróður míns í
Frederiksberg. Það er
búið að vera mikið stuð
hjá okkur en við erum
bæði búin að steinliggja með flensu í
tvo daga. Ég hef ekki einu sinni haft
mig í að blogga en það eru ennþá
nokkrar sögur frá Berlín sem bíða
þess að komast hingað á bloggið. Við
erum þó öll að hressast, pitsa og kók
er allra meina bót.
Meira: elinarnar.blog.is
Sigurður Hreiðar | 30. ágúst
Neflaus bíll
Í gær byrjaði ég
dramatíska tveggja
kafla framhaldssögu
sem hófst í raun fyrir
fjölmörgum árum við
stein við Reynisvatns-
afleggjarann, efst í
Klofningum, stein sem ég einhverra
hluta gekk að nokkrum sinnum á ári
þangað til framkvæmdir við Gull-
hamra og Nóatún í Klofningum
muldu hann eins og annað for-
gengilegt. – Hvaða erindi átti ég við
þennan stein? Ég veit það ekki.
Meira: auto.blog.is
Sigurlín M. Sigurðard. | 30. ágúst
Textun og 202 þúsund
Ég gat nú vart orða bundist þegar
ég las frétt á visir.is í
gær um að afborgun af
bíl útvarpsstjóra RUV
ohf. væri 202 þúsund á
mánuði. Hvað ætlar
hin hagsýna húsmóðir
sjálf mennta-
málaráðherra að gera
í þessu? Ætlar hún að láta sem ekk-
ert sé og textun á innlent sjónvarps-
efni, sem hún vildi að yrði aukin og
er getið um í samstarfsamningi milli
ráðuneytis hennar og RÚV, hefur
ekki verið sinnt sem skyldi.
Meira: sms.blog.is
Guðbjörg Hildur Kolbeins | 29. ágúst
Ferðaþjónustan
Í júlímánuði var um-
fjöllun á Rás 2 um
ferðamennsku hér á
landi. Sérfræðingur
benti á að ferðatengd
þjónusta hefði sprottið
upp hér og þar á land-
inu, án nokkurra styrkja, til að mæta
þörfum ferðamanna. Þessi sami sér-
fræðingur var reyndar einnig þeirr-
ar skoðunar að nauðsynlegt gæti
orðið að takmarka fjölda ferða-
manna að tilteknum svæðum, og
nefndi í því sambandi Gullfoss.
Í framhaldi af viðtalinu við sér-
fræðinginn ræddu dagskrárgerð-
armenn Rásar 2 við samgöngu-
ráðherra sem taldi alls enga þörf á
að takmarka aðgang ferðamanna að
landinu. Þeir sem voru á ferðinni í
sumar geta hins vegar margir hverj-
ir tekið undir orð sérfræðingsins.
Sumir staðir, sem eftirsóknarvert er
að heimsækja, þola ekki þann fjölda
ferðamanna sem hópast þangað yfir
hásumarið. Fólk þarf jafnvel frá að
hverfa. Og hver nennir að bíða í röð í
verslun úti á landi eftir að af-
greiðslufólkið klári að afgreiða tvær
rútur eða svo? Ef ætlunin er að til
landsins komi ein milljón ferða-
manna á ári, verður að tryggja að
vinsælir ferðamannastaðir þoli
áganginn og að hægt sé að veita öll-
um ferðamönnum, erlendum sem
innlendum, góða þjónustu.
Á hinn bóginn er vert að vekja at-
hygli á stöðum sem gott og skemmti-
legt er heim að sækja. Má t.d. nefna
ísgerðina í Holtsseli í Eyjafjarð-
arsveit og húsdýragarðinn á Hlé-
skógum (á leiðinni inn að Grenivík).
Einnig er ómissandi að koma við á
kaffihúsinu á Möðrudal á Fjöllum.
Ferðalangar ráku síðan upp stór
augu er þeir sáu kvöldverðarhlað-
borðið á Smyrlabjörgum í Suð-
ursveit. Þeir áttu ekki von á að sjá
hlaðborð sem var glæsilegra en jóla-
hlaðborð veitingahúsa á höfuðborg-
arsvæðinu. Að lokum má minnast á
litlu bókabúðina hans Bjarna Harð-
arsonar á Selfossi. Þar voru gerð
ágætis kaup í notuðum bókum.
Sumir skilja ekki fólk sem finnst
betra að búa úti á landi en á suðvest-
urhorninu en engu að síður kunna
þeir að meta hvað þetta sama fólk
hefur gert til að auðga líf allra lands-
manna með hugmyndaauðgi og
frumkvæði.
Meira: kolbeins.blog.is
BLOG.IS