Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
V
erð á hveiti og öðru
korni hefur ekki verið
mikið í umræðunni hér
á landi, en búast má við
því að fljótlega verði
þar breyting á. Raunin er nefnilega
sú að heimsmarkaðsverð á hveiti
hefur hækkað mikið og hratt und-
anfarna mánuði og mun það óhjá-
kvæmilega hafa
áhrif á íslenska
neytendur, enda
er hveiti uppi-
staðan í stórum
hluta þess matar
sem við leggjum
okkur til munns.
Í breska fag-
tímaritinu The
Grocer er greint
frá því að verð á
hveiti þar í landi
hafi hækkað úr 85 pundum á tonn í
apríl í 155 pund á tonn í júlí og er
búist við enn frekari í hækkunum. Í
International Herald Tribune kem-
ur fram að verð á framvirkum samn-
ingum á hveiti í Bandaríkjunum,
með afhendingu í desember, hafi
hækkað um 40% frá því í júlí og
meira en tvöfaldast á einu ári.
Margar ástæður eru fyrir hækk-
ununum nú, þar á meðal aukin eft-
irspurn eftir korni og áhrif veðra-
breytinga á uppskeru. Þá hafa
margir bændur í Bandaríkjunum og
Evrópu hætt að rækta korn til
manneldis og rækta þess í stað korn
til framleiðslu lífræns eldsneytis.
Aukin kjötneysla
Marteinn Magnússon, markaðs-
stjóri hjá heildversluninni Eggerti
Kristjánssyni hf, segir aukna vel-
megun í fjölmennum Asíuríkjum
skýra að hluta aukna eftirspurn eftir
korni. „Sífellt fleiri fjölskyldur í
löndum eins og Indlandi og Kína
hafa nú efni á því að neyta meira
kjötmetis og mjólkur en þær hafa
gert hingað til. Einföld þumalfing-
ursregla segir okkur að til að fram-
leiða eitt tonn af kjöti þurfi fimm
tonn af korni og er því auðvelt að sjá
hvernig aukin eftirspurn eftir kjöti
getur þrýst upp kornverði,“ segir
Eggert.
Í grein The Grocer segir að sam-
tök breskra myllueigenda geri ráð
fyrir því að eftirspurn eftir korni
muni aukast um 50% á næstu tutt-
ugu til þrjátíu árum og Efnahags-
og samvinnustofnunin, OECD, hef-
ur spáð 50% hærra kornverði næsta
áratuginn.
Veðurfar hefur aukið enn á verð-
þrýsting á kornmarkaði. Votviðri í
Vestur-Evrópu og Kanada, þurrkar
í Austur-Evrópu og óheppilegt upp-
skeruveður í Bandaríkjunum hafa
valdið því að kornuppskera almennt
verður minni en búist hafði verið
við. Þetta mun þó aðeins hafa áhrif
til skamms tíma á kornverð að því
gefnu að veður verði betra á næstu
árum.
Þriðju ástæðuna, breytingar á
ræktun, má að stórum hluta rekja til
niðurgreiðslna til bænda vegna
framleiðslu á lífrænu eldsneyti.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Evr-
ópu veita veglega styrki til þeirra
bænda sem rækta korn til fram-
leiðslu á lífrænu eldsneyti og hefur
fjöldi bænda hætt ræktun til mann-
eldis og tekið þess í stað upp ræktun
til framleiðslu eldsneytis. Þetta hef-
ur þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að
framboð á korni og margri annarri
matvöru hefur dregist saman.
Verðhækkanir
óumflýjanlegar
Segist Marteinn ekki sjá fyrir end-
ann á þessari þróun svo lengi sem
niðurgreiðslur til þessarar ræktun
verða við lýði og jafnvel búast við
því að ræktun fyrir lífræna elds-
neytisframleiðslu muni aukast þeg-
ar fram líður.
„Verð á smjöri, matarolíum, mjólk
og kakói hefur hækkað um að
minnsta kosti 70% á síðustu átta
mánuðum,“ segir Marteinn. „Það
mun svo hafa þau áhrif að verð á
matvöru almennt mun hækka.
Hækkanir hafa ekki verið mjög
miklar undanfarna mánuði, en hjá
frekari hækkunum verður ekki kom-
ist eigi matvælaframleiðendur að
halda velli.“
Umtalsverðar hækkanir á olíu
hafa einnig haft áhrif til hækkunar á
matvælaverði til neytenda, enda hef-
ur allur flutningskostnaður hækkað,
hvort heldur sem flutningarnir fara
fram á láði eða legi. Þá leggjast
þungir umhverfisskattar á land-
flutninga í Evrópu og stuðla enn að
hærra matvælaverði til neytenda.
