Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 24
Ístarfi sínu er Róberti ætlað að leggja áherslu árannsóknir á tryggingasvikum. Flest mál sem tilSjóvá koma eru afgreidd með venjubundnumhætti en í einstaka tilvikum vaknar grunur starfs-
manna um tryggingasvik. Þar mun Róbert koma til sög-
unnar. Með tryggingasvikum er t.d. átt við að einhver af
ásetningi gefur rangar eða villandi upplýsingar varðandi
tryggingamál sér til hagsbóta, t.d. við kaup á tryggingu,
með því að leggja fram ýkta bótakröfu eða sviðsetja slys
eða tjón.
Tryggingasvik því miður til staðar
Fyrri reynsla Róberts ætti að nýtast vel en hefur und-
anfarin 20 ár verið í lögreglunni. „Nýja starfið leggst vel
í mig, þetta er að vissu leyti nokkurt frumkvöðlastarf og í
því felast tækifæri til að móta starfið að miklu leyti,“ seg-
ir Róbert og bendir á að hér á landi séu ekki fyrir hendi
miklar rannsóknir á umfangi tryggingasvika. Þau séu
því miður til staðar eins og dæmin sanni. „Vonandi er
staðan þó ekki svo slæm að ég þurfi að kalla til liðsauka
hjá fyrrum félögum mínum í lögreglunni,“ segir Róbert
og brosir. Samkvæmt skýrslu frá árinu 1999 um trygg-
ingasvik á Norðurlöndunum var umfang tryggingasvika
talið á bilinu 5-10% af bótagreiðslum. Athuganir hér á
landi að frumkvæði Sambands íslenskra tryggingafélaga
(SÍT) hafa leitt svipaðar niðurstöður í ljós.
„Vandi tryggingafélaganna liggur í því að ná til þeirra
sem tryggingasvik stunda án þess að skaða hagsmuni
þeirra sem gera réttmætar kröfur til bóta. Samkvæmt
lögum um vátryggingasamninga þá liggur sönnunar-
byrðin um tryggingasvik hjá tryggingafélaginu og getur
reynst erfitt að færa sönnur á svik þrátt fyrir að vísbend-
ingar um slíkt séu fyrir hendi,“ segir Róbert.
Hann segir Sjóvá hafa sinnt þessu verkefni í einni eða
annarri mynd í gegnum tíðina, m.a. hafi fyrrum lög-
reglumaður sinnt afgreiðslu ökutækjatjóna um langt
skeið. Aukin áhersla á þennan málaflokk innan Sjóvár sé
til marks um framsýni stjórnenda félagsins og þá miklu
áherslu sem lögð er á þjónustu við viðskiptavini þess.
Róbert segir að það sé til hagsbóta fyrir trygginga-
taka og neytendur ef komið sé í veg fyrir tryggingasvik
þar sem beint samhengi sé á milli tjónakostnaðar og ið-
gjalda.
Róbert er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og segir
hann sig vera sannan Gaflara. Þar í bæ gekk hann sína
hefðbundnu skólagöngu, alveg upp í Flensborgarskóla.
Þaðan lá leiðin á sjóinn og lauk hann skipstjórnarprófi
frá Stýrimannaskólanum. Árið 1987, þá 23 ára að aldri,
hóf hann störf hjá Lögreglunni í Reykjavík. Lengst af
starfaði hann við slysarannsóknir, en var síðast hjá efna-
hagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra þar sem hann sér-
hæfði sig í rannsóknum alvarlegra fjármuna- og efna-
hagsbrota. Samfara nýju starfi hjá Sjóvá stundar Róbert
BS-nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, þar
sem hann áætlar námslok á næsta ári. Áður hefur hann
lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins og sótt að auki ým-
is námskeið þar og hjá Endurmenntun HÍ.
Í háskólanámi líkt og dóttirin
Róbert er kvæntur Önnu Sigríði Þorkelsdóttur, sér-
fræðingi hjá Medis, dótturfélagi Actavis, og eiga þau
þrjú börn; Arnar, 12 ára, Daða, níu ára og Bryndísi, sjö
ára. Auk þess á hann dótturina Lilju Guðrúnu, 22 ára,
sem líkt og pabbinn leggur stund á viðskiptafræðinám
við HR. Spurður út í áhugamálin segir Róbert að frítím-
inn þessa dagana fari að sjálfsögðu mest í námið við HR.
Þess fyrir utan kýs hann að verja tímanum með fjöl-
skyldunni. „Börnin stunda öll íþróttir og tökum við for-
eldrarnir mikinn þátt í því með þeim. Þá sit ég í stjórn
körfuknattleiksdeildar Hauka og hef tekið virkan þátt í
starfi deildarinnar undanfarin ár,“ segir Róbert.
Sjóvá réði nýlega
til sín reyndan
rannsóknarlögreglumann sem sér-
fræðing á tjónasviði. Björn Jóhann
Björnsson bregður upp svipmynd af
Róberti Bjarnasyni.
