Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 18

Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf Hluthafafundur Hluthafafundur HB Granda hf. verður haldinn föstu­ daginn 21. september 2007 í matsal HB Granda að Norðurgarði, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 14:00. Dagskrá: Kosning nýrrar stjórnar. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf hluthafafundar. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafund. Atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum og umboðs­ mönnum með skrifleg umboð á fundarstað frá kl. 13:30. Stjórn HB Granda hf. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÍSLENDINGAR koma við sögu við uppbyggingu atvinnulífsins í Afríkulýðveldinu Líberíu eftir að langvarandi borgarastyrjöld lauk. Þeir koma aðallega að uppbygg- ingu í sjávarútvegi, en uppbygging raforkukerfis er einnig á döfinni. Það er í gegnum ráðgjafarfyrir- tækið EXA Consulting, sem Ís- lendingarnar koma til sögunnar. „EXA Consulting er, eins og nafnið gefur til kynna, í fyrirtækja- ráðgjöf. Fyrirtækið var stofnað á Bretlandi og er með dótturfyrir- tæki í Skandinavíu og í Líberíu,“ segir Óskar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri EXA Consulting Líbería. „Eigendur eru brezkir, sænskir og íslenzkir. Við höfum rekið fyrirtækið í nokkur ár og við erum lögfræðingar, markaðsfræð- ingar, viðskiptafræðingar og end- urskoðendur. Við eru mikið í því að aðstoða fyrirtæki við að fara inn á nýja markaði með vöru og þjón- ustu. Við hjálpum þeim þá yfir ákveðinn hjalla í því ferli.“ Hitti forsetann Hvernig lá leiðin til Líberíu? „Núna síðasta árið höfum við unnið mjög náið með Líberíumönn- um. Við komum auga á tækifæri þar fyrir einu og hálfu ári. Einum af eigendum okkar, Halldóri Páls- syni, var boðið að vera viðstaddur innsetningu Ellenar Johnson Sir- leaf í forsetaembætti Líberíu í jan- úar 2006. Þar átti hann fund með forsetanum. Hún þekki Vigdísi Finnbogadóttur og vissi mikið um Ísland, þar sem hún hefur mikla reynslu af alþjóðlegum viðskiptum. Hún óskaði þá beinlínis eftir því að við fyndum fyrir hana fyrirtæki sem væri tilbúið til að koma til landsins með starfsemi, sem væri áætluð til lengri tíma. Við höfum unnið í þessu í eitt og hálft ár. Við höfum heimsótt rík- isstjórnina í Líberíu og ég er búinn að funda með meira og minna öll- um ráðherrunum. Það hefur leitt til þess að við höfum verið að vinna að fleiri verkefnum. Í stuttu máli erum við nú með tvö aðalverkefni sem koma Íslandi við og við teljum að við getum orðið að liði. Það er í uppbyggingu raforkuvera og í fisk- iðnaði.“ Virkja frumkvöðla „Í öllum þessum verkefnum vinnum við að því að skapa sam- vinnuverkefni opinberra aðila og einstaklinga. Við erum að virkja frumkvöðlaanda Íslendinga til að koma að uppbyggingu í landinu. Ég vil opna augu íslenzkra frum- kvöðla fyrir því að koma inn í við- skiptaumhverfi þar sem þeir geta haft hagnað af og um leið skapað sér góða ímynd á alþjóðamarkaði. En við þurfum jafnframt að fá ákveðna hjálp frá íslenzkum stjórnvöldum á sama hátt og stjórnvöld í Líberíu vilja liðka fyrir starfsemi af þessu tagi. Þau ætla sér að byggja upp aðlaðandi við- skiptaumhverfi og hafa sagt að óvinur þjóðarinnar númer eitt sé spilling og að henni verði útrýmt. Þau eru gífurlega vakandi og hörð, komi slík dæmi upp. Menn eru fljótir að missa vinnuna verði þeir uppvísir að einhverju ólöglegu.