Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
NÝSKÖPUN, ÞRÓUN OG SAMFÉLAG
Eftir Elvu Brá Aðalsteinsdóttur
Á Íslandi er hátt hlutfall kvenna í
sérfræðistörfum á sviði rannsókna
og þróunarstarfa í samanburði við
nágrannaþjóðir okkar á Norð-
urlöndunum. Sér-
fræðingar móta
rannsókna- og
þróunarverkefni
og skapa um leið
nýja þekkingu,
vöru eða aðferð.
Stjórnendur, sem
með einhverjum
hætti eru tengdir
vísindalegu starfi,
eru einnig skil-
greindir sem sérfræðingar. Sam-
kvæmt nýlegri úttekt Rannís á
rannsókna- og þróunarstörfum
meðal fyrirtækja og stofnana
(Rannsóknavogin 2005) eru konur
um 40% sérfræðinga við rannsókn-
arstörf en þær eru um 30% sér-
fræðinga á þessum vettvangi í
Finnlandi, Noregi og Danmörku.
Þegar borin er saman staða karla
og kvenna í nýsköpunarumhverfinu
á Íslandi kemur í fyrsta lagi í ljós
að karlar eru fleiri við sérfræðistörf
en konur og þeir vinna jafnframt
fleiri ársverk. Athyglivert er að
ekki er samsvörun í fjölda kvenna
og ársverkum þeirra því þær konur
sem þó eru við sérfræðistörf (þ.e.
40% sérfræðinga) vinna hlutfalls-
lega færri ársverk (36% ársverka)
en samstarfsfélagar þeirra og jafn-
ingjar af hinu kyninu. Líkleg skýr-
ing er að konur séu frekar í hluta-
störfum við rannsóknir og
þróunarvinnu en karlar. Þennan
mun á fjölda og ársverkum kvenna
er ekki að finna í sama mæli innan
annarra starfsstétta sem koma að
rannsókna- og þróunarvinnu.
Munur á menntunarstigi
Nokkur munur er á mennt-
unarstigi karla og kvenna í rann-
sóknum. Samantekt Rannís leiðir í
ljós að í hópi þeirra sem öðlast hafa
mestu menntunina, þ.e. dokt-
orsmenntun, eru karlar í miklum
meirihluta. Í þeim hópi eru karlar
rúmlega 70% starfsfólks og konur
tæplega 30% og á hvort tveggja við
heildarfjölda doktorsmenntaðra og
fjölda ársverka þeirra. Hlutföllin
eru aðeins önnur í hópi þeirra sem
hafa annars konar háskólamenntun,
karlar eru þar um 56% starfs-
manna og konur um 44%. Ekki er
samræmi í fjölda og ársverka
kvenna með háskólapróf, því konur
eru 44% háskólamenntaðra en eiga
um 41% ársverka í þessum hópi.
Kynjahlutföllin eru aftur á móti
jafnari meðal fólks sem lokið hefur
framhaldsskólaprófi. Í raun má
segja að í fyrirtækjum og stofn-
unum sem stunda rannsóknir og
þróun og þar sem menntunarstig
er tiltölulega hátt eru meiri líkur á
að karlmaður sinni rannsóknastörf-
um en kona. Þessar niðurstöður
eru um margt líkar því sem sjá má
meðal annarra Norðurlanda, í
Noregi eru konur 24% dokt-
orsmenntaðs fólks starfandi við
rannsóknir og þróun.
Vísbendingar eru um að staða
mála verði önnur innan nokkurra
ára því úttektir Rannís á dokt-
orsmenntun Íslendinga leiða í ljós
að doktorsvörnum kvenna hefur
fjölgað ört á hinum síðari árum
meðan fjöldi doktorsvarna karla
hefur haldist svipaður. Konur eru í
dag meirihluti (um 60%) skráðra
doktorsnema við þá íslensku há-
skóla sem í dag bjóða upp á dokt-
orsnám og eru t.a.m. töluvert fleiri
en karlar í læknadeild Háskóla Ís-
lands og næstum jafnmargar körl-
unum í raunvísindum. Enn eru
konur nokkuð færri en karlar við
doktorsnám í verkfræðideild HÍ.
