Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
Bergstaðastræti 37 Sími 552 5700
holt@holt.is - www.holt.is
tvíréttað í hádeginu
á 2.500 kr.
einstakt umhverfi, frábær matur og úrvalsþjónusta
Borðapantanir
í síma 552 5700
og holt@holt.is
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net-
fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björn Jóhann Björnsson, frétta-
stjóri, bjb@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110
Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ENN bætast þekktustu og kærustu
fyrirtæki Dana í eigu íslenskra fjár-
festa. Í gær var gengið frá kaupum
fjárfestingafélagsins Nordic Part-
ners á fasteignum og rekstri hót-
elanna D’Angleterre, Kong Freder-
ik og Front. Eru þetta meðal
þekktustu hótela Danmerkur og öll í
hjarta Kaupmannahafnar. Samning-
urinn var gerður við fjölskyldufyr-
irtækið Remmen Hotels og er kaup-
verð ekki gefið upp. Þó er ljóst að
um hundraða milljóna króna fjár-
festingu er að ræða.
Auk hótelanna og tilheyrandi veit-
ingastaða kaupir Nordic Partners
einnig rekstur veitingastaðarins Co-
penhagen Corner við Ráðhústorgið.
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
var ráðgjafi kaupenda en Lands-
bankinn fjármagnaði kaupin að
hluta.
Lúxushótelið D’Angleterre, sem
er við Kóngsins Nýjatorg, á sér yfir
250 ára sögu. Þar hafa helstu þjóð-
höfðingjar, viðskiptajöfrar og lista-
menn heims verið tíðir gestir. Hótel
Kong Frederik er 110 herbergja
hótel við Ráðhústorgið, rétt við Tí-
volí og Strikið, og Front er gegnt
nýja óperuhúsinu við höfnina.
Nordic Partners er fjárfesting-
arfélag í eigu fjögurra fjárfesta.
Saga þess nær aftur til 1997 þegar
það tók þátt í einni fyrstu einkavæð-
ingu Lettlands. Félagið á ýmsar
eignir á Íslandi, í Litháen, Eistlandi,
Lettlandi, Póllandi, Danmörku og
víðar. Félagið hefur einnig fjárfest í
matar- og drykkjarvöruframleiðslu í
Austur-Evrópu. Þá kemur félagið að
fisk- og kjötvinnslu á Íslandi en það
rekur sælkeraverslanir undir nöfn-
unum Gallerí Kjöt, Fiskisaga og
Ostabúðin. Stjórnarformaður Nor-
dic Partners er Jón Þór Hjaltason.
Forstjóri og aðaleigandi er Gísli
Reynisson og framkvæmdastjóri á
Íslandi er Bjarni Gunnarsson.
Dýrustu hóteldjásn Dana
komin í eigu Íslendinga
Djásn Hótel D’Angleterre er í hjarta Kaupmannahafnar og eitt elsta og
flottasta hótel Dana, sem nú er komið í eigu Nordic Partners.
VÍSITALA neysluverðs í september
hækkaði um 1,32% frá fyrra mánuði
samkvæmt útreikningum Hagstof-
unnar, en vísitala neysluverðs án
húsnæðis hækkaði um 1,14% á sama
tíma. Er þetta í samræmi við spár
greiningardeilda bankanna sem
spáðu 1,3-1,4% hækkun vísitölunnar.
Útsölulok, hækkanir á húsnæðis-
markaði og hækkandi eldsneytisverð
eru meðal þess sem ollu hækkun
vísitölunnar í ágúst. Verðbólga á árs-
grundvelli mælist 4,2%, og hækkar
úr 3,4%. Er verðbólgan því á ný
komin yfir 4% þolmörk verðbólgu-
markmiðs Seðlabankans. Síðustu
tólf mánuði hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 4,2% en vísitala
neysluverðs án húsnæðis um 1,1%.
Undanfarna þrjá mánuði hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 1,6%
sem jafngildir 6,5% verðbólgu á ári
en 2,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis.
Verð á fatnaði hækkaði um 13,6%
milli mánaða, fyrst og fremst vegna
útsöluloka, og hefur það áhrif til ríf-
lega 0,5 prósentustiga hækkunar á
vísitölunni. Húsnæðisliður hækkaði
um 2,5%, sem leggur tæplega hálft
prósentustig til hækkunar á vísitölu
neysluverðs. Þar af er 0,41 prósentu-
stig vegna hækkunar á markaðs-
verði húsnæðis.
Verðbólga aftur
komin yfir þolmörk
!"# $# %
#& !
'(
)
( (
( % * + , - . / 0 / - - 1 %
!"#
$"!
%"& %"!
NÝ STJÓRN Icelandair Group hf.
var kjörin í gær á hluthafafundi fé-
lagsins og nýr stjórnarformaður var
svo kjörinn Gunnlaugur M. Sig-
mundsson. Á sama fundi var ákveðið
að breyta samþykktum félagsins í þá
átt að stjórnarmönnum verði fækkað
úr sjö í fimm. Auk Gunnlaugs voru
kjörnir í stjórnina Ómar Benedikts-
son, varaformaður, Ásgeir Baldurs,
Einar Sveinsson og Finnur Reyr
Stefánsson. Hluthafafundurinn var
haldinn í kjölfar þess að Finnur Ing-
ólfsson, fyrrverandi stjórnarformað-
ur Icelandair, seldi alla hluti sína í fé-
laginu.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Gunnlaugur að tilgangurinn með
fækkun stjórnarsæta væri að gera
stjórnina skil-
virkari og væri
ætlunin sú að hún
fundaði oftar og
ynni nánar með
framkvæmda-
stjórn félagsins.