Morgunblaðið/Frikki
Rannsóknir Róbert er í ákveðnu frumkvöðlastarfi hjá
Sjóvá við rannsóknir á meintum tryggingasvikum.
Til hagsbóta fyrir neytend-
ur að koma í veg fyrir svik
bjb@mbl.is
SVIPMYND»
FYRR á öldum þótti það ágætis viðbót við
ferilskrána að hafa gegnt starfi konungs í
einhverju landi. Bæði var það til marks um
stjórnunarhæfileika og auðæfi, sem alltaf
getur verið gott að búa yfir. Enda voru kon-
ungar almennt ríkastir í krummaskuði
hverju á þeim tíma. Nú er öldin önnur og í
efstu sætum lista yfir auðugustu menn heims
er ekki að finna eina einustu konungbornu
manneskju.
Til þess að styggja ekki hina eðalbornu
hefur bandaríska tímaritið Forbes því tekið
upp á því að setja saman lista yfir auðugasta kóngafólk heimsins.
Efstur á þeim lista er soldáninn af Brunei, sem metinn er á 22 milljarða
dala, og athygli vekur að efsti Evrópubúi á listanum er Elísabet II Breta-
drottning, sem er í 38. sæti. Auðæfi hennar eru metin á skitnar 600 millj-
ónir dala.
Auðug og eðalborin
Reuters
AÐDÁENDUR njósnara hennar hátignar, James
Bond, muna eflaust flestir eftir bílnum sem breytt-
ist í bát í myndinni The Spy who Loved Me. Nú
stefnir í að slíkur bíll verði kominn á almennan
markað innan nokkurra ára.
Gripurinn heitir Aquadan og var þróaður hjá
nýsjálenska fyrirtækinu Gibbs Technologies. Um er
að ræða þriggja sæta farartæki með dekk sem hægt
er að draga upp þannig að þegar vatnið nálgast er bara að sigla af stað.
Áætlað er að eitt stykki Aqudan muni kosta ríflega 5 milljónir króna þegar
bíllinn kemur á markað en Alan Gibbs, eigandi Gibbs Technologies, dreym-
ir um að hann verði fjöldaframleiddur í höfuðborg bíaliðnaðarins, Detroit
(eða Dettirófu eins og hún var eitt sinn nefnd á íslensku).
Sagt er að Gibbs hafi fengið hugmyndina að Aquadan þegar hann gat
ekki keyrt á ströndinni fyrir utan hús sitt vegna sjávarfallanna en ljóst er
að hugmyndin gæti reynst vel hér á landi. Aki allir um á Aquadan þarf t.d.
ekki að leggja stórfé í Sundabraut eða gangaframkvæmdir.
Í anda 007
ÞAÐ ætti ekki að hafa farið
framhjá neinum að fjármálamarkaðir
heimsins hafa titrað eins og lauf í
vindi á undanförnum vikum. Allt er
þetta rakið til vissrar tegundar hús-
næðislána í Bandaríkjunum, lána
sem á ensku eru nefnd „subprime“.
Um er að ræða lán til þeirra sem
að öllu jöfnu myndu ekki fá lán til
fasteignakaupa, annaðhvort vegna
slæmrar greiðslugetu eða vegna
slæmrar greiðslusögu. Um það er
ekki deilt. En eitt hefur vakið athygli
Útherja og það er sú staðreynd
hversu erfitt við Íslendingar virðumst
eiga með að finna hentugt nafn á
lánin illræmdu. Blaðamenn hafa tal-
að um áhættusöm lán eða ótrygg
lán, sumir jafnvel um supreme-lán
eða lággæðaskuldabréfavafninga!
Bankamenn hafa hins vegar tekið
annan pól í hæðina. Þannig hefur
Greining Glitnis talað um þessi lán
sem annars flokks lán og greining-
ardeild Kaupþings um undirmálslán.
Þeir sem þau taka eru þá vænt-
anlega annars flokks borgarar eða
undirmálsfólk.
Er íslenskum bankamönnum
þarna rétt lýst? Draga þeir fólk í dilka
eftir fjárhagsstöðu? Útherja er
spurn. Mikil velmegun ríkir nú í fjár-
málageiranum en er ekki óþarfi að
líta niður á aðra?
Annars flokks undirmálsmenn
ÚTHERJI
Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is
*Nafnávöxtun miðast við 31. ágúst 2006 til 31. áúgst 2007, skv. sjodir.is. Peningamarkaðssjóður SPRON er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.
Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is.
H
im
in
n
o
g
h
af
/
S
ÍA
-
9
0
7
1
0
9
6
Ég ætlaði bara að fá m
ér fiðlu
Það skiptir máli að spara á
réttum st
að.
Peningamarkaðssjóður SPRON
hefur gef
ið langh
æstu áv
öxtun a
llra pen
ingamar
kaðssjóða á Íslandi síðustu 12 mánuði eða 15,4%*
!"#$
$%%&'&&& ()*+++*)*