Marteinn segir að samt megi ekki
mála skrattann á vegginn og halda
að ástandið sé verra en það er.
„Þetta eru stórar og afdrifaríkar
breytingar sem eru að verða á mat-
vælamarkaði, en þetta eru einnig
sérstakir og áhugaverðir tímar sem
við lifum á. Það verða tækifæri fyrir
bændur og matvælaframleiðendur
til að bregðast við breytingunum
með jákvæðum hætti.“ Bendir Mar-
teinn á að t.d. sé svigrúm til að auka
kornframleiðslu í Evrópu, enda sé
nokkuð til af ónýttu ræktarlandi.
Hins vegar taki það tíma að taka
slíkt land í rækt.
„Þá er allt útlit fyrir að sam-
keppnisstaða íslensks landbúnaðar
muni batna til muna. Íslensk kjöt-
og mjólkurframleiðsla er ekki jafn-
háð korni og gerist erlendis. Því er
eðlilegt að ætla að framleiðslukostn-
aður hér á landi muni ekki aukast
jafnmikið og þar og það gerir ís-
lenskar landbúnaðarafurðir sam-
keppnishæfari en þær eru nú.“
Þá er hugsanlegt að ræktarland
hér á landi verði verðmætara styrk-
ist staða íslensks landbúnaðar í sam-
ræmi við það sem áður segir. Bendir
Marteinn á að hlýnun í veðri geri
það að verkum að hægt verður að
rækta fleiri tegundir hér á landi en
hægt hefur verið hingað til. Korn-
rækt hér á landi fer vaxandi og er
hugsanlegt að hún verði mikilvægari
þáttur í íslenskum landbúnaði en áð-
ur.
Ljóst er að ef fram heldur sem
horfir þá sé heimsmarkaður með
matvæli að breytast til frambúðar.
Þrátt fyrir að afleiðingarnar verði
líklega eitthvað hærra matvælaverð
fyrir okkur þá eru líklega fáir sem
harma það að almenn velmegun í
Asíuríkjum fari vaxandi og að fleiri
geti leyft sér þann einfalda munað
að borða kjöt. Hins vegar má velta
fyrir sér hvort eðlilegt sé að nið-
urgreiða notkun ræktarlands til
framleiðslu eldsneytis ef það skekk-
ir matvælamarkað um of.
Uppskerubrestir og breytingar
á neyslumynstri almennings
Undanfarið ár hefur verð á mörgum grundvall-
armatvörum eins og hveiti og öðrum kornmat,
matarolíum og mjólkurvöru hækkað mjög. Til
dæmis hefur heimsmarkaðsverð á hveiti tvöfald-
ast á innan við átta mánuðum. Ástæðurnar eru
margar og ekki ljóst hverjar afleiðingarnar verða.
Reuters
Brestur Það er kaldhæðnislegt að þeir bændur sem orðið hafa fyrir mestum skaða vegna uppskerubrests eru þeir
sem sáu fyrir aukna eftirspurn og gerðu ráðstafanir til að auka framleiðslu. Sú fjárfesting þeirra er nú glötuð.
Í HNOTSKURN
» Verð á hveiti í kauphöl-inni í Chicago sló í fyrra-
dag nýtt met, en skeppan af
hveiti fór þá í fyrsta skipti
yfir níu bandaríkjadali.
» Aukin eftirspurn eftirkjöti og mjólkurvörum í
Asíu hefur valdið því að verð
á skepnufóðri hefur hækkað.
» Uppskerubrestur ímörgum helstu korn-
ræktarlöndum heimsins hef-
ur einnig ýtt undir hækk-
anir.
) ) 1
/
34 (
(
#!
> M(>
- 1 % * + , - . / 0 / - - 1 %
6
#N JJJ>2( E>#
Marteinn
Magnússon
á vegum ráðstefnufyrirtækisins Nomos,
Útflutningsráðs Íslands og
Háskólans í Reykjavík o.fl.
Skráning í síma 511 4000
utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.nomos.is
Reykjavík 14. september 2007
Radisson SAS Hótel Sögu
kl. 9.00-17.00
Alþjóðleg lögfræðiráðstefna
Tengsl hugverkaréttar og
samkeppnisréttar
Móttaka í Höfða í boði Reykjavíkurborgar að lokinni ráðstefnu