Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 13

Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 13 Glerskálinn er til sölu Mánudaginn 17. september n.k. verður glerskálinn við Norræna húsið tekinn niður. Einstakt tækifæri til að kaupa skálann. Hægt er að setja hann saman í stærðunum 314 m², 514 m² eða 714 m². Verð: € 810.000,- + vsk Upplýsingar sími 551 7030 ákveðið tölugildi fyrir verðbólgu- markmið Seðlabankans. Í þriðja lagi hafa þau svo bent á þann möguleika að setja takmörk á stýrivaxtamun á milli Íslands og annarra landa. Ingimundi líst ekki á þessar hug- myndir. „Við teljum að það sé kostur að hafa húsnæðisliðinn inni í verð- bólgumælingunni. Hann endurspegl- ar stóran hluta af framfærslukostnaði heimilanna og vísitala neysluverðs með húsnæðiskostnaði er stöðugri mælikvarði á verðbólgu en vísistalan án hans. Auk þess er húsnæðisverðið leiðandi vísbending. Ef það hækkar hratt bendir það til vaxandi einka- neyslu síðar. Við viljum því ekki að húsnæðisverðið verði tekið út. Sums staðar þar sem það er ekki inni í vísi- tölunni sem verðbólgumarkmið bygg- ist á sakna menn þess,“ segir Ingi- mundur, sem telur svipað eiga við um aðrar hugmyndir Samtaka atvinnu- lífsins um breytingar á verðbólgu- markmiðinu. „Við teljum þær ekki til bóta. Mér finnst mjög varasamt að slaka eitt- hvað á þeim markmiðum sem við höf- um um verðbólgu. Við eigum að geta náð verðbólgumarkmiðinu með skyn- samlegri stefnu og góðu fyrirkomu- lagi á markaði og það er engin ástæða til að slaka eitthvað á þeim kröfum sem þar eru gerðar. Það er ótvírætt í okkar huga að peningalegt aðhald hefur skilað ár- angri. Við eigum hins vegar við vanda að stríða sem stafar af þenslu liðinna ára, sem á sér að einhverju leyti ræt- ur í stóriðjuframkvæmdum og ekki síst í þeim breytingum sem urðu á húsnæðislánamarkaðinum árið 2004 og gerðust mjög snöggt og leiddu til hraðs vaxtar einkaneyslu. Minna má á að þessar breytingar urðu á sama tíma og vextir á heimsvísu voru í sögulegu lágmarki. Ef miðlunarferli peningastefnunnar væri greiðara, ef meira aðhald stafaði frá opinberum fjármálum, bæði ríki og sveitarfélög- um, ef framvinda launa hefði verið meira í samræmi við verðbólgumark- miðið þá væri verðbólgan minni. Við erum hins vegar enn að glíma við þessa miklu spennu í þjóðfélaginu, þrátt fyrir að stundum heyrist talað um að hér sé mjög tekið að hægja á. Ástandið á vinnumarkaði bendir ekki til þess. Atvinnuleysi mælist undir einu prósenti. Á meðan vinnumark- aðurinn er eins spenntur og raun ber vitni er ekki hægt að draga þá álykt- un að það sé verulega farið að hægja á.“ Ingimundur segir bankann hafa í síðustu viku ákveðið að breyta ekki stýrivöxtunum og lýst því þá yfir að ekki væri ástæða til að hvika frá verð- bólguspánni sem birt var í júlí. „Við tókum líka skýrt fram að ef verðbólguhorfur versnuðu myndi bankastjórnin bregðast við og það sama gildir ef horfur batna frá því sem spáð var. Við munum auðvitað fylgjast mjög grannt með framvind- unni næstu mánuði. Horfurnar eru hins vegar óvenju óvissar um þessar mundir vegna aðstæðna úti í heimi, en eins og endranær eru þær við- kvæmastar fyrir óvissu um gengi krónunnar. Þróun þess verður mjög háð því sem gerist á alþjóðlegum mörkuðum.