„Það er vilji
okkar að halda
áfram að byggja
félagið upp, að
halda áfram að
bæta þjónustu við farþega og við-
halda góðum samskiptum við hlut-
hafa og starfsmenn.“
Lagði Gunnlaugur á það áherslu
að hann og samstarfsaðilar hans litu
á Icelandair sem langtímafjárfest-
ingu.
Ný stjórn hjá
Icelandair Group
Gunnlaugur
Sigmundsson
HÖSKULDUR Ásgeirsson hefur
ákveðið að láta af störfum sem for-
stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
ohf. (FLE) í lok nóvember nk. og stað-
gengill forstjóra, Elín Árnadóttir, tek-
ur þá við starfi forstjóra félagsins.
Elín fæddist árið 1971 og lauk
cand.oecon.-námi frá viðskiptadeild
Háskóla Íslands árið 1996. Hún starf-
aði sem fjármálastjóri Snæfells 1997-
1998, síðar í hagdeild Gelmer-Iceland
Seafood í Frakklandi 1999-2000 og svo
sem sérfræðingur hjá fyrirtækjaþróun Íslandsbanka 2000-2001. Elín var
ráðin fjármálastjóri FLE í júní 2001 og hefur auk þess verið staðgengill for-
stjóra frá 2006. Elín er gift Árna Ólafssyni framkvæmdastjóra og eiga þau
eitt barn.
Höskuldur Ásgeirsson var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins og síðar
forstjóri þegar rekstur FLE og ríkisfríhafnarinnar var sameinaður og hluta-
félagsvæddur 1. október 2000. Hann hefur ráðið sig til nýrra verkefna en á
vef Víkurfrétta í gær kom fram að hann væri að fara til Nýsis.
Elín tekur við af Hösk-
uldi sem forstjóri FLE
Elín
Árnadóttir
Höskuldur
Ásgeirsson
GÍSLI Reynisson, forstjóri Nor-
dic Partners, segir kaupin á eign-
um Remmen-hjónanna Henning og
Else Marie hafa verið í undirbún-
ingi síðan í febrúar á þessu ári. Fé-
lagið geri sér vel grein fyrir því að
það sé að kaupa eignir sem skipi
stóran sess í huga og hjarta Dana
og tillit verði tekið til þess. „Við
verðum virkir eigendur og munum
ráðast í frekari fjárfestingar kring-
um þessar eignir,“ segir Gísli. Hann
upplýsir ekki kaupverðið en segir
tölurnar vissulega háar. Kaupin
hafi farið fram í góðu samstarfi við
Landsbankann og Fyrirtækjaráð-
gjöf hans. Gísli segir að með þess-
um kaupum sé heildarvirði eigna á
vegum Nordic Partners um 65
milljarðar króna.
65 milljarða
króna eignir
Gísli Reynisson
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum
Hagstofunnar um landsframleiðslu
fyrir allt árið 2006 nam lands-
framleiðslan tólf hundruð millj-
örðum króna og jókst að raungildi
um 4,2% frá fyrra ári. Þessi vöxtur
kemur í kjölfar 7,1% vaxtar á árinu
2005 og er umtalsvert meiri en
áætlanir höfðu gert ráð fyrir en
spár gerðu ráð fyrir 2,6% hagvexti
á síðasta ári.
Hagstofan segir að vöxt lands-
framleiðslunnar á liðnu ári megi,
líkt og undanfarin þrjú ár, öðru
fremur rekja til aukinnar einka-
neyslu og fjárfestingar en á móti
vegi aukinn innflutningur, sem sé
langt umfram aukningu á útflutn-
ingi.
Laun- og fjármagnsgjöld til út-
landa jukust mun meira en nam
aukningu launa- og fjármagnstekna
frá útlöndum og þrátt fyrir jákvæða
þróun viðskiptakjara aukast þjóð-
artekjur á árinu 2006 mun minna en
landsframleiðslan eða um 1,2% sam-
anborið við 7,9% vöxt árið áður.
Hagvöxtur
umfram spár
PRIMERA TRAVEL GROUP,
ferðaþjónustufyrirtæki í eigu Andra
Más Ingólfssonar, hefur samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins fest
kaup á írsku ferðaskrifstofunni Bud-
get Travel.
Greint var frá því í írskri útgáfu
Sunday Times á sunnudag að kaupin
væru nærri og nú eru þau orðin að
veruleika. Samkvæmt frétt blaðsins
er áætlað verðmæti samningsins um
10 milljónir evra, jafngildi um 892
milljóna króna, en ekki hefur tekist
að fá það staðfest. Seljandi mun vera
þýska fyrirtækið TUI.
Budget er sagt geta þjónustað um
350 þúsund farþega á háannatíma en
til samanburðar segir í frétt Sunday
Times að Primera muni flytja um
650 þúsund farþega um heim allan á
þessu ári.
Kaupir Bud-
get Travel