Morgunblaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti á fundi í síðustu viku að ganga að samningi við Golfklúbb Reykjavíkur um afmörkun lands undir golfvöllinn á Korpúlfs- stöðum. Völlurinn verður 27 holur eftir stækkunina, en er nú 18. Hannes Þorsteinsson golfvalla- hönnuður hannar viðbótina, en hann teiknaði völlinn á Korpúlfs- stöðum á sínum tíma. Hannes sagði í samtali við Morg- unblaðið að útgangspunktur hönn- unarinnar væri að völlurinn á Korpúlfsstöðum samanstæði af þremur „lykkjum“ og í hverri lykkju væru níu brautir. Þannig mætti velja hverjar tvær af lykkj- unum sem væri til þess að setja saman 18 holu hring. Eiga braut- irnar allar að vera sambærilegar að gæðum og erfiðu leikstigi, þó að hver þeirra muni vitaskuld hafa sín sérkenni. Með þessum hætti verði völlurinn fjölbreyttari og alltaf verða að minnsta kosti 9 holur laus- ar fyrir almenna spilara, jafnvel þó að golfmót standi yfir. Korpúlfsstaðavöllur hefur verið mjög vinsæll allt frá því hann var fyrst tekinn í notkun. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á vell- inum í tímans rás en þetta verður viðamesta breytingin. Morgunblaðið/Frikki Vinsæll Völlurinn við Korpúlfsstaði hefur notið mikilla vinsælda. Korpúlfsstaðavöllur verður stækkaður í 27 holur Á MORGUN, föstudag, flýgur flug- vél frá Primera Air í fyrsta sinn í beinu flugi frá Akureyrarflugvelli með farþega á vegum Heimsferða til Rhodos á Grikklandi. Farþegar í þessu jómfrúrflugi eru nemendur MA á leið í útskriftarferð sína. Auk þessa fyrsta beina flugs Primera Air verður flogið síðar í september með farþega beint frá Akureyri til Costa del Sol á Spáni. Flogið er með Boeing 737-800 vél Primera Air sem hefur m.a. annast allt leiguflug Heimsferða frá því sl. vor. Bjarni Ingólfsson markaðsstjóri Heimsferða segir beina flugið frá Akureyri hafa fengið afburða góð- ar viðtökur og selst upp nær sam- stundis, enda mikið hagræði og sparnaður af því fyrir Norðlend- inga að eiga kost á beinu flugi. Að sögn Gísla Jónssonar, um- boðsaðila Heimsferða á Akureyri, stendur til að bjóða beint flug frá Akureyri í vaxandi mæli á næsta ári, bæði til vinsælla borga í Evrópu sem og beint í sólina næsta sumar. Primera Air flýgur beint SKÁTAFÉLÖGIN í Reykjavík halda á morgun, laug- ardaginn 1. september, Skátadag við Þvottalaugarnar í Laugardalnum. Skátafélögin mæta kl. 11 og setja daginn með fána- athöfn. Skátar munu síðan tjalda tjöldum og standa fyrir skátaverkefnum allan daginn. Gestum og gangandi verður boðið að spreyta sig á skemmtilegum viðfangsefnum. Meðal þess sem í boði verður eru: Hnútar, fyrsta-hjálp, bindingar og trönur, prímus, hópleikir o.m.fl. Allir fá að taka þátt sem vilja. Á staðnum verður 8 metra hár klifurveggur Skáta- lands. Hægt verður að grilla sér pylsur að skátahætti og gæða sér á Kappa með. Varðeldur að skátasið verður kl. 16.30. og kl. 18 eru dag- skrárlok. Börn sem voru í Útilífsskólunum í sumar eru sérstaklega velkomin. Hægt er að skrá sig í skátastarf vetrarins á staðnum. Skátadagur í Laugardal ÁKVEÐIÐ hefur verið að Gréta Gunnarsdóttir taki við starfi sviðsstjóra al- þjóða- og örygg- issviðs utanrík- isráðuneytisins og kemur hún til starfa í byrjun október, segir í frétt frá ráðu- neytinu. Hún tekur við starfinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem tók í sumar við starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra Fríverslunarsam- taka Evrópu, EFTA, í Brussel. Gréta Gunnarsdóttir hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá 1988 og hefur víðtæka reynslu af starfi hjá alþjóðastofnunum og innan ráðuneytisins. M.a. fluttist hún til Brussel 1991 og tók þátt í samningaviðræðunum um Evr- ópska efnahagssvæðið. Þaðan fór hún til stjórnmáladeildar NATO þar sem hún starfaði í fjögur ár. Síðustu tvö ár hefur hún