Morgunblaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 236. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
TVÆR STJÖRNUR
LEIKSTJÓRADÆTURNAR HERA OG
TINNA LEIKA Í VEÐRAMÓTUM >> 43
GÓÐ HEILSA
48 SÍÐNA BLAÐ
UM HEILSU OG
LÍFSSTÍL
FRÉTTASKÝRING
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
DEILUR um styttingu náms til
stúdentsprófs úr 4 árum í 3 fóru vart
fram hjá neinum. Eftir mikil mót-
mæli margra kennara og nemenda
dró menntamálaráðherra úr áherslu
sinni á málið og hefur það legið í
nokkurri biðstöðu.
Á sama tíma sjást í auknum mæli
merki þess að margir grunnskóla-
nemar hafa getu til að hraða námi
sínu. Stór hluti nemenda lýkur
áföngum á framhaldsskólastiginu í
fjarnámi eða öðrum leiðum og nú
bjóða ýmsir bekkjakerfisskólar
nemendum sem lokið hafa 9. bekk að
hefja nám á framhaldsskólastigi.
Þetta hefur verið reynt í tvö ár í MA
með góðum árangri og skólar eins og
MR og Verslunarskólinn ætla að
reyna þetta í ár.
Þótt þessar leiðir skapi sveigjan-
leika í námi og komi í veg fyrir að
mörkin á milli skólastiga þrengi að
námsþorsta nemenda grunnskólans
telja þeir sem að málefnum fram-
haldsskólans koma vart raunhæft að
segja að um raunverulega almenna
styttingu sé að ræða. Þeir nemendur
sem taki framhaldsskólaáfanga á
meðan þeir ljúki grunnskólanáminu
nái sjaldan að flýta meira fyrir sér en
um eina önn og það sé nokkuð rót-
tækt stökk að nemendur úr 9. bekk
fari beint í framhaldsskóla – þótt
margir viðurkenni að töluverð skör-
un sé á námsefni 10. bekkjar grunn-
skólans og 1. ársins í framhalds-
skóla. Á þessum aldri þurfi aðhald og
hvor leiðin sem sé farin þurfi mikið
samstarf skólayfirvalda og foreldra
til að möguleikarnir nýtist nemend-
um.
Þetta atriði bentu einmitt þeir á
sem vildu heldur að litið yrði til
framhaldsskólans þegar leitað væri
að möguleikum á styttingu náms.
Eðlilegra væri að stytta námið þar
sem nemendur væru sjálfstæðari og
námið sveigjanlegra en að taka nem-
endur úr öryggi grunnskólans.
Morgunblaðið/Kristinn
MR Nemendur sem voru í 9. bekk í
fyrra stunda nám í MR í ár.
Nemend-
ur flýta
náminu
Er um raunverulega
styttingu að ræða?
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
BORUN í holu númer 4 á Þeistareykjum lauk um sl.
helgi og að sögn Tryggva Finnssonar, formanns At-
vinnuþróunarfélags Þingeyinga, er talið víst að hún sé
öflugasta hola sem boruð hafi verið á svæðinu til þessa.
Undirbúningur að holu númer 5 er þegar í gangi. Talið er
að búið sé að tryggja um tvo þriðju þeirrar raforku sem
fyrri áfangi væntanlegs álvers Alcoa á Bakka við Húsa-
vík, um 125 þúsund tonna verksmiðja, þarf.
„Fyrsta áfanga lauk sl. haust, þetta voru frumrann-
sóknir og þær gengu mjög vel,“ segir Bergur Elías
Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings. „Sama var að
segja um annan áfanga og nú erum við komin í þriðja og
lokaáfanga verkefnisins, ákvarðanatökuna sem gæti orð-
ið næsta vor. Þetta hefur allt gengið að óskum, ekkert
bendir til að þetta sé ekki fýsilegur kostur.“
Bergur segir aðspurður að verið sé að vinna að und-
irbúningi umhverfismats, byggja þurfi stórskipahöfn og
leggja veg frá hafnarsvæðinu yfir á Bakka sem er um
þrjá kílómetra frá Húsavík. Hann er spurður hvort menn
telji sig vera í samkeppni við sveitarfélög á suðvestur-
horninu þar sem einnig eru áform um álver.
