Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 19
SAMEINAÐI lífeyrissjóðurinn hef-
ur sett á laggirnar sérstaka ör-
orkuvernd fyrir þá sem eru á
aldrinum 18 til 44 ára og eru með
séreignarsparnað hjá sjóðnum.
Um er að ræða valfrjálsa vátrygg-
ingu sem er ætluð þeim sem eru
að koma út á vinnumarkaðinn í
fyrsta skipti og á meðan þeir
ávinna sér rétt til örorkulífeyris
hjá lífeyrissjóðum. Sjóðurinn segir
í tilkynningu að með samningi við
VÍS hafi tekist að setja saman
góða vátryggingavernd á góðum
kjörum til hagsbóta fyrir yngri
rétthafa.
Vernd fyrir
yngra fólk
Samið F.v. Kristján Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyr-
issjóðsins, Þorgeir Jósefsson stjórnarformaður og Ásgeir Baldurs frá VÍS.
BRENT Sugden, forstjóri Versa-
cold, hefur í kjölfar skipulagsbreyt-
inga verið ráðinn forstjóri yfir kæli-
og frystigeymslusviði Eimskips í
Ameríku.
Bæði Versacold og Atlas Cold
Storage, sem reka yfir 120 kæli- og
frystigeymslur, tilheyra þessu sviði.
Reynir Gíslason, sem gegnt hefur
bæði stöðu forstjóra Eimskips í Am-
eríku frá júlí 2006 svo og forstjóra
Atlas frá nóvember 2006, mun halda
áfram sem forstjóri yfir annarri
starfsemi Eimskips í Ameríku.
Sú starfsemi tengist að mestu
leyti skiparekstri félagsins í heims-
álfunni en nýlega hóf Eimskip
strandsiglingar á austurströnd
Bandaríkjanna, samkvæmt tilkynn-
ingu frá Eimskip til kauphallar.
Samþætta reksturinn
Brent Sugden hefur undanfarin
sex ár verið forstjóri Versacold og
því með nokkra reynslu af rekstri
kæli- og frystigeymslna.
Nú þegar Eimskip hefur fest kaup
á Versacold liggur fyrir að samþætta
rekstur Versacold og Atlas og ná
fram frekari hagræðingu.
Stýrir frystigeymslu-
starfsemi í Ameríku
HALLINN á
vöruskiptum við
útlönd var 14,8
milljarðar króna í
júlímánuði og er
það mesti halli í
einum mánuði á
þessu ári. Á þessi
halli sér rætur í
miklum innflutn-
ingi og fremur
litlum útflutningi
í júlí. Þrátt fyrir þetta var hallinn þó
nokkru minni en í sama mánuði á síð-
asta ári. Á fyrstu sjö mánuðum árs-
ins var halli á vöruskiptum aðeins
um 62% af halla sama tímabils í
fyrra, reiknað á föstu gengi, sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar.
Fluttar voru inn vörur í júlí fyrir
32,7 milljarða króna, sem er miðað
við fast tengi nánast óbreytt frá
sama tíma í fyrra.
Breytt samsetning
Í Morgunkorni Glitnis er bent á að
veruleg breyting hafi orðið á sam-
setningu innflutnings á þessu tíma-
bili. Þannig hafi innflutningur fjár-
festingavara dregist saman um
þriðjung en innflutningur fólksbíla
aukist um 80% á milli ára á föstu
gengi. Þá varð þriðjungsaukning
milli ára í innflutningi varanlegra
neysluvara á borð við raftæki.
„Gengi krónu var á þessum tíma í
fyrra í lágmarki, en hins vegar var
krónan mjög sterk í síðasta mánuði.
Neytendur virðast því afar næmir
fyrir gengi krónu þegar kemur að
kaupum á bifreiðum og varanlegum
neysluvörum,“ segir ennfremur í
Morgunkorninu.
Methalli á
vöruskiptum
í júlímánuði
Ál Verð á áli hefur
verið að lækka.
NETBANKINN hefur ákveðið að
bjóða upp á nýjan reikning, svo-
nefndan Vaxtaauka, þar sem vextir
eru greiddir út mánaðarlega. Er
þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á
slíkan reikning hér á landi, að því er
fram kemur í tilkynningu.