gegnt yf- irmannsstöðu hjá UNWRA, flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna við Palestínu og verið búsett í Jerúsalem. Gréta er fædd 1960. Hún lauk kandídatsprófi í lögfræði frá HÍ 1986 og LLM-prófi í þjóðarétti frá New York University 1988. Sviðsstjóri í utan- ríkisráðuneyti Gréta Gunnarsdóttir TVEIR voru fluttir á slysadeild með minni háttar áverka eftir fjögurra bíla árekstur á Höfðabakka, á móts við Húsgagnahöllina, á sjöunda tím- anum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu var um aftanákeyrslur að ræða en nánari tildrög liggja ekki fyrir. 4 bílar í árekstri Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is Pakistan hefur verið mikið íumræðunni síðustu vikurog mánuði, og sjaldnast afgóðu. Stjórnkerfið rambar á barmi upplausnar og öfgatrúuðum múslímum lýstur reglulega saman við herinn í land- inu. Sagan segir jafnframt að hryðjuverkamenn al-Qaida hafi hreiðrað þar um sig og Banda- ríkjamenn hóta því leynt og ljóst að gera árás á landið. Það sem færri vita er að íslensk hjálparsamtök, ABC-barnahjálp, lið- sinna þar 1.800 börnum og hafa rekið blómlega starfsemi í landinu síðast- liðin tvö ár. Bjargvættir í Síðumúla Guðrún Margrét Pálsdóttir var einn af stofnendum ABC fyrir nítján árum og er formaður samtakanna. Á sjötta þúsund Íslendingar hafa „tekið að sér“ börn víðsvegar í heiminum í gegnum samtökin, og greiða með þeim ákveðna upphæð á mánuði. Þökk sé þessu fólki eiga börnin kost á menntun, mat, læknisaðstoð og húsa- skjóli sem þeim hefði annars ekki staðið til boða. ABC-hjálparsamtökin hafa byggt skóla og heimavistir víða um heim og vinna að því hörðum höndum að greiða aðgang umkomu- lausra barna að betra lífi. Á döfinni er að byggja bæði heilsugæslustöðvar og bókasöfn. Höfuðstöðvar ABC eru í grárri skrifstofubyggingu í Síðumúla og það er ótrúlegt til þess að hugsa að yfir átta þúsund börn frá fjölmörgum fjarlægum heimshornum eigi allt sitt að þakka því sem fram fer innan þeirra hversdagslegu veggja. Guðrún býður til stofu þar sem fyr- ir okkur verður bústið myndaalbúm þar sem sjá má nýjar myndir frá starfi samtakanna í Líberíu þar sem vaskir menn mylja grjót á landi sam- takanna. Úr grjótinu á að byggja heimavistir. En það dugir ekki að láta afrek ABC í Líberíu afvegaleiða sig, þó svo að þau séu allrar athygli verð – um- ræðuefni dagsins er hverju samtökin hafa áorkað á aðeins tveimur árum í Pakistan. Mennta minnihlutahópa „Pakistan er auðvitað erfitt,“ segir Guðrún Margrét og vísar þar til hins eldfima stjórnmálaástands. Samtökin eru meira að segja með starfsemi mjög nærri landamærunum að Afg- anistan, þar sem hryðjuverkamenn eru sagðir búa. „Við höfum fyrst og fremst verið að taka börn úr minnihlutahópum inn í skólana, kristin börn og hindúa. Það getur verið mjög erfitt fyrir þau að vera í múslímskum skólum.“ Um 90% barna kristinna foreldra ganga ekki í skóla í Pakistan. Guðrún tekur þó fram að múslímasamfélagið hafi tekið hjálparsamtökunum vel og að sam- tökin og nemendur hafi ekki orðið fyrir aðkasti. „Þegar fyrsti skólinn var opnaður hélt t.d. einn múslímskur frammámaður í bænum ræðu þar sem hann sagði múslíma geta lært margt af okkur.“ Í Pakistan reka samtökin átta skóla, þar af fjóra í eigin húsnæði. Eins og áður segir eru nemendurnir 1.800, þar af 360 á heimavist. 1.000 börn eru nú á biðlista eftir því að komast að á heimavistinni. Skólarnir hafa verið kostaðir af ýmsum styrktaraðilum. „Rúmfata- lagerinn lagði til fé til þess að byggja stærsta skólann, þann í Farooqabad. Ég held að við höfum farið einar þrjár ferðir til þeirra að spyrja þá hvort við mættum stækka skólann, því alltaf óx verkefnið,“ segir Guðrún Margrét og kímir. „Fyrst af því að við ákváðum að hafa skólann alveg upp í 10. bekk, sem krafðist aukins útbún- aðar, svo sem tölvuvers, tilraunastofu og aðstöðu fyrir skólahjúkrun með tilheyrandi tilkostnaði. Nokkru síðar gerðum við okkur grein fyrir því að við þyrftum heimavist fyrir hundrað stúlkur. En alltaf var okkur jafn vel tekið í Rúmfatalagernum.