„Samkeppni og samkeppni, þetta snýst náttúrlega um
losunarheimildir sem verður úthlutað í haust. En við höf-
um tekið þann pól í hæðina að vinna alfarið eftir þeirri
viljayfirlýsingu sem skrifað var undir og ekki haft okkur
mikið frammi í fjölmiðlum. Vinnan hefur gengið mjög vel
og ég held að við náum að fylgja þessu eftir.“
Boranir auka líkur á álveri
Í HNOTSKURN
»Í fyrstu var talið að jarð-hitasvæðið við Þeistareyki
væri um 19 ferkílómetrar en nú
er talið nær víst að það sé um
50 ferkílómetrar. Að auki er
gert ráð fyrir að hægt verði að
nota orku frá Kröflu og fleiri
svæðum í Þingeyjarsýslum.
»Sveitarfélagið Norðurþingog iðnaðarráðuneytið hafa
þegar undirritað viljayfirlýs-
ingu við Alcoa um 250 þúsund
tonna álver fáist til þess nægi-
leg orka. Eftir boranir sumars-
ins er búið að finna gufu sem
nægir til að framleiða um 150
megavött. Kostnaður við leitina
á þessu ári verður um 1.500
milljónir króna.
Sveitarstjóri Norðurþings segir mikla orku hafa reynst vera á Þeistareykjum og
er bjartsýnn á að tekin verði ákvörðun um álver Alcoa á Húsavík næsta sumar
Þeistareykir Jarðhitaorkan á svæðinu mun duga mikl-
um hluta mögulegs álvers á Bakka við Húsavík.
FÆRRI hrefnur virðast halda sig á ákveðnum svæðum
við Ísland, samkvæmt því sem kemur fram í bráða-
birgðaniðurstöðu úr hvalatalningum í sumar. Að sögn
hvalasérfræðings á Hafrannsóknastofnun má að öllum
líkindum rekja fækkunina til breytingar á lífríkinu, s.s.
skorts á sandsíli, en fækkunin virðist einkum hafa verið
á svæðum þar sem sandsíli er meginuppistaðan í fæðu
hrefnunnar.
Spurður út í hvort veiðar geti haft einhver áhrif segir
Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur það afar langsótta
skýringu. „Það er algjörlega útilokað að [veiðarnar] hafi
höggvið einhver þau skörð í stofninn sem hafi valdið
þessu.“ | 11
Minna af hrefnu á
svæðum við landið
Gísli Víkingsson
Epli, gulrætur
og enginn viðbættur sykur!
Aðeins 46 hitaeiningar í 100 g
heilsa og lífsstíll
31 | 08 | 2007
FÆREYSKA söngkonan Eivör
Pálsdóttir hélt tónleika fyrir fullu
húsi í Austurbæ í gærkvöldi. Tón-
leikarnir voru liður í Jazzhátíð í
Reykjavík og lék Stórsveit Reykja-
víkur undir hjá söngkonunni. Eivör
spjallaði við áheyrendur á milli
laga og var stemningin ljúf og góð.
Tvennir tónleikar verða á
djasshátíð í kvöld. Fyrst heldur Sig-
urður Flosason saxófónleikari tón-
leika í Iðnó kl. 20 en gestir Sig-
urðar á tónleikunum verða þau
Ragnheiður Gröndal, Egill Ólafs-
son, Kjartan Valdemarsson, Pétur
Östlund, Jón Páll Bjarnason og
Þórir Baldursson. Kl. 22 hefst svo
gítarveisla Björns Thoroddsen á
NASA en fjölmargir góðir gestir
koma fram á tónleikunum.
Djasshátíð lýkur svo á morgun
með tónleikum á Jómfrúnni annars
vegar og NASA hins vegar.Morgunblaðið/Sverrir
Fullt hús
hjá Eivöru