Flestir sem starfa við rann-
sóknir og þróun eru við störf hjá
fyrirtækjum en opinberi geirinn er
einnig stór vinnuveitandi. Athygli
vekur að mesti munurinn á fjölda
og ársverkum karla og kvenna er
innan einkageirans en þar eru
karlar um 66% starfsfólks og
vinna flest ársverkin. Á meðfylgj-
andi mynd má sjá að ekki er mikill
munur á fjölda karla og kvenna
innan háskólanna þótt hann sé að-
eins meiri í fjölda ársverka.
Kynjahlutfallið snýst við hjá sjálfs-
eignarstofnunum, þar eru konur
ívið fleiri en karlar við rann-
sóknastörf.
Nýsköpun í krafti kvenna?
Elva Brá
Aðalsteinsdóttir
Höfundur er sérfræðingur
á greiningarsviði Rannís.
0(2C'(:$N (4'
567
*! "$ (>C
6&$"
%3&C
(>C
0
08
8
,
8
0
0 -
,
#99:
0(2C'(:$N (4'
567
*! "$ (>C
6&$"
%3&C
(>C
0(2C'(:$N ;
567
*! "$ (>C
6&$"
%3&C
(>C
0(2C'(:$N ;
567
*! "$ (>C
6&$"
%3&C
(>C
0OB0O
0OB0O
*+8O
*+8O
NEIKVÆÐUR blær er í margra
huga yfir hugtakinu innherja-
viðskipti. Þegar svo er tengist hug-
takið brotum á reglum fjár-
málamarkaða þar sem innherjar
nýta upplýsingar sem þeir búa yfir
til þess að hagnast á óheiðarlegan
hátt. Þetta sjáum við oft í bandarísk-
um bíómyndum, eins og t.d. Wall
Street – stórmynd Oliver Stone –
þar sem Gordon Gekko byggði auð
sinn og frama á innherjaviðskiptum.
En innherjaviðskipti þurfa ekki
endilega að vera til marks um svik
og pretti, satt að segja nota margir
fjárfestar innherjaviðskipti í fyr-
irtækjum sem vísbendingu um
hvernig best er að ráðstafa fjár-
munum sínum.
Fyrst af öllu ber þó að skilgreina
hugtakið innherji. Hægt er að fletta
upp á formlegri skilgreiningu lag-
anna í 58. grein laga 33/2003 um
verðbréfaviðskipti en skilgreiningin
á innherja er í raun ekki flóknari en
eftirfarandi: Innherji er aðili sem
hefur víðtækari aðgang að upplýs-
ingum þeim sem til eru innan félags
en hinn almenni fjárfestir. Hægt er
að misnota slíkar upplýsingar til
þess að fá óeðlilegt forskot á aðra
fjárfesta og kaupa, eða selja, hluta-
bréf í félaginu áður en upplýsing-
arnar verða opinberar og hagnast
þannig á því. Slík misnotkun upplýs-
inga er það sem veldur því að margir
líta hugtakið innherjaviðskipti horn-
auga en hún er þó tiltölulega sjald-
gæf, a.m.k. hér á landi.
Viðskipti tilkynnt án tafar
Nú er eðlilegt að einhverjir spyrji
sig hvort innherjar hafi ekki alltaf
forskot á aðra hluthafa í félögum og
geti þannig hagnast á kostnað ann-
arra hluthafa. Skoðanir um þetta
eru skiptar en einmitt vegna þessara
sjónarmiða er innherjum ekki frjálst
að eiga viðskipti með hlutabréf hve-
nær sem þeim hentar, líkt og öðrum
hluthöfum. Þeir mega ekki eiga við-
skipti þegar innherjaupplýsingar
eru fyrir hendi, t.d. þegar stutt er í
birtingu afkomutalna eða einhverra
annarra frétta sem geta verið verð-
myndandi. Ennfremur ber inn-
herjum að tilkynna markaðnum um-
svifalaust um öll sín viðskipti með
bréfin, einmitt til þess að aðrir fjár-
festar geti notað viðskiptin sem vís-
bendingar um hvort gengið sé of
hátt eða lágt hverju sinni.
