Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 23
VÖRUSÝNINGIN Verk og vit
verður haldin dagana 17. til 20.
apríl 2008 í íþrótta- og sýning-
arhöllinni í Laugardal. Þetta
verður í annað sinn sem Verk og
vit er haldin en sýningin var áður
í mars 2006 á vegum AP-sýninga.
Sýningin næsta vor er tileinkuð
byggingariðnaði, skipulags-
málum, mannvirkjagerð og orku-
málum. Í viðhorfskönnun sem
Outcome-hugbúnaður ehf. gerði
fyrir AP-sýningar á meðal sýn-
enda Verks og vits 2006 kom m.a.
fram að 94% þeirra sem tóku þátt
í könnuninni töldu grundvöll fyr-
ir því að halda sýninguna Verk
og vit aftur og tæp 90% voru
mjög ánægðir eða frekar ánægðir
með sýninguna.
Undirbúningur næstu sýningar
er í fullum gangi og þegar er bú-
ið að bóka yfir 40% sýning-
arsvæðisins. Félagsmenn Sam-
taka iðnaðarins fá 20% afslátt á
sýningarrými ef þeir skrá sig fyr-
ir 1. október næstkomandi en
aðrir fá 10% afslátt skrái þeir sig
fyrir sama tíma. Nánari upplýs-
ingar um Verk og vit 2008 má
finna á vefsíðunni www.verkog-
vit.is.
Vörusýningin Verk og
vit haldin í Höllinni í vor
Ljósmynd/Kristján Maack
Sýning Frá vörusýningunni Verk og vit árið 2006, sem þótti takast það vel
að ákveðið hefur verið að halda aðra sýningu næsta vor.
EINAR S. Björnsson hefur verið
ráðinn nýr forstöðumaður flug-
rekstrarsviðs
Flugfélags Ís-
lands (FÍ) frá og
með 1. nóvember
næstkomandi.
Einar var þar
til í vor flug-
rekstrarstjóri Air
Atlanta og þar
áður Íslandsflugs
frá 1999. Hann
vann í flugdeild
Flugleiða frá ár-
unum 1982 til 1997.
Einar er menntaður í flugrekstr-
arfræðum frá FIT í Flórída, hann er
47 ára, kvæntur Guðrúnu Gunnars-
dóttur og eiga þau þrjú börn.
Yfir flug-
rekstrarsviði
Flugfélagsins
Einar S.
Björnsson
SAMKVÆMT nýrri könnun
Capacent Gallup eru þrír af hverjum
fjórum fasteignakaupendum já-
kvæðir gagnvart Íbúðalánasjóði og
mikill meirihluti, um 83%, vill að
sjóðurinn starfi í óbreyttri mynd.
Það er svipuð niðurstaða og sam-
bærilegri könnun í lok síðasta árs
sýndi en þessi könnun var fram-
kvæmd fyrir sjóðinn í júní og júlí sl.
Könnunin leiðir í ljós að 9,2% telja
að Íbúðalánasjóður eigi að vera
heildsala og 8,4% vilja að hann hætti
starfsemi og viðskiptabankarnir sjái
alveg um íbúðalán.
Nærri þrír af hverjum fjórum
fasteignakaupendum eru mjög eða
frekar jákvæðir gagnvart Íbúðalána-
sjóði og 7% eru mjög eða frekar nei-
kvæð gagnvart sjóðnum. Fimmtung-
ur er hvorki jákvæður né neikvæður.
Hringt var í 1.600 einstaklinga
sem keyptu fasteign í febrúar til júní
á þessu ári. Endanlegt úrtak var
1.469. Svarhlutfall var 56,4%.
Flestir vilja
óbreyttan
Íbúðalánasjóð
PROMENS hefur ráðið Gest Þór-
isson í stöðu framkvæmdastjóra við-
skiptaþróunar. Er ráðningin sögð
liður í þeirri stefnu félagsins að
stækka með fyrirtækjakaupum og
ytri vexti og verður það aðaláherslan
í starfi hans.
Gestur hefur góða reynslu af fyr-
irtækjakaupum frá fyrra starfi sínu
hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings.
Frá 2001 til 2005 starfaði Gestur hjá
Georgia Pacific í Bandaríkjunum við
aðgerðarannsóknir, framleiðslu-
skipulagningu, vörudreifingu og
sölu- og markaðsstörf. Gestur er
með MS-gráðu í aðgerðarann-
sóknum frá Georgia Institue of
Technology og BS-gráðu í véla- og
iðnaðarverkfræði frá Háskóla Ís-
lands.
Til að byrja með mun Gestur
vinna náið með Arne Vraalsen, frá-
farandi forstjóra Polimoon, sem
Promens keypti undir lok síðasta
árs. Gestur, sem hefur aðsetur á að-
alskrifstofu félagsins í Kópavogi,
tekur sæti í framkvæmdastjórn Pro-
mens.
Ráðinn til
Promens
Gestur Þórisson
◆
◆