Forsvarsmenn Netbankans segja
mikla eftirspurn hafa verið eftir leið-
um til að ávaxta sparifé sitt á örugg-
an hátt, ásamt því að fá greidda vexti
reglulega yfir árið í stað ársloka.
Reikningurinn er sagður henta
þeim sem vilja ávaxta sparifé sitt
með öruggum hætti og nota vaxta-
greiðslur til að standa straum af
mánaðarlegum útgjöldum. Getur
viðskiptavinur bankans óskað eftir
að föst upphæð verði millifærð mán-
aðarlega af Vaxtaauka á annan
reikning í eigu sinni. Dæmi er tekið
af einstaklingi sem á 10 milljóna
króna innstæðu. Viðkomandi fengi
greiddar rúmar 106 þúsund krónur á
mánuði í vexti, sem hann gæti t.d.
látið millifæra mánaðarlega inn á de-
betkortareikning sinn. Vaxtaauki er
með þrepaskipt vaxtastig eftir upp-
hæðum, frá 11,8 til 13,7%.
Vaxtaauki
Netbankans
♦♦♦
Vantar þig
traustan og áreiðanlegan
viðskiptafélaga?
Kerfisþróun • Fákafeni 11 • 108 Reykjavík • Sími 568 8055 • Fax 568 9031 • www.stolpi.is
Kynningar í Reykjavík og landsbyggðinni á næstunni
26. september
27. september
2. október
3. október
4. október
9. október
11. október
11. október
17. október
25. október
kl. 16:00-18:00
kl. 16:00-18:00
kl. 16:00-18:00
kl. 16:00-18:00
kl. 16:00-18:00
kl. 12:00-14:00
kl. 12:00-14:00
kl. 16:00-18:00
kl. 12:00-14:00
kl. 16:00-18:00
Grand Hótel
Hótel Borgarnes
Flughótel
Hótel Selfoss
Hótel Hérað
Edinborgarhúsið
Mælifell
Hótel KEA
Kaffi Hornið
Hótel Ólafsvík
Reykjavík
Borgarnes
Keflavík
Selfoss
Egilsstaðir
Ísafjörður
Sauðárkrókur
Akureyri
Höfn
Ólafsvík
Léttar veitingar og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. B
RO
S
30
69
/2
00
7
Viðskiptafélaga sem hefur heildarsýn
yfir söluna, fjárhaginn, arðsemina,
birgðirnar, verkefnin, tímana þína og
skilar ávallt nákvæmum stöðuskýrslum?
Stólpi er sveigjanlegt bókhalds- og upplýsingakerfi með lausnir
fyrir flestar gerðir atvinnurekstrar. Auðvelt er að læra á kerfin
sem eru samhæfð Office skrifstofuhugbúnaðinum og kunnug-
legt viðmót skilar sér í tíma- og vinnusparnaði fyrir notendur.
Nú kynnum við nýja, byltingarkennda útgáfu af Stólpa
sem hefur hlotið frábærar umsagnir þeirra sem reynt hafa
Ókeypis aðgangur í 60 daga
Tryggðu þér ókeypis aðgang að Stólpa í 60 daga. Hafðu samband í síma 568 8055 eða kynntu þér á vefsíðu
okkar www.stolpi.is hvernig þú og þitt fyrirtæki geta hagnast á því að velja sér traustan viðskiptafélaga.
Staður Dagsetning Staðsetning Tímasetning
Útgáfa 2008.1
• Þjónustuvefur
• Netaðstoð
• Persónuleg aðstoð
• Vefskoðari
• Þjóðskrá
• Fjárhagsbókhald
• Skuldunautar
• Lánadrottnar
• Sölukerfi
• Innheimtukerfi
• Samningagreiðslur
• Birgðakerfi
• Framleiðslukerfi
• Birgðapantanir
• Tollkerfi
• Verkbókhald
• Verkbeiðnir
• Tilboðskerfi
• Rafræn samskipti
• Markaðskerfi
• Félagakerfi
• Fyrirspurnakerfi
• Launakerfi
• Stimpilklukka
• Vinnuskýrslur