Morgunblaðið - 13.09.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 21
SAMSKIP hafa aukið þjónustu
sína á siglingaleiðinni milli meg-
inlands Evrópu og Skandinavíu
með tilkomu gámaflutningaskips-
ins Ute S. Það getur borið allt að
366 gámaeiningar (TEU) og siglir
vikulega milli Helsingjaborgar í
Svíþjóð, Hull á Bretlandseyjum og
Rotterdam.
Skipið var áður í siglingum fyrir
sænska flutningafélagið Transatl-
antic European Services AB. Það
félag hefur nú gert samning við
Samskip um að annast flutninga
fyrir sig á þessari umræddu sigl-
ingaleið. Engar breytingar verða á
vikulegum ferðum gámaflutn-
ingaskipsins Samskip Explorer
milli Helsingjaborgar og Varberg í
Svíþjóð, Hull, Zeebrugge í Belgíu
og Rotterdam.
Samskip eru nú með hátt á þriðja
tug skipa í föstum áætlunarsigl-
ingum innan Evrópu og yfir 13.000
gáma af ýmsum stærðum og gerð-
um. Býður félagið upp á vöruflutn-
inga til yfir 30 landa, frá Rússlandi
í austri til Íslands í vestri og Skand-
inavíu í norðri til Spánar og Ítalíu í
suðri.
Samskip bæta við sig
gámaflutningaskipi
Ljósmynd/Hreinn Magnússon
Gámar Athafnasvæði Samskipa í Rotterdamhöfn er orðið umsvifamikið.
GUÐMUNDUR Bjarnason, fyrr-
verandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar,
hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í
stjórnunar- og
stefnumótunar-
teymi Alcoa
Fjarðaáls í Reyð-
arfirði. Mun hann
m.a. hafa yfirum-
sjón með verkefn-
um sem snúa að
samskiptum við
ríkið og sveitar-
félög.
Guðmundur
var bæjarstjóri í
Neskaupstað frá árinu 1991 til ársins
1998. Hann gegndi lykilhlutverki við
sameiningu sveitarfélaga á Aust-
fjörðum sem varð að veruleika árið
1998 og tók við starfi bæjarstjóra
Fjarðabyggðar eftir sameininguna.
Hann gegndi því starfi til haustsins
2006. Guðmundur var varabæjar-
fulltrúi og síðar bæjarfulltrúi fyrir
Alþýðubandalagið í Neskaupstað á
árunum 1974-1998. Guðmundur hef-
ur setið í fjölmörgum stjórnum og
ráðum á vegum hins opinbera, fyr-
irtækja og knattspyrnuhreyfingar-
innar. Hann var starfsmannastjóri
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað
1977-1991 og áður kennari við Gagn-
fræðaskólann í Neskaupstað. Guð-
mundur útskrifaðist með BA-próf í
þjóðfélagsfræði frá Háskóla Íslands
árið 1975.
Guðmundur
til Fjarðaáls
Guðmundur
Bjarnason
LAUNAKOSTNAÐUR á almenn-
um vinnumarkaði hækkaði á bilinu
6,6 til 11,3% á milli annars ársfjórð-
ungs 2006 til sama fjórðungs í ár,
samkvæmt launakostnaðarvísitölu
Hagstofunnar. Í Vegvísi Landsbank-
ans er bent á að töluverðar sveiflur
mælist nú í vísitölunni, sem skýrist
m.a. af óreglulegum greiðslum, t.d.
eingreiðslum og árangurstengdum
bónusum. Athyglisvert sé hversu
mikill munur sé á launakostnað-
arþróun í einstökum atvinnugrein-
um.
Miklar sveiflur
í launakostnaði
HP Farsímalagerinn hefur ráðið
til sín tvo nýja stjórnendur. Hörður
Þór Torfason hefur hafið störf sem
sölu- og markaðsstjóri og Víðir
Arnar Kristjánsson tekið við stöðu
fjármálastjóra.
Hörður stundaði nám í markaðs-
og alþjóðaviðskiptum við Háskól-
ann í Reykjavík. Hann starfaði áð-
ur hjá markaðsfyrirtækinu Verum
við auglýsinga- og kynningamál.
Hann hefur einnig starfað sem
sjálfstæður ráðgjafi í markaðsmál-
um og hefur áralanga reynslu í
heildsölu og verslunarrekstri.
Hörður er í sambúð og á fjögur
börn.
Víðir er með MBA-gráðu frá Es-
cuela Superior de Gestion i Mar-
keting (ESIC) á Spáni og BS-gráðu
í viðskiptafræði frá Viðskiptahá-
skólanum á Bifröst. Víðir starfaði
áður sem fjármálaráðgjafi hjá
Landspítala – háskólasjúkrahúsi.
Hann er í sambúð og á þrjú börn.
Ráðnir til
HP Farsíma-
lagersins
Hörður Þór
Torfason
Víðir Arnar
Kristjánsson
◆
◆