“ Guðrún segir það skipta samtökin máli að standa vel að öllu sem þau gera, byggja traust hús og veita góða menntun. Talið berst að því hvernig starf- semin í Pakistan hófst í ágúst 2005. „Maður að nafni Sharif Ditta naut aðstoðar í æsku og langaði til þess að aðstoða önnur börn. Hann var farinn að reka skóla fyrir 65 börn heima hjá sér, þegar sonur hans, Maxwell Ditta sem er búsettur á Íslandi kom að máli við ABC-hjálparstarf um að við myndum taka við skólanum. Það var samþykkt einróma á stjórnarfundi og þannig byrjaði þetta,“ segir Guðrún Margrét og brosir, rétt eins og um mjög einfalt orsakasamhengi sé að ræða. Blaðamaður stynur upp spurningu um hvort að starfið hafi ekki vaxið óskaplega ef hlutirnir gerist svona – hvort þetta sé ekki orðið mun stærra verkefni en nokkurn hefði grunað fyrir nítján árum. „Jú. Eða kannski nei. Ég var snemma með stóra drauma.“ Styrktarforeldra vantar Guðrún segir Sharif Ditta vera dæmi um það hversu miklu stuðn- ingur í æsku geti skipt. Hann fékk aðgang að menntun sem gerði það að verkum að hann gat fengið góða vinnu og síðar komið börnum sínum til æðri mennta. Á efri árum var Sharif þess síðan megnugur að að- stoða önnur börn. Bróðir Sharifs naut hins vegar ekki stuðnings og lærði aldrei að lesa. Börn hans eru ómenntuð og staða þeirrar greinar fjölskyldunnar er öllu daprari. En nú er bróðir Sharifs er farinn að læra að lesa í skóla ABC á gamals aldri – þar sannast hið forn- kveðna: betra er seint en aldrei. Alls eru nú um 2.000 börn sem ABC hefur tekið að sér víðsvegar um heiminn án styrktarforeldra og skýr- ist það af því hversu mörg börn hafa bæst í hópinn nú í sumar, bæði í Pak- istan og á Indlandi. „Við getum svo auðveldlega hjálp- að þessum börnum,“ segir Guðrún. „Maður tekur varla eftir þessari fjár- hæð á greiðslukortinu, en þetta skipt- ir börnin öllu máli.“ Talið berst að öðrum fjáröfl- unarleiðum samtakanna. Sérstök spjöld hafa verið seld í 10-11 undan- farið sem er hægt að kaupa til að styrkja ABC börn, t.d. getur 200 króna spjald kostað skólatösku. Guð- rún segir almenning hafa tekið þess- um kortum framar vonum. Einnig geta styrktaraðilar fengið sér ABC greiðslukort. Megnið af því fjármagni sem sam- tökin afla kemur frá einkaaðilum, þó að opinberir aðilar á borð við utanrík- isráðuneytið og Þróunarsam- vinnustofnun Íslands hafi líka lagt lið. Borgarholtsskóli safnaði t.d. fé fyrir einum skóla í Pakistan og Fjölbrauta- skólinn í Ármúla er að safna fyrir öðrum. Söfnunin Börn hjálpa börnum hefur líka verið drjúg. „Og um daginn labbaði hingað inn maður og sagðist vilja gefa fimm milljónir til starfsins í Indlandi. Og bætti svo 2,2 milljónum við skömmu síðar til að ljúka við heila heimavist sem fyrra framlagið hafði kostað.“ Stuðningurinn frá Íslandi skiptir börnin öllu máli Viskubrunnur Skólabyggingin í Farooqabad sem Rúmfatalagerinn kost- aði. Þar stunda um 550 börn nám, þar af eru 360 í heimavist. Til nýrra heimkynna Nokkrar stúlkur í Farooqabad flytja inn í heimavist ABC með dyggri aðstoð þessa vinalega asna. Guðrún Margrét Pálsdóttir Í HNOTSKURN »ABC var stofnað árið 1988sem íslenskt, sam- kirkjulegt hjálparstarf. »Samtökin eiga rúmlega8.000 skjólstæðinga. Þar af vantar 2.000 styrktarfor- eldra. »Starfsemin fer fram í Ken-ýa, Líberíu, Úganda, Ind- landi, Filippseyjum og Pak- istan. »Samtökin eru enn að færaút kvíarnar og mun hefja starf í fleiri Afríkulöndum á næstu mánuðum. ABC-barnahjálp aðstoðar 1.800 börn í Pakistan TENGLAR .............................................. www.abc.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.