“ Og eru möguleikarnir miklir? „Við höfum mikla trú á mögu- leikum í Líberíu og höfum verið að kynna þá fyrir fólki í lykilstöðum í sjávarútvegi á Íslandi. Ráðherra sjávarútvegsmála í Líberíu hefur verið hér í heimsókn ásamt fylgd- arliði í boði okkar. Hingað eru líka að koma tveir aðrir ráðherra frá Líberíu, ráðherra orkumála og ráð- herra fjárfestinga innan lands. Hann er mjög mikilvægur því hann tekur ákvörðun um stóran hluta fjárfestinga í landinu. Þeir koma hingað til viðræðna við raforkufyr- irtækin, en koma líka til með að hitta þá sem ákveða að halda áfram með okkur í verkefninu í sjávar- útveginum.“ Miklir möguleikar „Við höfum tekið að okkur það hlutverk, sem kannski enginn ann- ar vildi taka. Við höfum fjárfest töluvert mikið í því að koma þessu samstarfi af stað. Að fá ríkisstjórn Líberíu til að sjá að hægt er að fara í uppbygginguna í stærra samhengi og vinna að því að fá ís- lenzk fyrirtæki og stjórnvöld til að taka þátt í henni. Ég er mjög stolt- ur yfir því að hver einasti fundur sem við höfum átt á Íslandi hefur verið mjög uppörvandi fyrir okkar gesti. Bæði íslenzk einkafyrirtæki og íslenzk stjórnvöld sjá þarna mikla möguleika. Þarna er tæki- færi fyrir mikla útrás og um leið að skapa sér góða ímynd á alþjóða vettvangi. Mér myndi finnast mjög gaman að því að sjá okkar þjóð taka að sér þetta hlutverk. Þeir eru orðnir mjög þreyttir á því í Líberíu að þangað koma fyrirtæki með lát- um og segjast ætla að gera alla mögulega hluti, en svo verður lítið sem ekkert um efndir. Þess vegna eru stjórnvöld afskaplega varkár í þessum efnum. Þau vilja fá ein- hverja sem eru tilbúnir til að byggja upp til framtíðar. Möguleikarnir eru vissulega miklir. Það þarf flest að byggja upp frá grunni eins og síma, sam- göngur, fiskveiðistjórnun og eftir- lit. Það þarf að byggja upp raf- orkukerfið og í tengslum við það kemur til greina að reisa álver, en í landinu eru auðugar báxítnámur, en það er hráefnið sem notað er til að framleiða ál. Ég vona að bara og er reyndar viss um að þáttur Ís- lendinga í þessari uppbyggingu verður bæði mikill og góður,“ segir Óskar Kristjánsson. Koma að uppbyggingu sjávarútvegs í Líberíu Fyrirtækið EXA Consulting efnir til samvinnu opinberra og einkaaðila á Íslandi og í Líberíu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frumkvöðlar Óskar Kristjánsson, framkvæmdastjóri EXA Consulting Líb- ería, og Dr. J. Chris Toe, ráðherra sjávarútvegsmála í Líberíu. Landkostir Líbería er frjósamt og fallegt land og nú er allt með kyrrum kjörum eftir langa borgarastyrjöld. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völddum og berst hún gegn spillingu. Sjávarútvegur Frá höfninni í Monrovíu, höfuðborg Líberíu. Mikillar uppbygginar er þörf í sjávarútvegi landsins, einkum á svið hafrannsókna og gæzlu landhelginnar, sem er stór. Í HNOTSKURN »Við eru mikið í því að að-stoða fyrirtæki við að fara inn á nýja markaði með vöru og þjónustu. Við hjálpum þeim þá yfir ákveðinn hjalla í því ferli. » Í öllum þessum verkefnumvinnum við að því að skapa samvinnuverkefni opinberra aðila og einstaklinga. Við er- um að virkja frumkvöðlaanda Íslendinga til að koma að upp- byggingu í landinu. »Möguleikarnir eru vissu-lega miklir. Það þarf flest að byggja upp frá grunni eins og síma, samgöngur, fisk- veiðistjórnun og eftirlit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.