Þannig eru til fjárfestar sem
byggja fjárfestingarákvarðanir sín-
ar nánast eingöngu á fjárfestingum
innherja.
Það þarf því ekkert að vera
gruggugt við það þótt fregnir berist
af viðskiptum innherja í einhverju
fyrirtæki, nema síður sé.
Þarf ekki
að vera
gruggugt
Morgunblaðið/Einar Falur
? | VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI
spurt@mbl.is
AnnarhfRekstrarverkfræðistofan
Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is
a ÁrsreikningarBókhald
Skattframtöl
ur dregizt verulega saman, eða um
14%.
Innflutningur á neyzluvörum hef-
ur aukizt um 9% og innflutningur á
hrávöru hefur aukizt um 6%. 15%
aukning er á innflutningi bíla og
annarra tækja.
Innflutningur hefur verið í vexti
undanfarin ár, en nú er farið að
draga úr honum. Þegar litið er á inn-
flutninginn fyrstu sjö mánuði síð-
ustu þriggja ár, kemur í ljós að
aukningin er ekki eins mikil nú og
árin á undan.
BRÁÐABIRGÐATÖLUR sýna
að innflutningur til Færeyja fer vax-
andi, en aukningin liggur að mestu
leyti í innflutningi á skipum. Fyrstu
sjö mánuði ársins fluttu Færeyingar
inn vörur fyrir um þrjá milljarða
færeyskra króna, 36 milljarða ís-
lenzkra. Það er 294 milljónum fær-
eyskra króna, 3,5 milljörðum ís-
lenzkra króna, meira en á sama tíma
í fyrra. Aukningin er 11%.
Sé innflutningur skipa ekki með-
talinn er aukningin aðeins 4%
Verðmæti innflutts eldsneytis hef-
Aukinn innflutn-
ingur til Færeyja
20
(- 4
#99&
,
#99%
3 4 ( 34 #3"# C: $"
6&2 ( C
$ 2
+
'2
? ; 2D > (:$
@
'(
%$ > C2D
% #(
% #( & $
<:<
=9!
:$9
!=<
#9>
#<=$
#%=#
?
'(
$ (C
Morgunblaðið/RAX
FORSTJÓRAR Glitnis og Voda-
fone rituðu í vikunni undir sam-
komulag um kaup bankans á fjar-
skiptaþjónustu frá Vodafone næstu
fimm árin. Er þetta sagður einn
stærsti samningur sinnar tegundar
og nær til talsíma- og farsímaþjón-
ustu við Glitni, bæði innanlands og
erlendis, auk ADSL-nettenginga
fyrir starfsmenn Glitnis.
Samningurinn er gerður að und-
angengnu löngu ferli, sem hófst í
ársbyrjun og fólst meðal annars í
því að greina fjarskiptaþarfir Glitn-
is víða um heim. Í framhaldinu var
fjarskiptaþjónusta Glitnis boðin út,
þar sem fjarskiptafyrirtæki á Ís-
landi og Noregi fengu að bjóða í
heildarviðskipti. Meðal annarra
stórra viðskiptavina Vodafone á má
nefna Landsbankann, Icelandair,
Landspítalann, Reykjavíkurborg
og Háskólann í Reykjavík.
Á myndinni handsala samninginn
þeir Lárus Welding frá Glitni og
Árni Pétur Jónsson frá Vodafone.
Glitnir með fjarskipta-
þjónustu hjá Vodafone