“ Óróinn kemur ekki á óvart Ingimundur segir að engin leið sé að segja til um hvort samdráttur sé framundan í alþjóðlegu efnahagslífi. Mál hafi ekki skýrst nægilega til þess. Við því hefði hins vegar mátt búast að breytingar yrðu á mörkuðum. Því hefði margsinnis verið spáð á alþjóða- vettvangi að breytingar yrðu í hinu alþjóðlega umhverfi, og Seðlabankinn hefði einnig vikið að því í ritum sínum. Þær gætu orðið mjög skyndilega. „Óvenjumikið framboð hefur verið á lausafé á alþjóðamörkuðum undan- farin misseri. Vextir hafa verið í sögu- legu lágmarki og þarf sums staðar jafnvel að fara hundrað ár aftur í tím- ann til að finna annað eins. Og áhættusæknin hefur verið gríðarlega mikil. Á það hefur jafnframt verið bent að áhætta hafi ekki verið verð- lögð rétt. Of lítill munur væri á áhættusömum og áhættulitlum fjár- festingum. Þetta ástand hlaut að breytast og það er einmitt það sem nú er að gerast. Erfitt var hins vegar að sjá nákvæmlega hvernig það myndi gerast, en á daginn kom að það voru erfiðleikar á bandarískum fasteigna- lánamarkaði sem hrintu breytingun- um af stað. Ekki sér fyrir endann á þessari at- burðarás en þó er ljóst að fjármála- stofnanir um allan heim eru afar var- færnar um þessar mundir,“ segir Ingimundur og bendir á að milli- bankamarkaðir hafi ekki verið eins liprir og alla jafna og þar hafi gætt lausafjárskorts. Seðlabankar vestan- hafs og austan hafi mætt þessu með viðbótarfyrirgreiðslu. „Til þess hefur ekki komið hér og ekki útlit fyrir að þörf verði á slíku. Athyglin beinist hins vegar í vaxandi mæli að því hver áhrif af þessari framvindu kunna að verða, hvort hún muni leiða til sam- dráttar í þjóðarbúskap stóru iðnríkj- anna. Lánskjör hafa versnað vegna þessa óróa, og þess mun gæta hér. Það er þó ekkert sem gefur sérstak- lega til kynna að kreppa sé yfirvof- andi. Engar forsendur eru til þess að vera með einhverja slíka spádóma uppi nú.“ Evran ekki hyggileg Umræða um krónuna og hugsanlega upptöku evru sem gjaldmiðils hér á landi hefur verið meiri að undanförnu en oftast áður. Ingimundur segir að það sé ekki hlutverk Seðlabankans að ákveða hvaða gjaldmiðill er notaður hér á landi, það sé pólitísk ákvörðun. Seðlabankinn starfi eftir lögum frá árinu 2001. Þar sé bankanum falið það meginmarkmið að stuðla að stöð- ugu verðlagi auk annarra markmiða eins og að stuðla að stöðugleika fjár- málakerfisins. „Seðlabankinn hefur engu að síður látið í ljós þá skoðun, að ekki væri hyggilegt að taka upp evru hér á landi í stað krónunnar, nema með því að ganga í Evrópusambandið. Og ég held að það sé ástæða til að vara við að flanað verði að einhverju í þessum efnum. Þá má nefna að ef minnstu lík- ur eru taldar á því að Ísland gangi í Evrópusambandið með tímanum, þá held ég að það væri sérstaklega óráð- legt að taka upp evru einhliða. Það er meðal annars vegna þess að við yrð- um þá að verja hluta gjaldeyrisforð- ans til að kaupa evrur, sem yrðu hér í umferð, sem ekki þyrfti að gera með aðild að sambandinu. Hér eru nú í umferð seðlar og mynt að fjárhæð vel á sextánda milljarð króna. Með aðild leiðir af sjálfu sér að við myndum fá hingað evrur. Með einhliða upptöku evrunnar myndum við tapa svokölluðum mynt- sláttuhagnaði, sem er svo sem ekki mikill, og hann rynni óskiptur til Seðlabanka Evrópu. Og við myndum ekki njóta nokkurs af þeirri stöðu sem fælist í því að vera í myntbanda- lagi, að eiga þátt í ákvörðunum né njóta þeirrar samtryggingar og sam- starfs sem fælist þar í, ef við tækjum einhliða upp evru.“ Við einhliða upptöku evru myndi væntanlega hverfa hlutverk Seðla- bankans sem lánveitanda til þrautav- ara fyrir fjármálakerfið. Hann yrði þá ekki lengur hugsanlegur bakhjarl fjármálafyrirtækjanna og þau ættu jafnvel ekki athvarf í neinum seðla- banka. Að síðustu mætti nefna, og þá óháð því með hvaða hætti nýr gjald- miðill yrði tekinn upp, að ríkissjóður ábyrgist háar fjárhæðir í verðtryggð- um skuldabréfum í krónum sem hafa verið gefin út á innlendum markaði til mjög langs tíma og eru óuppsegjan- leg. Ekki er tryggt að á móti standi samsvarandi tekjur ef breytt verður um mynt. Ingimundur segir að opinber um- ræða um hugsanlega upptöku evr- unnar hljómi stundum eins og að með henni næðist sjálfkrafa stöðugleiki í efnahagslífi. „Því fer auðvitað víðs fjarri. Stund- um virðist sem leitast sé við að beina athyglinni frá vanda líðandi stundar sem ekki hverfur þótt hætt sé að hugsa um hann. Með upptöku annars gjaldmiðils yrði sjálfstæð peninga- málastjórn úr sögunni. Ábyrgðin sem lögð yrði á herðar þeim sem fara með stjórn opinberra fjármála og þeirra sem ráða ferð á vinnumarkaði yrði miklu meiri en hingað til ef tryggja ætti stöðugleika. Ef ekki tækist vel til í þeim efnum myndi það leiða til þess að samkeppnisstaða Íslands versnaði sem á endanum gæti leitt til sam- dráttar og atvinnuleysis.“ Krónan dugað hingað til Að endingu nefndi hann að hugmynd- ir sem einnig hefðu heyrst um að tengja krónuna við annan gjaldmiðil væru óraunhæfar. Slík tenging myndi krefjast mikilla fórna ef hún ætti að vera trúverðug og álitamál sé hvort stuðningur væri við slíkt. „Ég held því að ráðlegt sé að fara að öllu með gát og taka ekki neinar ákvarðanir sem kynnu að koma okkur í koll síðar. Það þarf að hyggja að hagsmunum og sjónarmiðum til langrar framtíðar þegar rætt er um hvaða gjaldmiðill skuli notaður hér á landi. Hver sem niðurstaðan verður í þessum efnum þá er krafan sú að hér verði rekin stefna sem tryggir jafn- vægi í þjóðarbúskapnum,“ segir Ingi- mundur og bætir við að krónan hafi dugað okkur vel hingað til og geti gert það áfram. „Vissulega hefur gengi krónunnar sveiflast nokkuð að undanförnu en það hefur gengi annarra gjaldmiðla einnig gert, þar með taldir helstu gjaldmiðlar heimsins. Þeir hafa hreyfst mikið hver gagnvart öðrum að undanförnu sem einnig hefur haft óbein áhrif á krónuna. Sannarlega eru gengissveiflur ekki til þæginda en minna má á að á markaði bjóðast möguleikar til þess að verjast áhrif- um gengisbreytinga.“ mhaldandi aðhaldi Morgunblaðið/Kristinn iðtalinu mörgum þeim gagnrýnisröddum gretar@mbl.Is » Alþjóðastofnanir hafa einnig bent á að löngutímabært sé að endurskoða hlutverk Íbúðalána- sjóðs. Í því sambandi má sérstaklega vekja athygli á umsögnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, síðast nú í sumar. Skýrslur sjóðsins sýna að þeir sem þær hafa unnið hafa lagt sig eftir því að kynna sér mjög rækilega fyrirkomulag íbúðalána hér á landi. Við tökum undir ábendingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.